Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. apríl 1965 Þjóðleikhúsið: Járnhausinn Höfundar: Jónas og Jón Múli Árnasynir Leikstjórar: Baldvin Halldórsson og Sven Age Larsen EKKI m.un í annan tíma á þessu leikári hafa verið jafn lengi klappað og kröftuglega í Þjóð- leifchúsinu eins og á þriðjudags- kvöldið að lokinni frumsýningu á gamanleik þeirra bræðra Jón- asar og Jóns Múla Árnasonar, „Jómhausnum“. Var vissulega tími til kominn að slíkur ánægj-u vottur gerði vart við sig í must- erinu við Hverfisgötu og vel við- eigandi að hann bar upp á 15 ára afmælisdag leiklhússins. Það kom vist engum á óvart, að tilefni fagnaðarlátanna var gamanleikur með söngvum þeirr ar tegundar, sem enskir nefna „musical“, því þetta leifcform virðist öðrum fremur hafa unnið hugi og hjörtu þjóðleifchúsgesta, enda hafa forustumenn Þjóðleik- hússins lengi lifað fyrir þá hug- ejón að gera það að nokkurs konar samblarjdi af kabaretti og leikhúsi, en það er önnur saga. Ekfci spil-lti það ánægjunni á þriðjudagskvöldið, að verkið var íslenzkt og tönlist Jóns Múla líf- leg, indæl og ákaflega auðgrip- in, hvað sem um fruimleikann má segja. Jón Múli hefur frá- bært lag á að setja saman söng- lög, sem bókstaflega syngja sig inn í áheyrendur, og er þannig kjörinn maður í það vandaverk að semja áheyrilega söngleiki. Ég heyrði ekki betur en lögin féllu víðast hvar vel að efni textanna, sem Jónas Ámason samdi af alkunnri kimni, en sá ljóður var raunar á sýningunni, að söng- textamir skiluðu sér illa til áheyrenda sökum of kröftugs undirleiks hljómsveitarinnar. Þessum tæknilega vankariti hlýt- ur að vera. hægt að ráða bót -á. Fæstir leikaranna, sem lögin syngja, eru þjálfaðir eða radd- sterkir söngmenn, og virðist ein- sætt að haga beri undirleik hljómsveitarinnar í samræmi við það. Hins er skylt að geta, að Magnús Ingimarsson, sem stjóm aði hljómsveitinni, hefur útsett tónlistina af mikilli smekkvísi. „Járnhausinn" er í heild ósam stæðara verk en „Deleríum búbónis", þó það gerist á einni og sömu bryggju í litlu sjávarplássi þar sem síldin er inntak og aflgjafi mann lífsins. Möndullinn í „Jám- hausnum“ er bæði veikari og hversdagslegri en hin snjallá hugmynd að fresta jóhinum í „Deleríum búbónis“. Hér er það sem sagtbafctjaldamakfcogbrask með landrými undir stóriðju sem er hreyfiafl leifcsins, og má segja að það sé næsta vanmátt- ugur burðarás svo umfangs- mikils leiks, enda er atburða- rásin laus í reipunum og litil innri hreyfing í leiknum. 'Sím- skeytin tvö, sem mestu valda um rás viðburða, eru dálítið viðvan ingsleg leikbrögð, þó hinu verði ekki neitað að þau verða haf- ununum tilefni til margra fcát- legra atvika sem eru hagnýtt út í æsar. Bezt þessara atvika er tví- mælalaust seinna atriði fyrri þáttar á svölunum fyrir utan bókasafnið. Þar nýtur kímni þeirra bræðra sín bezt og þeir gera sér mikinn mat úr tiltölu- lega litlu efni. Þetta er heilleg- asta og bezt unna atriði leiks- ins. Hugmyndirnar sem fram koma í leiknum eru margar bráð- snjallar, þó ekki nýtist þær allar jafn vel. Sumar þeirra eru reyndar ekki alveg nýjar af nál- inni, eins og t. d. spéið með prestinn og andakuklið. Kannski er það ekki nemá eðlilegt í okk- ar þrönga þjóðfélagi, að menn taki sömu viðfangsefni svipuð- um tökum, og oft varð mér hugs að til Sviðinsvíkur og Péturs okkar Pálssonar þrihross, meðan ég fylgdist með því sem gerðist á bryggjunni í Hvalvík. Eyvi grútur er býsna keimlíktir kollega sínurn í Sviðnisvík — efcki sízt að því er tekur til áhuga á „æðri verðmætum“. En þetta rýrir ekki að marki gildi Eyvindar Arasonar, enda á hann sér vafalaust líka hliðstæður í veruleikanum. Rúrik Haraldsson (Helgi) og Kristbjörg Kjeld (GuUamaju, Helga Valtýsdóttir (Vala svarta), Gunnar Eyjólfsson (séra Þorvaldur) og Róbert Arntnn*.,.,/n (Eyvindur Arason). í