Morgunblaðið - 16.03.1965, Síða 1

Morgunblaðið - 16.03.1965, Síða 1
28 síður Moskvu, 14. marz. — AP — Krúsjeff, fyrrv. forsætisráðherra Sovétríkjanna, ræðir við fólk, sem safnazt hafði saman fyrir utan heimiii hans í Moskvu, er hann lagði af stað til kjörstaðarins. Perónistar ■ unnu á — í kosninguiti í Argentínu Buenos Aires, 15. marz — (NTB-AP) — ÞEGAR 85% atkvæða höföu verið talin í þingkosningun- um í Argentínu, sem fram fóru í gær, varð ljóst, að Peróhistar hafa unnið mjög á — meira en nokkru sinni fyrr, frá því Juano Peron var steypt úr valdastóli fyrir 1® árum. — Stjórnarflokkurinn vann einnig nokkuð á, en minni stjórnmálaflokkar fóru halloka. Hafa 14 sovézkir geimfarar farizt? Róm, 15. marz. — (NTB) — segir — heyrt í stöð sinni a'ð • TVEIR bræður ítalskir, frá því árið 1960 hafi verið sem hafa komið sér upp hlust- skráðir 14 sovézkir geimfar- unarstöð skammt frá Torina ar, sem beðið hafa bana við hafa, — a® því er annar þeirra Framhald á b'ls. 8 Kairo, 14. marz. AP. verjum. — Ptanrík ísráðherrar Arabarikjanna ræða hefndarráðslafanir gegn V-J>. Vestrænir fréttamenn hittu Kriísjeff Moskvu, 15. marz — (NTB-AP) — Á SUNNUDAGINN sáu vestrænir fréttamenn í Moskvu Nikita Krúsjeff, fyrrum forsætisráðherra Sovétríkjanna, í fyrsta sinn frá því að honum var vikið úr embætti fyrir fimm mánuðum. Kom Krúsjeff til kjörstaðar í nágrenni við Kreml, ásamt konu sinni Nínu, til þess að greiða atkvæði í kosn- ingum til borgarstjórnar í Moskvu. Krúsjeff var glaðlegur á svipinn og virtist í góðu skapi. Þegar hann lagði af stað frá heimili sínu í Moskvu til kjörstaðarins, hafði lítill hópur manna safnazt saman fyrir utan og varð Krúsjeff augsýni- lega hrærður, þegar hópur þessi fagnaði honum með lófataki. Vestrænir fréttamenn, sem voru saman komnir fyrir utan kjörstaðinn, spurðu Krúsjeff hvernig honum liði og hann svaraði: „Mér líður eins og Framhald á bls. 8 Yfirlýsing utanrikisráðherrcn undar i Kairó: Arabar slíta stjórnmála- sambandi við V-Þýzkaland — en vninnast ekki á viðurkenn- ingu á stjórn A-Þýzkalands Kairó, Bonn, 15. marz — (AP-NTB) — STARFSMENN vestur-þýzka sendiráðsins í Kairó hófu þeg ar í dag undirbúning að brott för sinni frá Egyptalandi, sem þeir vænta síðar í vikunni. Hófust þeir handa, þegar birt var tilkynning utanríkisráð- herrafundar Arabaríkjanna í Kairó um að sendiherrar þeirra í Vestur-Þýzkalandi yrðu kallaðir heim og slitið stjórnmálasambandi við Vest ur-Þjóðverja, vegna ákvörð- unar þeirra og ísraelsmanna um að taka upp stjórnmála- samband. Athygli vekur þó að í yfirlýsingu Arabaríkj- anna er ekki minnzt á, að þau ætli að viðurkenna stjórn A- Þýzkalands. • Ludwig Erhard, kanzlari Vestur-býzkalands, er sagður taka ákvörðun Arabaríkjanna með mestu ró, enda hafi hann búizt við henni. Hann hefur lýst yfir ánægju sinni með hið já- kvæða svar ísraelsstjórnar við tilmælum Bonnstjórnarinnar um að ísrael og Vestur-Þýzkaland taki upp stjórnmálasamband. • Fregnir frá Bonn i dag herma, að' vestrænir stjórnmála- fréttaritarar geri sér enn ekki fylliiega grein fyrir því, hversu háttað hafi verið samkomulagi á fundinum í Kairó í gær. Stjórn- ir ríkjanna hvers um sig hafi ekki fengizt til að skýra nánar, hvernig þau ætli að framfylgja samþykkt fundarins. Samkvæmt sáttmála Arabaríkjanna eru að- eins þau ríki skuldbundin til að framfylgja meirihlutasamþykkt slíks fundar, sem greiða atkvæði með henni — en ekki er vitað, Framhald á bls. 21 Perónistar sigruðu í sjö af sautján kjördæmum, þar á með- al í því stærsta — héraðinu Buenos Aires. f borginni Buenos Aires vann hins vegar stjórnar- flokkurinn og í fimm kjördæm- um öðrum. íhaldsflokkurinn sigraði í þrem kjördæmum. Kosið var um 99 sæti í fulltrúa deild þingsins — eða helming þingsæta þar. Þegar 85% at- kvæða höfðu verið talin var reiknað með því, að stjórnar- flokkurinn, „Róttæki þjóðarfiokk urinn“, sem hafði 65 þingsæti í fulltrúadeildinni fyrir kosningar, muni nú fá þar 71 þingsæti — en Perónistar, sem buðu fram undir flokksnafninu „Sameinaði þjóð- arflokkurinn“ muni fá 45 þing- sæti. Þeir höfðu áður 17 sæti í fulltrúadeildinni. Munaði aðeins 80.000 á atkvæðatölum flokk- anna. Að sögn AFP-fréttastofunnar vann stjórnarflokkurinn nauman sigur í höfuðborginni Buenos Aires — hlaut þar 556.678 atkv. en Perónistar 548.163 atkv. í sam nefndu héraði sigruðu hinir sið- arnefndu með 1.146.770 atkvæð- um gegn 832.290 atkv. róttæka þjóðarfiokksins. Hefur AFP töl- ur þessar eftir innanríkisráð- herra landsins, Juan Palmero.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.