Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 24. apríi 1965
MORGUNBLADIÐ
17
Starfsemi Sjálfstæðisflokksins
öflugri en nokkru sinni áður
r jf
llr greinargerð Þorvalds G. Kristjánssonar, fram-
íkvæmdasfjóra Sjálfstæðisflokksins I gær
ÞA0 lcom skýrt fram í ræðu
I»orvalds Garðars Kristjánssonar
á landsfundinum í gærmorgun,
að starfsemi Sjálfstæðisflokksins
stendur með meiri blóma nú en
nokkru sinni áður jafnt í þéttbýli
sem í sveitum landsins. Að lok-
Innii skýrslu sinni um starfsemi
flokksins, en fyrir henni gerði
Þorvaldur Garðar grein í ýtar-
legri ræðu, mælti hann eftir-
farandi.
En þegar á allt er litið, er það
ekki skipulagið, sem er aðalat-
riðið, svo mikilvægt sem það ann
ars er. í>að. sem mest á veltur,
er fiokksmennirnir sjálfir. Flokks
starfið hvílir á persónulegu fram
lagi flokksmanna hvers og eins.
Það krefst óeigingjarns og fórn-
:fúss starfs. Það krefst þess, að
menn séu fúsir til baráttu. Það
ikrefst þess að menn séu reiðu-
búnir að leggja á sig óþægindi
og fyrirhöfn. Það krefst stöðugr-
ar árvekni, áhuga og elju. En til
Iþessa finna menn ekki hvöt hjá
sér, nema sannfæring fylgi því,
að það, sem barizt er fyrir, sé
þess vert að leggja allt þetta
á sig fyrir. Þetta gera menn ekki
nema fyrir hugsjón. Gleymum
ekki -— flokksstarfið er hugsjóna-
starf. En hugsjónastarf er aldrei
neinum kvöð. Það hvetur hvern
og eínn til átaka og dáða. Hug-
sjón, sem rætist, er laun baráttu-
mannsins.
Styrkieiki Sjálfstæðisflokksins
ihefir verið sá að standa á traust-
um hugsjónagrundvelli. Hann
het'ir átt hugsjónir, sem fól'k hef-
lir viljað gera að sínum hugsjón-
um, Hann hefir átt hugsjónir,
sem fólk hefir þótt þess virði
að berjast fyrir. Sá er styrkur
Sjálfstæðisflokksins.
Þessa fjöreggs þarf að gæta.
IÞess skulum við alltaf vera minn
ug. Sérstaklega ber að hafa það
í huga á landsfundi flokksins. Á
ilandsfundi ber að skýra og
styrkja hugsjónagrundvöllinn. Á
landsfundi á að skerpa glóð hug-
sjónanna og gera að því báli,
sem með endurnýjuðum krafti
ilæsir sig um allt ísland.
Þ e g a r Sjálfstæðisflokkurinn
var stofnaður, var honum sett sú
grundvallarstefna, eins og það
var orðað, „að vinna í innanlands
málum að viðsýnni og þjóðlegri
umbótastefnu á grundvelli ein-
staklingsfrelsis og atvinnufrelsis,
með hagsmuni allra stétta fyrir
augum“. Hér er ekki um marg-
orða yfirlýsingu að ræða. Samt
er skýrt mörkuð grundvallarstefn
an. Hugsjónin er reist á gildi ein-
staklingsins, hvar í stétt eða
stöðu, sem hann er. Þetta er
ikjarninn í stefnu Sjálfstæðis-
flokksins.
Flokkurinn hefir staðið vörð
um einstaklingsframtakið. Hann
ihefir skapað einstaklingnum svig
rúm og aðstöðu til að beita at-
orku sinni og hugviti í athafna-
lífinu með glæsilegum árangri
fyrir þjóðarbúskapnum. En ein-
stakiingurinn er jafn mikils virði,
iivar í stétt sem er.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ekki iátið sér nægja að skapa
athafnamönnum, atvinnurekend-
unum, starfsaðstöðu, heldur og
gætt hags launþeganna. Um leið
og framtaki einstaklingsins hafa
verið sköpuð skilyrði í atvinnu-
rekstrinum, hefir launþegunum
verið skapað atvinnuöryggi og
félagslegt öryggi. Þess vegna hef-
ir flokkurinn ekki hikað við að
:láta hið opinbera annast atvinnu
rekstur, ef einkaframtakið hefir
á einhverjum tíma ekki reynzt
fært um að annast hann. Flokk-
urinn hefir unnið markvisst að
eflingu trygginga og ahnars fé-
lagslegs öryggis til hags laua-
þegunum i landinu.