baksýn t.h. Anna Guðmundsdóttir, Sverrir Guðmundsson og Ómar Ragn- arsson. Mannlífsmyndin sem brugðið er upp í „Járnhausnum“ er lit- rík og hnyttin. Oftast var mikið um að vera á leiksviðinu, fjör og kátína, en samt var atburða- rásin einkennilega hæggeng og mörg atriðin beinlínis kyrrstæð. Því olli m. a. sá tæknilegi ágalli, að söngatriðin voru ekki öll líf- rænn partur af heild leiksins, heldur innskot sem stöðvuðu alla framvindu. Jafnvel í söng- leik ef þetta slæmur löstur. Nokkur söngatriði gegndu sínu leikræna hlutverki, t. d. fyrsti söngurinn þar sem Eyvindur brá upp svipmynd af fortíðinni, en það atriði var miður heppnað á sýningunni vegna slæmrar ljósa beitingar. Andasöngvarnir höfðu sömuleiðis hlutverki að gegna og einnig Sólvíkur-bragurinn, þó kannski væri hann fulloft kyrj- aður. Hins vegar voru ástar- söngvarnir utangátta við sjálft verkið (nema þeir sem Helgi og Gullamaja syngja þegar þau hittast fyrst). Þeir voru róman- tísk innskot sem gerðu sýning- una óþarflega langdregna. Seinni þáttur leiksins var yfir- leitt of langur í sér, og held ég að sýningin hefði grætt á svo sem hálftíma styttingu. Verkið gliðnaði einhvemveginn undir lokin í stað þess að þéttast og rísa til dramatískrar úrlausnar. Ekki veit ég hvort ádeilan í „Járnhausnum" hefur verið höf- undunum kappsmál, en mér fannst hún undarlega væg og laus við snerpu. Vísast hefur fyrir þeim vakað að setja saman huggullegan grínleik með ofur- litlu ívafi af ádeilu, og þannig orkaði sýningin á mig. Grínið var hvergi verulega yddað eða nærgöngult. Hins vegar stafaði mennskri hlýju frá öllum per- sónunum, og þar liggur megin- styrkur höfundanna: þeim þykir vænt um öll sín afkvæmi eins og vera ber. En þótt verkið í heild hefði gamansaman blæ og margar hug dettur höfundanna væru fyndn- ar, fór einkennilega mikið af sfcemmtilegum tilsvörum fyrir ofan garð hjá áheyrendum, og hygg ég að þar valdi bæði slöpp leikstiórn og þó einkum ónóg reynsla þeirra bræðra af leik- sviðinu og þeim sérstöku kröf- um sem það gerir til hins tal- aða prðs. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að galdur samtala á leiksviði, rétt samstilling setn- inga, þannig að þær nái tilætl- uðum áhrifum, er erfitt viðfangs efni, jafnvel reyndum leikrita- höfundum, enda taka leikrit einatt miklum stakkaskiptum eftir að farið er að æfa þau á sviði. Greinilegasta dæmið um þennan vankant voru athuga- semdir Magga, hins ábyrgðar- lausa unga manns, sem flestar duttu dauðar á eyru leikhús- gesta, enda þótt þær væru sum ar smellnar í sjálfum sér. Mig undrar, að efcki skyldi vera gerð tilraun til að sníða þessa augljósu hnökra af sýningunni, og verða þeir að skrifast á reifcn ing leikstjórans, Baldvins Hall- dórssonar. Leikurinn yar greini lega illa æfður. Rak leikendur oft í vörðurnar, og dró það að sjálfsögðu úr hraða sýningar- innar. „Járnlhausinn" er afar mann- margt leikrit. Þar koma fram einir 52 leikendur auk 17 manna hljómsveitar. Verður hér einung is drepið á nokkur helztu hlut- verkin. Höfuðpaurinn í. plássinu, Eyvind Arason síldarsaltanda og braskara, lék Róbert Arn- finnsson og skapaði mjög hug- þekka og skemmtilega persónu. Þessi ómenntaði, fégírugi, slótt- ugi og góðlátlegi einstaklingur á sér djúpar rætur í íslenzku athafnalífi, og dró Róbert upp fjölbreytilega mynd af honum, þó ekki væri laust við að í leik hans gætti þreytumerkja, enda hefur mikið verið á hann lagt á þessum vetri. Hvar væri Þjóð- leifchúsið statt án hans? Félaga hans og „samsæris- mann“, Andrés ritstjóra, lék Bessi Bjarnason og gerði sér álit legan mat úr litlu efni, einkan- lega á tunnunni og svölunum. Lárus Ingólfsson brá líka upp góðlátlega skoplegri mynd af skólastjóra og skáldi þorpsins. Gunnar Eyjólfsson varð á sinn hátt eftirminnilegasta per- sóna leiksins í hlutverki