Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 16
MORCUNBLADIÐ
Laugardagur 24. aprft 1968
16
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 8.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
FRJÁLSIR ÞEGNAR í
SJÁLFSTÆÐU LANDI
fjegar rætt er um frelsi eða
■ ófrelsi þjóða, er venju-
lega átt við það, hvort þær
eru frjálsar og óháðar öðrum
þjóðum, — sjálfstæðar út á
við, eða hvort þær lúta er-
lendu valdi í einhverri mynd.
Hitt skiptir þó ekki síður
miklu máli, hvort þjóðin er
frjáls inn á við, að þegnarnir
búi við persóunfrelsi, og sjálf
stæði einstaklingsins innan
þjóðfélagsins sé tryggt. Sovét
ríkin eru til dæmis frjálst og
fullvalda ríki gagnvart öðr-
um ríkjum, þótt þegnar þeirra
njóti ekki frelsis. í>ar hefur
ríkisbáknið tekið sér fullkom-
ið alræðisvald yfir gerðum
þegnanna.
★
Sjáífstæði þjóðar og þegna
verður að fara saman, ef al-
gert frelsi á að vera tryggt.
Sú þjóð, sem býr við ófrelsi
og kúgun í landi sínu, hefur
skiljanlega minni áhuga en
elia á að tryggja sjálfstæði
ríkisins gagnvart öðrum ríkj-
um, og raunar má segja, að
fullveldi út á við sé næsta
“^lítils virði, ef hver einstakl-
ingur þjóðfélagsins er ekki
sjáifstæður,
★
Formaður Sjálfstæðisflokks
ins, dr. Bjarni Benediktsson,
forsætisráðherra, drap á
þetta í ræðu sinni við setn-
ingu Landsfundar á sumar-
daginn fyrsta. Sagði hann
meðal annars í niðurlagi ræðu
sinnar:
„Einangrunin hefur verið
íslands mesta mein. Nú,
þegar hún er endanlega rof-
in, blasir við okkur þátttaka
—I samfélagi þjóðanna. Engu
að síður munum við halda
tryggð við trú og menningu
forfeðra okkar og með þeim
styrk, sem sigrar yfir ótelj-
andi örðugleikum háfa gefið
kynstofni okkar, sanna, að
hin minnsta þjóð á ekki síður
rétt á sér en hin stærsta.
En okkur íslendingum tjáir
ekki á sama veg og flestum
öðrum að treysta á mann-
mergðina, heldur á manndáð-
ina.
Á íslandi þarf sjálfstæði
allrar þjóðarinnar að eflast af
'sjálfstæði einstaklinganna.
Sjálfstæðisflokkurinn var
stofnaður til að tryggja, að
sjálfst.æði þjóðar og þegna
færi saman. Að þessu hefur
flokkurinn ætíð unnið , og
við, sém erum samankomin
hér í kvöld, teljum okkur
heiður að því að skipa flokk,
sem 3vo glæsilega hefur stað-
ið við þau fyrirheit, er nafn-
giftin gaf. Heiðri fylgir
skylda, og okkar skylda er að
leggja okkur öll fram um, að
Sjálfstæðisflokkurinn verði
ætíð í fararbroddi í hamingju
leit íslenzku þjóðarinnar“,
★
Kjarninn í stefnu Sjálf-
stæðisflokksins, er sá að sjálf
stæði íslenzku þjóðarinnar sé
örugglega tryggt gagnvart
öðrum þjóðum, og hver ein-
staklingur búi við eins mikið
persónufrelsi og sjálfstæði og
þjóðfélaginu er framast unnt
að láta í té.
NÝTUM
ORKUUNDIRNAR
Nýtum orkulindirnar ......
OvipuU er sjávarafli, segir
^ máltækið, og ættu ís-
lendingar að þekkja þau sann
indi manna bezt. Því er undir
staðan undir tilveru og öryggi
íslands næsta óstöðug, meðan
svo að segja eingöngu er
stuðzt við tekjur af sjávar-
afla til að halda hér uppi
sjálfstæðu þjóðfélagi. Menn
gera nú æ meiri kröfur til sí-
batnandi lífskjara, en til þess
að tryggja, að þau haldi
áfram að batna, verðum við
að leita víðar fanga en á sjón
um. Liggur þá vitaskuld bein
ast við að hagnýta þær orku-
lindir, sem í landinu eru.
