Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 10
f 10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. apríl 1965 Á landsfundi er fdlk úr öllum stéttum Bjartsýnn á framtíö STYRKUR Sjálfstæðis- flokksins hefur jafnan ver- ið í því fólginn, að innan vébanda hans eru karlar og konur úr öllum stéttum hins íslenzka þjóðfélags. Nú, þegar flokkurinn held- ur landsfund til að marka stefnu sína á næstu árum, eru það einmitt fulltrúar allra stétta, karlar og kon- ur á öllum aldri, sem þann fund sækja til að marka~ stefnu flokks síns og þar. með þjóðarinnar allrar. Morgunblaðið hefur spjall- að við nokkra af þessum ágætu fulltrúum o" fara þau hér á eftir. Stálskipasmíðastöð á ísafirði eykur atvinnumöguleika — Rætt v/ð Merselius Bernharðsson FYRST hitti Morgunblaðið að máli Marselíus Bernharðsson skipasmið á ísafirði og bað hann að skýra frá helztu hags munamálum ísfirðinga. — Aðaláhugamál mitt er að koma á fót á ísafirði stál- skipasmíðastöð. Skipasmíðar hafa nú um nokkurt skeið leg ið að mestu niðri á Vestfjörð- um, verið lítið annað en smá- vægilegar viðgerðir á skipum. En með tilkomu stálskipa- smíðastöðvarinnar þá mundu atvinnumöguleikar á Vest- fjörðum stóraukast hjá flest- um stéttum, svo sem vélsmið- um, járnsmiðum, rafvirkjum og reyndar hjá flestum öðrum iðnstéttum þar. Þess vegna er það einlæg ósk mín að mér muni takast að koma á stofn á ísafirði stálskipasmiíðastöð og ég er sannfærður um að það mundi marka nokkur tímamót í atvinnumálum Vest fjarða. Annars held ég að at- vinnumöguleikar hjá öðrum stéttum á Vestfjörðum séu ágætir og þeir mundi engan veginn minnka með tilkomu stálskipasmíðastöðvarinnar. — Mesta hagsmunamál okk ar Vestfirðinga hefur í langan tíma verið að fá bætt úr sam- göngumálunum og nú birtir stórlega yfir þeim með hinu mikla láni er fékkst frá Við- reisnarsjóði Evrópu til lausn- ar á þeim málum og benda allar líkur til þess, að nú ræt- ist verulega úr því vandamáli. — Mér lízt vel á þennan landsfund okkar það sem kom ið er, hann er fjölmennur og Marselíus Bernharðsson, skipasmiður. auðsjáanlega góður andi með al fulltrúanna. Fuglalíf á Mývatni verði verndað - Rætt við Kristján bónda að Vogum i Mývatnssveit. Meðal hinna fjölmörgu bænda á landsfundi Sjálfstæð isflokksins er Kristján Þór- hallsson, bóndi í Vogum í Mývatnssveit. Við hittum hann snöggvast að máli í gær og barst þá fyrst í tal bygg- ing kísilgúrverksmiðju vfð Mývatn. — Ég hef aldrei verið bjart sýnn á þær ráðagerðir. Stafar það mest af því, að mér er enn í fersku minni, hversu ilia tókst til varðandi brenni- steinsvinnsluna, en hún fór í handaskolum vegna óheppi- legra vinnubragða, auk þess sem margvísleg óhöpp steðj- uðu að. Hins vegar hafa fari'ð fram ýtarlegar rannsóknir á því, hvort heppilegt muni reynast að reisa kísilgúrverk smiðju. Vona ég að ekki verði ráðizt í þær framkvæmdir nema af fullri skynsemi að fenginni niðurstöðu rannsókn anna. Ef sú er raunin, að mikil verðmæti eru í Mývatni, tel ég auðvitað sjálfsagt, að þau verði nýtt til útflutnings, og má vafalaust hafa af því mikl- ar gjaldeyristekjur. — Hvernig hefur tíðarfarið