Morgunblaðið - 19.03.1965, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 19. marz 1965
Útgefandi:
Framkvæmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfuiltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
OSKA EKKI
SÉRRÉTTINDA
Tt/fiklar umræður hafa að^
-‘■^* undanförnu verið um
stöðu iðnaðarins og hversu
mikillar tollverndar hann
skuli njóta. Um þetta mál er
eðlilega fjallað á ársþingi iðn-
rekenda, sem nú stendur yfir.
í setningarræðu sinnimarkaði
Gunnar J. Friðriksson, for-
maður Félags ísl. iðnrekenda,
þá stefnu, sem heilbrigð er og
eðlileg. Hann segir í niður-
lagi ræðu sinnar:
„Ég hef þá bjargföstu trú,
að íslenzkur iðnaður standi
svo föstum fótum í íslenzku
þjóðlífi og að kunnátta hans
og verkmenning sé slík, að
hann standist alla sanngjarna
og eðlilega samkeppni, fái
hann þeim sjálfsögðu kröfum
framgengt, sem hér hafa ver-
ið settar fram og skýrðar að
nokkru.
Við, sem iðnaðarvörur fram
leiðum í þessu landi, gerum
ekki kröfur til neinna sérrétt-
inda, gerum einungis þá sjálf
sögðu kröfu, að njóta sömu
réttinda og viðurkenninga
sem aðrir atvinnuvegir þjóð-
arinnar. Til þess að fá þess-
ari sjálfsögðu kröfu fram-
gengt er okkur iðnrekendum
nauðsynlegt að standa fast
saman innan vébanda F.Í.I.“
STUÐNINGUR
VIÐ STÚDENTA
ur upp fjandskapur við stúd-
enta og æðri menntun.
Staðreyndir hvers máls
hljóta að vera forsendur þess
og það er engu máli til fram-
dráttar að framhjá þeim sé
gengið eða þær sagðar aðrar,
en raun ber vitni. Það verður
ekki um það deilt, að um-
mæli forsætisráðherra eru
rétt. Hér á landi geta flestir,
ef ekki allir, stundað háskóla
nám af fjárhagsástæðum. —
Kennslan er án endurgjalds.
Þá koma til námslán, eigin
atvinna og stuðningur vanda-
manna. Stuðningur við stúd-
enta er hér meiri en í mörg-
um öðrum Evrópuríkjum.
Af þessu má hinsvegar
ekki draga þá ályktun, að
stúdentar við háskólann búi
við einhver sældarkjör og að
endurbóta sé ekki þörf. Flest
um stúdentum er fjárhags-
lega kleift að stunda nám sitt,
en margir verða að leggja
mjög hart að sér. Það má um
það deila, hvort sanngjarnt
sé að ætla þeim, sem stunda
langskólanám í eigin þágu, og
um leið þjóðfélagsins, að búa
við rýran kost fram eftir
aldri. Það má um það deila,
hvort opinber stuðningur
skuli vera í formi námslána
eða námsstyrkja eða hvort-
tveggja, upphæðir slíks stuðn
ings og hlutfall milli lána og
styrkja.
TVTokkrar umræður hafa orð-
ið nýlega um hag og
námsaðstöðu stúdenta við Há
skóla íslands. Þessar umræð-
ur hafa sprottið af ýmsum
ummælum þingmanna og ráð
herra við meðferð frumvarps
til laga um læknaskipan
landsins á Alþingi. Talsverða
athygli hafa vakið ummæli
Einars Olgeirssonar um
læknanám við háskólann og
krafa hans um námslaun, og
ummæli dr. Bjarna Bene-
diktssonar, forsætisráðherra,
sem hann lét falla í umræð-
um á Alþingi, en hann sagði,
að flestir gætu nú stundað
háskólanám hérlendis og
kæmust vandræðalaust af
með lánum, styrkjum og
þeirri sumarvinnu stúdenta,
sem hér hefur tíðkast frá upp
hafi. Taldi forsætisráðherra
þessa sumaratvinnu merkan
þátt í uppeldi menntamanna
landsins. Þá sagði dr. Bjarni,
að íslenzkir stúdentar nytu
nú þegar meiri fyrirgreiðslu
en víða annarsstaðar.