★
Allt tal um, að við eigum
að „geyma orkulindirnar
handa síðari kynslóðum“ er
ekki aðeins út í bláinn mælt,
heldur beinlínis fráleitt.
Slíkt skraf ber ekki aðeins
vott um kyrrstöðuhugsunar-
hátt, heldur bókstaflega ótrú-
legt afturhald á tímum hrað-
fleygra framfara. Sýnt hefur
verið fram á með óyggjandi
rökum, að okkur ríður ein-
mitt á nú þegar að hefjast
handa um nýtingu orkulind-
anna.
★
í setningarræðu Lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins
komst formaður flokksins,
Bjarni Benediktsson, meðal
annars svo að orði um tal
þeirra, er vilja „geyma orku-
lindirnar“: Meiri fjarstæðu er
erfitt að hugsa sér. Hér er sú
auðuppspretta, sem ekki eyð-
ist, þó að af sé tekið. . . . Ein-
um er okkur ofvaxið að ráð-
ast í þessar virkjanir nú þeg-
ar, en með samvinnu við aðra
getum við gert það. Einmitt
méð þvílíkri samvinnu, sem
við getum slitið, ef við sjálfir
kjósum, þegar að því kemur,
ÍLsB
UTAN ÚR HEIMI
Tveir Indverjar í gömlum Volvo
sigruðu í Austur Afriku kepninni
Á SKÍRDAG hófst i Austur-
Afríku ein erfiðasta aksturs-
keppni, sem háð er árlega, o?
nefnist East Africa Rally. Til
keppninnar mættu 86 bílar
írá sex þjóðum. Ekin var þrjú
þúsund mílna leið, eða tæp-
lega fimm þúsund kílómetrar.
Keppninni lauk á annan í pásk
um, og komust aðeins 14 bilar
á leiðarenda. Sigurvegarar
voru tveir Indverjar, bræðurn
ir Joginder og Jaswant Sigh,
sem óku Volvobifreið, er þeir
höfðu keypt notaða af sænsku
kappaksturshetjunni T o m
Trana.
Strax á fyrsta degi byrjuðu
bílarnir að heltast úr lestinni.
Ekið var eftir moldarvegum
og yfir óbrúaðar ár, gegrium
frumskóga og yfir torfærur.
Víða sukku bílarnir niður á
öxla í forarbleytu. Og það
voru ekki eingöngu vegirnir,
sem töfðu förina, heldur einn-
ig bæði íbúarnir og frumskóg-
ardýrin. Sumsstaðar neituðu
fílar að víkja fyrir bílunum,
annarsstaðar stóðu gíraffar
eða flóðhestar á veginum og
neituðu að hreyfa sig fyrir
þessum óboðnu gestum.
Margar árnar flæddu yfir
vélahlífarnar, og sandrykið á
eyðimörkunum blindaði bíl-
stjórana þess á milli. Margir
höfðu spáð Svíanum Erik
Carlsson og Sterling Moss
sigci, en þeir hættu á fyrsta
degi og var engin ástæða gef-
in fyrir því. f>á þótti kona
Carlssons, sem er systir Sterl-
ing Moss, Pat Moss Carlsson,
sigurstrangleg, en hún ók í
Saab með Elizabeth Nyström.
Ekki tókst þeim konunum að
komast á leiðarenda, en lengi
börðust þær. Á laugardag
lentu þær í því, þegar þær
óku um þorp eitt á leiðinni,
að aka á grjóthnullung, sem
lá á veginum. Töpuðu þær þar
fimm mínútum meðan Pat var
að rétta frambrettið. Þær
héldu þó áfram, og voru þá að
eins 55 bílar enn í keppninni.
Og það var ekki fyrr en á
lokasprettinum á annan í pásk
um að þær Pat og Elizabeth
urðu að gefast úpp. Þá hafði
Pat ekið með um 100 km hraða
utan í vörubifreið með þeim
afleiðingum að báðar konurn-
ar hlutu skránvur og urðu að
gefast upp.
