Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 31
MORCUNBLAÐID 31 Laugardagur 24. apríl 1965 Stapafel! braazt til jyc&sreyrar Umhleypingar Ný laegð var að myndast aust Alldjúp laegð við Reykja- ur a£ Nýfundnalandi og mun nes á hreyfingu ANA-eftir. hún nálgast suðurströnd ís- Vindur var yfirleitt austan- lands á morgun. Um hádegi í stæður hér á landi og NA gær var hlýjast á Akureyri 9 storhiíð á Vestfjarðarmiðum. st. en 5-7 st. hiti sunnanlands. 3. IV I9Í.5- kl.ll ■/ * Tónlistarskólinn í Reykja- L vík heldur nemendatónleika í Háskóiabíói í dag kl. 3. Nem- endakór og Hljómsveit Tón- listarskólans flytja verk eftir Corelli, J.S. Bach, Mozart, !Paul Hindemith og Benjamin Britten. Stjómendur verða Björn Ólafsson og þrir nem- endur úr Söngkennaradeild, Jón Stefánsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Þórir Bald- ursson. Einsöngvarar með kórnum verða Ásgeir Guðj- ónsson og Guðfinna EVóra Ólafsdóttir. Auk þess leikur Jón H. Sigurbjörnsson einleik á flautu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Á myndinni stjórnar Jón Stefánsson nemendahljóm- sveit og kór. — íbróttir Framhald af bls. 30 Síðari hálfleikur var mun jafnari og endaði leikurinn með sama mun eða 62 gegn 36, og var þar með gert út um dvöl stúdenta í 2. deild riæsta ár. Beztir hjá KFR voru Sigurður, Ólafur og Þórir, og hjá Stúdentum þeir Logi og Guðjón. Þetta varð öllum á óvart geysi- spennandi leikur. KR-ingar mættu greinilega með það eitt fyrir augum að hirða tvö auðfeng in stig, en hinir gamalreyndu leikmenn stúdenta reyndust harð ir í horn að taka og á síðustu mínútu skorar Páll Eiríksson úr tveimúr vítaskotum, þannig að stúdentar hafa yfir 39:37, KR- ingar ná boltanum og æða upp að körfu stúdenta í örvæntingar fullri tilraun til að jafna metin, og fjórum sinnum skoppar bolt- inn i körfuhringnum, þar sem hálfur sentimetri skilur á milli stigs og afbrennslu, en gæfan var stúdentum hliðholl, bjallan glymur án þess að KR-ingar skori. Þrjú félög Ármann, Stúd entar og KR eru þjá jöfn í I. flokki og verða að leika til úr- slita um efstu sætin. Að öllum líkindum fer síðasti þeirra leikja fram 30. þ.m. sama kvöld og ÍR og KR bítast um íslandsbikarinn. HANDTÖKUR I BÚLGARÍU Sofía, Búlgaríu, 23. apríl (AP) ORÐRÓMUR hefur verið á sveimi um að gera hafi átt stjórnarbylt- ingu í Búlgaríu fyrr í þessum mánuði, en ekkert hefur heyrzt Bruni í Kópavogi í GÆRDAG kom upp eldur i húsi númer 52 við Nýbýlaveg í Kópavogi, þar sem Þórður Ás- mundsson býr ásamt fjölskyldu sinni. Þegar Slökkviliðið í Reykja vik kom á vettvang um kl. 4, var talsverður eldur í risherbergi á austurgafli hússins. Var hann nokkuð erfiður viðureignar, þar sem húsið er úr timbri og klætt trétexi, en þó tókst að hefta út- breiðslu hans og slökkva á u.