Morgunblaðið - 09.02.1965, Side 15

Morgunblaðið - 09.02.1965, Side 15
1 Þriðjudagur 9. febrúar IððS MORGUNBLAÐID 15 UM BÆKUR Hin neikvæða játun Hugleiðingar tim ritsafn Steins Steinarrs i Á ÖNDVERÐUM þessum vetri Ikom út hjá Helgafelli bókin K V ÆÐ A SAFN OG GRBINAH, beildarútgáfa á verkum Steins Bteinarrs í ljóðum og lausu máli. Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur hafði umsjón með út- gáfunni og fylgir henni úr hlaði með formála og ritgerð um skáldið. Það er vonum seinna, að verk Kteins koma nú fyrir almennings- sjónir I einni heild. Kvæðabækur !hans seldust fljótt upp á sínum tíma og komust brátt í ótrúlega hátt endursöluverð. Þær voru þó sannarlega keyptar til lestrar, en bvorki vegna skrautgirni né fordildar. Kristján Karlsson gerir grein fyrir útgáfunni í formála bókar- innar. Þar getur hann þess til dæmis, að ljóðin séu „prentuð eftir frumútgáfum bókanna.“ „En hér hefir auk þess verið bætt við ýmsum kvæðum,“ segir hann og, „sem annaðhvort höfðu aðeins birzt í blöðum eða tíma- ritum, eða aldrei fyrr verið prent- uð.“ Meðal hinna síðar nefndu telur Kristján, að nú sé „prentuð í fyrsta sinni Hlíðar-Jóns ríma, sem hefir verið all-fræg í frá- sögnum manna meðal.“ Sú staðhæfing, að Hlíðar-Jóns ríma sé hér prentuð í fyrsta sinn, er ekki rétt: Hún hefur áður birzt á prenti. Hana er að finna í Rímnavöku þeirri, sem Sveinbjörn Benteinsson gaf út fyrir nokkrum árum. Þá segist Kristján hafa tékið wóbreytt“ upp í heildarútgáfuna efni bókarinnar Við opinn glugga, sem Hannes Pétursson bjó til prentunar fyrir Menningarsjóð og út kom 1961. Þau ummæli eru næstum rétt, en ekki alveg. Hannes skipti lausu máli Steins í tvo meginhluta. Prentað- nr greinar og Af eftirlátnum blöðum. Kristján hefur fellt niður þá skiptingu. Tel ég það verr farið, því skipting Hannesar var gagnleg og eðlileg. II Ritgerð Kristjáns, sem prentuð er næst á eftir íormálanum, er bæði andrík og skemmtileg. Ef til vill er hún með því hnytti- legasta, sem hingað til hefur verið skrifað um Stein. Að vísu þykir mér hún lítt •uka skilning á verkum skálds- ins. En það gerir ekki svo mikið til. Raunar er ekki heldur við því að búast. Kveðskap Steins verður hver maður að skilrja fyrir sig. Skýringar og útlistan- ir koma þar að takmörkuðu gagni, utan þær skýringar, sem hafa má af orðabókum. Ljóð lifir fremur en nokkurt •nnars konar skáldverk í þeirri tilfinninig, sem það vekur hjá lesandanum. Og sú tilfinning er •instaklingsleg. Skýring á ljóði getur aldrei orðið sama og ljóðið sjálft. Hún getur ekki einu sinni orðið brot •f ljóðinu og því síður komið í •taðinn fyrir það. Hugsum okkur til gamans, svo fjarstætt sem það nú er, að tak- •st mætti að skýra til fulls eitt- hvert tiltekið kvæðL Þá væri þar með lokið hlut- verki þess sjálfs. Skýringin ein héldi velli. Engu síður er fróðleigt að heyra, hvað gáfuðúm mönnum dettur í hug við lestur fagurra ljóða, þó óþarft sé að blanda hugdettum þeirra saman við Ijóðin sjálf. Hugdettur annarra manna geta ýtt undir eigin hugkvæmni og fjöng'að það tilfinningalega ímyndunarafl, sem ljóðlestur út- heimtir. Ritgerð Kristjáns er ekki eigin- leg skilgreining á ljóðum Steins. Nær er að segja, að hann leggi út af kvæðum skáldsins, bregði upp mynd af því, eins og skáldið birtist honum sjálfum í ljóðun- um. Sú mynd er bæði sönn og ýkt, en hæfir Steini vel, því hann talaði