Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 3
f 1^5studagur 5. febrúar 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 I l I j j I I FÓLK, sem átti leið iim höfnina á þriðjudaginn, veitti því athygli, að hóp- ur ungs fólks hafði komið sér þar fyrir. Með riss- blokkir fyrir framan sig og teikniblýanta á lofti festu þau á blað, það sem fyrir augu bar: skipin í höfninni og vörugeymsluhúsin. Hér voru á ferð nemendur úr 2. bekk Kennaraskó'lans, éinn békkur, ásamt teiknikenn ara sínum, Gesti Þorgríms- syni. Þau höfðu fengið iþað verkefni að teikna höfnina og skrifa síðar ritgerð um efnið „Hvaða gildi hefur höfnin"? Þau undu sínum hag hið bezta í góða veðrinu við höfnina og voru að því er bezt varð séð þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að bregða af venj- Þau teiknuðu gamlan dráttar bát og vörugeymsluhús — Minnie Eggertsson og Einar H. Ólafsson teiknitíma við unni og fást við eitthvað ó- venjulegt. Við snerum okkur að ung- um manni, Einari Hólm Ólafs- syni, sem sat á einum pollan- um ásamt einni bekkjarsystur sinni, og spurðum, hvað rann vætri að teikna. — Ég er að reyna að teikna gamia dráttarbátinn,' sem þú sérð þarna. Ég ætla að hafa vörugeymslurnar með á mynd inni, — Gestur sagði, að við skyldum hafa þær með líka, því að þær hafa mikið gildi í sambandi við höfnina. Ann- ars verður ;þetta bara riss hjá okkur núna. I næsta tíma á að ganga frá myndinni, hrein- teikna og tússa. — Hafið þið farið í svona leiðangur áður? — Nei, en það hefur lengi staðið til að fara svona ferð og hafa þá höfnin eða eitt- hvert safn helzt komið til greina. Við erum fyrsti hóp- urinn, sem fer í vetur, en sennilega suða hin, þangað til þau fá að fara líka. — Eruð þið byrjuð í kensslu æfingum? — Nei, þær hefjast næsta vetur — í 3. bekk. — Heldurðú, að þú verðir ekki „nervus“? — Alveg áreiðanlega. Við erum alltaf að heyra sögur hjá þeim sem eru nýbyrjaðir, en ég veit nú varla hvort nokkurt mark sé á þeim takandi. Ef- laust eru þær til þess að hrella okkur. Ein sagan segir t. d. frá því, þegar eitt kennara- efnið ætlaði að reyna að hafa höfnina hemil á óróasegg í einum bekknum. Hann klappaði blíð- lega á öxlina á þeim stutta og bað hann að hafa hægt um sig en viðbrögð þess stutta voru þau, að hann snerist á hæli og beit kennarann 1 höndina! — Nú hefur Kennaraskólinn fengið réttindi til að braut- skrá stúdenta? — Já, okkur í 2. bekk gefst fyrst kostur á að fara i deild, þegar við höfum lokið al- menna kennaraprófinu. Þessi deild verður einn vetur og verður sennilega kölluð „menntadeild". Þessi deild kemur sem sagt fyrst til fram- kvæmda veturinn eftir að okk ar árg. lýkur kennaraprófi og hún útskrifar stúdenta eftir eitt ár. — En verður þá lágmarks- einkunn gerð að skilyrði til iringöngu í þessa deild? — Sennilega verður að ná 1. eihkunn á kennaraprófinu. — Þið í 2. bekk eruð í gamla skólahúsinu við Laufásveg. Horfið þið ekki öfundaráug- um til nýja skólahússins við Stakkahlíð? _ — Ég veit ekki hvað segja skal. Það fer bærilega um okkur í gamla skólanum og okkur fellur vistin þar alveg prýðilega. Hins vegar eru ýmis hlunnindi í nýja skólan- um, sem ekki eru til staðar hjá okkur, til dæmis er þar sjálfsali, sem selur heita súpu og kakó. — Þú hyggur gott til að pré dika yfir börnunum, Einar? — Já, mér lízt þetta vera mjög skemmtilegt starf. Það er lifandi og fjölbreytt. Og varðar það ekki mestu, að velja sér starf, sem maður hefur ánægju af? Eitt andartak litu þau upp, ©g þá smellti Sveinn Þormóðsson . af þessari mynd — I.íney Friðfinnsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Þórey Þorkelsdottir og Hendrik Jafetsson. Túnrœkt á sönd- um og kornrœkf IBLáAÐINXJ hefur borizt frétta- t>réf frá Þorsteini Guðmunds- eyni á Reynivölum í Austur- Bkaftafellssýslu. Þar segir m.a.: „Árið 1062 var fyrir alvöru byrjað á túnrækt og beitarrækt á eöndum hér í sýslu almennt, og hefur það gefið góða raun. Mest hefur að því kveðið í Suðursveit og Mýrarhreppi, enda sandar þar mestir. Eru nú komnar stórar grasivaxnar lendur, sem áður var gróðurlaus sandur, og hefur fengizt mikið og gott hey af, og beit fyrir sláturlömb. Af sand- ræktinni í Suðursveit fékkst sl. eumar um 2000 hestburðir af ágætu heyi, eða jafnmikið og af öllum ræktuðum túnum í hreppnum árið 1030 eftir fram- tali á búnaðarskýrslu frá því ári. Má hiklaust fullyrða, að allt að helmingi meira heyfall fáist af sama landi á næsta sumri og von andi verður sandræktinni haldið áfram, þar til öll sandflæmi sýslunni verða gróið land. Þetta mikla átak, sem orðið er, ber að þakka góðri aðstoð 'hins opinbera, og sérstaklega núver- andi landbúnaðararáðherra og sandgræðsjustjóra. