Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 32
 92. tbl. — Laugardagur 24. apríl 1965 Alvarfeg líkamsárás Akureyri, 23. apríl: — LAUST EFTIR miðnætti á skir- dagskvöld bar svo við hér í bæ, að 31 árs gamall maður, danskur að þjóðerni réðst á konu, sem hann leigði hjá og hafði stóran hníf á lofti. Árásarmaðurinn var afvopnaður og handtekinn áður en honum tókst að vinna kon- unni verulegt mein, og situr hann síðan í gæzluvarðhaldi. Konan, sem einnig er útlend, skarst nokk uð á hendi, en ekki alvarlega. Konan hafði farið í fermingar- veizlu um kvöldið og fengið fyrr verandi eiginmann sinn til að gæta 3 barna þeirra á meðan. Árásarmaðurinn, sem er leigjandi konunnar, en hafði verið sagt upp húsnæðinu, lét þess getið við eiginmanninn fyrrverandi, eftir því sem hinn síðarnefndi ber, að hann mundi varla fá að sjá kon- una lifandi aftur, en Daninn neit tir að hafa þetta mælt. Þegar konan kom heim, hófust þegar orðaskipti milli hennar og leigjandans, sem varð ofsareiður fór fram í eldhús, greip þar stór- an hníf og réðist á konuna. Særð- ist hún við það á hendi, en eigin maðurinn fyrrverandi kom henni strax til hjálpar. Gátu þau af- vopnað manninn og komið hon- um fram í forstofu, en á meðan fór 11 ára gamall sonur þeirra út bakdyramegin og í næsta hús, þar sem hann fékk að hringja í lögregluna. Lögreglubíll var þarna á næstu grösum og kom í næstu andrá að húsinu. Þar hand tók lögreglan Danann í forstof- unni og hefur hann setið í varð- haldi síðan. Hann er sagður dag farsprúður maður að öllu jafn- aði og var ódrukkinn, þegar þetta gerðist. F.kki neitar hann að hafa framið þennan verknað, en kveðst hins vegar ekkert muna hvað gerðist. Rannsókn málsins er ekki lokið. — Sv. P. Rannsókrtarráðstefna IMorðurlandaráðs í Helsingfors Hefst á sunnudag Á morgun, sunnudag 25. apríl, hefst rannsóknarráð- stefna sú, sem Norðurlanda- ráð hefur beitt sér fyrir í Helsingfors. Munu sækja hana um 200 vísindamenn, stjórnmálamenn og mennta- menn, sem eru fulltrúar rík- isstjórna og fjölda vísinda- c»g rannsóknastofnana víðs- vegar á Norðurlöndum. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 ár- degis með því að Sigurður Bjarnason, forseti Norðurlanda- ráðs, býður fulltrúa og gesti vel- komna. Síðan mun forsætisráð- herra Finna, Johannes Virolain- en, formaður Vísindaráðs Finna, flytja aðal opnunarræðuna. Gert er ráð fyrir að ráðstefn- an standi í tvo daga. Verða þar flutt mörg framsöguerindi, þar sem gerð verður grein fyrir rann- sókna- og vísindastarfsemi á Norðuriöndum. Höfuðtilgangur Norðurlanda- ráðs með því að efna til þessarar ráðstefnu er að stuðla að auk- inni norrænni samvinnu á sviði hverskonar rannsókna- og vís indastarfa. Af hálfu íslands sitja þenn- an fund, þeir Sigurður Bjarna- son, forseti Norðurlandaráðs, Trausti Einarsson prófessor, Ól- afur Jóhannesson prófessor, for- maður Menningarmálanefndar Norðurlandaráðs og Friðjón Sig- urðsson, skrifstofustjóri Alþing- iS. Harður árekstur Akureyri, 23. apríl: — HARÐUR árekstur varð á Holta vörðuheiði í gæri milli tveggja Akureyrarbíla, fólksbíls á norð- urleið og flutningabíls á suður- leð. I fólksbílnum voru 4 menn og sakaði þá ekki, en hægri hliðin rifnaði að mestu úr bílnum. Hann var þó ökufær og héldu mennirn ir áfram í honum til Akureyrar. — Sv. P. Barnavinafélagið Sumargjöf stóð að venju fyrir fjölbreyttum há tíðahöldum fyrsta. Skemmtun var í Lækjargötu og sést hér, hvar prúðbúnar telpur sýna (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) á sumardaginn þjóðdansa. Ndtabatar valda stór- tjóni á þorskanetum á mesta afladegi í Eyjum er 17000 tonn bárust GEYSILEGUR afli var í fyrradag á miðunum fyrir austan Vest- mannaeyjar, bæði hjá neta- og nótabátum. Á land bárust í Eyj- um um 17 þúsund tonn af fiski, eða meira en nokkru sinni fyrr á þessari vetrarvertið. Urðu þó allmargir hátar að fara annað til að landa, þar sem ekki hafðist undan í Eyjum. Til alvarlegra árekstra kom á veiðisvæðinu miili bátanna, þar sem mjög mik ið tjón varð á netum af völdum nótabátanna. Morgunblaðið átti í gær sam- tal við Jóhann Pálsson, formann Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja og spurði hann um ágrein- ing bátanna. Hann kvað netabát- ana hafa verið á sömu slóðum skammt austur af Eyjum sam- fleytt á 3. viku og fengið allgóð- an afla af smóum þorski. Þarna hefði annars mjög lítið veiðst alla tíð frá 1920 og þá aðeins stór- þorskur. í fyrradag kvað Jóhann nóta- báta hafa komizt í fisk á þessum slóðum og flykkzt inn á þetta svæði, þar sem