verið hjá ykkur í vetur? — Tíðarfar hefur yfirleitt verið mjög hagstætt. Nokkurn snjó setti niður í desember og fram á þorra, en síðan var snjólétt allt fram til páska, en þá var miki’ð fannkyngi. Samgöngur hafa verið ágæt- ar, sumarfæri á Vegum. — Hafið þið stundað silungs veiði í vetur? — Ágæt 'silungsveiði hefur verið í net undir ís í vetur. Silungurinn hefur verið mjög göður. Hann hefur að mestu leyti verið reyktur og fluttur á markað tii Akureyrar og Reykjavíkur. Menn hafa tals- Patreksfjaröar — Rætt við Jóhannes Árnason, sveitarstjóra Kristján Þórhallsson í Vogum verðar tekjur af veiðinni, enda þótt veiðitæki séu öll orðin dýr. Enn er mikill ís á Mý- vatni, sennilega 70 — 90 cm. þykkur. — Hefurðu trú á því að Mývetningar hafi miklar tekj ur af ferðamannastraumnum í framtíðinni? — Já, á því er ekki nokkur vafi, enda er Mývatnssveit einhver vinsælasti staður sem ferðamenn koma á á landinu. Það sem einkum háir því að hér geti orðið um verulegan atvinnuveg að ræða, er eink- um það, að ferðamenn koma til okkar eingöngu yfir há- sumarið. Einhverjar ráðstaf- anir þarf að gera til þess að lengja þann tíma, sem ferða- menn eyðá við Mývatn. — Er ekki fremur dauft yfir félagslífi í Mývatnssveit_ yfir veturmánuðina? — Nei, síðuT en svo. í Mý- vatnssveit er ágætt og fjöl- breytt félagslíf. Ungmenna- félagið gekkst fyrir sýningum á leikritinu „Ævintýri á gönguför", og var það frum- sýnt þann 13. þ.m. Leikstjóri er Birgir Brynjólfsson, en leikarar allir héðan úr Mý- vatnesveit. Hafa þeir sýnt leik ritið fjórum sinnum heima, en eru nú á sýningaferð um Eyja fjörð og fara sfðan til Húsa- víkur. — Þegar við ræddum um Mývatnssveit, barst fljótt í tal hið einstæða fuglalíf þar í sveitinni. — Nokkrar deiluT hafa ver ið um vatnshæð Mývatns vegna Laxárvirkjunar. Fyrir nokkrum árum kusu landeig- endur nefnd, sem gerði tillög- ur um það hversu hátt vatns- borðið skyldi vera. Stjórnend ur Laxárvirkjunnar hafa hins vegar talið ráðlegt að hafa vatnSborðið verulega hærra en Mývetningar vildu. Fyrir tveimur árum kom það fyrir MEÐAL landsfundarfulltrú- anna er Jóhannes Árnason sveitarstjóri á Patreksfirði. Jó hannes er fæddur á Patreks- firði og hefur búið þar ávallt síðan, að undanteknum þeim árum, sem hann dvaldi við nám. Að loknu lögfræðinámi vorið 1963 gerðist hann sveit- arstjóri á Patreksfirði. — Hversu margir íbúar eru á Patreksfirði núna, Jóhann- es? — Þeir eru nú um eitt þús- und. Á síðustu 5 árum hefur íbúunum farið fjölgandi og hefur verið mikið um íbúðar- byggingar á því tímabili. Næstu árin þar á undan stóð íbúatalan í stað og þá var lítið um húsbyggingar. — Hvað er helzt að frétta af samgöngumálum ykkar? — Um samgöngurnar er það að segja, að þær hafa síður en svo verið góðar und anfarin ár, einkum að vetr- arlagi. Hins vegar er nú mikil bjartsýni ríkjandi meðal bæjarbúa í þessum efnum vegna hinna nýju Vest fjarðaáætlunar, sem ríkis- stjórnin hefur nú lagt fram til úrbóta í samgöngumálum í þessum landshluta. Hvað Patreksfjörð og nágrenni snertir eru aðalframkvæmd- irnar samkvæmt áætluninni bygging nýs flugvallar í svo- kölluðum Sandodda