Morgunblaðið - 04.05.1965, Síða 2
2
M0RGUNELAÐ1Ð
Þriðjudagur 4. mal 1965
Helsprengjur
og eiturgas
ÞJÓÐVILJINN nctaði tækifæriS
á hátnVLsdegi verkalýðsins tíl að
! ræða helzu áhugamál komnián-
ista hér á landi, „heimsvaltla-
stefnu Bandaríkjamanna“. I for-
ystugrein blaðsins sagði m.a.:
Krofugangur. kemur niður Bankastræti og þúsundir Reykvíkinga safruist saman. á Lækjanorgi m jjcss ao taka liatt i hátioanoiaunum.
FjöBmenni við hnti^ssBiöZcBSn
í Reykjavík
ALGER eining var um hátíða- f við Iðnó um kl. 1.30, en síðan
höld verkalýðsfélaganna í Reykja lagði kröfugangan af stað um
vík 1. maí. Hátíðahöldin hófust tvöleytið. Lúðrasveitin Svanur
með því að safnazt var saman I lék fyrir göngunni, en gengið var
um Vonarstræti, Suðurgötu, Aðal
stræti, Hafnarstræti, Hverfisgötu,
Frakkastig, Skólavörðustíg og
Bankastræti niður á Lækjartorg.
í göngunni var borinn mikill
fjöldi fána og kröfuspjöld, sem
á voru letraðar kröfur dagsing.
Uppreisnin í Dominikanska lý ðveldinu:
Öryggisrá&ið ræiir íhlutun
Bandaríkianna
Johnson, forseti, segir kommúnista
hafa misnotað hugsjónir uppreisnar-
manna — Leitar liðsinnis annarra
Ameríkuríkja
Washington, 3. maí AP-NTB
'k Öryggisráð Sameinuðu
Þjóðanna kom saman laust
fyrir kl. 3.30 í dag (að stað-
artíma) ' að kröfu fulltrúa
Sovétstjórnarinnar, Fed-
erenkos — til þess að ræða
ástandið í Dominikanska lýð-
veldinu og meinta íhlutun
Bandaríkjamanna í innanrík-
ismál landsins. Var þar búizt
við hörðum umræðum og
hafði fulltrúi Kúbu hjá S.Þ.
óskað eftir því að fá að sitja
fundinn.
Lyndon B. Johnson, Banda
ríkjaforseti hefur farið þess á
leit við ríki S- og M-Ameríku, 1
að þau, sem geti því víð komið,
sendi herlið til Dominikanska
Iýðveldisins, til þess að halda I
þar uppi friði og forða frekari
bhWsúthelÍingum. Þegar eru
komnir til landsins 14.000 banda
rískir hermenn, sem jafíiframt !
því að vemda líf og eignir út-
lendra manna þar, er ætlað að
korna í veg fyrir að kommúnísk
stjóm komizt þar að völdum.
Johnson, forseti, lýsti því I
yfir í útvarps- og sjcnvarpsræðu
í gærkveldi ,sunnudagskvöld að
honum og stjórn hans hcfðu bor-
izt um það öruggar upplýslngar,
aó kommúnistar hefou verið á
góðri leið með að ná undirtökun-
um meðal uppreisnarmanna í
dóminikanska lýðveldinu. En
tækist þeim það mætti búast við
því, að landið yrði önnur Kúba“
— ef ekki yrði spymt við fötum
án tafar.
•fr íhlutun Bandaríkjastjóm-
ar hefur víða sætt mikill gagn-
rýni m.a. heima fyrir ,þar sem
stórblöðin „New York Times“
og „New York Herald Tribune"
hafa hvatt hana til þess að fara
að öllu með gát. Hafa blöðin lát-
ið í ljósi þann ótta, að bandarísk
íhlutun verði vatn á myllu
vinstri afla í M- og S-Ameríku.
if Hinsvegar skýrði New
York Herald Tribune einnig frá
því í dag, að 20 kommúnistar
frá Dominikanska lýðveldinu,
sem verið hefðu í tvö ár í þjálf-
un í Tékkóslóvakíu, hefðu verið
á leið heim í lok sáðustu viku.
