Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 15
’ Föstudagur 5. fefcráar 1965
MORCUNBLADIÐ
15
Sr. Jón Auðuns dómpróf-
astur sextugur
ALL.TAF er öðru hvoru verið að
minna mann á að tíminn er
furðu fljótur að líða, sérstaklega
þó um áramótin og þegar sam-
starfsmenn og skólabræðar eiga
merkisafmæli.
í dag á séra Jón Auðuns,
dómprófastur, sextugsafmæli. —
Satt að segja finnst mér furðu
stutt síðan, að við vorum saman
í guðfræðideild háskólans.
Séra Jón er fæddur á ísafirði
6. febrúar 1905, sonur hjónanna
Jóns Auðuns Jónssonar, alþingis-
manns og bankastjóra og
Margrétar Jónsdóttur, prests að
Stað á Reykjanesi. Séra Jón fór
ungur í menntaskóla Reykjavík-
ur og lauk iþaðan stúdentsprófi
1924 og kandidatsprófi í guð-
fræði frá háskóla íslands 1029,
en var síðan við framhaldsnám
í guðfræði í Marburg í Þýzka-
landi nokkuð fram á árið 1930,
en um það leyti sóttu þangað all-
margir íslenzkir guðfræðingar til
framhaldsnáms.
Þegar sr. Jón kom heirn var
liann fljótlega ráðinn fríikirkju-
prestur í Hafnarfirði og vígður
þangað um haustið, en því starfi
hafði áður gegnt sr. Ólafur Ólafs-
son, fríkirkjuprestur, er var
þjóðkunnur kennimaður á sinni
tíð. Þá var hann einnig ráðinn
forstöðumaður Frjálslynda safn-
aðarins í Reykjavik á árunum
1941-45.
En árið 1945 var hann skipað-
ur dómkirkjuprestur í Reykja-
vík, en dómprófastur varð hann
árið 1951 og hefur gegnt því
starfi síðan, en nú er Reykja-
víkurprófastsdæmi langstærsta
prófastsdæmi landsins, og marg-
visleg störf fylgja því embættL
Séra Jón er kunnur og vinsæll
prédikari og margar af ræðuim
hans eru mjög snjallar, bæði að
efni og orðfæri, eins og þeir geta
sannfærzt um, sem kynna sér
prédikanasafn hans „Kirkjan og
skýjaklúfurinn", sem út kom
1958. Túlkun kristindómsins í
ræðum hans minnir mjög á túlk-
un frjálslyndra presta í Eng-
landi og annarsstaðar, sem mikl-
ar vinsældir hafa hlotið. Hygg ég
að sumar af ræðum hans myndu
sóma sér vel í hvaða prédikana-
söfnum sem væri.
Séra Jón hefur haft nokkra
sérstöðu meðal íslenzkra presta
sem mikill áhugamaður um sál-
arrannsóknir og hefur til skamms
tíma verið forseti Sálarrann-
sóknafélags Islands og ritstjóri
tímaritsins ,,Morguns“. Var hon-
um þar nokkur vandi á höndum.
að taka þar við forystunni af sr.
Haraldi Níelssyni og Einari H.
Kvaran, rithöfundi, og sýnir það
bezt traust sálarrannsóknamanna
til sr. Jóns, að fela honum þessi
störf.
Auk þess að vera ritstjóri
„Morguns“ hefur sr. Jón fengizt
allmikið við önnur ritstörf, bæði
þýðingar og einnig ritað fjölda
greina í blöð og tímarit, og oft
flutt útvarpserindi.
Formaður Reykjavíkurdeildar
Rauða krossins hefur sr. Jón ver-
ið í mörg ár, og átt góðan þátt
í sumarstarfi hans fyrir börn í
Laugarási, og öðrum störfum,
sem hann hefur haft með hönd-
um.
Þá hefur hann ferðazt mikið
um Evrópu og komið í helztu
menningarborgir álfunnar og fáir
hafa gleggra auga en hann fyrir
listaverkum, sögulegum minjum
og menningarverðmætum, sem
orðið hafa á vegi hans og er flest-
um fróðari. í þeim efnum.
