Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 12
< 12 MORGUNBLADIÐ I Fostudagur 5. febrúar 1965 SAMBAND UNGRA SJALFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTIÐIN RITSTJORAR: GUNNAR GUNNARSSON, JON E. RAGNARSSON OG RAGNAR KJARTANSSON Alit ungs fólks KRAFA VESTFIRÐINGA um að byggður verði menntaskóli í fjórð- ungnum, hefur vakið þjóðarathygli. Tólf manns söfnuðu undir- skriftum 2000 manna og kvenna til áréttingar réttlætiskröfu sinni og voru undirskriftirnar síðan afhentar öllum alþingismönnum kjördæmisins. Bygging menntaskóla, sem væntanlega yrði staðsett- ur á ísafirði, er nauðsynjamál, sem allir Vestfirðingar bera fyrir brjósti, en að sjálfsögðu á ungt fólk einkum hagsmuna að gæta. Æskulýðssíðan fór þess því á leit við þrjá unga ísfirðinga, að þeir létu í Ijós álit sitt á menntaskólamálinu. Voru það þau Þórhildur Sigurðardóttir, nema í 4. bekk bóknáms, Úlfar Ágústsson, verzlunar- maður, og Jens Kristmannsson, verzlunarmaður, varaformaður Fylkis, FUS á ísafirði. Menntunin er móðir menningar innar og menning er undirstaða trausts þjóðfélags. Það er því auðskilið mál, að þjóð, sem vill telja sig meðal fremri menning-- arþjóða heimsins, verður að gefa þegnum sínum tækifæri til mennt unar. Það virðist hálf væmið að ferðast til þjóða þeirra, sem und- ir fótum oss búa og básúna mennt un og menningarlíf á Sögueynni á sama tíma og stórum hluta landsmanna er meinað að leita sér menntunar. Við vitum, að það má deila endalaust um nauðsyn mennta- skóla á Vestfjörðum, eins og deila má um alla aðra hluti, það sýnist sitt hverjum. En við, Vestfirðingar erum al- mennt þeirrar skoðunar, að menntaskóli hljóti að vera mikil lyftistöng fyrir atvinnu- og menn ingarlíf í fjórðununum, jafnvel þótt það verði ekki í vogarskál- um metið, fremur en bókvitið í askana látið hér áður, þá gæti ef til vill Smá samanburður og ann- arra álit sýnt eitthvað um. Það má til dæmi^ benda á, að á sama tíma og allir bæir og þorp á Vestfjörðum, Norður- og Aust- urlandi minnkuðu, þá stækkaði Akureyri ein jafnt og þétt. Það má mikið vera, ef hin góða að- staða til menntunar þar réði ekki einhverju um. f öðru lagi má benda á um- mæli Norðmanna um stofnun há- skóla í Norður-Noregi. Þeirra á- lit er, að háskóli muni verða stærsta lyftistöngin og traustasta vörnin gegn fólksfækkuninni norður þar. Þeirra álit er, að fólksfjöldinn muni jafnvel tvö- til þrefaldast á fyrstu árunum eftir stofnu’n skólans. Vel má vera, að þeir, sem menntamálum ráða hér á landi, telji Norðmenn fávísa, eða að hér sé um algerlega óskylt efrfi að ræða, en ég er á öðru máli. Ég er þess fullviss, að menntasetur í strjálbýlinu er strálbýlingum traustasta vörnin gegn fólksflótt- anum. Við Vestfirðingar munum því vaka yfir rétti okkar. Við erum ekki að flytja suður að mennta- skólunum, en við ætlum að flytja menntaskóla vestur, börnum okk- ar til örvunar í framhaldsnámi og fslandi öllu til hagsældar og far- sældar. Úlfar Ágústsson. Eins og allir Vestfirðingar, mæli ég með stofnun mennta- skóla á ísafirði. Þótt við búum á þessum útkjálka landsins, þá hafa margir hér áhuga á að læra. Fyrsta skrefið til menntunar er að ljúka barnaskólaprófi, þá er að fara í gagnfræðaskóla og taka þaðan landspróf, síðan geta Reykvíkingar og Akureyringar og unglingar í næsta nágrenni þess- ara bæja farið beint 1 mennta- skóla. En hvert geta Vestfirðing- ar og Austfirðingar farið? Sumt fólk heldur að við getum sem bezt farið til^Reykjavíkur, Akureyrar eða að Laugarvatni. En það er ekki eins auðvelt og