Áttu þeir að taka þátt í uppreisn
inni, ef svo héldi áfram sem
þá horfði — en koma sér ella
fyrir rr. ð leynd einhversstaðar
við Karabíahafið og biða frekari
fyrirskipana.
ir Hugsjónir uppreisnarmanna
misnotaðar
John.son, forseti, bélt ræðu
sína í gærkveldi fyrirvaraíaust
að kalla — enda kom hún og
opinská yfirlýsing harts um hlut-
verk bandaríska hersins í Dom-
iniikanska lýðveldmu ýmsum á
óvart. Johnson sagði, að það,
sem í upphafi hefði verið upp-
reisn manna, sem í raun og veru
óskuðu aðeins eftir lýðræðisleg-
um stjórnarháttum til handa
þjóð sinni, hefði fyrr en varði
| verið vel á veg komið með að
I verða kommúnísk bylting.
| Kommúnistar, sem þjálfaðir
I hefðu verið víðsvegar í komm-
| únistaríkjunum og á Kúbu,
hefðu notfært sér það öngþveiti,
sem skapaðist við upreisnina og
reynt að beita henni sér í hag.
,,Við vitum“, sagði forsetinn,
„að margir uppreisnarforingj-
anna eru frábitnir kommúnísku
einræði og teljum við miður far-
ið, að mikilsverðar og einlægar
hugsjónir þeirra skyldu misnot-
! aðar af fámennum hóp samsær-
! ismanna, sem eru fyrst og fremst
þý erlendra afla og taka við
fyrirskipunum þeirra“.
Hann lagði á það alla áherzlu,
að Bandaríkjastjórn styddi eng-
an einn pólitískan aðila í land-
inu, hvorki uppreisnarmenn né
þá, er fóru með V'öld, áður en
j uppreisnin hófst. Það, sem fyrir
I henni vekti, væri að koma í veg
I fyrir frekari blóðsúthellingar og
sjá til þess, að kommúnistar not-
! færðu sér ekki frekar ringul-
reiðina til valdatöku. „Við getum
ekki horft og munum ekki horfa
aðgerðarlausir á, að annað ríki
Framhald á bls. 8
Vé!skólanum
sMtið í 50. sinn
VÉLSKÓLANUM í Reykjavík
verður slitið í dag og hefst at-
höfnin kl. 2 síðdegis í húsakynn-
um skólans í Sjómannaskólanum.
Þessi skólaslit' eru hin fimmtug-
ustu í röðinni frá stofnun skólans
og verður þeirra tímamóta í sögu
hans getið við skólaslitin.
Ýmsir af eldri nemendum skól
ans verða við uppsögmina og færa
skóia sínum gjaíir.
Að lokinni kröfugöngunni var
efnt til útifundar á Lækjartorgi.
Var þar saman kominn mikill
mannfjöldi, enda blíðskaparveð-
ur. Óskar Hallgrímsson formaður
Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
í Reykjavík setti fundinn með
stuttu ávarpi og stjórnaði hon-
um. Ræðumenn voru þeir Eggert
G. Þorsteinsson alþingismaður og
Guðmundur J. Guðmundsson.
Upphaflega var ráðgert, að Jón
Sigurðsson talaði á fundinum, en
vegna veikinda hans flutti Egg-
ert G. Þorsteinsson ræðu.
Eggert G. Þorsteinsson kvaðst
fagna því, að samkomulag hefði
náðst um hátíðahöldin 1. maí.
Ræddi hann síðan meginkröfur
þær, sem gerðar voru á kjara-
ráðstefnu ASÍ í vetur, en þær
voru um almerina kauphækkun,
1 styttingu vinnutímans í 44 stund-
; ir með óskertum launum, lækk-
un skatta og útsvara, aðgerðir
í húsnæðismálum og lengingu
orlofs.
Guðmundur J. Guðmundsson
taldi kjör launafólks hafa farið
mjög versnandi á undanförnum
árum, og sagði að ekki væri unnt
að bíða lengur með að lagfæra
þau. Aukin dýrtíð og minnkandi
kaupmáttur launa væri öfugþró-
un á sama tíma og þjóðartekj-
urnar ykjust. Nauðsynlegt væri
að stytta vinnutímann, þannig að
verkafólk gæti lifað menningar-
lífi.
STi’mur upptæk-
ar vegna mis-
skiHmrigs
f UPPNÁMI því, er varð á
slysstaðnum á Vatnleysuströnd
sl. laugardag tóku Varnarliðs-
menn vegna misskilnings filmur
af fólki, sem var að taka myndir
af flaki þyrlunnar og öðrum
verksummerkjum. Filmur þessar
hafa nú veríð teknar í vörzlu
upplýsingaskrifstafu Varnarliðs-
ins, sem hefur framkallað þær og
bíður þess að eigendurnir hringi
í síma 3260 á Keflavíkurflugvelli
en þá mun verða séð um að film
urnar komist til stkila.
