Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. jan. 1965 SVARTAR RAFPERLUR EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY Fazilet yppti öxlum með ynd- isþokka. — I>á skulum við ekki minnast á það. Ég hef bara gert það, sem Sylvana iagði fyrir mig. En svo er annað. Ég hef þagað yfir því, af því að þér þykir svo vænt um systur þína, og ég hef tekið tillit til þess. En nú verðurðu að fá að heyra sannleikann. Tracy athugaði stúlkuna vand lega meðan hún sagði sögu sína. J>að hafði verið veizla í Brekku- húsinu, daginn áður en Anna- bel dó. Eitt þessara frægu sam- kvæma frúarinnar. Miles hafði komið. En konan hans var veik, sagði hann. — En Annabel kom engu að síður, sagði Fazilet. — Ég var ekki langt frá stiganum og sá hana fyrst. En ég gat ekki stöðv- að hana. Annabel hafði þetta kvöld ver ið í þokugráum grænleitum kjól sem féll í mjúkum fellingum. Armarnir voru berir, gyilta höfuð ið bar hún hátt á grönnum háls- inum, og grænu augun voru stór og áköf. Hún hafði viljandi dreg ið að sér athygli alls samkvæm- isins. Hún hafði veifað út báðum örmum og æpt: — Viljið þið sjá, hvernig maðurinn minn hefur íarið með mig! Það hafði orðið dauðaþögn í salnum. Asökunin lá sorglega í augum uppi. Á mjúku holdinu á örmum hennar voru þessir aug- ljósu marblettir, sem sprautu- nálar skilja eftir. Annabel hafði hlegið háðslega að Miles, sem gekk nú til henn- ar. — Þú veizt, að ég dey af þessu, æpti hún. — Að lokum dey ég af þessum meðölum, sem þú ert að gefa mér. Þá verðurðu laus við mig og getur hagað þér eins og þú vilt. Röddin hafði verið ofsafengin, en Miles tók hana upp með valdi og bar hana aftur inn í herberg in þeirra í Sjávarhúsinu. Tracy horfði á Fazilet með skelfingu. — Næsta morgun fór Miles burt, hélt Fazilet áfram. — Hann yfirgaf konuna sína, þeg- ar hún þarfnaðist hans mest, og hvarf. Hún stóðst ekki þetta, sem gerzt hafði og það, að hún hafði verið að formæla honum opinberlega. Samt var það hún sjálf, sem var fórnarlambið. Hann hafði verið að gefa henni heróín. Seinna hlýtur hún að hafa gert sér ljóst, að henni voru allsstaðar allar bjargir bannað- ar. Hún læddist burt um kvöld- ið, og komst í litlum báti út á sundið, án þess að nokkur vissi af. Hana langaði ekki að lifa lengur. — En hvers vegna? sagði Tracy. — Hversvegna gat hann gert ann að eins og þetta? Það skil ég ekki. — Heldur ekki ég, sagði Fazi- let gremjulega. — Hann er mað- ur, sem ég hef aldrei botnað í. Mig hefur ekki langað að segja þér frá þessu öllu. En hann er búinn að töfra þig líka. Þú verð ur að sleppa frá honum. Svo renndi hún sér út úr her- berginu, hljóðlega. Tracy vissi aldrei, hve lengi hún stóð þarna í sömu sporum, án þess að geta hugsað í sam- hengi. Henni var óglatt svo að nálgaðist sjóveiki. Henni fannst loftið þarna kæfandi. Án þess að vita almennilega, hvað hún var að gera, fór hún í kápuna og gekk fram í gang- inn.Dyrnar hjá Miles voru lokað ar, þarna handa við salinn. Hún þoldi ekki að hitta hann núna. Hún sá engan þegar hún fór niður og gegn um ganginn niðri, út í garðinn. Vindurinn frá Svartahafinu blés kuldalega og gaf til kynna yfirvofandi ofviðri. Hliðið var ólæst og hún gekk gegn um það. Það var ólíklegt, að hún hitti neinn í rústunum á þessum tíma dags. Ekki þegar stormur var í vændum. Hún gat ekki gengið hægt og hljóp því eftir veginum. Fyrstu regndroparnir skullu í andlitið á henni, stingandi sárir, svo að hún setti undir sig höfuðið og hljóp áfram. Tracy horfði ekkert fram und an sér á hlaupunum og rakst því beint á Miles á veginum. Hún leit undrandi augum á manninn, sem hún vildi sízt af öllu hitta. Hún reif sig lausa af