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar hér með kornrækt en ekki með góðum árangri að mínu áliti. Kornið hefur ekki náð góð- um þroska og má um kenna að undanfarin sumur hafa verið köld, og síðastliðið með eindæm- um þurrkasamt, sem illa kom við á sandjörð sérstaklega, en á sönd um var öll kornræktin reynd, og á óskjólsömum svæðum fyrir norðanátt. Þó er það álit mitt, að vel rnegi kornrækt heppnast hér, ef valdir væru skjólsamir staðir fyrir hana, meðan ekki eru kom- in upp skjólibelti, sem þykja nauð synleg slíkri ræktun þó í 'hlýjari löndum sé, en er hér á okkar í landi.“ Þrýstingurinn á hæðinni fyrir sunnan land stóð í 1046 um hádegið í gær, og sýndi hún ekki á sér neitt fararsnið. Milt þokuloft streymdi hingað vestan við hæðina og komst hitinn upp í 11 st. á Dala- tanga, en 8 st. í Reykjavík. Veðurhorfur kl. 22 I gærkv.: Suðvesturland til Vestfjarða og miðin: SV-kaldi og þoku- loft, rigning eða súld með köflum. Norðurland og miðin: SV-kaldi og skýjað. Norðaust urland og Austfirðir og miðin: V-gola eða kaldi, víðast létt- skýjað. Suðausturland: SV- gola og þokuloft vestan til, V- kaldi og bjart austan til. Suð- austurmið: SV-kaldi, þokuloft. Horfur á laugardag: SV- kaldi og dálítil þokusúld Vest anlands og á Suðurlandi, en fyrir norðan vestlægari, og bjart á Austurlandi. STAKSfEINAR „Vansælir leiðtogaf" Vísir birtir nýlega foruste- grein undir fyrirsogninni, „Van- sælir Ieiðtogar“. Er þar á þa® bent að leiðtogum Framsóknar- flokksins liði illa í þeirri póli- tisku einangran, sem þeir hafi kallað yfir sig með hentistefnu sinni og óheilindum. Lýkur for- ustugreininni með þessum orð- um: „Þama er komið að kjaraan- um í allri svokallaðri stjómmála stefnu Framsóknarflokksins. For ustumenn hans virðast ger- sneyddir hæfileikanum til þess að meta rétt staðreyndir. Þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu hefur hann allt á homUm sér og kemur þar greinilega fram öfund í garð þeirra, sem með völdin fara og vonbrigði yfir því, að þeim skuli takast betur en Fram- sóknarmönnum sjálfum, þegar þeir' stjórnuðu. Þegar þeir eru í ríkisstjóm eru þeir líka óánægðir af því að þeir finna að þeir valda ekki þeim verkefnum, sem þeim voru fengin. En þeir vilja auðvitað leyna því fyrir háttvirtum kjós- endum og reyna því að búa til einhverja tylliástæðu eins og ár- ið 1956 til þess að hlaupa frá öllu saman og kenna svo sam- starfsmönnum sínum um stjórn- arslitin. Þetta er staðreynd, sem reynslan hefur margsannað og á- stæðan er sú, að Framsókn er ekkS stjórnmálaflokkur, heldur þröngsýn sérhagsmunaklíka, sem skortir algjörlega heildarsýn yfir landsmálin“. Kvikmyndir og gagnrýni Pétur Ólafsson ritar um kvlk- myndir og gagnrýni í síðasta fé- lagsbréfi Almenna bókafélagsins. Telur hann flest hjálpa til þess að ýta undir lélegan smekk á- horfenda og kröfur til kvik- mynda. íslenzk kvikmyndagagn- rýni hafi ekki verið upp á marga fiska. Lýkur hann grein sinni *hieð þessum orðum: „Allmiklar umræiður voru uppi meðal gagnrýnenda fyrir nokkru, hvort leggja skyldi aðra og mildilegri mælistiku á ís- lenzka leikritagerð en á erlenda. — Þau gildu rök, sem flutt vom gegn slíkum sérréttindum má einnig heimfæra í sambandi við innlenda kvikmyndagerð. Það er engin ástæða til að í gagnrýni sé tekið lungamjúkt á innlendri hroðvirkni og getuleysi. Með því að gera minni kröfur til innlends efnis væri raunverulega verið að viðurkenna og ákveða að íslenzk list sé og geti ekki verið nema annars flokks. En með kunnáttu og þjálfun ungra og áhugasamra manna ætti að vera hægt að koma hinum seinþroskaða hvítvoð- ungi, islenzkri kvikmyndagerð, til að standa í eigin fætur og staulast fram á við. Mér finnst eins og meðal upprennandi manna liggi í loftinu áhugi og hugmyndir, sem gæti gefið kvik myndagerð hér byr undir báða vængi. Og í þeirri von að frum- legar ráðagerðir fái stuðning og nýir kraftar verði nýttir til að skapa okkar eigin kvikmynda- list og jafnvel eignast smáþátt í heimslistinni, skal þessu sundur lausa spjalli Iokið“. Sjónvarp doktorsins Alþýðublaðið birtir forustu- grein um afstöðu Framsóknar til sjónvarþsins, og kemst þá m.a. að orði á þessa leið: „Sannleikurinn í málinu er sá, að það var utanríkismálaráð- herra Framsóknarflokksins, dr. Kristinn Guðmundsson, sem leyfði Ameríkumönnum að setja upp sjónvarp á Keflavíkurflug- velli. Þessi staðreynd er svo ó- þægileg fyrir Tímann, að hún er ekki nefnd í síðum þess blaðs. Þetta er samt sem áður megia- i atriði málsins“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.