Séra Jón er kvæntur Dagnýju
Einarsdóttur, Þorgilssonar, kaup-
manns í Hafnarfirði, hefur hún
jafnan tekið mikinn þátt í störf-
um hans, ferðazt með honum og
búið þeim hjónum fallegt heimili
í prestseturshúsinu í Garða-
strætg sem safnaðarfólk hefur
notið góðs af við mörg tækifæri,
enda hefur svo lengi verið hér
í Reykjavík, að heimili prestanna
hafa, öðrum þræði, verið heimili
safnaðarfótks.
Ég hefi verið samstarfs'maður
sr. Jóns, síðan 1951 og nota nú
þetta tækifæri að þakka honum
fyrir samstarfið og öll góð sam-
skipti þessi ár og árna honum og
konu hans allra heilla á þessum
tímaimótum og bið þeim bless-
unar. Undir þetta veit ég, að sam-
starfsfólk okkar við Dómkirkj-
una vill taka, af heilum huga,
og safnaðarfólk Dómkirkjusókn-
ar og fjölmargir Reykvíkingar.
Af heilsufarsástæðum geta
þau hjónin efcki tekið á móti
gestum þennan dag.
Öskar J. Þorláksson.
IYF VID KOMMAIISMA
Bók Arnórs HaiMiibalssoiiar tim kommúnisma og
vinstri hreyfingu á íslandi
Amór Hannibalsson:
. KOMMÚNISMI og VINSTRI
HREYFING Á ÍSLANDI.
— Helgafell, Reykjavík 1964.
(184 blaðsíður).
ÞETTA er önnur bók höfundar.
Árið 1963 kom fyrri bók hans út,
„Valdið og þjóðin. — Safn greina
um Sovét“. Þar fjallaði höfundur
aðallega um framkvæmd komm-
únisma í Sovétríkjunum, en í
þessari bók rekur hann að nokkru
sögu kommúnistahreyfingarinnar
á íslandi. Að visu hefur höfund-
ur neitað, að hér sé um söguritun
að ræða, og í formála segir hann:
„Ég vil biðja lesandann að hafa
í huga, að á þessa bók er engin
saga rituð, aðeins athugun á
nokkrum hugmyndum, sem uppi
hafa verið í islenzkum stjórnmál-
um sl. 40 ár“. Engu að síður er
hér um sögu að ræða, sem að
vísu er tengd hugleiðingum höf-
pndar um viðfangsefnið.
Höfundur leggur mikla áherzlu
á að sýna fram á haldleysi þeirra
fullyrðinga, sem forysta íslenzkra
kommúnista hefur haldið fram
hverju sinni, og hefur sérstak-
lega gaman af að stríða þeim Ein-
*ri Olgeirssyni og Brynjólfi
Bjarnasyni. Segja má, að það sé
harla auðvelt verk að vitna í um-
máli þeirra í málgögnum
eins og „Rétti“, „Verkalýðsblað-
inu“, „Þjóðviljanum“ og „Sovét-
vininum“, gera þau hlægileg og
vekja athygli á hinura tíðu breyt-
ingum á baráttuaðferð kommún-
ista.
