Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.02.1965, Blaðsíða 19
1 Föstuctegur 5. febrúar 1965 MORGUNBLADIÐ 19 Eyolfur Guömundsson Minningarorð en missti hann eftir stutt hjóna- band. Steinunn Ásdís giftist bandarískum manni Daly að nafni. En Ólöf sneri heim aftur til íslands til þess að vera hjá föður sinum þegar hann hafði misst heilsuna. — Önnu konu sína missti Eyolfur vorið 1957. f DAG verður gerð útför Eyolfs Guðmundssonar, Þórsgötu 7A. Hann andaðist hinn 30. janúar eftir uppskurð í Landspítalanum. Fæddur var hann 4. júní 1887 að Stað í Steingrímsfirði og náði því tæplega 78 ára aldri. Foreldr ar hans voru hjónin Guðrún Ól- afsdóttir og Guðmundur Jóns- son, sem síðar bjuggu í Aratungu í Steingrímsfirði og Berufirði í Reykhólasveit. Þau hjón eign- uðust 8 börn og voru þrjú dáin á undan Eyolfi: Halldór verslun- armaður á Akureyri, sem tók sér ættarnafnið Aspar, Björg gift Magnúsi Péturssyni frá Sel- skerjum og Guðrún gift Jóni Jóhannssyni bónda í Reykhóla- sveit. .Eftir lifa af þeim systkin- um: María gift Árna Óla blaða- manni, Guðbjörg gift Páli Gisla- eyni á Reykhólum, Ingimundur verslunarmaður á Akureyri og Haraldur klæðskeri kvæntur Vig dísi Bjarnádóttur frá Akurey- um í Breiðafirði. Eyolfur ólst upp i foreldra- húsum og varð snemma að ganga ■til allra sveitarverka, einkum að skepnuhirðingu, því að faðir hans stundaði sjómensku vetur og vor, eins og þá var títt um bændur vestra. Og þegar Eyoif- ur var á 18. árinu var hann send ur til sjóróðra, og upp frá því var hann oftast á sjónum. Haust ið 1911 kvæntist hann heitmey sinni, önnu Árnadóttur frá Kolla búðum í Þorskafirði, hinni ágæt- ustu konu. Þau voru fyrst í hús- mennsku hjá foreldrum hans í Berufirði, höfðu lítinn búskap, en Eyolfur stundaði sjó allar ver- tíðir. Vorið 1915 brugðu þau á það ráð að flytjast til Reykja- víkur og höfðu þá eignast 3 börn. Munu þau þó ekki hafa átt að neinu að hverfa þar, fremur en *vo margir aðrir, sem þangað leituðu, i von um betri afkomu. Þetta sama ár var Sjómannafé- lagið stofnað og varð Eyolfur einn af stofnendum þess og var í því félagi æ síðan. Hann var og einn af þeim, sem gerðir voru heiðurfélagar á 40 ára afmæli Sjómannafélagsins 1955. Skömmu eftir að Eyolfur kom til Reykjavíkur réðist hann á Bkip Eimskipafélagsins, var fyrst á Gullfossi gamla og síðan á Lagarfossi og sigldi á honum í Btríðinu til Ameríku. Þá var það rétt fyrir stríðslokin, að Lagar- foss var að koma að vestan, en varð að hleypa inn til St. Johns á Nýfundnalandi vegna þess að nokkrir skipverjar höfðu veikst af spönsku veikinni og voru þungt haldnir. Einn af þeim var Eyolfur. Var honum þá ásamt hinum komið þar í spítala og 8vo sigldi skipið frá þeim. Var það ekki fyr en allöngu seinna að Eyolfur komst með leiguflutn ingaskipi til íslands. Upp úr því réðist hann á Sterling og var á því skipi þar til það strandaði í Seyðisfirði 1. maí 1922. Á næsta ári var hann sendur ásamt öðr- um til Danmerkur til þess að Bækja strandferðaskipið Esju hina gömlu og kom hún hingað sumardaginn fyrsta 1923. Árið 1939 var hann svo enn sendur utan til að sækja Esju hina nýu, og enn var hann seinna sendur utan til að sækja Heklu og var svo á því skipi þar til hann hætti sjóferðum 1953. Hafði