Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLADIÐ Föstudagur 5. febrúar 1965 Victoria Holt: Höfðingjasetrið — í>ú átti ekki að vera að geta upp^^jggsu’ strax, Kim, kvart- en þú hefur að ____________ i., ekki getið nema snúið sér að mér og ég þekkti í honum augun gegnum grímuna. — Nei, ég skal játa, að ég get ekki getið upp á því. Mellyora andvarpaði, svo mjög létti henni, en hann hélt áfram. — Ég hélt, að þú kæmir hingað með honum pabba þínum. — Hann er ekki nógu hraust- ur til að koma. — Það var leiðinlegt. En ég er feginn, að það hindraði þig ekki að fara. — Nei, svo er . . . verndar- englinum mínum að þakka. — Nú, svo að sú spænska á að vernda þig? Hann lézt vera að gægjast bak við grimuna mfna. — Hún virðist full ung í það hlutverk. — Talaðu ekki um hana eins og hún væri ekki viðstödd. Það líkar henni ekki. — Og ég, sem er svo æstur í að hún verði hrifln af mér. — Ég vona, að nærvera mín sé yður ekki til ama, Spánarmær! — Nei, það er hún ekki. — Þá get ég andað aftur. Má ég leiða dömurnar að veitinga- borðinu Hann stýrði okkur því næst gegn um mannþröngina. Aídrei hafði ég séð jafnmikinn mat samankominn á einum stað og þarna var, og svo ótal teg- undir af víni og miði. Það, var gaman að sjá Haggety, sem-yfir mann yfir þessu öllu, buktandi smeðjulega og gjörólíkum hroka fulla brytanum, sem hafði vilj- að ráða mig á markaðnum forð- um. Þegar ég fór að hugsa um, hvað hann mundi segja ef hann vissi, að hann hefði verið að þjóna stelpunni, sem hann ætlaði að ráða, langaði mig mest til að reka upp skellihlátur. Meðan við vorum að borða kom ungur maður til okkar, í- klæddur svörtu flaueli. Hann leit á Mellyoru og síðan á mig. Hann hneigði sig og sagði því næst uppgerðarlega, eins og hann væri á leiksviði: — Mér finnst ég hafa hitt hina fögru grísku mey reikandi á stígum Larn- stonhallar. M Ég þekkti undir eins, að þarna var kominn Johnnjg. Larnston. — En ég er hinsyegar viss, um að ég hef aldrei áðue hitt hina fögru Spánarmær, hélt hann á- fram og sneri sér að mér. — Þú ættir aldrei að vera of viss um neitt, sagði Mellyora. — Ef ég hefði séð hana einu sinni, hefði ég aldrei gleymt henni. Hann dró stólinn sinn að mér og ég fór að verða óróleg. — Þér eruð vinkona Mellyoru. Ég þekki yður alveg. Þér eruð ungfrú Carlyon. — Það er ekki ætlazt til, að þú sérst nærgöngull við gestina, sagði Mellyora settlega. — Góða Mellyora mín. Tilgang urinn með þessum grímudans- leikum er ekki annar en sá að geta upp á hver sé hver áður en gríman fellur. Er þetta yðar rétta nafn, ungfrú, Carlyon? Ég efast um að svo sé. — Ég neita að segja yður, hver ég er, sagði ég. — Þér verðið að bíða. — Ef ég bara má vera við hjið yðar á því spennandi augnabliki þoli ég vel að bíða. Tónlistin var nú byrjuð og há vaxið par dansaði fyrir. Ég þekkti strax, að maðurinn í búningnum frá fyrstu árum 19. aldar var Justin Larnston, og gat mér til að granna, hávaxna konan væri nýgifta konan hans. Ég gat ekki haft augun af Judith Larnston, sem til skamms tíma hafði verið Judith Derrise. Hún var í rauðum flauelsbún- ingi, mjög líkum á litinn og minn var, en hvað hann var miklu skrautlegri! Á hálsinum á henni