netabátarnir voru að veiðum. Hefði mjög mikið tjón orðið á netum og komið til harðra orðaskipta í talstöðvarnar. Tjón á netunum varð hjá mjög mörgum bátum, allt að tveimur trossum hjá sumum. Hver 16 neta trossa kostaði í fyrra 48 þúsund krónur. Eru því uppi kærumál mörg í Eyjum. Sjaldan er hægt að stðafesta, hver tjóni hafi vald ið, en í fyrradag var gott veður og sást því vel milli bátanna, svo MáliÍ útrætt af hálfu íslendinga IHenntamáSaráðherra segir að beimsókn danskrar nefndar breyti engu í handritamálinu Á fimmtudag var hahlinn i fundur í handritanefnd i danska þjóðþingsins. Fund ! þennan sat stjórn Árna Magn ússonar stofnunarinnar, og fear formaður hennar, Chr. Westergaard Nielsen prófess- ©r, þar fram harðorð mót- mæli gegn handritafrum- varpi stjórnarinnar. Á fundinum kom fram sú Jhiwgmynd að danska þjóð- þingið sendi nefnd manna til íslands að ræða við ís- ienzka aðila um málið. í til- efni þessa sneri blaðið sér til menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, og spurði hann álits. Fer svar ráðherrans hér á eftir: Ég tel, a'ð hugmyndin um að senda nefnd danskra stjórnmáia manna til jsiands til viðræðna um handritamálið mundi í engu geta breytt skoðunum og óskum íslendinga í þessu máli. Þetta er eindregin skoðun allrar ís- lenzku ríkisstjórnarinnar. Og ég get ekki hugsað mér, að nokkur ísienzkur stjórnmálan-.iéur eða vísindamaður teldi nýjar viðræð ur geta breytt skoðunum og ósk- um Isiendinga í málinu. Frum- varpið, sem nú liggur fyrir danska þinginu vax niðurstaða ýt arlegra samningaviðræðna Ekki aðeins íslenzka ríkisstjórnin, heldur einnig íslenzka stjórnar- andstaðan féllst á þá lausn, sem í frumvarpinu felst, og hún hafði áreiðanlega stuðning íslenzkra vísindamanna í norrænum fræð- um. íslendingar hafa síðan 1961 talið málið útrætt af sinni hálfu. Ég get ekki hugsað m.ér, að nokk ur íslenzkur alþingismaður hafi iátið þá skoðun í ljós í sambandi við fund Norðurlandaráðsins í Reykjavík í febrúar. að íslend- ingar gætu breytt afstöðú sinni til samninganna frá 1961. Fréttaritari Mbl. í Kaupmanna höfn, Gunnar Rytgaard, segir | svo frá fundi handritanefndar- I innar: Nefnd danska þjóðþingsins, sem fjallar um handritamálið kom saman til fundar á fimmtu- dag. Fékk stjórn Árnasafns þó I í fyrsta sinn aðgang að fundi nefndarinnar og tækifæri til að bera fram mótmæli sín. Sam- þykkti nefndin að báða með að ganga frá álitsgerð þar til kann- aðir hafi verið möguleikar á samningum um heildarlausn. Hugsanlegt er að talsmenn stjórnmálaflokkanna í þessu máli hafi samráð við íslenzka stjórnmálamenn og ýmsa aðra, sem málið varðar. Að nefndar- fundinum loknum var skýrt fná því að auðvelt sé að fresta end- anlegri ákvörðun þjóðþingsins í málinu þar til í september, eða þar til rétt áður en þessu þingi lýkur. Það er ekki venja að þing standi svo lengi, en þar sem reiknað er með að umræður um breytingar á skattalögunum taki langan tíma, ætti að vera unnt að afgreiða handritafrumvrpið um svipað leyti. í framhaldi af hinum víðtæku skattaviðræðum í þinginu í marz og apríl hefur verið ákveðið að setja á svo- nefndan virðisaukaskatt (mer- værdioms) fró 1. janúar. En mál þetta þarf mikjnn undirbúning, Framibai'd á bls. 16 að upp komst um allmarga nóta báta. Framhald á bls. 2 Enn árangurs- laus sátlafundur Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, boðaði til fundar með samninganefndum Loft- leiða og flugmanna á Rolls Royce 400 flugvélunum í gær kl. 15:30. Eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. hefur frum- varp verið lagt fyrir Alþingi þess efnis að gerðardómur verði látinn ákveða kjör flugmanna, eÆ ekki hefur verið samið fyrr en það nær fram að ganga. Fundurinn stóð enn á mið- nætti og hafði ekkert samkomu lag tékizt. 1 lax í ír- landsferðinni ' SVO sem menn muna af fregn lum fór hópur íslenzkra stanga Iveiðamanna til laxveiða í ír- kiandi nú um páskana. Voru [16 þátttakendur í þessari ^ 7ferð, sem farin var á vegum IFcrðaskrifstofunnar Lönd & U.eiðir. Hópurinn dvaldi í . iátta daga á Suður-írlandi og ! fveiddi þar í nokkrum ám. I lEftirtekjan var hinsvegar | tekki mikil, því aðeins einn | ílax veiddist í feröinni. Lax- ' tinn veiddi Davíð Sigurðsson ' /forstjóri í Reykjavík, og ró I ihann 9 pund. Laxinn fékk i ÍDavíð á maðk í ánni Black- , twater. / Þótt veiðin yrði ekkí ýkja I Imikil, láta þátttakendur i | Iferðinni hinsvegar hið bezta j iaf ferðinni, og verður nánar j tskýrt frá írlandsferð þessart /í sunnudagsblaðinu. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.