Víðsýn umbótastefna
Þannig hefir verið í fram-
kvæmd hin víðsýna og þjóðlega
umbótastefna flokksins. Flokkn-
um hefir tekizt að aðlaga grund-
vallarhugsjón sína aðstæðum á
hverjum tíma án þess að missa
sjónar af sjálfum kjarnanum,
gildi einstaklingsins, hvar í stétt
eða stöðu, sem hann kann að
vera, Þetta er skýringin á því
fylgi og trausti, sem flokkurinn
hefir áunnið sér hjá þjóðinni.
Þess vegna er Sjálfstæðisflokk-
urinn í dag langstærsti og öflug-
asti flokkur þjóðarinnar. Þess
vegna hefir hann ráðið mestu um
stjórn landsins í nær þrjá ára-
tugi.
Stjórnmálaflokkar eru venju-
lega greindir í sundur eftir
stefnu þeirra og markmiðum. En
stjórnmálaflokka má og greina í
sundur eftir útfærslu eigin stefnu
og vinnubrögðum. Annars vegar
þekkjum við stjórnmálaflokka,
sem leggja áherzlu á ákveðið
hugmyndakerfi og kennisetning-
ar. Hugmyndakerfið og kenni-
setningarnar kunna að hafa átt
sína sfcoð í veruleikanum, Iþegar
þær urðu til. En með því að
halda fast við form, sem einu
sinni gat verið gott, verður það
úrelt vegna breyttra aðstæðna og
nýs fcíma. Og það, sem meira er,
að með því að ríghalda í formið, |
er hætt við að misst verði sjón-
ar af sjálfum kjarnanum. Stjórn-
málaflokkar. sem þetta verður á,
geta síður skírskotað til dóm-
greindar fólks. Fólkið lifir í
heimi veruleikans, en ekki heimi
kennisetninganna. Afleiðingin
verður sú, að slíkir stjórnmála-
flokkar standa verr að vígi um
baráttuna um völdin, sem einu
sinni eru nú nauðsynleg, til að
geta framkvæmt stefnuna.
Sem dæmi um þessa tegund
stjórnmálaflokka má nefna
íhaldsflokkana á Norðurlöndum,
sem tekizt hefir með fastheldni
við úrelta íhaldsstefnu sína að
gera sig nær áhrifalausa um
landsstjórn í marga áratugi. Enn-
fremur má nefna Verkamanna-
flokkinn brezka, sem hefir verið
svo fastheldinn á kreddubundinn
sósíalisma að telja verður til und-
antekninga, að hann fái stjórn-
völd þar í landi, þótt svo hafi
slysast til á sl. hausti. Þá má í
þessu sambandi nefna Republic-
anaflokkinn í Bandaríkjunum,
sem hefir með úreltri ihalds-
stefnu haldið sér utan ríkisstjórn
ar í nokkra áratugi, þótt stríðs-
hetjan Eisenhower gæti rétt hlut
flokksins í bili. Og í fersku minni
er hrakfallasaga þessa flokks á
sl. hausti undir forustu Gold-
waters, persónugerfings þeirra
íhaldsmanna, sem sjá fyrirheitna
landið 40 ár aftur í tímann með
afnámi almannatrygginga og fé-
lagslegs öryggis.
Hins vegar höfum við stjórn-
málaflokka, sem leggja áherzlu
á að samhæfa og aðlaga grund-
vallarstefnu sína breyttum að-
stæðum á hverjum tíma. Fræg-
asta dæmið um slíkan flokk er
brezki íhaldsflokkurinn, sem á
sér langa og glæsilega sögu, svo
sem kunnugt er. Brezki íhalds-
flokkurinn hefir — trúr grund-
vallarhugsjónum sínum, .— oft í
sögu sinni ekki hikað við að færa
stefnu sína í nýjan búning í sam-
ræmi við kröfur tímans. Það gerð
ist t. d. eftir síðari heimsstyrjöld-
ina, þegar flokkurinn tileinkaði
sér hugsjón velferðaríkisins und-
ir forustu ungra manna, sem
höfðu víðsýni og frjálslyndi til að
skilja tímanna tákn. í þessu sam-
bandi má og minna á Demokrata-
fliokkinn í Bandaríkjunum. En
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
báðirþessir flokkar hafa að jafn-
aði verið við völd á undanförn-
um áratugum.
Til stjórnmálaflokka sem þess-
ara, er leggja meira upp úr
kjarnanum en forminu, verður
Sjálfstæðisflokkurinn tvímæla
laust talinn. Það sýnir okkur
saga flokksins, starfsaðferðir
hans og árangurinn af starfi
hans.
En hvaða ástæða er til að vera
að leggja áherzlu á þetta nú? Það
er alltaf ástæða til að gera það.
Og ekki er það sízt, þegar fram
undan eru fangbrögð við óvenju-
erfið vandamál eins og ér
í dag. Úrlausn margra þeirra get-
ur ráðið sköpum um þróun okkar
þjóðlífs í næstu framtíð.