honum. — Slepptu mér. Ég vil ekki tala við þig. Láttu mig afskiptalausa- — Hvert ertu að fara Það er að gera storm. — Sama er mér, sagði hún og hljóp frá honum. Hún stanzaði ekki fyrr en hún kom að hallarrústunum. Þar reikaði hún upp eftir brotnu þrepunum. Handan við salinn var hluti af þakinu og gólfinu óskemmt. Þar inni var henní óhætt fyrir regninu. Þegar hún fór fram hjá felustaðnum. aðgætti hún harin, en fann að böggullinn var horfinn. Þegar hún var komin í afdrepið við vegginn, staðnæmdist hún og hlustaði á ólætin í veðrinu. En gegn um stormhvininn heyrði hún svo annað. Það var eins og ofurlítið ískur, rétt eins og í kaðli, sem bátur er bundinn með við bryggju. Hún ieit við. Eitthvað lá á gólfinu rétt inn an við svaladyrnar. Tracy hafði aldrei tekið eftir þessu þarna áð- ur. Þetta var stór steinn óg við hann var bundinn kaðall, sem lá fram af svölunum. Það var þessi kaðall, sem gaf frá sér hljóðið, þegar vindurinn hreyfði hann. Tracy fór úr afdrepinu og beint út í storminn og regnið. Hún tók á kaðlinum og fann, að eitthvíA þungt hékk neðan í honum. Hún hallaði sér út yfir grind- verkið og sá, að eitthvað hékk þarna fram af svölunum, eitt- hvað þungt, sem ekki var auð- velt að draga upp, þegar hún reyndi að toga í. Hún hallaði sér betur fram og reyndi að koma auga á þetta, sem dróst hægt upp eftir veggn um. Allt í einu sá hún vott, hvitt höfuð, eyrun og drukknuðu aug- un, sem nú voru ekki lengur græn. Hún rak upp óp af hrj/1- ingi og dró áfram þangað til bögg ullinn kom upp á svalirnar og datt niður með dynk. í sama bili kom elding og allt varð greini- legt rétt sem snöggvast. Þetta var veslings Yasemin, og það var ekki einasta, að hún væri dauð, heidur var hitt viðbjóðs- legra, hvernig farið hafði verið að því að drepa hana. Kötturinn hafði verið settur í poka með grjóti í, sem var bundinn aftur um hálsinn á dýrinu og síðan hafði honum verið sökkt fram af svölunum þangað til veslings skepnan drukknaði í Bosporus. Tracy greip báðum höndum fyr ir munninn, til þess að æpa ekki upp. Skelfingin greip hana — eins og til hafði verið ætlazt! En þá jukust armar Miles um hana og drógu hana burt frá þessu, sem lá á gólfinu. Hún hallaði sér upp að öxl hans og reyndi að gráta burt söknuð sinn og kvíða. Hann hugg aði hana og þerraði andlit henn ar með vasaklút. Þegar hann loksins kyssti hana vafði hún sig að honum og svaraði snert- ingu vara hans, næstum með ofsa. Kringum þau dró úr hávað an'um. Þruman var liðin hjá. Það er að stytta upp, sagði Miles. — Við ættum að forða okkur meðan uppstyttan varir. Svo geturðu sagt mér alla sög- una. Hún hristi höfuðið. — Yase- min! sagði hún og ætlaði ekki að koma upp orðniu. _ — Ég veit það, sagði Miles. — Ég sá það. Nú var hún ofurlítið farin að jafna sig. — Mér var ætlað að finna hana. Einhver hefur vitað, að ég mundi koma hingað — eins og Annabel var vön að gera. Þetta er ein viðvörunin í viðbót. Sú fyrsta var þegar ruglað var fyrir mér því, sem ég var að gera. Svo var staðurinn, sem merktur var í bókinni, sem þú léðir mér. Hún sagði honum þá, hvernig staðurinn hafði verið undirstrik aður í bókinni, þar sem fjallað var um tyrknesku konurnar úr kvennabúrinu, sem drekkt var, og svörtu rafperlurnar hefðu verið notaðar fyrir bókarmerki. Ef einhver vildi hræða hana, þá — Við viljum skilja. var þetta ákjósanleg aðferð til þess. Miles hélt fast utan um hana til þess að forða hana nýju skjálftakasti. Úti fyrir brauzt sólin fram milli skýjanna og skein á votann garðinn. — Við getum sloppið núna, sagði hann. — Við sKulum jarða hana fyrst sagði Tracy skjálfrödduð. Miles fann eitthvert prik og rótaði