Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 19
Laugardagur 24. apríl 1965 MORCU N BLAÐIÐ 19 Þuríður Magnúsdóttir, Drekavogi 6.1 Einar Leifur Guðmundsson, Sól- Unnur Bjarklind, Langholts- vegi íno. vallagata 35. Emil Sæmar Björnsson, Ásgarður DRENGIR: Árni Auðunn Árnason, Skeiðar- vogi 103. Baldur Hjaltason, Heiðmörk við Háaleitisbraut. Bjarni Geir Patrik Alfreðsson, Miklubraut 15. Einar Már Jóhannesson, Eiríks- götu 23. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Drápuhlíð 26. Hjörleifur Kristinsson, Sól- heimum 28. Ingólfur Már Magnússon, Lang- holtsvegi 146. Ingvar Sigurður Jónsson, Njörva- sundi 18. Jóhannes Stefánsson, Gnoðar- vogi 34. Jónas Baldursson, Álfheimum 9. Valgarð Guðmundsson, Klepps- vegi 50. Ferming í Dómkirkjunni 25. apríl kl. 11. Séra Jón Auðuns. STÚLKUR: Bára Ágústsdóttir, Höfðaborg 30. Bryndís Felixdóttir, Skúlagötu 20. Dagmar Kristín Almerigetti, Rauð- árárstíg 32. Elín Geira Óladóttir, Bræðra- borgarstíg 13. Emma Magnúsdóttir, Laufásvegi 65. G. Lilja Jónsdóttir, Ljóvallagötu 8. Guðríður Ottadóttir, Skipholti 5. Hrefna Kristbjörg Sigurðardóttir, . Vesturgötu 26A. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Höfða- borg 17. Jensína Árnadóttir, Skeggjagötu 23. Jóna Margrét Georgsdóttir, Njáls- götu 112. Kristín Magnúsdóttir, Grundar- stíg 9. Margrét Gunnarsdóttir, Holts- götu 13. Ólöf Guðmundsdóttir, Sólvalla- götu 35. Ragnheiður Indriðadóttir, Flóka- götu 43. Ragnheiður Blandon Þorsteins- dóttir, Bergstaðastræti 28A. Sigríður Bára Hermannsdóttir, Sjónarhæð, Biesugróf. Sigrún Snævarr, Laufásvegi 63. DRENGIR: Baldvin Jónsson, Ránargata 35. 139. Geir Hilmar Haarde, Sólvallagata 68. Geirarður Haukur Geirarðsson, Ægissíða 76. Guðlaugur Jónsson, Sólvaliagata 57. Friðrik Bridde, Egilsgata 12. Helgi Eiríksson, Laufásveg 74. Hjörleifur H. Helgason, Þórsgata 23. Hjörleifur Kvaran, Sóleyjargata 9. Jóel Hörður Kristjánsson, Snorra- braut 71. Jón Ellert Benediktsson, Týsgata 4B. Karl ísdal, Haðarstígur 20. Kjartan Gunnarsson, Þingholts- strætti 7B Óskar Georg Jónsson, Hávallagata 3. Reynir Eggertsson, Öldugata 3. Róbert Trausti Árnason, Barmahlíð 41. Steingrímur Steinþórsson, Ásvalla- gata 60. Steinn Jónsson, Vesturvallagata 3. Tryggvi Þðrisson, Fellsmúla 7. Viðar Víkingsson, Öldugata 45. Fermingarbörn I Dómkirkjunni, sunnudaginn 25. apríl kl. 2. (Séra Óskar J. Þorláksson). STÚLKUR: Anna Kr. Hreinsdóttir, Álfhóls- veg 89, Kópavogi. Elín S. Ingimundardóttir, Sóleyjar- götu 15. Guðrún Sisursteinsdóttir, Lauga- • vegi 34B. Jónína M. Árnadóttir, Bólstaðahlíð 60. Halldóra Haraldsdóttir, Fellsmúla 10. Ingibjörg Ingadðttir, Bragagötu 23. Katrín Ólafsdóttir, Mánagötu 15. Kolbrún Anna Sigurgeirsdóttir, Mýrargötu 12. Kristrún Á. Sigurðardóttir, Vestur- götu 28. Bára Kristín Sigurmarsdóttir, Bræðraborgarstíg 13. Lovísa Fjeldsted, Laufásvegi 35. Margrét Sigmundsdóttir, Löngufit 36, Garðahreppi. Sigríður E. Árnadóttir, Hrannarstíg 3. Sigríður