glitruðu demantar, og líka í eyrunum og á löngu, grönnu fingrunum. En það sem ég tók bezt eftir, vat einhver taugaóstyrksspenn- ingur hjá henni. Hann sást á snöggum hreyfingum höfuðs og handar. Ég tók líka eftir því, að hún hélt dauðahaldi í höndina á Justin. Ég leit við og sá, að Johnny var að horfa á mig. — Eigum við að dansa? sagði hann. Ég 'varð hrædd, því að ég ótt- aðist, að ef ég dansaði við Johnny Larnston, kæmist það upp, að ég hefði aldrei dansað við karlmann fyrr. Hefði þetta verið Kim, hefði ég ekki verið nærri eins hrædd því að hann hafði þegar sannað, þegar illa stóð á fyrir mér, að hægt var að treysta honum. En Kim var þegar kominn af stað með Mellyoru. Johnny tók hönd mína og þrýsti hana innilega. — Spánar- mær, ertu hrædd við mjg| Ég hló. — Ekki sé ég neina ástæðu til þess. í. — Það er góð byrjun.' > Nú vár verið að leika vals. Ég hafði æft mig í valsi með Melly- oru og nú fann ég, að ég var ekki nógu klaufaleg til að vekja neina eftirtekt. — Hvað við dönsum vel sam- an, sagði Johnny. Eftir því sem á kvöldið leið, fór ég að furða mig á, að ég skyldi nokkurntíma hafa verið hrædd. Þetta var svo afskap- lega auðvelt, sá ég, að hlæja og daðra dálítið þar sem ég var tek in sem jafningi. 8 Undir vernd Mellyoru og Kims hitti ég þarna margt fólk og dans aði við marga herra. Stundum varð ég viðskila við Mellyoru stundarkorn. En eini maðurinn, sem ég gat ekki orðið viðskila við, var Johnny Larnston. Hve nær, sem einhver herra sleppti mér, var hann þar kominn til að^ bjóða mér upp. Ég var enn einu sinni að dansa við hann, þegar hann sagði: — Það er svoddan þröng hérna. Eig- um við ekki að koma út fyrir? Ég fór með honum út á gras- blettinn. — Hvert ertu að fara með mig? — Að sjá Meyjarnar sex. — Já, mig hefur alltaf langað að sjá þær í tunglsljósi, sagði ég. Ofurlítið bros lék um varir hans og ég áttaði' mig á því, að þarna hafði ég gefið honum bend ingu um, að ég væri alls ekki ókunnug þarna í Larnston, úx því að ég kannaðist við þessa steina. — Það skaltu líka fá, sagði hann. Hann tók hönd mína og við hlupum saman yfir grasið. Ég hallaði mér upp að einum stein inum og hann kom til mín. Hann Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Sími 22-4-80 Grettisgötu frá 1-35 Lambastaðahverfi Skólavörðustígur Lindargötu Meðalholt Hofteigur — Á fæðingardeildina fljótt! reyndi að kyssa mig, en ég band aði honum frá mér. — Hversvegna ertu að kvelja mig? sagði hann.. — Ég kæri mig ekkert um að láta kyssa mig, sagði ég. — Þú ert einkennileg mann- eskja, ungfrú Carlyon. Þú æsir mig upp og ferð svo að vera sett- !leg. Er þetta sanngjarnt? Hann hafði lagt hendurnar á axlir mér upp að steininum. Hvert ertu, Spánarmær? — Slepptu mér, sagði ég kulda lega. — Ég vil fara inn aftur. — Þú hefur ekki svarað mér. — Mér finnst þú ekki koma prúðmannlega fram. — Þekkirðu svo vel, hvernig prúðmenni haga sér? spurði hann, lævíslega. — Slepptu mér. Ég neita að svara nokkrum spurningum. — Þá neyðist ég til að svala forvitni minni sjálfur. Og með eldsnöggri hreyfingu reif hann af mér grímuna. Hann greip and ann á lofti og hopaði á hæl. — Nú, jæja, ungfrú Carlyon . . . Carlee. Stúlkan úr múrnum! Hann hlö. — Er það ekki rétt hjá mer?