Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 17
* Föstudagur 5. febrúar 19615
MORCU NBLAÐIÐ
17
Sjálfstæðismeim í Stykkis-
hólmi halda árshátíð
Friðjón Þórðarson, sýslumaður í Búðardal og frú.
Stykkishólmi 28. janúar.
LAUGAHDAGSKVÖiLDIÐ 23.
janúar sl. efndi Sjálfstæðisfélag-
ið Skjöldur í Stykkishólmi til
árshátíðar, en frá upphafi vega
þess hefir það verið f-astur liður
í starfseminni að koma saman
á árshátíð. Þessar hátíðir hafa
verið þannig mikill liður í
skemmtanalífi Hólmara og dag-
skrá öll og tilhögun þannig að
óhætt er að fullyrða að þetta
eru jafnan beztu skemmtanir,
sem völ eru á í Hókninum Árs-
hátíðin hófst með borðhaldi kl.
B um kvöldið. Var mikill matur
og góður framreiddur og borð
skreytt og mjög hátíðlegt um að
Gunnar Troroddsen, fjármála-
ráðherna, hélt aðalraeðu hátíða-
haldanna.
á öndverðum meiði í miklum
átökum, fundu leiðir til sátta.
Vék hann síðan að deginum í dag
og gerði samanburð. Þá kom
hann inn á kenningar komrnún-
ista og efnishyggju þeirra. Gunn-
ar sagði frá því er einn af dug-
mestu mönnum ungra Sjálfstæð-
ismanna árið 1930, Pétur Haf-
stein, lét lífið í sjóslysi í des-
ember og þá hefði verið efnt til
minningarathafnar um hann í
Varðarhúsinu í Reykjavík. Jón
Þorláksson formaður flokksins
hefði haldið minningarræðuna og
kvaðst Gunnar aldrei gleyma
Iþeirri ræðu og þeim sannfæring-
arkrafti, sem þar var á bak við.
Jón Þorláksson hefði reifað lífs-
Árnl Helgason, umdæmisstjóri,
stjórnaði árshátíðinni.
litast í veizlusal sem var svo
þétt setinn sem framast var unnt.
Árni Helgason póst- og sím-
stjóri stjórnaði fagnaðinum og í
upphafi flutti Sigurður Ágústs-
son alþm. ávarp og bauð gesti
velkomna. Minntist hann þeirra
Ólafs Thors fyrrum forsætisráð-
herra, sem mörgum sinnum kom
í heimsókn til Sjálfstæðisfélags-
ins og Thor Thors, sendiherra,
sem um mörg ár var þingmaður
Snæfellinga og Snæfellingar eiga
svo margar og góðar minningar
um. Risu samkomugestir úr sæt-
um í virðingu við minningu
þeirra.
Aðalræðu kvöisins flutti Gunn
dar Thoroddsen fjármálaráð-
herra. Hafði hún mikil áhrif á
áheyrendur, sem lengi munu
minnast hennar, Aðalinntak
ræðu Gunnars var um efnis-
hyggjuna annars vegar og lífs-
viðhorf kristindómsins hinsvegar.
1 upphafi ræðu sinnar minnti
Gunnar kristnitökunnar árið
1000 og hversu þeir, sem þá voru
viðhorfin og mælt eitthvað á
þessa leið. í náttúrunni sjáum
við að ekkert verður að engu.
Það líf, sem- fjarar út að hausti,
rís aftur með vorgróðri. Hví
skyldi þá ekki eins vera farið
með sál mannsins. Lífsviðhorf
manna,- sagði Gunnar, ráða oft
miklu um það sem rnenn áorka
og eins hvernig menn -vinna.
Lífsviðhorf kristinna manna
eru ein fær um að skapa ham-
ingjusaman heim. Sjálfstæðis-
menn tileinka sér þau lífsvið-
horf og þau sannindi að hver
verður að vera ábyrgur sinna
gerða.
Margt annað áthygíisvert sagði
ráðherra og væri gagnlegt að
ræða hans kæmi fyrir sjónir sem
allra flestra á þeim rótléysistím-
Um sem nú ríkja.
Var ráðherra mjög fagnað er
ræðunni lauk. Þá var fjöldasöng-
ur við undirleik Víkings Jóhanns
sonar. Því næst las Lárus Kr.
Jónsson upp tvö kvæði eftir
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
en um það leyti hefði Davíð svo
sem kunnugt er orðið 70 ára, ef
hann hefði lifað.
Árni Helgason söng síðan gam-
anvísur með undirleik Hinriks
Finnssonar verzlunarmanns. —
Voru þær bæði úr bæjarlífinu og
þjóðlífinu og skemmti menn sér
konunglega við á að hlýða og
honum þakkað með dynjandi
lófataki.
Þá sýndi Björn Pálsson flug-
maður mjög áthyglisverðar og
fallegar litmyndir víða af land-
inu, og er aðdáunarvert hve
Björn hefir náð sérstæðum mynd
um á ferðum sínum um landið,
en Björn kom á flugvél á laugar-
dag til að geta tekið þátt í árs-
hátíðinni. Var honum óspart fagn
að af mannfjölanum, og þakikað
í lokin ágæta sýningu og leið-
sögn um landið.