þ.b. einni klukkustund. Talsvert miklar skemmdir urðu í risinu af völdum eldsins og á neðri hæðinni af völdum vatns. Auk þess sem trétexið er eld- fimt, drekkur það í sig mikið vatn. Hins vegar tókst að verja innbúið á neðri hæðinni að mestu með því að breiða yfir það segl, áður en tekið var að sprauta vatni á eldinn. Sett var fjögurra manna vakt í húsinu, eftir að slökkvistarfi lauk. Um klukkustund síðar varð vart neista í þekjunni cig átti því áð halda vaktinni áfram a.m.k. til miðnættis. Eldsupptök munu sennilega vera í rafmangstöflu, sem í ris- herberginu er. FJARSKIPTAHNÖTTUR Moskvu, 23. aprít (AP) TILKYNNT var í Moskvu í dag að sovézkir vísindamenn hefðu skotið á loft fjarskipta hnetti, „Molniya 1“, sem á að annast sjónvarpssendingar frá Moskvu til Vladivostok. Fjar- laegðin milli borganna er um 6.500 km. r.pinberlega um málið fyrr en í gær. Þá tilkynntu yfirvöldin að nokkrir háttsettir flokksleiðtog- ar og herforingjar hafi verið handteknir fyrir „lögbrot“. í tilkynningu stjórnarinnar er hinsvegar borið á móti því að menn þessir hafi ætlað sér að steyjKi stjórn Todor Zhivkovs forsætisráðherra og flokksleið- tetga kommúnista. Búlgarska fréttastofan BTA birti tilkynningu stjórnarinnar og segir fréttir um fyrirhugaða byltingu „furðulegan tilbúning og rætinn áróður“, því sökúdólg- arnir hafi aðeins verið handtekn- ir fyrir að „brjóta lög landsins". Ekki eru nöfn hina handteknu birt, en hinsvegar segir frétta- stofan eftir „áreiðanlegum heim- ildum“ að meðal þeirra séu Tsvetko Anev, hershöfðingi, og Tsolo Krustev, starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins og fyrrum sendiherra í Norður-Kóreu. Þá segir fréttastofan að Ivan Todor- ov-Gorunya, sem átti sæti í mið- stjórn flokksins, hafi tekið svo nærri sér þegar upp komst um starfsemi hans að hann framdi sjálfsmorð. Allir þessir menn höfðu komið við sögu í fréttum um fyrirhug- aða byltingu í Búlgaríu. En lausa- fréttir þessar sögðu að bæði að- ilar úr frjálslyndari armi flokks- ins og stuðningsmenn stefnu Kín- verja stæðu að bylingarfyrirætl- uninni. BTA fréttastofan tók fram að allar þessar lausafréttir væru langt frá sannleikanum, og að engin bylting hafi verið fyrir- huguð í Búlgaríu. Enginn hefði fallið, og enginn flúið land. „Rík- isstjórnin nýtur stuðnings alþjóð- ar. Landamærum Búlgaríu hefur ekki verið lokað, og það er ekki ætlunin að loka þeim“, sagði BTA. Akureyri, 23. apríl. EKKERT flutningaskip hefur , komið til Akureyrar síðan Stapa- fell kom hinjiað 23. marz, fyrr en það kom hingað aftur í morg- un. Fréttan-aður Morgunblaðsins hitti skipstjórann, Bernharð Páls- son, og bað hann segja undan og ofant af ferðalaginu. — Við fórum frá Reykjavík um hádegi á þriðjudag, .sagði Bernharð, og komum til Húsa- víkur á miðnætti í nótt. Þar los- uðum við gasolíu og benzín og komum svo til Krossaness í morg un með svartolíu og hingað í dag og losuðum bensínfarm. Við mættum fyrstu ísjökunum norð- ur af Papey, en þaðan var greið- fært í björtu norður með Aust- fjörðum, nema að smáspöng var út af Kambanesi. Þó var einn og einn smájaki sunnan við Seley. Þegar við vorum norðaustur af Gerpi skellti yfir svarta þoku, og þegar ég sá einn jakann koma aftur með skipshliðinni, stöðvaði ég skipið og lét reka, þar til þok- unni létti nokkuð. Þá var haldið áfram með hægustu ferð norður fyrir Norðfjarðarhorn, en þar birti og sást talsvert ísrek. — Á Norðurfjarðarflóa skall þokan yfir aftur og hélzt norður fyrir Dalatanga. Þar beið varð- skipið Þór eftir okkur til þess að fylgja okkur norður fyrir Langanes. Okkur kom saman um að halda áfram um nóttina til að vera komnir sem næst