Morgunblaðið - 16.03.1965, Side 21

Morgunblaðið - 16.03.1965, Side 21
í Þriðjudagur 16. marz 1965 MORCUNBLAÐIÐ 21 Skipshöfnin á Aberdeen togaranum Donwood, er í land var komið. Skipstjóri og stýrimað- ur yfirgáfu þó ekki skipið. (Ljósm. Mbl.: Sigurgeir). — Arabar Framhald af bis. 1 hvernig atkvæði féllu á fundin- um í gær. Gunther von Hase, blaðafull- trúi vestur-þýzku stjórnarinnar, ótti fund með fréttamönnum í Bonn í dag. Sagði hann þar, að Bonnstjórnin væri afar ánægð með þá ákvörðun stjórnar ísraels að verða við tilmælum um, að etjórnmálasambandi ríkjanna verði komið á. Jafnframt harm- aði Bonnstjórnin ef Arabaríkin gerðu alvöru úr hótunum sínum um að slíta stjórnmálasambandi við Vestur-Þýzkaland af þeim sökum. Þjóðverjum væri í mun að halda góðu sambandi við Araba. Von Hase kvaðst þess jafnframt fullviss, að sú ákvörð- un Vestur-Þjóðverja að hætta að selja vopn til ísraels, yrði til þess að draga úr spennunni í Austur- löndum nær. í Bonn eru nú einungis eftir sendiherrar fjögurra Arabaríkja: Líbýu, Marokko, Túnis og Sýr- lands. Var haft eftir hinum síð- asttalda, að þeir myndu eflaust halda heim, áður en langt um liði. Hins vegar herma fregnir af fundi utanríkisráðherra Araba- ríkjanna í Kairó, sem haldinn var í gær, að stjórnir Marokkó, Tún- is og Libýu hafi verið meðal þeirra, sem ekki vildu rasa um ráð fram í hefndarráðstöfunum gagnvart Vestur-Þjóðverjum. Fundinn i Kairó í gær sóttu utanríkisráðherrar ellefu Araba- ríkja af þrettán — frá Sýrlandi sat fundinn Noureddin Al-Atassi, vara-forsætisráðherra og frá Túnis kom Mongi Slim sem sér- legur sendimaður Bourguiba, forseta. Haft var eftir einum af egypzku fulltrúunum, að af hálfu Egypta yrði lögð fram skýrsla um aðstoð Vestur-Þjóðverja við ýmsar heimsveldasinna-stjórnir, m.a. í Kongó, Portúgal og Suður-Af- ríku. Sagði hann aðstoð Þjóð- verja við Kongóstjórn nema 10 milljónum vestur-þýzkra marka og aðstoð þeirra við ísrael nema u.þ.b. 24.600 milljónum marka frá því árið 1952. Fundurinn fór fram fyrir lukt- um dyrum, — en haft er fyrir satt, að þar hafi mikið gengið á, er fregnin barst um að ísraels- etjórn hefði ákveðið að ganga að tilboði Þjóðverja. Hafði Nasser, forseti Egyptalands, forystu fyrir þeim, sem vildu slíta stjórnmála sambandi við Vestur-Þýzkaland, hætta öllum viðskiptum við V- Þjóðverja og viðurkenna sam- stundis stjórn Austur-Þýzka- lands. Fulltrúar Túnis, Libýu, Súdan og Marokkó eru sagðir hafa reynt að draga úr ofsanum og hvatt til þess að fara meðal- veginn og gefa engar yfirlýsing- ar, sem Arabaríkin ekki gætu staðið við. — Eftir nær sleitu- lausar viðræður var loks birt yfirlýsing. Ólíklegt er talið í Bonn, að mörg Arabaríkjanna fylgi Nass- er í þeirri ákvörðun að hætta öllum viðskiptum við Vestur- Þýzkaland. Er á það bent, að Libýa selur meiri olíu til Vestur- Þýzkalands en nokkurs lands annars, Alsír selur alla sína olíu til aðildarríkja Efnahagsbanda- lagsins og efnahagur Túnis og Marokkó er mjög háður þeim ríkjum. Ennfremur, að Vestur- Þjóðverjar hafa veitt Arabaríkj- unum efnahagsaðstoð er nemur samtals 900 milljónum dollara. Hins vegar hafa ýmiss