upp moldinni, svo að nægi lega djúp hola varð í jörðina. Með öruggum handtökum losaði hann köttinn úr þessum smán arlega poka og lagði hann í hol- una. Tracy hjálpaði honum til að róta moldinni yfir hvíta, renn vota líkamann. Allt í einu fékk hún reiðikast. — Þau skulu aldrei geta hrætt mig svona, æpti hún. — Það læt ég þau aldrei gera. Svona fúl- mennska verður að koma fram í dagsljósið. Ekki einasta vegna Annabel. Málið er umfangsmeira en svo. Og um leið mundi hún það. Gestaboðið hjá frúnni, eins og Fazilet hafði sagt frá því. Þegar þau stóðu þarna við leiði hvíta kattarins, sagði hún honum frá öllu, sem Fazilet hafði sagt henni. Hann herpti munninn með an hann hlustaði, en augun voru ísköld og eins og á verði. Svipurinn á andliti hans var farinn að hræða hana og hún lauk máli sínu vesældarlega: — Þetta er ekki satt, eða er það? Það getur ekki verið satt. Fazi- let hefur misskilið þetta allt. Eða þá hún er að ljúga því upp Hann hristi höfuðið. — Nei, hún er ekki að ljúga því upp. Þetta gerðist alveg eins og hún hefur sagt. Allt saman. — En . . . heróín? Þá hlýtur það að hafa verið Annabel, sem var að ljúga. Þú getur ekki hafa . . . Hún hikaði. — Ég trúi því ekki. Eitt aodartak stóð hann og horfði á hana, eins og kvalinn af endurminningunni. Svo talaði hann, einkennilega stuttaralega, eins og áður fyrr. KALLI KUREKI -K- -~Xr~ Teiknari: J. MORA V THAT AIM’T MO 6t»ST, MOMTAKf- THAT'S x OM£ TOUSH COWBOY/ SHOT UR FELL. OFF A CLIFF, THEM TtAILED US THIRTY MILE S ACROSS TH’ DESERT/ HE'S ABOUT J -— , , -n DOME FOe • ——~ MT EYESI^HT’S PLAYIM’ TRICKS' 1 BETTERkEST ASAIM AlM’T THAT TOO BAD, ALL THAT HIKIM’ FOZ MOTHIM'f l’LL MAKE SL12E THISTIME' HEAT AM’ THIRST Ató’ LOSS OF BLOOD' ITS A WOUDER. iSTILLOMHISFE L „Þetta er ekki vofa Montan. í>etta er aðeins þreyttur kúreki. Með Bkot í öxlinni, hefur fallið fram af klettum, elt okkur 30 kílómetra yfir sléttuna. Hann er æði langt leidd- ur.“ 2. „Það er sem ég heyri raddir." Ég er farinn að sjá hillingar. Það er líklegast bezt að ég hvíli mig aftur.“ Er þetta ekki fullmikið af því góða. Allt unnið iyrir gýg. Það er bezt að ég sjái alveg fyrir honum í þetta skiptið. Nei, hann er vamarlaus. Hit inn, þorstinn og blóðmissirinn, það er hreint undur að hann skuli enn vera á iótum. — Það ER satt. Allt satt. Komdu, nú skulum við forða okk ur inn í húsið. Hann sagði ekkert fyrr en þau komu að hliðinu að Erim- landareigninni. — Nú skaltu fara heim til London. Nota þetta flugfar. Syl vana svurði mig til ráða og ég sagði henni að halda áfram þess um ráðstöfunum sínum. Tracy hristi höfuðið, eins og dofin. Hún gat ekki svarað hon um með neinum orðum. Nú var enginn, sem hún gæti snúið sér til. En samt yrði hún að vera kyrr og binda enda á málið. Bæði vegna Annabel og sjálfrar sín. Og jafnvel vegna hvíta kattar- ins litla. Ennþá var hún ekki viss um, hvort hún yrði líka að gera þetta vegna Miles Rad- burn. Þegar þau' komu inn fyrir hlið ið, sagði hann. — Þú verður að fara ein inn. Ég fer ekki inn alveg strax. í Ytri-IMjarðvík ORÐIÐ hafa umboðsmannaskiptl fyrir Morgunblaðið í Ytri-Njarð- vík. Sveinn H. Jakobsson sem verið hefur umboðsmaður blaðs- ins ur.danfarið, hefur látið af störfum. Hinn nýi umboðsmaður er Ásmundur Þórarinsson bif- reiðastjóri Þórustíg 12. Hefur hann framvegis veg og vanda af allri þjónustu Morgunblaðsins við kaupendur iþess í Ytri-Njarð- vík. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, sími 40748. Carðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, simi 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allau Eyjaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.