* ɧ þékkti þig aftur. Það ér ekki svO 'hægt að gleyma þér. En hvað ert þú að vilja á dans- leikinn okkar? Ég hrifsaði grímuna af honum aftur. — Ég kom af því að ég var boðin. — Hmmm! Og plataðir okkur öll laglega. Mamma er ekki vön að bjóða kofafólki á dansleikina hjá sér. — Ég er vinstúlka Mellyoru. — Já, Mellyoru. Hver hefði get að trúað henni til þess arna Mér þætti gaman að vita, hvað mamma segir, þegar ég. segi henni frá þess? — Það gerirðu bara ekki, sagði ég og skammaði samstundis sjálfa mig, af því að það hefði verið einhver bænatónn í mér. — En heldurðu kannski ekki, að það sé skylda mín? Það var háðshreimur í röddinni. — Vit- anlega væri ég til í að taka þátt í þessari blekkingu gegn sann- gjarnri þóknun. KALLI KUREKI JI WCEK HAS PASSíD-' hed eervizNS to p/mmoí POCN. WHSRE THEOC-VMÍIZ GÍM/ZPS TEX AAÍD MONTAN; ÍUD TSEE THAT SHOKE/ IP ■mevHAD JUMPED HIM, 1llfY'D BE LOH& &OÖE BY WOW/ " Teiknari: J. MORA 1. Viku seinna er Kalli aftur á leið til Pinnaclefjalla, þar 'sem Skröggur gætir þeirra Tex og Mon- tans. „Ánægjulegt að sjá reykinn þarna. Ef þeir hefðu náð að ráðasii á Skrögg væru þeir lói.gu farnir.“ , zí? rv o. 2. „Mér finnst sem þú hafir verið ár í burtu. Ég vona að þú hafir kom- ið með eitthvað matarkyns. Ég er orðinn dauðleiður á þessu þurrkaða kjöti. Þeir gáfu mér aldrei tækifæri tii að skjóta sig. „Þegar ég sagði lækninum frá þeim, þá neiúaði hann algjörlega að koma, sagði að það væri bezt fyrir þá að verða úti héma, því þá slyppu þeir við að verða hengdix. Upp í vagninn með ykkur báða.“ — Láttu mig í friði, sagði ég, — Það getur aldrei orðið um neina þóknun að ræða. Hann hallaði undir flatt og horfði á mig. — Þú heldur, að þú sért eitthvert glæsikvendið úr kofanum! — Ég á heima á prestsetrinu, sagði ég. — Og þar fæ ég viðeig andi uppfræðslu. — Ég skil, sagði hann háðs- lega. Ég sneri frá honum og tók tll fótanna. Kvöldið var eyðilagt hjá mér. Hann hljóp á eftir mér og greip í handlegginn á mér. — Hvert ertu að fara? — Úr því ég ætla ekki aftur inn á dansleikinn, þá varðar þig ekkert um það. — Svo að þú ætlar að fara að yfirgefa okkur? Nei, það máttu ekki gera. Ég var bara að stríða þér. Nú skal ég hjálpa þér. Get- urðu gert við grímuna? — Já, ef ég hefði nál og enda. — Ég skal útvega þér það, ef þú vilt koma með mér. Ég hikaði, því að ég treysti honum ekki, en freistingin að fara áftur í dansinn bar mig ofur liði. Hann fór með .mig að vegg, sem var þakinn vafningsviði, kom í Ijós hurð. Við fórum gegn sem hann ýtti til hliðar og þá um dyrnar og komum þá í inni- lokaðan garð og beint fram und an okkur var staðurinn þar sem beinin úr nunnunni höfðu fund izt. Hann var að fara með mig inn í elztu álmuna af Klaustr- inu. Hann opnaði þunga hurð og við komum inn í rakafullan gang. Á veggnum hékk ljósker, sem bar daufa birtu. Johnny tók það og gekk svo á undan mér upp skrúfustiga, gamlan og hrörleg- an. — Nú erum við í þeim hluta hússins, sem var áreiðanlega gamla klaustrið, sagði hann. — C arðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, simi 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.