ríki, t.d. Sýrland, Kuwait og írak hót- að því að hætta sölu á olíu til V-Þýzkalands og „annarra óvina Arabaríkjanna". Hefur því verið lýst yfir af hálfu stjórna þess- ara ríkja, að Arabar verði að beita þessari mikilvægu auðlind sinni í baráttunni fyrir réttind- um sínum. - IÐJA Framh. af bls. 2. Steindors Steindórssonar héraðs- sáttasemjara. Báðir aðilja hafa skipzt á skoðunum um málið, en lausn fékkst ekki í tæka tíð, og því er verkfallið skollið á. — Vinnustöðvunin nær til 5 verksmiðja en 7 aðrar og minni vinnustaðir hafa samið við Iðju um að greiða ekki lægra kaup en Vinnumálasamband samvinnu- félaganna, og nær verkfallið því ekki til þeirra. — Ekki er hægt að segja um það með fullri vissu, hve margt fólk er nú í verkfalli, því að ýms- ar verksmiður voru búnar að segja upþ allmörgu starfsfólki nýlega, en ég mundi gizka á, að það væri 50 til 60 manns. — Ég er bjartsýnn á lausn fljótlega, en ef hún fæst ekki innan skamms, er ekki hæigt að álíta annað en vinnuveitendur vilji ekki viðurkenna Iðju sem samningsaðilja. Þorvarður Alfonsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda, komst svo að orði um vinnudeiluna: — Eftir að Fél. ísl. iðnrekenda gerði samkomulag við Iðju í Reykjavík í júní sl. um 5,4% kauphækkun, tókst ekki að ná samkomulagi við Iðju á Akur- eyri um hliðstæðar breytingar á kjarasamningi, og var því samn- ingaviðræðum við félagið slit- ið. Eftir að samningaviðræðum var hætt, tilkynnti Vinnumála- samband samvinnufélaganna Iðju á Akureyri, að það mundi frá oig með 1. júlí greiða sömu hækkun og samið var um í Reykjavík. Iðja á Akureyri ósk- aði eftir því í bréfi til okkar nokkru síðar, að við greiddum einnig sömu kauphækkun. Jafn- framt fóru þeir fram á, að gildis- tími samninganna yrði óbreytt- ur, eða til áramóta, en hins veg- ar gildistími samninga Iðju í Reykjavík til 5, júní 1965. — Fallizt var á að greiða um- beðna 5,4% hækkun á kaupi, en jafnframt var Iðju gert það ljóst, að viðræður um frekari kaup- hækkun fram til 5. janúar væru tilgangslausar. Var þetta álit okkar bæði með tilliti til júní- samkomulagsins svo og einnig vegna þess, að með þessu mundi skapast misræmi á kauptöxtum Iðju á Akureyri og annarra Iðju- félaga, sem við semjum við. — Síðan sagði Iðja á Akur- eyri úpp samningum 30. nóvem- ber frá áramótum að telja, og setti fram tiliögur um endurskoð- un samninga, sem m. a. fól í sér 10 — H’% kauphækkun. Þegar Vinnumálasamband samvinnufé- laganna samdi í janúar sl. um styttingu vinnuvikunnar úr 49% klst. í 48 klst. gerði Iðja fulltrúa iðnrekenda, sem fylgzt hafði með samningaviðræðúnum, grein fyr- ir því, að þessi stytting vinnu- vikunnar væri að hennar hálfu metin þannig, að iðnrekendur yrðu að hækka sína kauptaxta um 3%. Fulltrúi iðnrekenda kvaðst mundu kynna öðrum þeim, er mál þetta varðar, sjón- armið Iðju. Þar sem vinnuvikan skv. samningi iðnrekenda og Iðju hefur um árabil verið ákveð in 48 tímar, var hins vegar ekki hægt að fallast á þetla sjónar- mið. — Sv. P. „Stöðvið Iieiminn44 í 25. sinn í KVÖLD verður söngleikurinn „Stöðvið heiminn“ sýndur í 25. sinn í Þjóðleikhúsinu. Nú eru aðeins eftir