við Pat- reksfjörð. Þar eiga stærri flugvélar að geta lent, og mun þetta að sjálfsögðu verða mjög þýðingarmikil sam- göngubót fyrir héraðsmenn. — Einnig er í áætlun gert ráð fyrir mjög bættum sam- göngum á landi þannig að greiðfært verði meginhluta árs milli kauptúnanna þriggja, Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals, og um nærliggjandi sveitir, en á þessu svæði eru um 2000 íbúar. Þá er og gert ráð fyrir í ofviðri að ísinn braut upp. Stórir jakar spilltu þá stór- lega vatnsbökkunum og varp hélmum. Augljóst er, að ef slíkt endurtekur sig oft er fuglalífinu bráður háski bú- inn. Tel óg að Náttúruverndar ráð eigi að beita sér fyrir að gerðar verði ráðstafanir til verndar fuglalífi á Mývatni, sem er algerlega einstakt í sinni röð á Xslandi, og þótt víðar væri leitað. — Hverjar eru helztu frétt- ir af búskapnum? — Merkast í búskaparhátt- um okkar er það, að nú þegar er búið aö rýja mikinn hluta sauðfjárins. Ég er þeirrar skoðunar, að í framtíðinni verði sá háttur á hafður, að rúningur fari fram að mestu leyti í marzmánuði. Það er miklu hentugra bæði vegna þess, að illa hefur oft gengið að heimta fé til rúningar, eftir að því hefur verið sleppt á vorin, og svo líka vegna þess, að ullin er miklu betri vara, ef sauð'kindin er rúin áður en henni er sleppt úr húsL Jóhannes Árnason sveitarstjórL að vegurinn um Barðastrrnd- arsýslu til Reykjavíkur verði bættur þannig, að hann verði fær mun lengur en nú er. Aðalframkvæmdin er lagning vegar með sjó fyrir Þing- mannaheiði, sem nú er helzti þröskuldurinn á þessari leið og teppist í fyrstu snjóum á haustin, — Eru miklar framkvæmd- ir fyrirhugaðar í Patreks- firð'i? — Mörg undanfarin ár hafa stærri skip átt mjög erfitt um vik með að hafa viðkomu á Patreksfirði vegna þess hve innsiglingin í höfn- ina er erfið í slæmum veðr- um. Hefur það margoft komið fyrir, einkum að vetrarlagi að skipin hafa ekki getað siglt inn í höfnina, og hefur þá orðið að flytja farþega og vör ur í bátum út á fjörð. Er slíkt ástand gjörsamlega óforsvar- anlegt í 1000 manna bæ. — Utbætur á þessu ástandi hafa verið eitt aðalbaráttu- mál Patreksfirðinga á síðustu árum, og hafa forráðamenn hreppsins lagt á það megin- áherzlu, að fullnægjandi úr- lausn fengist. Haustið 1963 hófst verkfræðilegur undir- búningur að áframhaldandi framkvæmdum við Patreks- höfn, og er því starfi nú lok- ið með því að gerðar hafa verið 3 tillögur um heildar- skipulag inni í höfninni, þ.e. nýtingu hafnarinnar fyrir fiskiskipaflotann og uppbygg- ingu fiskiðnaðar við höfnina. — í hinni nýju Vestfjarða- áætlun er gert ráð fyrir fram kvæmdum við Patrekshöfn fyrir 17 milljónir króna á næstu 4 'árum, þar af a.m.k. 4 millj. á þessu ári. Fram- kvæmdirnar, sem hafa verið ákveðnar á þessu ári, eru lenging hafnarbakkans út með innsiglingunni um 60 metra til að bæta aðstöðu stærri skipa til að hafa við- komu í höfninni og athafna sig þar. — Patrekshöfn er hins vegar þegar góð bátahöfn og verður enn betri með fram- kvæmdum þeim, sem gerðar verða á næstu árum, enda er nauðsynlegt að framkvæmd Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.