Þá vor.u borð tekin upp og
dansað til kl. 2 um nóttina af
krafti. Sjálfstæðisfélagið á nú á
þessu ári 3ð ára afmæli og er
því með elztu Sjálfstæðisfélög-
um landsins. Hefir haldið uppi
góðu starfi allan tímann. Lengst
af hefir Ólafur Jónsson frá Ell-
iðaey verið formaður félagsins
eða í 11 ár. Aðrir formenn hafa
verið Kristján Bjartmars oddviti,
W. Th Möller, póstafgreiðslumað-
ur, Hildimundur Björnsson vega-
verkstjóri, Hörður Ásgeirsson,
frystihússtjóri, Árni Ketilbjarnar
son, verkamaður, Zakarías Hjar-
arson, verzlunarmaður, Árni
Helgason, stöðvarstjóri, Þórir
Ingvarsson forstjóri og Jón ís-
leifsson fiskimatsmaður, sem nú
er formaður og hefir verið það
6 undánfarin ár.
Sjálfstæðisfélagið hefir haldið
marga fundi um landsmál og bæj
armál, einnig staðið fyrir spila-
kvöldum, og öðrum góðum fagn-
aði, og eins og áður hefir verið
sagt, hefir það verið stór liður
í félagslífi Stykkishólmsbúa.
Frú Ingibjörg kon>a Sigurðar Ágústssonar, og þeir þinginennirnir
Jón Árnason ©g Sigurður Ágústsson.
Elísabet Englandsdrottning er um þessar mundir í opinberri
■heimsókn í Ethiópíu. Hér sést hún ásamt Selassie keisara
kanna heiðursvörð í Addis Ababa.
De Murville /
heimsókn
París, 3. febr. — NTB.
COUVE de Murville, utanríkis-
ráðherra Frakklands. mun halda
til Washington 17. febr. n.k. og
er ráðgert að b.ann verði í Banda
rikjunum í vikutíma, að því er
talsmaður franska utanríkisráðu
neytisins sagði í dag. Virðist því
ljóst, að viðræður hins franska
utanríkisráðherra við bandarísk
stjórnarvöld muni verða mjög
ítarlegar, og er talið af ýmsum
í París að þetta kunni að verða
upphaf nýs tíma nán.ari sam-
skipta og samvinnu milli Was-
hington og París.
Bandarískir diplómatar hafa
látið Iþá skoðun í ljós, að það sé
góðs viti að tilkynningin um för
de Murville hafi verið birt fyrst
af franskri hálfu.
Svo sem kunnugt er varð al-
varlegur ágreiningur milli land-
anna vegna tillögu Bandaríkja-
manna um sameiginlegan kjarn-
orkuvopnaflota NÁTO, en talið
er að öldur hafi mjög lægt eftir
viðræður Dean Rusk utanrikisráð
herra Bandaríkjanna við de
Gaulle Frakklandsforseta.
Couve de Murville heimsækir
Bandaríkin í boði Dean Rusk, og
er búizt við að rætt verði m.a.
um eftirfarandi:
1. Hugsanlegar breytingar á
NATO.
Húseign til sölu
Tilboð óskast í hálfa húseign-
ina Framnesvegi 17 Reykja-
vík. Tilboðuni sé skilað á afgr.
Mbl. eigi síðar en 15. febrúar
nk., merkt: „Framnesvegur
17“. Réttur er áskilinn til að
taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum. Nánari upplýs-
ingar í síma 21375 kl. 6—7 e.h.
á virkum dögum.
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Þórshamri við Templarasund
Sími 1-11-71
til USA
2. Vandamálin í Austurlöndum
fjær, m.a. í Viet-nam, svo
. og sambúðin við Kínverja.
3. Hvaða hlutverk Frakkland
kunni að geta gegnt með
það fyrir augum að bæta
samkomulagið við Sovétrík-
in og A-Evrópu.
BRIDGE
ÚRSLIT í 3. umferð á Reykja-
víkurmótinu í bridge urðu þessi;
Meistaraflokkur:
Sveit Ingibjargar Halldórsdóttur
vann sveit Róberts Sig-
mundssonar, 68:58, 4-2.
Sveit Ólafs Þorsteinssonar vann
sveit Reimars Sigurðsson-
ar, 131:98, 6-0.
Sveit Gunnars Guðmundssonar
vann sveit Jóns Stefánssoa
ar, 95:90, 4-2.
Sveit Halls Símonarsonar vann
sveit Jóns Ásbjörnssonar,
151:66, 6-0.
1. flokkur:
Sveit Eggrúnar Arnórsdóttur
vann sveit Zóphaníasar
Benediktssonar, 85:57, 6-0.
Sveit Jóns Magnússonar vann
sveit Péturs Einarssonar,
127:66, 6-0.
Sveit Júlíönu Isebarn vann sveil
Sigurbjargar Ásbjarnar-
dóttur, 152:97, 6-0.
Sveit Elínar Jónsdóttur vann
sveit Dagbjartar Grímssoiv
ar, 91:33, 6-0.
Staðan er þá þessi:
Meistaraflokkur:
1. sv. Gunnars Guðmundss. 16 st,
2. — Ólafs Þorsteinssonar 14 —•
3. — Jóns Stefánssonar 14—«
1. flokkur:
1. sv. Eggrúnar Arnórsd. 18 st
2. — Jóns Magnússonar 14—«
3. — Júlíönu Isebarn 13—*
Næsta umferð fer fram nk. mið
vikudagskvöld og verður spilað
í TjarnarkaffL