örfáar sýningar á leiknum. Þessi nýtízkulegi og sér- stæði söngleikur hefur alls staðar vakið verðskuldaða athygli, þar sem hann hefur verið sýndur. Aðalhlutverkin eru sem kunnugt er leikin af Bessa Bjarnasyni og Völu Kristjánsson. Bréf sent Morgunblaðinu: Hvers vegna níöhögg? MAÐUR er nefndur Gunnar Schram og skreytir sig með doctorsnafnbót. Fyrir hvaða „verðleika" hann hefur hlotið það skrautheiti, hef ég ekki hirt um að afla mér upplýsinga. í gærdag notar hann blað það, er hann er talinn ritstýra (Vísi) til að ráðast að mér á dólgslegri hátt, en nokkurt annað blað hef- ur gert tii þessa. í fjögurra dálka fyrirsögn er hann að kynna mig fyrir þjóðinni sem sakamann, og dregur hvergi af sér. Útaf máli, er ég fyrir ári síðan, af tilviljun og óheppni, án nokk- urs ásetnings um meint misferli, varð óbeinn aðili að, voru birtar fregnir svo til samdægurs í blöð- um og útvarpi og hvergi sparaðar fyrirsagnir og aðdróttanir. Al- menningi var fengið dómsvaldið í hendur, fyrir tilstilli blaðanna, áður en málið var svo mikið sem komið til rannsóknar. Mundi nú þetta ekki nægja undir flestum kringumstæðum og dómstólunum falið að sjá um framhaldið Nei, dr. Schram lítur öðruvísi á. Hann vill hafa hönd í bagga með dómsvaldinu og í þetta sinn er það ekki hugsunin um það, að dómstólarnir gangi e.a.t. slælega fram í málinu, sem knýr hann til aðgerða, heldur hitt, að hann þarf persónulega að ná-sér niðri á mér og notar þetta kærkomna tilefni til níðhögg- anna. En hver er ástæðan? Ég leyfði mér i grein í Morg- unblaðinu, laugardaginn 6. þ.m. að fara nokkrum orðum um og gagnrýna æsifregn í Vísi, þá nokkrum dögum áður, um yfir- vofandi jarðskjálftahættu í Reykjavík. Með fimm dálka fyrir sögn og fjögra dálka mynd af ákveðnum fasteignum hér í borg- inni var ráðizt að eignum ákveð- inna manna og þær rægðar. í grein minni kann ég að hafa farið nokkuð háðulegum orðum um blaðamennsku Vísis. Það var meira en „doctor“ gat þolað. Maðurinn, með nafnbótina sá sér leik á borði og taldi sér létt um hefndir. Það fer ekki hjá því, að hver sá, sem les fjögra dálka uppslátt- arfrásögnina á öftustu síðu Vísis í g*er og greinina í heild, sér að þar er annað og meira á ferð- inni en réttlætiskenndin ein við að fræða almenning um gang mála. Ég fullyrði að rannsóknar- dómarinn í málinu, Ólafur Þor- láksson, hefur ekki hagað orðum sínum á þann veg sem Vísir gerir að hans. Þess er vandlega gætt að drepa hvergi á nöfn annarra manna, er voru aðalpersónur málsins. Það eitt segir meira en nokkuð annað um tilganginn. Þess er vandlega gætt að láta líta svo út sem ég sé eini aðilinn að málinu. Vísir talar um „sakamál Þórð- ar Halldórssonar", um „þetta athæfi“ hans, um „algjört brot“ hans, um að „innistáeðulausar ávísanir sem pósthúsið á vellin- um hefði greitt út hafi skipt tug- um“. Hver er að dæma? Það er máske ekki Vísir? Auk þessa eru í greininni órökstuddar beinar lygar, sem ég tel að erfiðlega gengi fyrir Vísi að fá Ólaf Þor- láksson rannsóknardómara til að kannast við feðerni að. Það er kapítuli útaf fyrir sig sem verð- ur tekinn upp annars staðar. Réttargæzlumaður