djarft á sinu annarlega táknmáli. Kristján er bæði djarf- ur og huig'kvæmur í útlegg'ingu sinni. Sumar athugasemdir hans eru þess eðlis, að flestir munu á þær fallast. Aðrar orka tvímælis. Fyrst ræðir Kristján um ljóð- form Steins og seglr þar meðal annars: „svo er að sjá, að margir hafi ekki áttað sig á því lengi vel, hvort sem þeir lásu hann eða ekki, að Steinn orti yfirleitt mjög bundið, með stuðlasetningu og rími, þó að hann breytti oft arf- gengum braigarháttum — línu- lengd og erindaskipan — eða leysti þá upp.“ Þessi orð má til sanns vegar færa. „Hef ég ekki eyðilagt rímið?“ sagði Steinn í hinu innblásna miðnætursamtali við Matthías Jöhannessen. Og þau orð voru ekki sögð að ástæðulausu. Ég minnist þess frá fimmta tugnum, þegar farið var með eitthvert endemis leirhnoð — þá sagði fólk: „Þetta er þó ekki verra en hjá Steini Sbeinarr.“ Þannig var þá andinn í garð Steins meðal fjölda manna. Kvæði hans voru fyrir sjónum þeirra það langlakasta, sem hægt var að jafna til. Þess konar sleggjudómar voru illa grund- aðir, sem geta má nærri. En þeir voru ekki felldir af engu tilefni. Þeir voru reistir á sínum for- sendum, þó rangar væru. Ég héld, að margir hafi álitið Stein vera einhvers konar skáld- legan sjónhverfingamann, eða jafnvel vandræðamann. Og þeir, sem höfðu ungir tekið ástfóstri við ferskeytluna og trúðu á ungmennafélögin og kaupfélög- in og fornar dygðir, en gátu á hinn bóginn ekki hrósað sér af tiltakanlegri víðsýni, þeir töldu Stein niðurrifsmann í fremstu röð. Þeir höfðu ahzt upp við dýran kveðskap, meðal annars. Þeir vissu, að talsverð getspeki gat verið nauðsynleg til að kom- ast til botns í þeim sónar dreyra. Hins vegar mátti ávallt treysta því að einhver merking leyndist á bak við orðin, þó myrk væru. Að lesa og ráða slíkan kveðskap var eins og brjóta harða og hrúfa skel til að komast að 'gómsætum kjarna. Að komast að hinni réttu meiningu gat út- heimt yfirlegu. En takmarkinu var ekki náð, fyrr en skilnings- ljósið rann upp fyrir lesandan- um. Þá loksins var kvæðið sigrað. Þegar kveðskaparunnendur af gamla skólanum, sem kunnugir voru í afkimum heita og kenn- inga, en höfðu þó jafnframt að- lagazt léttri og auðskilinni til- finninigalýrikk og voru því ekki nema miðlungi fastheldnir á arfgenga bragarhætti, tóku að fást við kvæði Steins Steinarrs, þau sem fyrst birtust í tímarit- um og síðar í bókinni Tíminn og vatnið, sem kom . að vísu fyrir fárra sjónir, rákust þeir á áður óþekkt fyrirbæri. Þeir reyndu að brjóta þessi kvæði til mergjar á sama hátt og annan torskilin kveðskap. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Þá varð þeim innanbrjósts líkt og manni, sem fær í hendur böggul í miklum umbúðum, Steinn Steinarr leysir umbúðirnar utan af hon- um og uppgötvar þá, sér til mik- illar furðu, að inni í umbúðun- um er alls ekki neitt. Sum kvæðin í Tíminn oig vatn- ið voru bundin af rími og ljóð- stöfum, önnur ekki. Þrátt fyrir það held ég, að fáir hafi gert upp á milli þeirra af þeim sökum. Órímuð ljóð gátu varla talizt nýjung í íslenzkum bókmennt- um. Formbyltingin var þegar hafin, ef hægt er að tala um formbylingu í þeim efnum. Mik- ill hluti forns kveðskapar er órímaður, sömuleiðis síðari tíma stælingar á þeim kveðskap. Og ekki hefur ævinlega verið haldið fas't við ljóðstafina. Nægir að minna á danskvæðin í því sam- baiidi. Formbyltinig Steins