Einna versta útreið fær Einar
Olgeirsson. Hann hefur að vísu
svo oft snúizt í kringum sjálfan
sig á pólitískum ferli sínum og
dregið Moskvulínuna svo dyggi-
lega, að hann hlýtur að vera orð-
inn harðbrynjaður gegn aðfinnsl-
um af þeim sökum. Hins vegar
væri ekki ólíklegt, að Einar taki
nærri sér gagnrýni Arnórs á hinu
„vísindalega” eða „fræðilega
framlagi“ hans til sósíalisma eða
marxisma. Helzta fræðirit Einars,
„Ættasamfélag og ríkisvald í
þjóðveldi Islendinga“, dregur höf
undur sundur og saman í háði,
enda er það næsta létt verk. Höf-
uðhugmynd Einars í þeirri bók
sé „afturhaldssöm útópía“, sú aft-
urhaldssamasta, sem nú sé uppi
hér á landi. „Þessi hugmynd elur
á andúð og hatri á allri eðlilegri
framþróun þjóðfélagsins. Hún el-
ur á skynsemdarsneyddri (irra-
tionellri) dýrkun á frumstæðum
þjóðfélagsháttum... .“. Síðar seg
ir Arnór réttilega um fræðirit
Einars: „Við þau skrif er fyrst að
athuga (1), að þau eru byggð á
gamalli og úreltri bók eftir Frið-
rik nokkurn Engels, „Uppruni
fjölskyldunnar. .. .“ en Einar
vitnar í hana sem biblíu. Sú bók
var góð fyrir sinn tíma... . En
frá þeim tíma, að „Uppruni fjöl-
skyldunnar“ kom út (1884) hafa
verið framkvæmdar margháttað-
Arnór Hannibalsson.
ar rannsóknir á frumstæðum
þjóðfélögum, bæði á Vestur- og
Austurlöndum. Allar þessar rann
sóknir hundsar Einar Olgeirsson.
(2) Vinnubrögð höfundar eru
slík, að þau standast enga vís-
indalega gagnrýni. Bókin er
byggð á fyrirframgerðri, apríór-
ískri, hugmynd, og síðan er hrúg-
að saman „sönnunum“ fyrir
henni“.....„ . .. .bókina má ein-
kenna sem draumóraeintal höf-
undar. Því miður rís það sjaldan
í skáldlegar hæðir, um það sjá sí-
felldar upptuggur, endurtekning-
ar og iágkúra í stíl“.
æfa sjálfa I
okkur
VIÐ EIGUM að meðhöndla sjálf okkur gætilega og með um-
hyggju. Góður hestamaður lætur ekki þreyttan eða óæfðan
hest stökkva yfir hindrun. Hann byrjar á því að láta hest-
inn fara fetið eða tölta og þegar hann hefur hitað skepnuna
nægilega upp, hleypir reiðmaðurinn henni um stund á slétt-
um velli. Þá, eftir þessa liðkun, er hrossið í góðu ástandi og
reiðubúið að uppfylla allár kröfur knapans.
Ef til vill vaknaðir þú þreyttur í morgun. Vera má, að
þú hafir sofnað seint í gærkvöldi, eða að þú hafir sofið illa.
Það rignir úti fyrir, eða snjór er í lofti. Höfuð þitt er þungt,
en þú þarft að koma fjölmörgu í verk. Trúðu mér, það er
bezt að byrja á hinu auðveldasta. Þú þarft einnig að liðka
þig. Vertu mildur við líkama þinn. Vinnan mun smám saman
vekja þig og reka burt skugga erfiðrar nætur. Taktu lífinu
með ró!
f starfi mínu sem rithöfundur nota ég þessa reglu: Ef ég
treysti mér ekki til þess, réyni ég ekki að vinna að skáld-
sögu, sem krefst alls þess styrks, sem ég get látið af mörkum.
Ég tek mér bók í hönd og les nokkrar síður af fallegu efni.
Af þessu mynda ég mér fordæmi. Einnig gæti ég ráðist í hið
einfaldasta af þeim verkefnum, sem bíða mín — nokkur bréf
eða sttuta grein. Þetta er ekki tímasóun, því fyrr eða síðar
yrði ég að gera þessa hluti. Með því að ryðja þeim úr vegi
opna ég öðrum verkefnum leið.
Goethe gaf ungum rithöfundum slik ráð. Það er auð-
veldara, sagði hann þeim, að semja stutt ljóð, sem sterkar
tilfinningar blása manni í brjóst, en að koma saman löngu
söguljóði. Þess vegna skalt þú hafa fyrstu verk dagsins stutt.