minn, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, fékk eftirfarandi upplýsingar hjá dómaranum 13ú3 1965: Þorsteinn Jósefsson, blaðamaður Vísir, hringdi í rannsóknardómarann, Ólaf Þorláksson 11/3 1965 og spurði hann, hvenær rannsókn hefði hafizt í þessu svokallaða pósthúsmáli Dómarinn sagðist hafa skýrt blaðamanninum frá því, hvenær fyrsta þinghald í mál inu hefði verið háð. Annað fór blaðanianninum og dómaranum, ekki á milli. Það því ekki minnst á neitt annað, hvorki nöfn - manna, er við sögu málsins hefðu komið, eða annað varðandi mál- ið. Dómarinn leyfði, og var öllu fremur hvetjandi þess, að þessar upplýsingar væru birtar til að eyða og koma í veg fyrir mis- skilning, sem Vísis greinin gæti leitt til. Guðmundur Ingvi Sig- urðsson er reiðubúinn, hvenær sem er, að staðfesta framangreint samtal sitt við dómarann. Á þessu má bezt sjá, að Vísis- greinin er bein persónuleg áráa á mig, byggð upp af illgirni, mannhatri og hroka. Stærð sumra sálna er í hörmulegu ósam ræmi við líkamsvöxtinn. Hver hefur ekki orðið fyrir því að taka við ónýtum ávísun- um? Hefur jafnvel sjálfur ekki komist í þá aðstöðu? Viðskipti ísfélags Keflavíkur við pósthúsið á Keflavíkurflug- velli voru ekkert sem var að ske fyrir ári síðan. Þau voru búin að vara um það bil um þriggja ára skeið og endurskoðun pósts og síma var ekki að frétta af þeim í fyrsta skipti í fyrra í febrúar, heldur hafði póststjórnin fylgst með þeim með velþóknun allan tímann, sem þau áttu sér stað og haft af þeim all verulegar tekjur. Ég varð aldrei var við það að sú fjáröflun kæmi ekki í góðar þarfir, enda námu tekjurnar af viðskiptunum hart nær tíu þús- und krónum mánaðarlega fyrir póststjórnin. Ekkert' í Vísis-greininni er nýtt innlegg í fréttir af málinu, utan heimatilbúin ósannindi, svo sem áður hefur verið getið, að- eins upptugga á ómerkulegustu blaðafregnum frá því í fyrra um málið. Það eitt gefur glögga mynd af því hver er tilgangurinn nú, enda dylst það engum. Þótt hinn sjálfumglaði ritstjórl Vísis finni hjá sér svalaðri nautn í tilraun sinni til að troða mig niður í svaðið, eru til sagnir um það, að eitt sinn hafi drengur góður lagt bergrisann á bakið. Þú mátt gjarnan grjóti kasta Gunnar Schram. Vaða í þínum vígaham, við vsldadrauma og skálaglam. Einhver heyrði í gleri glamra og glöggt það nam, að herjans steininn hrökk til baka og hitti Schram. Reykjavik, 13/3 1965 ÞórSur Halldórsson. Grein þessi er send öllum dag- blöðum borgarinnar til birtingar. Ljót hegðun unglinga Lögregluþjónn úr Reykjavík, sem var við gæzlu á dansleik að Hvolsvelli s.l. laugardag, skýrði blaðinu svo frá í gær, að hann hefði aldrei séð svo leiðinlega framkomu á dansleik eins og þarna var á laugardaginn. Á dans leiknum voru um 450 manns, flest ungt fólk úr Reykjavík og nágrenni. Talsverð ölvun var, og brátt var allt gólfið stráð brotum úr glösum og flöskum. „Þegar dansleiknum lauk, var eins og maður gengi á perlum. Allt var glerbrotum stráð, og það marr- aði í við hvert fótmál. A dansleik þessum voru tveir lögreghiþjcnai úr Reykjavík og fjórir ú'- Rangárvallasýslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.