Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ II Föstudagur 5. fetsröar 1965 Margrét Jénsdóttir í Skólabænum - Minning Fædd 4. febrúar 1890 f' Dáin 28. janúar 1965. í DAG verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík útfor frú Margrétar Jónsdóttur, konu Jóns Óiafssonar hæstaréttarlögmanns. IMargrét lézt í Landsspítalanum |>ann 28. f.m. eftir langvarandi vei'kindi. Frú Margrét var fædd ©g uppalin við Súðurgötu hér í t>æ. Foreldrar hennar voru hjón- in Sigríður Jónsdóttir og Jón Valdason. I>au áttu lítið býli. I>að bét Skólabær. í>að stóð efst 1 brekkunni ofan tjamarinnar. í Skólabæ fæddist Margrét 4. febrúar árið 1890. Ung að aldri gekk Mangrét í Kvennaskólann í Reykjavík og iauk þaðan prófi við góðan orðstir. Á yngri árum ctundaði hún verzlunarstörf, lengst af hjá Haraldi Árnasyni. Kunni hann vel að meta trú- mennsku hennar, frábaera hæfi- leika og reglusemi í hvívetna. IMargar hugljúfar endurminning- er átti Margrét um fólk það, sem starfaði með 'henni í verzlun- inni. Hinn 14. júií árið 19i28 gift- ist Mángrét eftirlifandi manni sínum, Jóni Ólafssyni hæsta- réttarlögmannL í>au hjónin byggðu sér glæsilegt bús á lóð- inni, þar sem nú er Suðurgata 2ó. Margrét og maður hennar höfðu yndi af ferðalögum bæði hérlendis og erlendis. í>au eiign- uðust marga góða vini á Norður- löndum og víðar erlendis. Þar kom að góðu haidi góð tungu- málakunnátta þeirra bæði í ensku ©g Norðurlandamálum. Þeim hjónum varð ekki barna euðið. En eina fósturdóttur tóku þau hjón og ólu upp sem sitt eiig- ið barn, Ólafíu Einarsdótfcur. Þau eettu 'hana til mennta, og er hún nú doktor phil. frá Lundarhá- úkóla í Svíþjóð. Ólafía er gift dönskum manni, prófessor Bent Fuglede við Kaupmannahafnar- háskóla, Vegna óviðráðanlegra orska geta þau hjónin ekki verið við- etödd útför Margrétar. Við hjón- in sendum þeim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Trygglyndi Margrétar kom fram á margan hátt. Til dæmis fcefur hún og nokkrar æskuvin- Ikonur hennar komið saman tvis- var í mánuði um tugi ára. Við eömu kunningjana spilaði hún í mörg ár. Með áhuga og trú- mennsku starfaði Márgrét í Dómkirkjunefnd kvenna um langt ckeið. Sérstaklega var kært með IMargréti og mágkonum hennar ©g öðru venzlafólkL Veit ég að }>að verður mikil huggun í harmi fyrir vin minn, Jón Ólafsson, eð eiga sér við hlið slíkan hóp góðs fólks og samhuga. ÆFINGAR standa nú yfir 1 tveimur ieikritum í Þjóðleikhús- inu og verða þau bæði æfð sam- tímis. Annað er Sannleikur úr gipsi, eftir Agnar Þórðarson og er þetta þriðja leikritið, sem Þjóðleikhúsið tekur til sýningar eftir Agnar. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson og stjórnar hann nú I fyrsta skiptið leikriti hjá Þjóð- leikhúsinu. AUs eru hlutverkin á leiknum 12, en með aðalhlut- verkin fara Guðbjörg Þorbjarn- •rdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arnfinnsson. Hitt leikritið, sem nú er æft I Þjóðleikhúsinu er Eftir synda- fallið, en höfundur þess er sem kunnugt er Arthur Miller. Mikið befur verið rætt og ritað um Frú Margrét var mikil mann- kostakona. Hún hafði ekki hátt um það, þótt hún gerði öðrum gott. En slíkt