Sigurlaug Júlíusdóttir, Ásvallagötu 63, Sigurrós Halldórsdóttir, Sólvaila- götu 37. Sunneva Þrándardóttir, Bergstaða- stræti 45 A. Þórdís Richardsdóttir, Skúlagötu 42. Þorleif D. Jónsdóttir, Sindra V/Nesyeg. • DRENGIR: Birgir Sn. Elinbergsson, Njálsgötu 4 B. Birgir Lárusson, Grettisgötu 71. Brynjólfur Helgason, Ljósheimar 9. Finnbogi Finnbogason, Bjargarstíg 2. Guðlaugur M. Sigmundsson, Njarðargötu 31. Guðmundur Erlendsson, Hallveigar- stíg 8 A. Guðmundur H. Guðnason, Laufás- vegi 45. Gustav M. Einarsson, Lækjargötu 14. Jón Jóhannsson, Álftamýri 15. Jón Kristbergsson, Framnesvegi 64. Ólafur Ö. Klemensson, Framnesvegi 27. Ólafur R. Magnússon, Laugavegi 43. Pétur Reimarsson, Spítalastíg 1. Ragnar Gíslason, Bergstaðastræti 12 A. Sigurður B. Ágústsson, Ingólfs- stræti 23. Sigurjón Benediktsson, Smáragötu 12. Svanur Guðbjartsson, Bergstaða- stræti 64. Þorsteinn Ú. Björnsson, Barónsstíg 53. Bústaðaprestakall. Ferming { Kópavogskirkju 25. apríl kl. 2 e.h. Prestur séra Ólafur Skúlason. STÚLKUR: Bára Kj artansdóttir, Réttarholtsvegi 91. Björg Ásgeirsdóttir, Sogavegi 80. Guðrún Finnsdóttir, Sogavegi 76. Hjördís Hulda Jónsdóttir, Teiga- gerði 5. Jakobína Elsa Ragnarsdóttir, Tunguveg 64. Kristín Friðriksdóttir, Ásgarði 9. María Welding, Bústaðahverfi 5. Ólöf Stefánsdóttir, Hólmgarði 52. Stefanía Guðríður Guðmundsdóttir, Hlíðargerði 6. Steinunn Sigurðardóttir, Teigagerði 12. Þórunp Steingrímsdóttir, Bakka- gerði 1. DRENGIR: Óli Sævar Jóhannesson, Melbrekku, Blesugróf. Viðar Þórarinsson, Sogavegi 196. Þorsteinn Ingvarsson, A-götu 17, Blesugróf. Bústaðaprestakall. Ferming í 25. apríl kl. 10:30 f.h. Séra Ólafur Skúlason, prestur. STÚLKUR: Anna Ágústsdóttir, Grundargerði Í7. _ Edda Ólafsdóttir, Langagerði 52. Elín Óskarsdóttir, Akurgerði 62. Elva Hjálmarsdóttir, Sogaveg 198. Erlín Linda Sigurðardóttir, Hamarsgerði 6. íj Guðlaug Halldóra Pétursdóttir Hamarsgerði 8. Jóna Sigfríð Sigurbjartsdóttir, Langagerði 34. Kristín Daníelsdóttir Bergmahn, Langagerði 82. Ósk Guðrún Hilmarsdóttir, Mel- gerði 6. Sigrún Jóna Baldursdóttir, Hæðar- garði 44. Valgerður Hjartardóttir, Langa- gerði 110. Vilhelmína Sigríður Ólafsdóttir, Hólmgarði 34. Þorbjörg Þórisdóttir, Melgerði 12. DRENGIR: Elías Ólafsson, Réttarholtsvegi 3L Eyjólfur Pétur Hafstein, Bústaða- vegi 65. Hafliði Kristinsson, Bústaðavegi 59. Kristján Óskarsson, Hamarsgerði 8. Ólafur Theodórsson, Langagerði 12. Ólafur Svavar Vilhjálmsson, Ás- garði 113. Óskar Jónsson, Bogahlíð 22. Páll Ómar Vermundsson, Litlagerði 1. Sigmar Pétursson, Hamarsgerði 8. Skarphéðinn Pétur Óskarsson, Rauðagerði 27. Steinþór Steingrímsson, Sogavegi 158. Ferming í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 25. apríl kl. 2 e.h. Séra Sig- urjón Þ. Árnason. PILTAR: Árni Benediktsson, Guðrúnargötu 3. Framhald á bls. 21. Fermingarskeyti ritsímans í Reykjavík eru afgreidd í símanúmeri 06 1. Þjóðir þessara hafi ekki átt neinn bakhjarl í bókmenntum rituðum á eigin máli. 2. Ástæðan fyrir því, að Norð- menn hafi glatað hinni fornu tungu sinni, hafi verið „snögg málfræðileg einföldun norrænnar tungu í Noregi......