fólk heldur. Það er mjög erfitt fyrir okkur að verða okkur úti um samastað í Reykjavík, ef við eigum ekki nána ættingja, sem við gætum sezt að hjá heilan vet- ur.. Nú, og ef við eigum enga ætt- ingja, þá er bara að reyna að leigja sér herbergi úti í bæ og er ég hrædd um að það muni ekki ganga.sem bezt. Auk þess hugsa ég að flestum foreldrum væri illa við að vita börn sín einhvers stað ar hjá vandalausum án nokkurs eftirlits heilan vetur. Að ekki sé nefndur sá mikli kostnaður, sem það hefur í för með sér. Á Akureyri er heimavistin svo yfirfull á hverjum vetri, að heita má, að við verðum að sækja um vist þar um það leyti sem við FRÉTTAMENN æskulýðssíðunn- ar höfðu fyrir skömmu tal af Matthíasi Bjarnasyni, alþingis- manni frá ísafirði. Bar margt á góma, en þó einkum og sér í lagi menntaskólamálið, sem mikla at- hygli hefur vakið um land allt. Af þeim málum, er þarfnast úrlausnar, er bygging mennta- skóla á Jsafirði brýnasta hags- munamál Vestfirðinga í dag. Það fer ekki milli mála, að fleiri menntaskóla þarf í landinu og jafnframt því, að slíkur skóli yrði spor í þá átt að auka mennt- unarmöguieika í dreifbýlinu, myndi hann án efa eiga sinn þátt í að draga úr fólksflutningum héðan og jafnvel laða fólk hing- að, en menntað fólk, sem flytur með sér nýjan kraft, er einmitt það, sem okkur vantar. — Því hefur verið haldið fram, að frá þjóðhagslegu sjónar- miði borgi sig ekki að byggja menntaskóla í svo dreifðu og fá- mennu byggðarlagi sem Vestfirð ir eru. Það má með sanni segja, að fólksfjöldinn á Vestfjörðum mætti vera meiri og ekki eins dreifður, en ef við tökum saman ísafjörð, Hnifsdal og Bolungar- vík, höfum við byggð upp- á um 4 þús. íbúa. Mér finnst það einn- ig vafasamt sjónarmið að það borgi sig ekki að byggja skóla Þórhildur SigurðardóUir sleppum úr bamaskóla til þess að vera örugg um að fá þar inni. Um Laugarvatn er mér ekki kunnugt, en ég efast um að það sé betra að komast að þar en á hinum stöðunum. Öll rök hljóta því að hníga að því, að það sé nauðsynlegt að reisa menntaskóla hér á Vest- fjörðum og auðvitað á Austfjörð- um líka. Deildin, sem starfrækt^ er við Gagnfræðaskólann á ísafirði, með námsefni 3. bekkjar mennta- skóla, er auðvitað spor í rétta átt. En eftir að við höfum lokið námi í henni, verðum við að fara norð- ur og eða suður til þess að geta haldið áfram náminu. Með því að fara í þessa deild getum við sparað okkur í einn vetur kostnaðinn, sem því fylgir að vera að heiman við nám. Auð- vitað yrði einhver aukakostnað- ur hjá unglingunum af fjörðun- á hinum eða þessum stað. Tak- mark skólareksturs er ekki hvort hann borgar sig í beinhörðum peningum, heldur að gefa ungu fólki tækifæri til menntunar. Það þykir nú í dag sjálfsagt að hafa lokið að minnsta kosti gagn- fræðaprófi. Það fer áreiðanlega hér á íslandi sem í öðrum menn- ingarlöndum, að stöðugt eru gerð ar meiri kröfur til menntunar ungs fólks og það mun fara svo; að það þykir jafn sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi og gagn- fræðaprófið þykir nú. Ég er hræddur um, að þegar svo er komið, verði ungt fólk á Vest- fjörðum illa á vegi statt, verði ekki ráðizt í að byggja mennta- skóla hér. Annars er bygging skólans ekki það ógnar stórvirki, sem sumum kann að virðast. Við gagnfræðaskólann á ísafirði er nú þegar starfandi framhalds- deild, sem býður upp á sama námsefni og fyrsti bekkur í menntaskóla. Verði nú í vetur ákveðið með lögum að reisa menntaskóla á ísafirði, mundu framkvæmdir verða í áföngum, þannig að þær hæfust árið 1967. Framhaldsdeildin mundi halda á- fram og er ekki vafi, að næsti bekkur gæti tekið til starfa u.