Morgunblaðið - 19.03.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 19.03.1965, Síða 17
Föstudagur 19. TTVSrtt Í965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Landbúnaður án styrkja og niöurgreiðslu eru svo örar og skjótar, að J egg sem tekin voru undan 1 hænum að Ási í Noregi að morgni til og fóru upp í flug- vél laust fyrir hádegið voru komin í útungurvélarnar á Mólum kl. 6 um kvöldið. Það i er því ástæðulaust að leggja , Kiúklinr;ar, grænmeti og blóm lúxusvarningur U M þessar miundir eru landbúnaðarmál okkar mjög til umræðu. Kannski meir en nokkru sinni fyrr. Nú er svo komið, að stjórn- málaflokkar, sem aldrei hafa gert annað en að kasta hnútum að íslenzk- um landbúnaði, bera hann vart var litið á hænsnakjöt sem mannamat hér á landi og það eru sárafáir áratugir síð- an fjölda íslendinga skipti það engu, hvort hann hafði kartöfiur eða ekki með mat sínum. Og það er fjöldi ís- lendinga enn í dag sem að- eins lítur á grænmeti sem skepnufóður og lætur það aldrei inn fyrir sínar varir. Svetnn i Reykjum pakkar inn túlipana. svo mjög fyrir brjósti, að þeir ríða til þinghalda um landið þvert og endilangt berandi aðeins hag land- búnaðarins fyrir brjósti og nálægt hugsjúkir út af hin um lágu launum hænd- anna. í leiðinni láta þeir þess rétt aðeins getið að landbúnaðurinn fái litlar 700 niilljónir af opinberu fé sér til framdráttar, en þrátt fyrir þetta fái bænd- urnir sáralítið í aðra hönd. í öllum þessum miklu land- búnaðarumræðum er ekki minnzt á allmyndarlegan hóp hænda, sem annan búskap rek ur en þann, sem fellur inn í kerfi niðurgreiðslu og upp- bóta. Okkur datt því í hug að bregða okkur upp í Mosfells- sveit og hitta svo sem tvo bændur, sem búskap reka, er hvorki er háður niðurgreiðsl- um né útflutningsuppbótum. Það er ekki langt síðan að Og blóm eru talin lúxusvarn- ingur líkt og tóbak og brenni- vín og þessi fallega samúðar- tjáning er afbeðin í auglýsing- um um andlát og jarðarfarir og fólki bent á, að það geti varið peningum sínum betur en senda blóm og kranza í minningu hins látna. En þessi- hugsunarháttur, sem hér að framan er lýst, er hægt og hægt að breytast i islenzku þjóðlífi, Með bættum efnahag þjóð- arinnar fjölgar utanferðum landsmanna og þeir kynnast lifnaðarháttum og siðum ann- arra þjóða og mörgum falla þeir vel í geð. Ungt fólk fer til námsdvalar erlendis og venst þá á ýmislegt í mata- ræði og háttum, sem því var framandi, en vill svo ekki án vera þegar heim er komið. Með aukinni vélmenningu er oki daglegs strits létt af meg- inþorra þjóðarinnar og sam- fara því verða kröfur til breytts og léttara mataræðis. Þá taka menn að neyta græn- metis og fitulauss kjöts í enn ríkara mæli en áður var. Það dregur úr mjólkurneyzlu hjá fullorðnu fólki þegar tækifær in minnka að nýta þennan kjarnmikla orkugjafa. Menn taka að líta á blóm sem heim- ilisprýði, augnayndi, til að gera heimilisfólkinu ljúft í geði eins og menn hengja upp á vegg hjá sér mynd eftir Picasso og Kjarval, eins og menn telji sér nauðsynlegt að skreyta stgfur sínar með fal- legum húsgögnum og listmun- um, eins telja þeir sér nauð- synlegt að prýða þær með blómum af og til. Það er sem betur fer löngu viðurkennt með þjóð vorri, að fólki er fleira nauðsynlegt en vinna, peningar og matur, menn vilja eiga sínar frístundir, sér og sínum til ánægju, sitja