“, sem höf- undur skýrir þó ekki nánar. 3. Hansamenningin Skildi eftir Biig spor í Noregi og Danmörku, „enda þvingaði hún sæmilegan ekammt af lágþýzkum áhrifum, einkum tökuorðum, inn á ber- skjaldaðar þjóðirnar", en þær hafi verið berskjaldaðar „vegna þess að þær voru að mestu bók- lausar á sinu eigin máli.“ Vafalaust er, sittJhvað rétt 1 þessu, þó að mér finnist fullyrð- ing höfundar um bókleysi þess- ara þjóða fullafdráttarlaus. Forn- leifarannsóknir í Björgvin hafa sýnt, að norræn tunga hefur lif- að þar góðu lífi allt fram undir 1400. Dæmi sem tilfærð hafa verið um tungu þessa, koma íslendingi þannig fyrir sjónir, að hér sé um íslenzku að ræða. Megi því fast- lega gera ráð fyrir, að Noregur, fsland og Suðureyjar hafi verið ein menningarheild á vettvangi bókmennta langt fram eftir mið- öldum, segir Aslak Liestöl, sem ritað hefur um rúnaristur þær, sem fundizt hafa í Björgvin. Er það raunar augljóst, að ekki hafa þókmenntasnauðir menn verið að rjsta slíkan kveðskap á tré. Þó að nú séu ekki til norsk hand- rit, sem hafa að geyma slíkan kveðskap og fátt annarra, má ekki umsvifalaust álykta sem svo, að slík handrit hafi aldrei verið til. Handrit á máli, sem menn skilja ekki, eru jafnan í hættu, enda freista þau fárra utan for- hertra safnara. Enginn neitar þvi, að mikill menningarstyrkur er að auðugu ritmáli cng traustri bókmennta- hefð, en hvorugt er þó einhlítt. Bókmenntir og ritmál er engin óbifanleg undirstaða, eins og raunar Matthías Jöhannessen bendir á, þegar hann segir, að jafnvel latínan hafi orðið við- skila við þjóð sína og horfið al- menningi inn í djúp gleymsku og þagnar. Var latína þó traust rit- mál, sem á voru skráðar auðugar bókmenntir. Sú undirstaða, sem bókmenntir og ritmál eru, gefur sem sagt brostið. Sama er vitanlega hægt að segja um málið sjálft orðaforða þess og uppbyggingu.. Ég veit að vísu ekki gerla, við hvað Matthí- as Johannessen á, þegar hann ræðir um snögga málfræðiletga einföldun norrænnar tungu. Hitt er ljóst og er aðalatriði hér, að óæskilegar breytingar geta orðið og verða oft á tungum þjóðanna. En hvað er það þá, sem veld- ur því, að menn verða viðskila við tungu sína og bókmenntir og óæskileg þróun á sér stað? Þó að vafasamt sé, að til sé algilt og einhlítt svar, virðist meginástæðan liggja í augum uppi: Að viðhorf manna til eigin tungu og bókmennta breytizt, — áhuginn á þessum efnum minnki eða hverfi og beinst þá gjarnan að öðru. Traustleiki þjóðlegrar menningar fer því ekki eftir því hvort bókmenntir eða ritmál sé til, heldur eftir því, hvaða við- horf þjóðin hefur til þessara verð mæta, eða nánar tiltekið þeim viðhorfum, sem hún hefur til sjálfstæðs sköpunarstarfs á vett- vangi mennipgar og mennta. ís- lenzk menning á þannig framtíð sína undir því, hverja viðleitni þjóðin sýnir á