þ.b. tveimur árum eftír að fram- kvæmdir hefjast. — Hvað stunda margir Vest- Úlfar Ágústsson um, en ég held að hann yrði aldrei eins mikill og ef þeir færu til Reykjavíkur eða Akureyrar. Mér finnst alveg sjálfsagt að við fáum menntaskóla hér á Isa- firði og það sem fyrst. Ég vona að kröfur okkar ágætu þing- manna um menntaskóla á Isa- firði nái fram að ganga á þessu ári. Það er alltaf verið að tala um að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og stöðva fólksflóttann úr strjálbýlinu. Væri ekki ein leiðin, að stofna menntaskóla í þessum strálbýlu héruðum svo að fólk þurfi ekki að flytja til Reykjavíkur til þess að koma börnum sínum til mennta? Þórhildur Sigurðardóttir. Tvímælalaust á að reisa mennta skóla Vestfjarða með heimavist hér. Skóli þessi yrði ekki aðeins fyrir ísfirðinga heldur einnig fyr- Matthías Bjarnason. firðingar nám í menntaskólum nú í vetur? Auk þeirra, sem stunda nám í framhaldsdeildinni á ísafirði, munu um 80 vestfirzkir ungling- ar stunda menntaskólanám, þar af 55 á Akureyri. — Með tilliti til þess, sem sagt hefur verið um að það borgaði sig ekki að reisa menntaskóla á Vestfjörðum, hvernig er aðsókn að héraðsskólunum og húsmæðra skólanum á ísafirði? Jens Kristmannsson ir Vestfirðinga og alla lanus- menn. Ég tel að ríkisvaldið eigi að búa öllum þegnum sínunx sömu skilyrði til framhalds- menntunar. í Reykjavík eru nú þrír skólar sem brautskrá stúdenta, á Akur- eyri einn og einn að LaugavatnL Það er eins með ísafjörð og aðra staði hér á landi, allir vilja halda unga fólkinu í sinni heimabyggð; en með því að Vestfirðingar þurfa nú að sækja menntaskóla á Akur- eyri eða í Reykjavík, er hættan sú, að margt af því unga fólki, sem þangað fer komi ekki til baka. Auk þess sem kostnaður við að sækja skóla til Akureyrar eða Reykjavíkur er margfallt meiri fyrir Vestfirðinga heldur en hann yrði ef menntaskóli væri á Isa- Enginn þessara skóla getur annað eftirspurninni. Héraðsskól- arnir að Núpi og Reykjanesi verða árlega að vísa frá töluverð- um fjölda umsókna og sama er að segja um húsmæðraskólann. Þesa má til gamans geta, að yfirgnæf- andi meirihluti nemenda hús- mæðraskólans er utanaðkomandi og svo er einnig farið með stóran hluta nemenda Núpsskóla í Dýra- firði. Ég er því ekki í neinum vafa, að það, sem á kann að vanta í sókn heimamanna að væntanleg um menntaskóla, mun koma utan að. — Með tilkomu menntaiskóla & ísafirði, mundu bæjarbúar hafa snöggtum betri aðstöðu til að senda börn sín í skólann. Telur þú, Telur þú, að koma eigi á ein- hvers konar sjóði eða styrkja- kerfi til að jafna þann mun? Tvímælalaust, og mér þykir það furðu sæta, að slíkt skuli ekki þegar hafa verið tekið upp annars staðar. Náms- og uppi- haldskostnaður við framhalds- skóla er orðinn mjög mikill og varðandi t.d. menntaskóla á ísa- firði, fyndist mér sjálfsagt, að bæjarbúar greiddu með börnum sínum í skólann og greiddu þann- ig að einhverju leyti niður kostn- að þeirra, ' sem lengra eiga að sækja. — Þú telur, að skortur á skól- um eigi sinn þátt í flutningi fólka frá Vestfjörðum? Á því er ekki nokkur vafL Þess eru mörg dæmi, að foreldr- ar hafi flutt burt með böranum sínum til að eiga hægara með að koma þeim í skóla. Þá hefur það ekki minni áhrif, að unglingar, sem langdvölum eru fjarri heima Framhald á bls. 13. firði. Jens Kristmannsson. Menntaskóli á ísafirði — réttmæt krafa Vestfirðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.