Heynt hefur verið að snúa
út úr þessum ummælum for-
sætisráðherra og honum gerð
Nú eru það næstum ein-
göngu lán, sem stúdentum
hérlendis gefst kostur á tvisv
ar árlega, frá u.þ.b. 8—16 þús.
kr. í hvert skipti. Fyrstu lög-
in um lánasjóð stúdenta eru
frá 1952, en það var fyrst með
setningu núgildandi laga 1961
að eitthvað gagn varð að lán-
veitingum sjóðsins. Frá 1961
hefur sjóðurinn verið efldur
verulega og nú'mun standa
fyrir dyrum endurskoðun á
lögunum með eflingu sjóðs-
ins fyrir augum. Styrkir til
stúdenta við háskólann eru
hinsvegar litlir sem engir og
er spurning, hvort ekki beri
að veita styrki samhliða lán-
um til samvizkusamari og
hæfari stúdenta og stúdenta
í fjárfrekara námi.
Sumarvinnan hefur reynzt
námsmönnum drjúg tekjulind
og verið þeim þjóðfélagslega
holl, einnig aukastörf jafn-
hliða náminu, sem þá kemur
að vísu niður á námshraða og
einbeitingu. En nú er það svo,
að stúdentar í hinúm ýmsu
deildum hafa ólíka aðstöðu
til slíkrar tekjuöflunar. Hug-
dsindin, sem veita meiri
yýZzzp' :
rHr *
'9 ’m ■*
~ X?’4* - \
jr
Ber er hver að baki. Tiygg-
ustu „aðstoðarmenn“ austur-
þýzku landamæravarðanna
eru sérþjálfaðir varðhundar,
eins og sá á myndinni, sem
þarna fær mat'<rskammtinn
sinn.
Umhverfið er ömurle^t og
minnir á fangabúðir, djúpur
skurður, varnarveggir á báða
bóga, gaddavír, grimmur
hundur og gæzlumaðurinn
ungi grár fyrir járnum.
En ekki mun af veita — í
fyrra hættu 3155 Austur-
Þjóðverjar lífi og limum til
þess að komast til Vestur-
Berlínar. Og nú eru landa-
mæraverðirnir' hættir að
skjóta viðvörunarskotum,
verði þeir varir mannaferða á
sínu umsjónarsvæði. Það er
skipun yfirvaldanna eystra að
nú skuli hver sá feigur er í
augsýn þeirra komi.
Varðhundurinn viö múrinn
möguleika á sjálfsnámi, gefa
frjálsari hendur til tekjuöfl-
unar með aukastörfum. Raun
vísindin verður að stunda
með öðrum hætti. Þessi sjón-
armið verður að hafa í huga
og einnig þá staðreynd, að
eftirspurnin á vinnumarkað-
inum er forsenda þessa tekju-
stofns.
Það hefur jafnan þótt sjálf-
sagt, að vandamenn styrki
stúdenta til náms og í sumum
löndum er hann nauðsynleg
forsenda háskólanáms, eins
og hér var í gamla daga. —
Fæstir eru svo settir hér-
lendis, að þeir geti ekki veitt
afkomendum sínum og skyld
mennum nokkurn stuðning.
En efnahagur manna er mis-
jafn og sé hlutur þessarar
tekjulindar stúdenta gerður’
of mikill, þá er íslenzkri æsku
mismunað um tækifæri til
þroska og menntunac.
Hér eru því mörg athugun-
arefni, sem bezt verða rædd
og afgreidd af einlægni og
réttsýni. Útúrsnúningar, eins
og átt hafa sér stað á um-
mælum forsætisráðherra, eru
hæpinn stuðningur við stúd-
enta og æðri menntun.
KRAFA UM
NÁMSLAUN
|7" rafa Einars Olgeirssonar
■*■*• um námslaun frá ríkinu,
er kommúnistakenning, sem
stúdentum mun kunn. Þetta
kerfi tíðkast í kommúnista-
ríkjunum og fylgir þar sá
böggull skammrifi, að eftir að
stúdentarnir hafa verið laun-
þegar ríkisins á námsárum
sínum, þá eru þeir eign ríkis-
ins til frjálsrar ráðstöfunar
þess. Þettá er ekki kerfi, sem
frjálshuga menn sækjast eft-
ir. —
Þá gagnrýndi Einar þær
kröfur, sem gerðar eru í einni
deild háskólans um ástundun
og námskröfur. Þessi skoðun
Einars er þvert ofan í skoðan
ir stúdentanna sjálfra. Það
hefur oftlega komið fram
með stúdentum undanfarin
ár, að þeir vilja síður en sva
að dregið verði úr gæðum
námsins og óska fremur eftir
auknum kröfum um ástund-
un og að háskólanum verði
gert kleift að auka námshrað-
ann, sem hérlendis er hægari
en annarsstaðar, gegn því að
þeim verði veittur aukinn
fjárhagslegur stuðningur svo
þetta verði mögulegt. Þetta
er mjög einörð afstaða stúd-
entanna og ber vissulega að
gefa málefnum þeirra mikion
og meiri gaum.