séra Þorvaldar, formanns Andaleit- arfélagsins. Leikur hans bjó yfir þeirri ísmeygilegu kankvísi sem gerði prestinn í senn hlægi- legan og nákominn áhorfendum. Helga Valtýsdóttir lék Völu svörtu af sönnum þrótti og dró upp einkar sfcýra mynd af hinni skapstóru og umsvifamiklu ein- stæðingskonu, sem verður full- trúi „sjálfstæðs fólks“, lætur hvorki fcóng né prest segja sér fyrii verkum, er einkaframtak- ið holdi klætt, en vitanlega verð ur það að víkja fyrir hagsmun- um „meírihlutans", sem er á valdi braskaranna og stjórn- málaspekúlantanna. Vala svarta er verulega góður þáttur í leikn- um, ljær honum bæði aukna vídd og bregður upp nærgöng- ulli mynd af íslandi nútímans þar sem múgsefjun og gróðafíkn kæfa sanna elnstaklingshyggju. Valur Gíslason lék bæjarfó- getann af rögg og rósemd, en hefði mátt gera hann sérkenni- legri og litríkari. Verði laganna, Erlend fyrsta, annan og þriðja, lófcu þeir Ævar Kvaran, Valdi- mar Lárusson og Flosi Ólafsson, og var margt vel um leik þeirra og söng. Ævar dró upp kími- lega mynd af hinum sísjrfjaða yfirlögregluþjóni. Ekki veit ég hvort nöfn þeirra félaga hafa einhverja „dýpri“ merkingu. Randver Örn, sonur Eyvindar, var leikinn af Gísla Alfreðssyni, sem átti góða spretti, einfcan- lega í atriðinu þar sem hann gerir upp sakir við Gullumaju, en í dryfckjuatriðunum hættí. honum til að sveiflast milli of- leiks og vanleiks. Árni Tryggva son lék félaga Randvers, Pál Sveinsson guðfræðinema, fornan í lund og málfari, og gerði honi" um skemmtileg skil í dryfckjuatr iðunum, en hann missti einhvern veginn andlitið þegar hann varð algáður. Ástina í leiknum sáu þau um Kristbjörg Kjeld (Gullamaja) og Rúrik Haraldsson (Helgi síld- arskipstjóri), og var samleikur þeirra góður svo langt sem hann náði, en þáttúr þeirra varð að mestu utanveltu við sjálfa at- burðarásina, þáu stóðu álengdar og áttu sína sögu utan við leik- inn. Hlutur Kristbjargar í ást- arsögunni var sýnu tilþrifameiri og hugtækari en Rúriks, sem með köflum minnti helzti mikið á Billy í „Táningaást". Af öðrum Jeikendum er á- stæða tii að minnast á Jón Júl- íusson, sem lek Sigurð lord af miklum líkamlegum sveigjan- leik, og Sverri Guðmundsson, sem brá upp minnisverðri smá- mynd af Gveridi, umkomulaus- um karli. Mér er ekki fullkomlega ljóst, hvernig verkaskiptingu þeirra Baldvins Halldórssonar leik- stjóra og Svens Áge Larsens, sem stjórnaði dönsum og hóp- atriðum, var háttað, en hóp- og dansatriðin voru yfirleitt fjörleg og skemmtileg, ekki sízt dans sjómannanna og upphafsatriðið. Andafundurinn tókst siður. Rödid in að handan var mér óskiljan- legt uppátæki, en kannski á hún skýringu sína ; í niðurlagi leiks- ins, eins og höfundarnir gengu frá honum, þar sem Agentinn kemur fram með kyndilinn Sjarma og leiðir þorpsbúa i kirkju (sbr. ,,Strompleikinn“), en þessu atriði var af einhverj- um ástæðum sleppt í sýning- unni, og fyrir bragðið varð ein- kennileg brotálöm á innri rök- um verksins. Er þá ógetið leikmyndar Gunn ars Bjarnasonar sem var afburða vel gerð og húgvitsamlega. Leik- sviðið var nýtt til hins ýtrasta, og. þó sildarplön á íslandi eigi sér tæplega jafnvirðulega um- gerð kirkju og félagsheimilis, að ebki sé minnzt á styttu land- nám&mannsins, eins og hér átti sér stað, þá orkaði umhverfið fullkomlega sannfærandi. Slifcur er galdur leiklhússins. Sigurður A. Magnússon GROMYKO TIL PARÍSAR París, 23. apríl (NTB) ANDREI Gromyko, utanrík isráðherra Sovétríkjanna, kemur í heimsókn til Parisar á sunnudag og dvelur þar i fimm daga. Hefur enginn sov ézkur ráðherra komið' til Par- ísar síðan 1960 þegar Krúsjeff kom þangað í þeim tilgangi að sitja „toppfund“ æðstu manna stórveldianna. Sá fund ur fór út uan þúfur vegna njósnaflugu Bandaríkjanna yf ir Sovétríkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.