hann þá verið á strandferðaskipum Ríkisskips í 30 ár samfleytt og jafnan getið sér þar gott orð sem dugnaðarmaður og ágætur sjómaður. Eftir þetta vann hann fram undir 10 ár hjá Ríkisskip við afgreiðslu skipa þess í Reykja- víkurhöfn. Síðan réðist hann til Völundar og vann þar meðan heilsan leyfði. Er þá hér í fám orðum rakinn starfsferill Eyolfs, en að baki hans liggur mikil saga um áratuga barátta við hafrót, hríðar, skammdegismyrkur, þoku og hafís á einhverri hættuleg- ustu siglingaleið sem til er í heimi, siglingaleiðinni meðfram ströndum íslands. Þeim mönnum, sem lenda í slíku, er ekki.fisjað saman. Lengi voru þau hjónin leigu- liðar hér í Reykjavík, en 1930 hafði hagur þeirra batnað svo að þau gátu keypt sér einlyft hús á Þórsgötu 7a, og síðan byggði Eyolfur hæð ofan á það 1936. Bjó hann þar síðan til dauðadags. Þau hjónin eignuðust 8 börn, en misstu þrjú hin elztu, Guð- rúnu, Kristján c Guðmund. Guð rún dó ung á - Krist ján var loftskc. fórst með togaranum . Guð- mundur var sjóm._____ a Detti- fossi og fórst með skipinu er það var skotið í kaf skammt frá ír- landi 1945. Lífið tók því ekki mjúkum tökum á þeim hjón- um. Svo fóru fjögur börn þeirra vestur um haf, og var þá aðeins eitt eftir, Ingunn gift Óskari Þórðarsyni skrifstofumanni í ReykjaVfk. Börnin sem' vestur fóru voru Oddur, Kristín, Ólöf og Stein- unn Ásdís. Þau fóru öll til Kali- forníu. Oddur gerðist sjómaður og hefir verið í langsiglingum um mörg ár. Kristín giftist Ingvari Thordarson frá Reykjavík, sem var kaupsýslumaður þar vestra, Eyolfur var gjörfulegur mað- ur hvar sem á hann var litið og bar sig vel til hins síðasta. Hon- var starfið líf og lífið starf. Hann var maður fáskiftinn og dulur í skapi og var ósýnt um að tala um sjálfan sig og ævikjör sín. Ást- vinamissi bar hann eins og karl- menni sómdi, enda var hann kjarkmaður, en jafnframt hátt- vís og hið mesta prúðmenni. Val- inn drengur, sem aldrei mátti vamm sitt vita í neinu. Skyldu- rækinn var hann með afbrigðum, hógvær og kom vel fram við alla enda mun hann trauðla hafa eignast nokkurn óvildarmann um ævina. Hann hafði verið heilsuhraust- ur fram á áttræðisaldur, en þá kenndi hann þess sjúkdóms er varð honum að lokúm að bana. En hann vildi ekki taka neitt mark á því og helt áfram að starfa eins og ekkert væri og sagði engum frá. Þó rak að því, að hann treysti sér ekki að vinna erfiða vinnu. Vissu þá all- ir, sem þekktu hann bezt, að honum var gengið. En hvorki fyrir vinum sínum né sjálfum sér vildi hann viðurkenna að neitt gengi að sér. Þegar kom fram á þenna vetur ágerðist sjúk dómurinn óðum og um miðjan janúar varð hann að viðurkenna að hann gengi ekki heill til skóg- ar og fellst þá á að fara í spítala til rannsóknar. Sú rannsókn leiddi í Ijós, að ekki var um ann- að að gera en uppskurð, en þá sást að þetta var um seinan. En svo var kjarkur hans óbilandi að hann hafði fótvist frm á sein- asta dag.