aðal- ísnum, þegar birti. Við gátum siglt fulla ferð um tíma, en urð- um þó varir við jaka og jaka. Kl. 11 vorum við komnir norður undir Gletting, en þá kallaði ég á varðskipið og sagðist ekki hætta á að sigla áfram, af því að ég væri með bensín um borð. Biðum við þar til kl. 4 um morg- uninn. Þaðan reyndist siglinga- leið greið og við sáum lítið til íss fyrr en komið var norður fyrir Digranes, þá fór ísrekið að þétt- ast,- — Norður á Eyoisvík komu-m við að isheliunni, sem var*sam- felld eins langt og sást til norð- urs og austurs. Þór fór á und’atx og ruddi brautina, en við sigldum. í kjölfarið. Þegar við vorum skammt sunrian við Eont, virtist hellan v.era gersamlega samfe.Ild og þá beygðí Þór þvert upp að Langanesi og brauz.t þar í gegn 0,4 sjómílur frá laridi Og norður fyrir nesið. Þarna á Eyðisvikinni hefði e'kkert af verzlunarskipun- um faiið hjálparlaust í gegn. — Frá Fonti var siglt fyr- ir Svínalækjartanga breytriega stefnu þangað til komið var all- langt norður af Grenjanesi. Þar tróðust við i gegnum ísinn aftur og komumst út úr honum norðan til á Kollavík. Alltaf voru haðþök að sjá til norðurs alla þessa leið. Frá Kollavík var hægt að sigla á auðum sjó í einnar mílu breiðri rennu með landinu norður á móts við Raufarhöfn. Þar þéttist Lsinn aftur. svo að sigla varð m;jög hæga ferð gegnum spöngina. Svo var greiðfært vestur undir Rauðu núpa. Þar skildi Þór við okkur, en við héldum áfram til Húsa- víkur. Allmikið ísrék var á Axac firðþ en þaðan dreifðir jakar inn undir Lundey. — í morgun fórum við gegnum íshrafl við Flatey og síðasta spöngin var norðaustur af Gjögr- um. Nokkrir jakar voru á Eyja- firði inn undir Hrísey. — Við förum svo héðan í kvöld sömu leið, en spáin er ekki góð, svo að ég veit ekki hvernig það gengur. Þór mun vera kom- inn austur fyrir aftur, að mér er sagt, til að hjálpa Bakkafossi og einhverju útlendu skipi norSur fyrir Langanes og svo' okkur aust ur fyrir, ef með þarf. Sv.P. Æíingonámskeið iyrii veiðimenn NÝTT kastæfinganámskeið Stangaveiðifélagags Reykjavíkur hefst í KR húsinu í dag, kl. 1 (til 2.40). Áskriftarlistar hjá kast- nefndarmönnum SVFR og verzl ununum Sport og Vesturröst. Þegar veður leyfir er æft úti á grasvöllum KR. og geta þá allir sem óska verið með, þótt þeir séu ekki skráðir í þetta námskeið. Síðustu æfingar í núverandi námskeiði SVFR eru n.k. fimmtu dagskvöld. Kastæfingar SVFR vi’ð Rauðavatn verða í Maímán- uði ,011 þriðjudags og fimmtu- dagskvöld. Is FYRIR skömmu kom Reykjavíkurhöfn sovézkur ' verksmiðjutogari, Z. ANE I ARETIS. Blaðamönnum var í gær boðið að skoða skipið, en í dag verður nokkrum út- gerðarmönnum boðið í ferð út fyrir landhelgi, þar sem | þeim verður kynnt starfsemi* I sú, sem fram fer á skipinu Z. ANEARETIS er fimm( ára gamalt skip, 3170 tn. að ( stærð. Hver veiðiferð tekurj I að meðaltali 135—140 daga. | Aðspurður sagði skipstjórinn ' að engin vandræði væru að | fá menn til starfa á skipinu, | þar sem mikil aðsókn væri á ( fiskyeiðiflotann. Skipið er byggt hjá Sudoim port, en það fyrirtæki flytur auk þess út alls konar tækii 1 fyrir skip. Borgarey h.f. hef- 7 ur umboð fyrir vörur þessa I fyrirtækis hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.