Auk þess eru meiri líkur fyrir því, að safn stuttra ljóða,
sem koma frá hjartanu, verði fallegra en stórkostlegt verk,
sem ekki er „ekta“. Það er síðar, þegar rithöfundurinn verð-
ur fullþroska og sköpunargáfa hans nær hámarki, að hann
getur samið meistaraverk sem Faust, ef hann er gæddur |
snilligáfu. I
Hvorugur okkar mun nokkurn tíma skrifa Faust. En
eins og allir menn, þurfum við að skipuleggja líf okkar og
gera áætlanir. Við skulum ekki meðhöndla sjálfa okkur
lítilmótlega. Margir menn hafa tilhneigingu til þess að lítil-
lækka sjálfa sig ef þeim heppnast ekki í fyrstu. „Ég verð
aldrei neins virði“, segja þeir. „Ég hef ekki nauðsynlega
hæfileika". Þeir virða fyrir sér gáfaðri vin sinn og hugsa:
„En hve hann er heppinn. Hann virðist hafa svo lítið fyrir
öllu“.
Hverig veizt þú það? Þú þekkir ekki mistök hans. Ef til
vill veizt þú minnst um það, að hann vildi einnig ná of fljótt
takmarki, sem var æðra getu hans. Þá stanzaði hann og gerði
sér grein fyrir sínum takmörkum. Hann valdi sér auðveld-
ara verkefnið og gerði það vel, sem hann var hæfur um að
gera. Líktu eftir honum. Það er til fullkomnun í hverri
mannveru. Þín fullkomnun er ekki í líkingu við fullkomnun
dýrlingsins. Æfðu sjálfan þig á sléttum velli. Síðar getur þú
ráðizt í hindranirnar.
Við imyndun okkur oft, að allir menn séu stoltir. Þetta
er ekki rétt. Margir eru óöruggir um sjálfa sig. Þeir, sem
virðast hégómlegir og stærilátir eru oft hæverskir menn,
sem þjást af minnimáttarkennd og reyna að hughreysta
sjálfa sig með því að stæra sig af sigrum, sem þeir trúa ef
til vill alls ekki á. Dæmdu sjálfan þig hvorki of hart né of
veikt. Gerðu greinilegan mun á vinnu, sem hæfir þínum
hæfileikum og vinnu, sem þú ræður ekki við. Með aldri,
reynslu og fyrirhöfn vaxa hæfileikar þinir. Trúðu á sjálfan
þig. Og fyrir alla muni skaltu aldrei gagnrýna sjálfan þig
— vinir þínir munu sjá um það.
Höfundur hefur unnið þarft
verk með því að rekja sögu Kom-
interns á íslandi og sýna fram á
með geysimörgum tilvitnunum í
ummæli íslenzku komtnúnistafor-
ingjanna, hve þeir hafa jafnan
verið þrælbundnir á klafa
Moskvuvaldsins. Hann hefur
greinilega lagt á sig mikið erfiði
við að pæla í gegnum skrif þeirra
síðustu áratugi og vinza úr þeim.
í rauninni þarf engum að koma
á óvart, hve stórkostleg trúgirni,
blindni og ofstæki þessara komm
únistaforsprakka hefur verið.
Þeir, sem hafa haft augun opin
og ekki látið slá ryki í þau, hafa
vitað sannleikann um hina ís-
lenzku kommúnista allt frá upp-
hafi trúboðs þeirra hér á landL
Bókin er skemmtileg aflestrar,
þótt hún fjalli um heldur óhugn-
anlegt efni. Skrif manna á borð
við Einar, Brynjólf og Kristin
E. Andrésson verka nú hlægilega
á hvern heilbrigðan mann, og
þegar ferill pólitískra skoðana
þeirra er rakinn, fer vart hjá því,
að menn aumki þá. Á fárra ára
fresti verða þeir að éta öll fyrri
ummæli sín ofan í sig, eða fela
þau og reyna að láta þau gleym-
ast. En stefnan er og verður jafn-
an sú sama: að fylgja foringjun-
um eystra í einu og öllu, hvað
sem á dynur; hvað svo sem sam-
vizka og skynsemi segja, en af
hvoru tveggju hljóta þó þessir
Framliaild á bls. 19-