- Sýndi hann þá sem áður allt sitt líf að hann var hugprúður og óvílsamur og er ekki öllum slík- um kjarkur gefinn. Æðrulaus við ofjarl manns. aleinn stríð þú háðir, það mun verða sagt til sanns; sigrað hafa báðir. Veit eg líkamslífi ei lokið, sess þinn auðan, en andinn hátt til himins fer og hefir sigr.vl dauðann. Á. Aðolíundur Svd. Ingólfs Nýr formnður kjörinn umierðnr- kennsln í skólum heijist hið iyrsto AÐALFXJNDUR slysavarnadeild arinnar Ingólfur í Reykjavík var haldinn í húsi SVFÍ á Granda- garði, sunnudaginn 24. janúar s.l. Á dagskrá voru venjuleg aðal- fundarstörf. í skýrslu fráfarandi stjórnar kom fram að starfið hafði verið með svipuðum hætti og undan- farandi ár. Gjaldkeri, Jón G. Jónsson lagði fram reikninga félagsins og sýndu þeir að fjárhagur deildar- innar var allgóður. Þó hafði merkjasalan á lokadaginn verið lakari en síðastliðið ár, en samt afhenti deildin, sem framlag til SVFI kr. 190 þús. í skýrslu björgunarsveitarinn- ar var sagt að um óvenjufá út- köll hefði verið að ræða á s.l. ári miðað við undanfarandi ár. Þó hafði sveitin starfað mjög mikið á árinu við æfingar og út- búnað sveitarinnar. Voru æfing- ar að jafnaði einu sinni í vku, auk margra helgaræfinga. Að þessu loknu var gengið til stjórnarkjörs. Fráfarandi formað ur, séra Óskar J. Þorláksson, baðst eindregið undan kosningu vegna anna, en hann hefur gegnt forfennsku hjá deildinni undan- farandi 12 ár. I hans stað var kosinn einróma Baldur Jónsson. Gjaldkeri var einnig endurkjör- inn einróma Jón G. Jónsson og meðstjórnendur voru kosnir Ing ólfur Þórðarson, Haraldur Henry son og Jóhannes Briem. í vara- stjórn voru kjörnir: Geir Ólafs- son, Björn Jónsson, Þórður Krist jánsson og Sæmundur Auðuns- son. Endurskoðendur Lárus Egg- ertsson og Valur Jóhannesson. Að kosningu lokinni fóru fram almennar umræður um slysa- varnarmál. Urðu sérstaklega miklar umræður um umferðamál og var eftirfarandi tillaga sam- þykkt: „Aðalfundur Svd. Ingólfur, Reykjavík, haldinn í Slysavarnar húsinu við Grandagarð, 24. jan. 1965, vítir harðlega iþann ófyrir- gefanlega drátt, sem orðið hefur á framkvæmd laga nr. 26 frá 2. maí 1958 og reglugerðar frá 8. apríl 1960, um umferðafræðslu, sem skyldunámsgrein í tiltekn- um skólum landsins, þrátt fyrir viðleitni, sem sýnd hefur verið. Mælist fundurinn eindregið til þess við menntamálaráðherra, að hann geri gangskör að því, að hraða framkvæmd málsins með fyrirmælum til og eftirgangs- munum við fræðslumálastjórn- ina, svo enn um ófyrirsjáanlegan tíma ríki ekki það sleifarlag, sem fullvel er vitað að við búum errnþá við og m.a. hefur ótvírætt komið fram í svörum reykvískra skólastjóra, við fyrirspumum Framhald á bls. 21 - LYF Fh. af bls. 15 menn að eiga eitthvað — a.m.k. svona innst inni. Arnór Hannibalsson er reiður. Honum gremst, að „vinstri hreyf- ing“ á íslandi hafi verið undir stjórn starblindra Komintern- manna allt frá fyrstu tíð. í raun- inni hafi þetta engin vinstri hreyfing verið. Höfundur er neyðarlegur í skrifum sínum, dómharður og óvæginn. Stíll hans einkennist nokkuð af því, hve höfundi er mikið niðri fyrir, og sums staðar skýtur ýmiss kon- ar sérvizka upp kollinum, — en ekki ber að lasta það. Ljóst má vera af lestri bókar- innar, að höfundur hefur orðið fyrir sárum og miklum vonbrigð- um við að kynnast kommúnisma í framkvæmd, og hann blátt á- fram fyrirlítur valdastreitupuð íslenzkra kommúnista. Hefur and legri örbirgð þeirra, kaldrifjuð- um klækjum og valdafýsn sjaldan verið betur lýst en í þessari bók, þótt deila megi um skilgreiningu höfundar. í rauninni er