Stétt með stétt
Mest er um vert að efla og
viðhalda því trúnaðartrausti, sem
skapazt hefir á undanförnum ára
tugum milli Sjálfstæðisflokksins
og hinna einstöku starfsstétta
þjóðfélagsins. Eftir því sem það
er greypt í vitund þjóðarinnar,
að flokkurinn gerir ekki upp á
milli einstakra stétta þjóðfélags-
ins, þeim mun sterkari aðstöðu
hefir hann til þess að vinna hin
um einstöku stéttum með tilliti
til hagsmuna þjóðarheildarinnar.
Hér eins og svo víða annars
staðar er samband fjármagns og
vinnu eitt aðalvandamálið. Fjár
magnið er nauðsynlegt, til þess
að við getum haft framfarir, en
vinnan skapar hins vegar fjár-
magnið. Engar framfarir án fjár-
magns — ekkert fjármagn án
vinnu. Einkaframtakinu verður
skilyrðislaust að búa það athafna
frelsi, sem skapar möguleika til
eðlilegrar fjármagnsmyndunar,
Launþegarnir eiga skilyrðislaust
rétt á svo miklum launum, sem
framleiðslan getur borið. Þetta
leiðir óhjákvæmilega af þeirri
grundvallarhugsun, að einstakl-
ingurinn sé jafn mikils virði,
hvar í stétt eða stöðu, sem hann
kann að vera. Því traustar, sem
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á
þessari grundvallarskoðun, þeim
mun betri aðstöðu hefir hann, til
þess að skipa málum atvinnurek-
enda og launþega eftir því, sem
þörf krefur á hverjum tíma. Og í
margbreytileik lífsins snerta
vandamálin, sem jafnan er við að
stríða, einstakar starfsstéttir,
hvort sem það eru bændur eða
sjómenn, atvinnurekendur, verka
menn eða verzlunarmenn, iðnað-
armenn eða embættismenn.
Til lausnar vandamálunum
þarf oft að gera stjórnarráðsfcaf-
anir, sem koma við einstakar
starfsstéttir og jafnvel skerða
hagsmuni þeirra í bráð. Það er
oft veikleiki lýðræðisins, að
stjórnmálaflokkar skirrast við að
gera ráðstafanir, sem nauðsynleg
ar eru þjóðarheildinni af ótta við
andúð einstakra hagsmúnahópa.
Við iþekkjum þetta fyrirbrigði í
ókkar þjóðfélagi. Við köiinúmst
við það, þegar ekki er ráðizt til
atlögu við vandamálin sjálf, or-
sakir þeirra og meinsemd, heldur
barizt við afleiðingarnar og sjúk-
dómseinkennin. Það er stundum
barizt hetjubaráttu við vind-
myllurnar. Allt er þetta tilkomið
af óttanum við einstakar stéttir.
Þetta er skiljanlegt, þegar stétt-
arflokkar eiga í hluta, stjórn-
málaflokkar, sem hafa að yfir-
lýstri. stefnu að vinna að hag
einnar stéttar á kostnað annarr-
ar. En slík vinnubrögð móta ekki
flokk eins og Sjálfstæðisflokkinn,
sem hefir að grundvallarstefnu
að vinna að hag einstaklingsins,
hvar í stétt eða stöðu, sem hann
er. En til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn njóti sem bezt þess-
ara eðliseinkenna sinna, er ekk-
ert þýðingarmeira en að leggja
áherzlu á þessa grundvallar-
stefnu. Það er leiðin til að skapa
það almenna traust hjá hinum
ýmsu stéttum þjóðfélagsins, sem
þarf að vera fyrir hendi, til þess
að flokkurinn sé fær um að leysa
vandamálin.
Hér er ég ekki að segja nein
ný sannindi. Þetta er leiðin, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefir farið
Þetta er leiðin, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hlýtur að fara. Hér
skilur á milli Sjálfstæðisflokksins
og armarra íslenzkra stjórnmála-
flokka.
Það er ekki einungis, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir skapað sér
traust hjá öllum stéttum, heldur
hefir flokkurinn sjálfur verið sá
vettvangur, þar sem ólík sjónar-
mið og hagsmunir einstakra
stétta hafa verið samræmdir og
úr mótuð heildarstefna flokksins
í þjóðmálum og dægurmálum á
hverjum tíma.
Sameiningartákn þjóðarinnar
Þéssi upþbygging og eðli Sjálf-
stæðisflokksins hefir gert flokk-
inn að öflugasta sameiningar-
tákni þjóðarinnará undanförnum
áratugum. Hinu íslenzka þjóðfé-
lagi verður ekki stjórnað svo vel
fari, nema með hagsmuni allra
stétta fyrir augum. Spurningin
er aðeins, hvernig verða hags-
munirnir bezt samræmdir. Verð-
ur það vel gert með samningum
og pólitískum hrossakaupum
fjandsamlegra stéttaflokka? Hef-
ir ekki reynslan sýnt, að það
verður bezt gert innan vébanda
eins og sama flokks í samvinnu
og gagnkvæmu trausti vina og
flokksbræðra?