115ÍI tunnur af
síld til Akrauess
Akranesi 30. apríi.
1150 tunnur af síld bárust hing
að á land af síld í morgun. Höfr-
1 ungur III. fékk 450 tunnur, Har-
I aldur 350 tunnur og Höfrungur
í II. einnig 350. Síldin er hra’ðfryst
! fýrir Austur-Þýzkalandsmarkað.
Sigrún er hæst á þorskanót og er
1 að búast til síldiveiðar, — Oddux
„En við minnumst þess einnig
í dag að Island er ekkert ein-
angrað ríki í veldöldinsii; ísieir/.k
alþýðusamtök eru ekkert út-
kjálkafélag heldur snar þáitar
hinnar alþjóðlegu verkalýös-
hreyfingar; sú framtíð sem ís-
lenzkri alþýðu er 'uúiii veröur
ekki aðeins ráðin hér á landi. Á
þessum alþjóölega baráttudegi
eru hugsjónir sjálfsákvörðum.r-
réttar, lýðræðis cg friðar hia
nærtækustu baráítumál, þegar
bandarískir heimsvaldasinnar
senda heri sína með helsprengjur,
benzínhlaup og eiturgas inn í eitt
smáríkið af öðru, jafnt við
Karíbahaf sem í Suðaustur-
Asíu, og skilja eftir sig dauða og
tortímingu. Á því er ekki aðeina
mikil hætta heldur er það full-
víst, að árásarstyrjaldir Ban.a-
ríkjanna leiða nýja heimsstyrjöldl
yfir mannkynið, ef ekki tekst a®
stöðva ofbeldisverk þeirra manna
sem vilja drottna yfir heirns-
byggðinni. Sú nærtæka kjarabar-
átta íslenzkrar verkalýðshre; f-
ingar, sem fávísir og skammsý. ir
menn telja einu verkefni hennar,
myndi þá koma fyrir lítið.
„Því skulum við minnst þess
sérstaklega í da,g að það er liis-
hættulegur smánarblettur á is-
lenzka lýðveldinu að alþjóðlegir
ofbeldismenn skuli einnig haá
bækistöðvar hér á landi og telja
okkur bandamenn sína. Það er
skylda íslenzkrar alþýðu viS
sjálfan sig, við hugsjónir frelsis
friðar og sjálfsákvörðunarréttar,
að hrinda hernáminu og losa Is-
land úr bandalagi við það ríkl
sem hefur friðarvonir mannkyns-
ins að leiksoppi. Hugsjónir veri-.a-
lýðshreyfingarinnar hafa alltaf
náð langt út fyrir þau markmsð
sem reiknuð verða í krónum og
aurum, og kulni þær hufjsjónir
mun einnig hin hversdagsle»ri
kjarabarátta bíða hnekki. — in.
í hlekkjum argasta
þrælaskipulags
Ekki hefur enn sem komið er
sézt á síðum Þjóðviijans nein
krafa um það, að okinu verðl
varpað af verkalýð þeirra landa,
sem lifa án allra mannréttinda.
Þar er hljótt um þá ömuriegu
staðreynd, að verkamenn heilla
heimshluta hafa verið sviknir í
hlekki argasta þrælaskipuls
| sögunnar, kommúnismans. Og
| þaðan er því miður ekki von á
j neinni kröfu um frelsun þessara
verkamanna. Þjóðviljamenn h:’fa
i ærið nóg að starfa við að rcyna
I að smeygja þrælahlekkjunum á
sína eigin þjóð.
Krafa kommúnista um vamar-
laust ísland er einn þáttur þeirra
í þjónsstarfinu við húsbændur
sína í Moskvu. Ha,gsmunum
kommúnista væri vel borgið, ef
hvergi væru neinar varnir fyrir,
þegar þeir ráðast á smáþjóðirnar
eina af annarri. Sem betur fer
hafa hinar frjálsu þjóðir heims
tekið saman höndum til að verj-
ast vopnuðum árásum kommún-
I ista. Og þegar Bandarikjamenn
I halda uppi vömum t.d. i Víet-
Nam og Kóreu, þá eru þeir ekki
i aðeins að verja íbúana þar; þeir
■ em að verja allar frjálsar þjóðir
l veraldar, eiiniig Islendinga