Á páskadagsmorgun voru
aðeins 31 af 86 bílum enn með
í keppninni. En um 1300 km
leið var eftir. Þrír japanskir
bílar höfðu verið með í upp-
hafi, og einn þeirra, Datsun
Bluebird Sports, var sá fyrsti
er heltist úr lestinni. Hann
valt á fyrsta degi, og meidd-
ust báðir ökumennirnir. Hinir
tveir bílarnir gáfust upp
seinna. Volvo-inn, sem Sigh-
bræðrunir óku, hafði forustu
frá upphafi. Og síðdegis á
annan í páskum komu þeir
bræður á leiðarenda sem sig-
urvegarar í þessari erfiðu
keppni. Bifreið númer tvö var
Peugeot 404, nr. þrjú Ford
Cortina, fjórða Mercedes og
fimmta Citroen.
Eftir sigurinn sagði Jogind-
er Sigh, sem tekið hefur þá-fet
í sjó Austur-Afríku-keppnum:
„Þetta var sú allra erfiðasta.
Aurbleyta allsstaðar og illt
yfirferðar“. Engu að síður
komu þeir bræður með bílinn
óskemmdan að marki. Billinn
er eins og fyrr segir Volvo, ár-
gerð 1964. Keyptu þeir hann
notaðan, „og við höfum akki
einu sinni borgað hann enn“,
sagði Joginder. Sænska kapp-
aksturshetjan T o m T r á n á
hafði notað þenna. bíl í mörg-
um keppnum og efcið honunt
alls um 70 þúsund km vega-
lengd, en það virðist ekkí
hafa komið að sök.
— Má/íð útrætt
Framlhald af bls. 32
sem ekki verður lokið fyrr en
einhverntíma í sumar.
Næsti fundur handritanefndar
innar verður haldinn 28. apríl,
og mun þá nefndin ræða við K.
B. Andersen, menntamálaráð-
herra.
Margir vísindamenn úr stjórn
Árnasafns voru viðstaddir á
nefndarfundinum á fimmtudag,
og hafði stjórnarformaðurinn,
Wesbergaard Nielsen prófessor,
aðallega orð fyrir þeim. Stjórn-
in mótmælti frumvarpinu um af-
hendirtgu, en kvaðst þó fús til
frekari athugunar á málinu og
hafa áhuga á að reyna að finna
sameiginlega lausn. í móbmæl-
unum kom í ljós að forstöðu-
menn Árna Magnússonar stofn-
unarinnar, prófessorarnir O. A.
Borum og Axel E. Ghristensen,
eru fylgjandi öllum framkomn-
um mótmælum gegn frumvarp-
inu.
í mótmælunum segir ennfrem-
ur að vel séu skiljanlegar þær
óskir byggðar á samnorrænni
stefnu, stjórnmálum o.fl., sem
geti fengið danska stjórnmála-
menn til að fylgja afhendingunni
að málum. En þessi sjónarmið
geta rutt úr vegi þreföldum rétti
og skyldum til að vernda hand-
ritin í Kaupmannahöfn og vinna
úr þeim þar. Hér er átt við
erfðaskrá Árna Magnússonar
sem skipulagsskrá fyrir dánar-
gjöfina til Árnasafns, og þá
hefð að eftir að handritunum
var bjargað frá Islandi hafa þau
að við þurfum að halda á
allri þeirri orku, sem í land-
inu er. í>á gætum við okkur
að kostnaðarlausu hagnýtt
virkjanirnar, eins og okkur
sjálfa lysti, þegar samnings-
tími væri liðinn og hinir er-
lendu viðsemjendur hefðu
greitt niður allan stofnkostn-
að“.
verið lengst af í Kaupmanna-
höfn. Bendir stjórn 3afnsins á að
Þjóðþingið geti ekki afgreitt mál
ið fyrr en dönskum og íslenzkum
málfræðingum hefur gefizt tæki
færi til að ræða málið faglega
sín á milli. Allt annað væri and-
stætt þeim anda, sem hingað til
hefur ríkt í norrænni samvinnu
íslenzkra og danskra málfræð-
inga, segir loks í mótmælum
stjórnar Árna Magnússonar stofn
unarinnar.