Það er á þessu sviði, sem megin
gildi Sjálfstæðisflokksins er fyrir
hið íslenzka þjóðfélag. Okkar
þjóðféíag getur ekki staðizt án
slíks stjórnmálaflokks. Ekkerf.
Iþjóðfélag þarf meir á því að
halda en hið íslenzka, að hverj-
um einstaklingi séu búin þaix
skilyrði, að starfsorka hans, hug-
vit og framtak njóti sín sem
bezt. Fámenni okkar er slíkt, að
vonin til þess, að við fáum hald-
ið uppi sjálfstæðu menningar-
þjóðfélagi, er bundin við gildi
einstaklingsins. Hin fjölmennu
þjóðfélög kunna að hafa efni 4
því að meta manngildið eftir stétt
um. Við höfum ekki efni á þvL
Við þurfum á öllu okkar að
halda.
Við höfum líka sérstöðu, þar
sem er okkar veika ríkisvald. Við
höfum ekki her til að skakka leik
inn, þegar átök stéttanna keyra
fram úr hófi, eins og önnur ríki
hafa. Við verðum að leysa okkar
mál eftir aðstæðum þeim, sera
við búum við. Erlendar fyrir-
myndir eru góðar og eftir þeim
ber að sækjast. En þær hafa ekki
hagnýta þýðingu fyrir okkur
nema að því marki, sem þær
styrkja okkar eigin þjóðfélags-
byggingu. Svarið við okkar veika
ríkisvaldi er samvinna stéttanna.
Leiðin til þess er leið Sjálfstæðis-
flokksins. Það er hin víðsýna
þjóðlega umbótastefna með hags-
muni allra stétta fyrir augum,
eins og það var orðað, þegar
flokkurinn var stofnaður.
Það er sögulegt hlutverk Sjálf-
stæðisflokksins að vera burðar-
ás hins íslenzka þjóðfélags. Ef
þessi burðarás brestur, er háetta
á, að þjóðfélagsbyggingin riði til
falls. Það er hætta á því vegna
þess, að engir aðrir flokkar eða
samtök í þessu landi geta gegnt
þessu mikilvæga hlutverki. Engir
aðrir leggja til grundvaltar
stefnu sinni það, setn nauðsya-
legást er, til þess að okkar ein-
stæða tilraun, til að halda uppi
frjálsu og fullvalda ríki svo fá-
meiinrar þjóðar, takizt til fram-
búðar. Ég segi tilraun, því að
það er lítill reynslutími í líft
þjóðar, síðan við íslendingar
endurheimtum sjálfstæði okkaf.
En tilraunin verður að takast
Baráttan fyrir því er sjálfstæðis-
baráttan í dag. Það er barátta.
Sjálfstæðisflokksins. Þetta er okk
ar barátta. Til grundvallar þess-
ari baráttu liggja þær háleitustu
hugsjónir, sem bærast í brjósti
hvers ærlegs íslendings. Fyrir
þessar hugsjónir er vissulega
fórnandi þeim tíma, erfiði og
fyrirhöfn, sem flokksstarfi okkar
fylgir. Fyrir þetta ber okkur að
varðveita og efla Sjálfstæðis-
flokkinn sem víðsýnan og þjóð-
legan umbótaflokk. Og' á þessum
landsfundi skulum við enn á ný
styrkja okkar fyrri heit að vinna
flokknum allt, sem við megum.
Aðmíráls-
fiðrildi
Þetta aðmírálsfiðrildi hefur vafa
laust haldið að sumarið væri
komið löngu fyrir páska, þegar
það' fór að flögra um i skraut-
legum búningi vestur á Bíldudal.
En það fékk ekki lengi að flögra
og galt óforsjálni sinnar. Frétta-
ritari blaðsins á Bíldudal, Hann-
es Friðriksson, sendi okkur það s
vo. Það mun ekki atgengt að hitta
fyrir svona sumarbúinn skordýr
á Bíldudal í aprilmánuði.
Verða Banda-
ríkin bráðtfiti
flugvélalaus?
Tókíó, 21. apríl — AP
ÚTVARPIÐ í Hanoi tilkynnái í
dag að hermenn N-Viet Nara
hefðu skotið niður tíu bandarísk-
ar flug'vélar í gær, en ekki átta,
eins og haldið hafði verið í fyrsfcu.
Jafnframt sikýrði útvarpið frá því,
að 220 bandarískar flugvélar
hefðu alls verið skotnar niður
yfir Viet NamlII