var þvert á móti fólgin í því, að hann leysti ljóðið úr viðjum hinnar röklegu framsetningar. Til dæmis stóðu lesendur bóksamlega gapandi, þegar þeir lásu eftirfarandi hendingar: Eins nagtbtá hönd rfcs hin n-eikvæöa játim upp úr nálægö fjarlægðarirwnAr Og ekki þótti auðveldara að ráða þessa vísu, sem vakti bæði undrun og aðhlátun I*ög*n in rervnur í þrefökhim hrfng kringuim þög>n sírwa. Marigir veltu vöngum yfir þess- um kveðskap og kváðust ekki skilja þvílíkt og annað eins. Þá var höfð uppi sú ásökun, að Steinn spillti fyrir hefðbundnu ljóðformi. Það var yfirvarp fremur en alvara. En Steinn átti líka sína með- haldsmenn eins og aðrir um- deildir höfundar. Hans var minnzt í hverjum hóp, þar sem ibókmenntir bar á góma. Oft voru aðcláendurnir í minnihluta. Þó efast ég um, að nokkurt annað skáld, sem honum var samtíða, 'hafi skírskotað til traustari les- enda. Það vissi Steinn, og því aðeins gat hann gerzt svo djarf- ur, sem raun varð. Ég hygg, að kvæði Steins hafi vakið mestar deilur manna með- al á fyrstu árunum eftir heims- styrjöldina. Þá birtust í tímarit- um þau kvæði hans, sem síðar komu út í bókinni Tíminn og vatnið. Upp úr því hlaut hann almenna viðurkenningu, kvæði hans voru endurprentuð, oig eftir það gerðust fáir til að bera brigður á skáldskapargildi þeirra. III En víkjum aftur að hinni snjöllu ritgerð Kristjáns Karls- sonar. Síðari hluti hennar fjallar um inntakið í verkum Steins. Þar segir meðal annars, að kvæði Steins séu „trúarljóð — með neikvæðu forteikni.“ Hvað ber að lesa út úr þessum orðum? Kristján er búinn að lýsa því yfir, ofar á sömu blaðsíðunni, að sér sé tamast að hugsa sér Stein trúlausan. Liggur þá ekki bein- ast við, að trúlaus maður yrki trúlaus Ijóð, ef hann á annað borð skiptir sér af trúmálum? Það skyldi maður nú ætla. En Kristjáni hefur ekki þótt hæfa að brúka svo hversdagslegt og út- þvælt orðalag um ljóð Steins. Þess vegna kallar hann þau trúarljóð og setur þennan kostu- lega mínus fyrir aftan. Svona löguð hugkvæni er býsna tilfyndin, En vitanlega skýrir hún hlutina ekki betur en gera má í einföldu máli. Kristján segir, að Steinn sé „miklu skyldari Hallgrími Péturs- syni en hinum upplýstu, „víð- sýnu“ skáldum 19. aldar.“ Það er vissulega rétt, að Steinn átti lítið skylt við skáld ætt- jarðarkvæðanna á nítjándu öld, sem gengust upp í trúnni á guð og landið. Sömuleiðis má segja, að Steinn hafi líkzt Hallgrími Péturssyni að því leyti, að báðir gerðu sér grein fyrir mannlegum breyskleikum og fánýti stund- legra gæða og beindu hvössum Kristján Karlsson ádeiluskeytum að samtíð sinni. Báðum var og lagið að segja mikið í fáum orðum. Hins vegar þykir mér mangt á milli skilja. HallgrímUr var til dæmis háðari samtíð sinni. Hann var barn síns tímá. Hins vegar var Steinn litt háður for- áómurn síns tíma, ef undan er skilið fyrsta skeið hans sem skálds. Líti maður á afstöðu hans til samtíðarinnar, má segja, að þar hafi hann nánast verið áhorf- andi. Eins og kunnugt . er, var kreppan í algleymingi, þegar Steinn settist á Bragabekk. „Það voru tímar hinna stóru hugsjóna“, segir hann í mið- nætursamtali, sem áður er til vitnað. En Steinn var ekki huigsjóna- maður, eftir kvæðum hans að dæma. Hann horfði langt út yfir hugsjónirnar, var of efagjarn og skarpur til að láta blekkjast af því, sem ekki varir. Þaðan af síður gat hann fallið inn í nokkra tegund