þarna saga ísl. kommúnista í hnot- skurn, og væri æskilegt, að höf- undur gerði henni frekari skil. Þess má e.t.v. vænta, því að í formála segir hann það hafa ver- ið „ætlan höfundar að semja all- ýtarlegt rit um kommúnistahreyf inguna þetta tímabil", þ.e. sl. 40 ár. í bókarlok f jallar Arnór Hanni- balsson um „framtíð vinstri'hreyf ingar á íslandi" á örfáum síðum. Virðist svo sem þar hafi upphaf- lega átt að koma rækilegt „pró- gramm“ nýrrar vinstri hreyfing- ar, en heldur lítið verður úr því. Þar er flest almennt orðað, en helzt talin þörf á „nýjum flokki vinstri manna, sem eykur á reisn íslenzka lýðveldisins með síum- byltandi og skapandi starfi sem mótar endurnýjaða íslenzka menningu upp úr umróti iðnvæð- ingarinnar. Þörf er á sivaxandi gagnrýni, þekkingu og samhúga starfi — í átt til fullkomnari sam- félagshátta og betra lífs“. Þetta eru lokaorð bókarinnar, og virð- ist höfundur hafa verið í hálf- gerðum vandræðum með þau. Skömmu áður segir hann um Sósíalistaflokkinn: „Hann hefur þegar siglt í strand fyrir oftrú á staðlausum draumsýnum og blekkingum og getur ekki hér- eftir frekar en hingað til veitt neina forystu. En hvað verður, þegar þessi stjórnmálaflokkur leggur upp laupana? Sérhver stjórn vekur andstöðu. Vinstri sinnuð öfl munu halda áfram að vera til í þjóðfélaginu. Þau skort- ir nú nýjan vettvang. Forystu- menn Sósíalistaflokksins hafa samsamað sig við stalínisma: ein- ræði kreddukenninga i andlegu lífi, lögreglu í þjóðlífi, heraga i atvinnulífi, undirokun hugsana- frelsis, lýðræði í orði en kúgun & borði. Eina huggun þessara manna nú um stundir er sú, að „sósíalisminn“ sigri hvort sem er; Það sé því sama þótt rigni eldi og brennisteini, bezt sé að sýna trúmennsku og trygglyndi; þegar „sósíalisminn" sigrár hér muni þeir fá verðlaun fyrir þol- gæði sitt. Þetta mega þeir gjarn- an gera. Látum þá bíða. Þeir hafa þá eitthvað að dútla við í ellinnL Flokkur þeirra er afturhalds- flokkur". Lausn höfundar virðist einna helzt vera einhvers konar bakt- eríuhreinsað „Alþýðubandalag" (e.t.v. með mátulegu gromsi frá Framsókn og krötum), þar sem stalínistar finnist ekki, gamlir menn og miðaldra sitji úti í horni, en ungir menn í öndvegi. Hefur höfundur e.t.v. einhverja ákveðna unga menn í huga? Þótt ráð höfundar fslandi til bjargar sýnist heldur laklegt, mega menn ekki láta það fæla sig frá lestri bókarinnar. Hún veitir stórfróðlega innsýn i hugsunar- hátt og vinnubrögð kommúnista hér á landi. Foreldrar unglinga á viðkvæm- um mótunaraldri, sem hætt getur verið við kommúnistasóttkveikj- unni, geta ekki fundið börnum sínum betri og þarfari gjöf. Hún ætti jafnvel að geta veitt ævi- langt ónæmi við pestinni. M. Þ. ---NAUST Þorrablót í NAUSTI allan daginn — alla daga. . >f Savanna-tríóið syngur alla daga, nemá miðvikudaga. Magnús Thorlaeius hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9 — Sími 1-1875 ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýaa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. HLOÐUBALL Skátaheímilinu Hinir vinsælu HLJÓMAR leika öll vinsæl- ustu lögin frá kl. 9—1. Ný hljómsveit kynnt: MOLAR! Allir unglingar 16 ára og eldri velkomnir. Miðasala frá kl. 8. — NEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.