þessum vettvangi. Tæplega ætti að þurfa að taka fram, að til varðveizlu þjóðlegra verðmæta er ekki þörf eins mikill ar beinnar viðleitni, ef þjóð býr við einangrun og erlend áhrif eru væg, eins og lengst af hefur ver- ið í sögu Íslendinga, og þegar tími einangrunar er liðinn og erlend áhrif berast viðstöðulítið. Vegna fámennis þjóðarinnar er ekki nægilegt, að örfáir menn sýni áhuga og viðleitni til sjálf- stæðs sköpunarstarfs heldur er þörf á þátttöku og áhuga sem illra flestra. Þegar áhugi manna | og athygli beinist annað, er hætta á ferðum. Til þess að íslenzkt mál geti lifað, þarf að rita á því um alla helztu þætti nútíma menningar, en til þess að þetta verði gert, þarf almenningur á íslandi að láta sig þetta einhverju varða, svo sem með því að kaupa íslenzkar bækur, lesa þær og gerast sem virkastir þátttakendur í hvers 'konar skapandi menning- arstarfi. Það, sem öðru fremur gerir nú- verandi skipan sjónvarpsmála sér lega varhugaverða er, að þetta útlenda sjónvarp dregur athygli þjóðarinnar frá eigin menningu, frá eigin lífi og beinir huga henn ar að menningu og lífi annarrar þjóðar. Þjóðin verður aðgerðar- laus viðtakandi og áhugi hennar á sköpun menningarverðmæta dvínar — menning hennar verður smám saman sníkjumenning. Að baki bandarískri menningu stendur auðugasta þjóð heimsins og ein hin fjölmennasta. Er því ekki að undra, þótt menning slíkrar þjóðar geti auðveldlega skyggt á menningu svo fámennr- ar og fátækrar þjóðar sem ís- lendinga. Mjög er einmitt athygl- isvert, hvernig margt sjónvarps- fólkið bregst við þessu. Það tal- ar gjarnan um það, sem banda- rísk menning hefur upp á að bjóða með innfjálgri aðdáun og er út af fyrir sig ekkert við því að segja. Hitt er verra, að þetta sama fólk getur oft ekki á sér setið að gera lítið úr þeirri við- leitni, sem hér á landi á sér stað í menningarefnum. Mánudags- blaðið hefur einkum tekið sér fyr ir hendur að túlka sjónarmið þessi. Því er svo gjarnan hnýtt við, að íslendingar liggi hvort sem er uppi á Bandaríkjamönn- um, og sé þeim ekki vandara um að þiggja af þeim sjónvarps- skemmtan en annað. Þegar þannig áhuginn beinist frá íslenzkri menningu að menn- ingu engilsaxneskra þjóða, eink- um hinnar bandarísku, þá er veg ið að sjálfum grundvellinum. Vel má hér nota svipuð orð og Matthí asar Johannessen gerir, þegar hann ræðir um það, þegar Norð- menn glötuðu hinni fornu tungu sinni og tilfærð eru hér að fram- an: Sjónvarpið þvingar sæmiletgan skammt af engilsaxneskum áhrif- um og þá einkum tökuorðúm inn á berskjaldaða þjóðina — ég segi berskjaldaða að vísu ekki vegna þess að hún sé að mestu bóklaus á sínu eigin máli eins og M. Jóh. segir um Norðmenn á miðöldum, heldur vegna bókleysis hennar á fjölmörgum sviðum nútíma menn ingar. Síðan má enn halda áfram á svipaðan hátt og Matthías Jo- hannessen gerir: Meira að seigja íslenzka varð viðskila við þjóð sína.....