kom ósjaldan fyrir. Maður hennar virti hana a'lla tíð og dáði hana mjög, og söm var aðdáun hennar og kærleikur gagnvart honum. Við, sem höfum átti því láni að fagna að njóta vináttu þessarar traustu konu, finnum til þess með söknuði að fá ekki oftar að njóta ástúðlegs viðmóts hennar og indælla samverustunda. Með henni og Láru, komu minnL hefur um 50 ára skeið verið óslitin, fölskvalaus vinátta, sem Lára mun aldrei gleyma, heldur geyma fagrar minningar um elskulega vinkonu. Hvar sem Margrét 'kom, fylgdi 'henni hressandi vorblær og alveg sérstæð tign, sem eigi gleymist. Margrét var jafnan glöð og prúð og gersamlega laus við alla uppgerð, hún var óvenjuiega heil- steypt kona. Þeir, sem áttu vin- áttu hennar, vissu því vel, að þar var ekki tjaldað til einnar nætur. Ræktarsemi sú, sem Mangrét í Skólabænum sýndi okkur hjón- um, dætrum okkar og barnabörn- um, verður vart með orðum lýst. En af heilum hug þ um við henni ástúð alia og órofavináttu. Ein dótturdóttir okkar, Lára Margrét, vill færa henni sérstak- ar þakkir sínar. Við biðjum algóðan G<uð að blessa og styrkja vin okkar, Jón Ólafsson, í sorg hans. Kæra vinkona. Hvíl þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þö'kk fyrir allt og allt. Kristján Schram. þetta leikrit og aðallega um fyrir myndir aðalpersóna þess og að hvað miklu leyti það fjallar um einkalíf höfundarins og fyrrver- andi eiginkonu hans ^ Marilyn Monroe. Alls staðar, sem þetta leikrit hefur verið sýnt hefur mikið verið rætt um það hvaða leikkona ætti að leika þetta vand meðfarna hlutverk. Nú þurfa leikhúsgestir hér á landi ekki að vera í neinum vafa lengur. Her- dís Þorvaidsdóttir ieikur þetta hlutverk, en Rúrik Haraldsson fer með hlutverk Quentin, en það er aðalhlutverkið í leiknum. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en þýðing leiksins er gerð af Jónasi KristjánssynL ÞAÐ ER dimmt yfir Suðurgötu Yfir fallegu húsi við kirkjugarð- inn er skugginn mestur. Við, sem á undanförnum árum og ára- tugum höfum jafnaðarlega lagt leið okkar þangað, höfum mikið misst. Margrét Jónsdóttir hús- freyja, Suðurgötu 26, er lögð til hinztu hvílu í dag. Við njótum ekki lengur, vinir hennar og 'kunningjar, glaðværðar hennar, hispursleysi og framúrskarandi myndarskapar. Við njótum ekki lengur tryggðar hennar, gest- risni og hverskonar fyrirgreiðslu á þann hátt, sem hverjum og ein- um kom bezt. í daig göngum við Suðurgötuna hljóð og með sorg í hug. Og förinni er heitið aðeins steinsnar lengra en að númer 26. Það er þessi hluti leiðarinnar, sem hefur breytt gleði í hryggð, brosi í tár. Þau hjón, Margrét og Jón Ólafsson hæstaréttarlögmaður, bjuggu sér og vinum sinum frið- sælt og gott heimili í Suðurgötu 26. Þar var miðdepill stórrar fjölskyldu, þar sem komið var saman á hátíðum og tyllidögum. Þar var opið hús fjölmörgum vinum, eldri og yngrL og þangað komu samstarfsmenn húsbónd- ans. Allir voru velkomnir. Þar var gott að koma, og þessvegna komu menn aftur. Þaðan eiga margir minningar um glaðar og góðar stundir. Somhomur H;iálpræðisherinn Æskulýðsvika Kafteinn Ernst Olsen talar í kvöld kl. 8.36. Kafteinn Jor- unn Haugsland stjórnar. AJlir