Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1965, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. aprfl 1065 MORGUNBLAÐIÐ 13 Starfsfræðslu- á Sauðárkrókl STARFSFRÆÐSL.UDAGU R var é vegum Rótaryklútobs Sauðár- króks á 2. páskadag. Sóttu 263 ’ungmenni hann, en 224 síSásta etarísfræðsludag á Sauðárkróki fyrir 2 árum. Ungiingar kimu víðsvegar að úr héraðinu, en auk þess brutust 15 unglingar þangað með skóiastjóra sínum frá Ólafsfirði, þó bæði Lágheiði og Fljótin væru talin ófær, og 32 komu frá Biönduósi. Heim- BÓttir voru 5 vinnustaðir og fræðslumyndasýning var um kvöldið í Bifröst. Að sögn Ólafs Gunnarssonar var starfsfræðsludagurinn á Sauð árkróki að því leyti frábrugðinn samskonar dögúm annars staðar að skagfirzkir unglingar virtust hafa áhuga á annars konar störf- tim. T. d. spurðu 34 um mat- sveina- og veitingaþjónaskólann, 11 um kjötiðnað, 11 um brauða- og kökugerð, 20 um húmæðra- fræðslu, 40 um húsmæðrakenn- aranám, 33 um handavinnu- kennslu, 3© um fóstrustarf og hefur hvergi verið spurt svo mikið um störf sem tilheyra heimili og matargerð. Þau þrjú störf, sem mest er spurt um ann- ws staðar, voru ekki eins vinsæl í Skagafirði, en það eru flug- freyjustörf, hárgreiðsla O'g hjúkr- unarstörf, en um þau spurðu í BÖmu röð 63, 57 og 39 unglingar. Um ljósmóðurstörf spurðu 37 og sjúkraþjálfun 2. L.angmest var Bpurt um flugmál, talsvert um byggingariðnað og 20 um prent- iðn, 17 um blaðamennsku og hlaðaljósmyndun, 20 um hand- iðaskólann, 27 um tónhst og 36 um leiklist. Um sjávarútveg spurðu .4)1-, en 3 um landbúnað. Ylir Ermarsund í „flösku“ London, 12. apríl. — AP. • Fertugur bankastarfsBnaður i L.ondon skýrði svo frá í dag, að hann ætli í sumar að taka sér ferð á hendur yfir Ermar- sundið — í flösku. Reyndar verður flaskian ekki venjuleg glerflaska — heldur gerð úr stáli og nálega 5 metrar að lengd. Maður þessi heitir Robert Plattern.. Kveðst hunn hafa fengið þessa hugmynid og þótt hún bráðsnjöll, — hafi hann borið hana imdir vin sinn, Bkipateiknara, sem hafi verið henni hiynntur. „Fiaskara“ sem vega mun u.þ.b. 250 kg. er nú í smíðum. Gerir Plattern ráð fyrir að húa hana litlum utanhorðs- mótor. Er kostnaður við farar hostinn áætiaður 70 sterlings- pund. Plattern er ekki með öllu reynslulaus Ermarsundsfari. Fyrir fjörum árum fór hann yfir sundið á fleka og næsta ár reyndi hann að komast sömu leið í tunnu. Hann var aðeins tæpa mílu undan Btrönd Frakklands, er tunnan sökk, — en hann bjargaðist um borð í bát, er fylgdist með ferð hans. Bónsföð I Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Ungur mað- ur, Jón Egill Sigurjónsson, hefir nú nýlega sett á stofn bónstöð að Melabraut 7 í Hafnarfirði, en það er til glöggvunar skammt frá knattspyrnuvellinum. Eins og nafnið gefur til kynna, eru bílar bónaðir á staðnum með bónvél, og að öðru leyti þrifnir að utan og innan. Hefir Jón allt, Bem til þarf til þessara verka, og mun framvegis hafa opið frá kl. 8 á morgnana og til 7 á kvöldin, jafnt sunnudaga sem aðra daga. Var vissulega þörf á þjónustú sem þessari í Hafnarfirði, en bón stöð Jóns er sú eina hér í bæ, sem hefir opið frá morgni til kvölds. Dönsku IMAK gúmmíhanzkarmr ryðja sér braut t>eir sem hafa notað IMAK vilja ekki annað. IMAK ávallt mjúkir og liprir, létta störfin. Það borgar sig að kaupa IMAK. Fæst í 6 mismunandi gerðum. Heildverzlun ANDRÉSAR GUÐNASONAR Hverfisgötu 72 — Símar: 16230, 20540. B.K.R. Aðalfundur verður haldinn í Bifreiðaklúbb Reykjavíkur mánu- dngskvöldíð 27/4 að Fríkirkjuvegi 11, niðri, kl. 8,30. Fundareíni: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Taunus 12 IH 4 manna fólksbifreið, 2 dyra, árg. 1964, ekinn 16 þús. kílómetra. Verð kr. 140 þús. með lánskjörum. Upplýsingar í síma 5-18-74 frá kl. 10—12 f.h. og 5—7 e.h. í dag og næstu daga. þvoið með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.