þegar íslenzkum bók- menntum fór hnignandi (vegna áhuga fslendingar á útlendu sjón- varpi og því sem þar fór fram), þær urðu menningarlegu hruni að bráð og blómi þeirra hvarf almenningi inn í djúp gleymsku og þagnar. Mér hafði skilist, að tilgangur Matthíasar með skrifum sínum hafi verið að renna stoðum undir þá fullyrðingu, að íslenzk menn- ing væri svo traust, að henni stafaði ekki háski af hinu út- lenda sjónvarpi. Ég verð að játa það, að eftir lestur greina hans er ég alveg jafn nær. Matthías Johannessen skírskot- ar óspart til bjartsýni sinnar. En einhvern veginn eru hugmyndir hans of þokukenndar, til að hægt ■sé að bera traust til þessarar bjart sýni. Hvort hugmyndir pólitískra forystumanna íslendinga séu jafn þokukenndar, skal ósagt látið. Hitt er þó Ijóst, að annaðhvort eru hugmyndir þeirra um grund- völl sjálfstæðrar islenzkrar menn injgar algerlega í molum eða þeir gera sér hann fyllilega ljósan, en hafa þá hreinlega gefizt upp og telja holiast að leggja af sem fyrst allt, sem heitir íslenzk þjóð menning. Þegar horft er upp á það, að utanríkisráðherra lands- ins er svo mifcið í mun að koma þessu sjónvarpsmáli í gegn, að hann skirrist ekki við að gefa rangar upplýsingar og beita Al- þingi blekkingum í því skini, og enginn þingmaður virðist hafa neitt við þetta að athuga, þá sé ég ekki, að til séu aðrar skýringar á því, sem gerzt hefur. Yera kann, að stjórnmálamenn hafi ekki mikinn áhuga á því, sem menning er kallað og þá enn síður á því, sem kallað er íslenzk menninjg, en furðulegt er að þeir skuli ekki reyna að gera sér grein fyrir því samihengi, sem er á milli þólitísks og menningarlegs sjálf- stæðis. Furðulegast af öllu er þó það, að þeir skuli ekki hafa neitt við það að athuga, hvernig þetta út- lenda sjónvarp grefur undan á- hrifum sjálfra þeirra. Mennta- málaráðherra hefur ef ti'l vill ekkert við það að athuga, að einn góðan veðurdag standi hann uppi án þess að hafa nokkru hlutverki að geigna, af því að það, sem hann var sett-ur yfir, íslenzk menning, er liðið undir lok — hann er með öðrum orðum orðinn ráðherra yfir engu. Vera má einnig, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins 'hafi ekkert við það að athuga, að einhvern tíman verði haldinn landsfundur yfir örfáum mönn- um eða jafnvel engum, af því að allur þorri manna er að horfa á flokfcsþing demokrata í sjónvarp- inu. Ef einhverjum finnst-þetta oí fjarstæðukennt skyldu þeir reyna að ímynda sér, hvernig það, sé þegar stjórnmálaumræður fara fram í útvarpinu, hvort margir þeirra, sem sjónvarp hafa, hlusti á þær, — hvort þeir halli sér ekki fremur að sjónvarpi sínu. Þar gætu ef til vill verið byrjunar- einkenni þess, sem koma mun. Þó að flestar hliðar þessa sjón- varpsmáls kunni að dyljast for- ystumönnum okkar, þá hélt ég þó, að þeir væru nægilega eigin- gjarnir að minnsta kosti til þess að gera sér þetta ljóst. En jafn- vel þessi eiginleiki virðist bregð- ast, þegar sjónvarpsmál þetta á í hlut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.