velkomnir. Fíladelfía Á samkomu í kvö>ld kl. 8.30 talar Jacob Perera frá Ceylon. Hann talar fyrst og fremst ttí trúaðra. BIRGIR ISL GUNNARSSON Málflutningsskrífstofa Lækjargötu 6 B. — H. hæð HAFSKIP H.F. HAFNARHUSINU REYKJAVIK SÍMNEFNI: HAFSKIP SIMI21T60 Skip vor munu lesta til Islands sem hér segir: HAMBORG: Selá 20-2 Laxá 27-2 Seló 20-3 Laxá 27-3 ROTTERDAM: Selá 23-2 Laxa 2—3 Selá 23-3 Laxá 30-3 HULL: Selá 26-2 Laxá 4-3 Sehá 25-3 Laxá 1-4 ANTWERPEN: Selá 22-2 Selá 22-3 GAUTABORG: Rangá 5-3 KAUPMANNAHOFN: Rangá 4-3 GDYNIA: Rangá 2-3 En húsbændurnir í Suðurgötu sómdu sér ekki einungis vel á gleðistundum og í vinafaignaðL Þegar sorg bar að garði og örðug- leikar urðu á vegi samstarfs- manna þeirra eða vandafólks, þá var förinni oft heitið í Suðurgötu 26. Einnig á þeim vettvangi var heimili þeirra miðdepill og þang- að sóttur styrkur og huggun. Aldrei stóð frú Margrét betur í stöðu sinni en einmijt þá. Líkam- leg hreysti, skapfesta, góðvild og tryggð nutu sín aldrei betur hjá henni en undir slíkum kringum- stæðum. Orð eru fánýt, þegar dauðann ber að garði. Góðar hugsanir um fagrar minningar geta óefað veitt huiggun og styrk. Það ér trú mín að slíkar hugsanir verði í för um Suðurgötu í dag og í framtíð og að þær fari ekki lengra en í númer 26. Þar geti þær fyllt í ofur lítinn hlut af því stóra skarðL sem er nú við hlið mágs míns og vinar, Jóns Ólafssonar. Frá mágkonum frú Margrétar Jónsdóttur, þeim Ragnhildi, Önnu, Elínborgu og Sigurrósu, eiginmönnum þeirra og fjölskyld- um öllum eru hér fluttar hjart- ans þakkir fyrir þá ómetanlegu umönnun, sem heimilið í Suður- götu hefur Xátið okkur í té fyrr og síðar. Við biðjum þess 611, að Jón Ólafsson megi öðlast styrk' í djúpri sorg. Guðm. Jónsson Hvanneyri. 2 sænskir bændur óska eftir dvalarleyfi á bónda- bæ, þar sem þeir geta stundað stangaveiði í einn mánuð. Verð óskast tilgreint í svari. Gustav Eriksgon, Tomta, Knivsta, Sverige. Reyfarinn er kominn úf Reyfarinn. Sölunefnd varnarliðseigna. H júkrunarkonu vantar nú þegar að Sjúkrahúsinu á Húsavík. Upplýsingar gefa: Yfirhjúkrunarkona og sjúkra- hússlæknir. Sölumaður Viljum ráða duglegan sölumann. Þarf helzt að hafa reynslu og þekkingu í sölu á tilbúnum fatn- aði. — Tilboð er greini aldur og fyrri störf leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m., merkt: „Sala — 9994“. Bátur 1963 Til sölu ca. 80 tonna bátur, byggður 1963, búinn öllum nýjustu fiski- og siglingatækjum. Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar. Skip & fasteignir Austurstræti 12 —‘Sími 21735. Eftir lokun 36329. Til sölu Hús við Miðtún, í húsinu eru 2 íbúðir, 2ja og 3ja herbergja. — Án mikils tilkostnaðar mætti breyta húsinu í stórglæsilegt einbýli. — Húsinu hefur verið haldið sérstaklega vel við og er í mjög góðu standi. — Hús- aðeins annarsvegar við götuna. — Hagstætt verð. r * Olafiir Þorgrímsson bæstaréttarlögmaður. Austurstræti 14 — Sími 21785. Tilboð óskast í nokkrar ógangfærar fólksbifreiðar er verða sýnd- ar í Rauðarárporti mánudaginn 15. febrúar kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Tvö leikrit í æfingu hjá Þjóðleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.