Eftir þessi mótmæli stjórnar-
innar taldi handritanefnd þings-
ins sig ekki geta gengið frá á-
liti að sinni.
Blaðið Berlingske Aftenavis
segir að andstæðingar afhend-
ingar handritanna hafi þegar
samið við einn þekktasta lög-
fræðing Danmerkur, G. L.
Ohristrup hæstaréttarlögmann,
um að taka að sér málsókn þá,
er boðuð hefur verið ef þingið
samþykkir frumvarp dönsku
stjórnarinnar um afhendingu.
Að sjálfsögðu hefur þó enn eng-
in ákvörðun verið tekin um
málssókn, því þá ákvörðun verð-
ur fyrst unnt að taka eftir af-
greiðslu málsins í þingi. Ekki
verður farið fram á að máls-
kostnaður verði greiddur af op-
imberu fé, því handritanefndin
frá 1964 hefur nægilegt fé með
höndum til að standa undir
kostnaði við miálarekstur allan.
Larsen á móti
í síðdegisblöðunum dönsku á
föstudag segja fréttaritarar að
það hafi verið Axel Larsen, leið-
togi sósíalska þjóðarflokksins,
sem kom í veg fyrir að hand-
ritanefnd þjóðþingsins gæti lok-
ið störfum nú. Blaðið Informat-
ion segir að Larsen, sem hingað
til hefur verið skilyrðislaust
fylgjandi afhendingu, hafi
skyndilega komizt á þá skoðun
að ekkert lægi á. Það gerðist
sem hér segir, að sögn blaðsins:
Eftir að stjórn Árnasafns hafði
aflhent mótmæli sín urðu nokkr-
ar umræður. Boðaði þá flormað-
ur handritanefnídttrinnar, jafmað-
armaðurinn Poul Nilsson, til nýs
fundar hinn 28. apríl og aagði:
þá væri bezt að ganga frá nefnd-
aráliti. Ib Thyregod, þingmaðuc*
Vinstri flokksins, og Poul Möll-
er frá íhaldsflokknum mótmælti*
strax að gengið yrði frá nefnd-
aráliti fyrr en nefndin hefði haft
tækifæri, í samráði við K. 3.
Andersen menntamálaráðherra,
að fará yfir allar þær yfirlýs-
ingar, sem nefndinni hafa bor-
izt.
Fulltrúum jafnaðarmanna i
nefndinni til mikillar furðu
skarst nú Axel Larsen’ í leikinn
og snerist andvígur gegn því að
gengið yrði frá nefndaráliti að
sinni. Taldi hann að ekkert lægi
á vegna þess að það liðu hvorfc
eð er mörg ár áður en fyrstu
handritin færu til íslands. Að
hans áliti var ekki áríðandi að
einmitt fyrirliggjandi stjórnar-
frumvarp um aflhendingu yrði
samiþykkt, heldur að málið fengi
eins almennt fylgi og unnt væri.
Lagði Larsen til að skipuð ýrði
flámenn nefnd talsmanna stjórn-
málaflokkanna til viðræðna við
vísindamenn og ef til vill til að
fara til Reykjavíkur til samn-
inga við íslenzka stjórnmála-
menn.
Sú skoðun kemmr fram í blöð-
unum að kúvending Larsen eigi
rót sína að rekja til þess að hann
vilji skapa sér áhrifaaðstöðu á
þingi. Stjórn jafnaðarmanna hef-
ur hingað til neitað að starfa
sem meirihlutastjórn með stuðn-
ingi flokks Larsens, og nú þykir
Larsen sennilega líklegt að tii
hans verði tekið. Hann hefur
einnig gengið mjög upp I þvi
að koma fram í anda þingræðis,
og kemur það nú fram í ósk
hans urn að skapa aiflhending-
unni fylgi á breiðum grundvellú
Allt bendir þó til þess að aiflstaða
hans hafi ekki neina úrslitaþýð-
ingu. Jafnaðarmenn og róttækir
eiga nærri helming sæta á þingi,
og í hópi í'haldsmanna eru nokkr
ir og meðal vinstrimanna marg-
ir, sem hafa lýst sig fylgjandi af
hendingu handritanna. Verður
að telja að þeir séú enn fylgj-
andi afhend ingunnL