samfylkingar, þar sem einn hugsar fyrir alla eða alhr fyrir einn. Kristjáni verður tíðrætt um heimspeki Steins í ritgerð sinni. Þykir mér ekki örgrannt, að hann geri Stein að fullmiklum heim- spekinjgi. Að vísu var Steinn heimspek- ingur í ljóðum sínum að því leyti, að sjálfsvitund hans birtist þar gjarnan sem altæk verundar- vitund. Hann gengur ekki aðeins út frá sínu eigin sjálfi sem staðsetningarpúnti í veröldinni, heldur túlkar hann það, ef svo ber undir, sem tákn fyrir alla verund, það er hluta fyrir heild. Efiaust hefur hann velt fyrir sér ýmsum gátum tilverunnar eins og gáfaðra manna er háttur, til dæmis spurningunni um til- gang lífsins — eða öllu heldur tillgangsleysi þess. En niðurstöður Steins minna þá fremur á opinberun en árang- ur af skipulegri þekkingarleit. í því sambandi leyfi ég mér að tilfæra hér kvæðið Ekkert: t>ú situr enin við gluigganíi og senn er komin nótt. og úti er niðamyrkar. svo annairlega hljótt. Og senn er komin nótt. Þú strýkur þreyttri hendl um hár þitt þunnt og gnátt* og þú ert gamall maðuir, l>ér líður máske í huuga ein minning, sem þú á'tt, og þú ert gamatl maðuir. Svo finnur þú um andlit þitt fara kaldan súg. I>Lg grípur óljós hrra&ðsfl*. Þú horfir út í mynkrið og hvíslar: Hver ert þú? i Og holur rómur sva nar: Ekkert, ekkert. Þetta kvæði er skýrt og af- dráttarlaust. Og ætla má. að það hafi ekki orðið til í neinni andartaks stemmingu, því svip- aður tónn kemur fram í fleiri kvæðum Steins. Ekki er fjarri lagi að segja, að niðurstaða kvæðisins sé nei- kvæð, ef litið er á það frá kristilegu heimspekilegu sjónar- miði. En slíkt sjónarmið leiðir varla til igleggri skilnings á því. Kvæðið túlkar aðeins þá heim- speki, sem í því sjálfu felst, ef menn vilja þá tala um heimspeki í þessu sambandi. Sum skáld leiðast út i böl- sýni, ef þau koma ekki auga á tilgang í lífinu. Steinn var ekki bölsýnisskáld í venjulegum skilningi. Hann var fremur skáld hverfleika, tómhyggju, sem hann túlkaði af karlmannlegu æðru- leysi. Hins vegar má ráða af kvæð- um Steins, að hann hefur fundið sinn verulei'k í ljóðinu, Það var þó alla vega fastur púntur í ver- undinni, hvað sem öðru leið. Steinn hefði getað sagt — með breyttum orðum heimspekings- ins — ég yrki, þess vegna er ég. Tökum sem dæmi kvæðið Til- einkun, sem er í rauninni afströkt sjálfsmynd af skáldinu: TS þ£n. sem býrö á bak viö hugaua mína, blóöLefUs ng föl, ng apeerlar áaýnd þíiM í minum kalda og annarlega óöi. Frá mér, sem horíöt úr húmi langnar naofcur á heimsins bfcökku dýrö, ac rel, á faefciar mefl jódyn allpa jaröa mér i blóðL Og ég var aöeine til i minu ljóM. Þannig er heimur ljóðsins hinn eini sanni heimur. Skáldið er sem slíkt aðeins til í Ijóði sínu. Þess vegna getur það ekki tileinkað ljóð sitt neinum, sem er utan við þess eigin heim. Af sömu ástæðu hlýtur skáldið að mála yfir sína hlutlægu ásýnd, um leið oig það hverfur inn í heim ljóðsins. Þannig segir í kvæðinu Sjálfsmynd: Ég málaði andlit á vegg í af-skekktu húsit Þ>að var andlit hins þreytta og sjúka og einmana n v,inis. Og það horfði frá múrgráum veggn-um, út I mjólikurhvítt Ijósið eitt andartak. I>að var andlit mín ajálfls. en þið sáuð það aldrei, því ég málaði yfir það. Erfitt er að benda á nokkuð þversagnarkennt í þessu kvæði. Og þó minnist ég, að sumum Framhald á bls. 3U

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.