Morgunblaðið - 06.04.1965, Síða 25

Morgunblaðið - 06.04.1965, Síða 25
Þriðjudagur 6. apríl 1965 MORGUNBLADID 25 Lilja Arnaddttir frd Tjaldanesi Minnivigarorð F. 26. 5. 1895. — D. 8. 2. 1965. Þ A Ð var sumarið 1951 að ég kynntist fyrst þeim hjónum, Lilju Árnadóttur og Böðvari Pálssyni, sem þá var kaupfélags- stjóri á Bíldudal. Ég hafði þar ákveðnu verki að sinna og dvaldi alllangan tíma á Bíldudal, og var mér útvegað fæði hjá þeim Lilju og Böðvari og fann ég fljótt að ekki var í kot vísað, og * um óvenjulega skemmtilegt og aðlaðandi fólk að ræða, og hygg ég að vandfundin hefðu verið Ijúfari ígrip fæðunnar en á þess- um stað. Því svo mátti segja að hver máltíð væri hrein og bein skemmtisamkoma. Báðar dætur þeirra hjónanna, Þóra og Auður, voru þar vestra og lögðu sín skemmtiatriði til málanna og þá var nú ekki að tala um sjálf kaupfélagsstjóra- hjónin, hvort öðru skemmtilegra og virtust hafa sífellda skemmt- unar-uppsprettu fram að bjóða. Lilja Árnadóttir, sem nú var mjög skyndilega burt kvödd, var sérstaklega glæsileg kona, að öllu útliti og hitt mátti þó engu síður, hversu skemmtileg og að- laðandi hún var, einnig hafði dugnaður hennar verið frábær. Lilja var af merkisfólki kom- in, m.a. af svonefndri Amardals- ætt, sem kvað greinast víða um Vestfirði, sterkur stofn og mikl- um kostum búinn. Foreldrar Lilju voru hjónin Árni Árnason og kona hans Jónína Halldórs- dóttir, búendur í Tjaldanesi við Arnarfjörð. Þar ólst Lilja upp hjá foreldrum sínum, allt sitt æskuskeið, en fluttist þá til Bíldudals. Þar kynntist hún ungu glæsimenni, Böðvari Pálssyni úr Vatnsfirði „sem svo gjörðist hennar lífsförunautur, um langa sólbjarta sumarævi", segir Axel Guðmundsson í eftirmælum sín- um um Lilju Árnadóttur. Finnst mér það vel mælt og maklega um þau hjón. í Arnarfirði og sennilega víðar á Vestfjörðum eru skálmyndað- ar hvolfingar þvert út í hina volduga fjallgarða. Þessar hvilft- ir eru stuttir dalir með landrými fyrir 4 til 6 frekar smá býlL Þessi smáu dalverpi eru um- girt háum, sumpart ókleifum hamrabeltum og þótti mér þess- ar hvolfingar hver annarri hugn- anlegri og fáséð landslag ann- arsstaðar, og eru þær raunveru- lega eins og síopinn faðmur sem býður hvern mann velkominn. í einum slíkum fjallafaðmi, svo nefndum „Bakka" í Ketildals- hreppi ráku þau hjónin búskap til lands og sjávar, dyggilega, tvo áratugi, því að bæði voru þau stórhuga og harð dugleg, þar að auki stofnaði Böðvar hér kaup- félag ásamt öðrum hreppsbúum og má nærri geta hvílíkur erill og ónæði hefur fylgt slíkri fram- vindu jafnt innan stokks sem ut- an. Þá hefur nú notið sín bæri- lega að jafn frábær dugnaðar- kona stóð við hlið bónda síns og stjórnaði kvennhöndinni, því allt af var mjög margt í heimili og mörgu að sinna á Bakka og hef- ur þá komið sér vel hinn rismikli menningarþokki sem frú Lilja var gædd. Enda var Bakkaheim- ilið margrómað fyrir gestrisni og myndarskap að öllu leyti. Ár- ið 1943 var Böðvar kvaddur til að veita forstöðu kaupfélaginu á Bíldudal, og gegndi hann því starfi um 10 ára skeið, en síðan fluttu þau til Reykjavíkur. Ekki voru þau hjón spör á að gjöra út skemmtiferðir til þess að sýna mér umhverfi Bíldudals, bæði inn um dali, kringum Arn- arfjarðarbotna og nes, og síðast en ekki sízt, hrein skemmtiför út að Bakka og nærlendi hans, og fyllti það landslag og viðtökur þar á bæjunum mig slíkri hrifn- ingu sem ég mun seint gleyma. Það var stafalogn þennan dag, og hefi ég hvergi séð blágrýtið á hafsbotni kasta jafn styrkum og hrífandi fögrum blágrænum furðulit upp í gegnum sævardýp- ið eins og á Víkinni framundan Bakka. Þeim Lilju og Böðvari varð þriggja barna auðið. Einkason- inn Pál að nafni, misstu þau úr landfarsótt, barn að aldri. En dæturnar tvær, Þóra og Auður, Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurn- ar, eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðum. — Póstsendum — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. — Sími 18740. (Orfá skref frá Laugavegi). Kaupmenn — Kaupfélög Fyrirliggjandi: Blúndur og milliverk, léreftsblúndur, skábönd, pilsstrengur, bendlar Kr. * Þorvaldsson & Co. heildverzlun Grettisgötu 6 — Sími 24478 og 24730. eru búsettar í Reykjavík. Þóra missti mann sinn Ásgeir Guð- mndsson trésmíðameistara eftir skamma sambúð, hefur hún síð- an haft sambýli við foreldra sína með börn sín tvö. Yngri systirin, Auður, er gift Héðni Finnboga- syni, lögfræðingi, og hafa þau eignast 5 börn og eru fjögur þeirra á lífL Auk dætranna ólust fjögur ungmenni upp í skjóli þeirra Lilju og Böðvars og hafa þau reynzt þeim sem beztu foreldrar. Ég fæ ekki séð að það sé neitt óviðeigandi að Ijúka þess- um línum með vísum þeim er ég færði Böðvari Pálssyni á sjö- tugs afmæli hans, því að þær eru jöfnum höndum stílaðar til þeirra hjónanna beggja. f hvilftonum við Arnarfjörð er eilíf sálarró. Þar aldrei held ég verði rammt á mosum. Og hafmeyjarnar dansa þar í bjartra sanda sjó og síðan fá sér blund í þarakvosum. Það fluttist út í Arnarfjörð einn ungur fríður sveinn og áður gáðu meyjarnar að honum. Hann gjörðist mönnum hUgljúfur og sannur segulsteinn og sigurskjöld bar ein af landsins konum. Og nú er drengur sjötugur með sigurbros á vör sem er þó ei framar manna vonum því erindið í veröldina varð ei fýluför því fékk hann eina af landsin* beztu konum. Þau biðja fyrir kveðju sína Arnarfjarðarfjöll með fagurgjörðum hvilftunum í kringum. Og dvergakyn og hafmeyjar, og huldufólk og tröll með heillaósk frá mér og Vestfirðingum. Já sannarlega hefur ein af drottningum fslands hnigið skjót- lega úr öndvegi. Hennar sæti verður ófyllt héðan í frá, öllum sem til þekktu. Ríkarður Jónsson. tóvÍfe*! ::íií>SS:Í 'ii'ý:';.' ■ Xv-: í Það leynir sér ekki......... hann er í TERELLA skyrtu, hann hefur valið rétta flibbastærö og rétta ermalengd. TERELLA fæst í 3 ermalengdum innan hvers númers, sem eru 11 alls. VÍR. m tenella.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.