í fal- legu umhverfi og njóta mennt andi tómstunda. Þessvegna er nú komið að því að hænsfuglar og blóm eru að falla inn í íslenzk þjóð- líf. Við renndum í hlaðið á Mó- um á Kjalarnesi og hittum fyrir Teit bónda Guðmunds- son. Faðir hans var skipstjóri er keypti sér jörð uppi á Kjal- arnesi þegar hann fór í land og hætti sjómennsku. Þetta gerðu fteiri skipstjórar á sinni tíð, þegar svo háttaði vinnu- brögðum á sjónum, að staðið var meðan stætt var. Þeir helguðu sjónum ungann úr ævi sinni en tóku síðan að yrkja jörðina. Teitur er maður hressileg- ur, vingjarnlegur og skraf- hreifinn. Hann lætur gjarnan Teitur í Miium skoðar einn páskakjúklinginn. gamansamar athugasemdir fylgja skýringum. En þótt húsbóndinn á Móum sé létt- lyndur og gáskafullur í tali, er búið hans ekkert grín. Teit- ur hefur nú lagt niður allan kúabúskap og fjárbúskap, og er ‘jafnvel hættur eggjafram- leiðslu, sem hann var þó kunn ur fyrir um nokkurt árabil. Nú framleiðir hann aðeins holdafiðurfé, þ.e.a.s. megin- framleiðsla hans er holda- kjúktingar og einu sinni á ári setur hann allmyndarlegan TIÍNGARBINN gæsahóp á markaðinn eða fyr ir jólin. Teitur slátrar og flyt- ur vörur sínar á markaðinn vikulega. Hann segist lóga þetta hundrað til tvö hundruð kjúklingum á hverri viku, og af þessu hefur hann í megin- atriðum sitt lifibrauð. Hann hefur sjálfur útungurvélar og fóstrur en kaupir að egg í nokkrum stíl auk þess sem hann hefur sjálfur tvo holda- hænsnastofna, sem hann er að rækta upp, en blandar saman til að fá sem beztan afrakstur framleiðslunnar. — Hænsna- bændur hér á landi geta nú aðeins flutt inn egg frá Nor- egi, eftir því sem Teitur tjáir okkur, og hefur hann fengið sín egg frá Asi. Það skiptir nú orðið ekki neinu máli hvaðan varan er keypt. Samgöngur mikla vinnu í framleiðslu eggjanna, heldur sjálfsagt að kaupa þau þar sem ræktun er lengst á veg komin og aðstaða til eggjaframleiðslu hefur ver ið gerð betri en almennur bóndi hefur tök á. Við byrjum á því að ganga með Teiti inn í þar sem áður var fjós á Móum en nú hefur verið breytt í hænsa- og upp- eldisstíur. Þar sýnir Teitur okkur páskafuglana, sem futl- þroskaðir verða rétt fyrir páskana og þá sendir á mark- aðinn. Þessu næst förum við inn í nýbyggt hús, sem reist hefur verið algerlega til þess, að í því fari fram fuglarækt. Þar eru ungar á mörgum ald- urasskeiðum, enda verður svo að vera þegar lógað er viku- lega til þess að framleiðslu- varan komi jafnt og þétt á markaðinn. En svo sýnir Teit- ur okkur hina hreinræktuðu hænsnastofna sína. I afhýsi nokkru eru fáein pör af „Cornish-hænsnum“. — Þessir hænsnafuglar skila hinu full- komna vaxtarlagi. En varp- geta þeirra er svo lítil að væru þeir framleiddir hreinræktað- ir yrðu þeir mjög dýrir. Á öðrum stað hefur Teitur ann- an hænsnastofn, sem nefnist „Plymouth Rock“. Þessi hænsnastofn er aftur á móti mun frjósamari en vaxtarlag- ið ekki eins fullkomið með til- liti til holdagripa. Þegar svo farið er að framleiða sölu- varning, sem gefa á sem bezt- * an arð, er hleypt saman „Ply- mouth“-hænu og „Cornish“- hana. Hænan er frjósöm, verp ir mörgum eggjum, en haninn hefur fullkomið vaxtarlag og bætir henni kjötgæði þess unga, sem úr egginu kemur. Ungarnir hafa til að bera Framh. á bls. 18 i uKitiijuMiiigarHir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.