Morgunblaðið - 04.05.1965, Side 12

Morgunblaðið - 04.05.1965, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1965 Félagsprentsmiðjan 75 ára 1. MA.Í voru liðin 75 ár frá því að Félagsprentsmiðjan tók til starfa. Prentsmiðjan á sér að vísu aðeins lengri sögu, því að það varárið 1885 að Sigm. Guð- mundsson keypti prentsmiðju hingað til lands, og rak ihann hana í húsi við Skóiavörðustíg. Þessa prentsmiðju keypti Sigfús Eymundsson ásamt fleirum árið 1887 og rak 'hana í þrjú ár. Hinn 1. maí 1890 keyptu þeir Halldór Þórðarson, bókbindari Þorleifur Jónsson, ritstjóri Þjóð- ólfs, Tojrfi Þorgrímsson, prentari og Vaidimar Ásmundsson, rit- stjóri Fjallkonunnar prentsmiðj- una og hlaut hún þá nafnið Fé- lagsprentsmiðj an. Núverandi eigendur prentsmiðj ttnnar eru Bjami Konráðsson, læknir, Bjöm Br. ,Björnsson, tannlæknir, Erlingur Brynjúlfs- son, fulltrúi, Hannes Þórarins- son, laaknir og Kristján Guðlaugs son, hrl. í stjórn eru: Kristján Guðlaugsson, form., Bjarni Kon- ráðsson, ritarí og Erlingur Brynj úlfsson, meðstjórnandi. Félagsprentsmiðjan er nýflutt úr hinu gamla hiúsnæ'ði sínu við Ingólfsstræti og er nú til húsa að Spítalastíg 10 við Óðinstorg. Er í ráði að staekka húseignina á næstu árum. Hefur prentsmiðj an frá upphafi annazt blaða- prentun, hefur t.d. prentað Fjallkonuna, Þjóðólf, Vísi og Fálkann, auk fjölda tímarita. Einnig hefur prentsmiðjan ann- azt bóikaprentun. Félagsprentsmiðjan er vel bú- in tækjum, hefur 5 setjaravélar og 14 prentvélar. Hefur prent- smiðjan á undanförnum árum verið brautryðjandi um margar nýjúngar í prentun á íslandi. Listamennirnir Valtýr Pétursson og Jóhannes Jóhannesson opnuðu málverkasýningu í Listamannaskálanum. — Hefur aðsókn verið góð og nokkrar myndir seldar. um helgina Leiíur Zakarísson, skip stjóri— Kveðjuorö Hafliði Helgason, framkvædastjóri Félagsprentsmiðjunnar. HINN 10. apríl s.l. gerðist sá| 1 | sorgaratburður á vélskipinu Huig- I ! rúnu frá Bolungarvík að stýri- maður skipsins, Leiíur Zakarías- son féll útbyrðis og drukknaði. Þessi góði drengur og þaulvani j sjómaður var við vinnu sína á þilfari er hann flæktist í nót Skipsins og drósþ'fyrir borð án þess að vörnum yrði við komið. Hann var á augabragði horfinn í þann vota faðm hins mikla hafs, 1 sem svo oft hefur valdið harmi Hvers vegna neitaði Auglýsinga stofa Ríkisútvarpsins að láta / lesa eftirfarandi augiýsingu? „Tímaritið Heima er bezt. Póstkröfur fyrir áskriftargj öldum hafa verið póstlagðar. Þrátt fyrir aukna dýrtíð haldast áskriftargjöld mánaðarritsins „Heima er bezt“ óbreytt, aðeins tvö hundruð krónur. Lestur þessarar auglýsingar kostar helmingi meira en heill árangur af „Heima er bezt“. Heima er bezt, pósthólf 558, Akureyri“. Sá, sem að okkar dómi, sendir bezta svarið við framangreindri spurningu fyrir 15. maí n.k., fær ókeypis áskrift að tímarit- inu „Heima er bezt“ og auk þess bæku» að eigin vali að verðmæti allt að Svörin sendist til tí.maritsins HEIMA ER BEZT, pósthólf 558, Akureyri. og söknuði íslenzkrar þjóðar. Minningarathöfn fer fram um hann í Dómkirkjunni hér í Reykjavík kl. 10,30 í dag. Mannleg örlög eru undarlega marigslungin og andstæð'ukennd. Leifur Zakaríasson hafði verið á sjónum frá bernskuárum. Hann ( hafði oft mætt stormum og hret- viðrum, verið skipstjóri fjölda ára á eigin skipum, Einars Guð- finnssonar og fleiri. Hann stóð jafnan traustum fótum, hvort heldur var á þilfari eða á stjórn- palli. Það urðu svo örlög hans að falla fyrir borð af skipi sínu í bezta sjóveðri nokkrum vikum áður en hann hugðist láta af sjómennsku. Skáldið á Borg kvað sig skorta sakarafl við sonarbana. Svo fer þeim jafnan, sem sjá á eftir ást- vinum og félögum í sjóinn. Þá verður engum vörnum við komið. Eftir verður aðeins „endurminn- ing þess sem var“. Leifur Zakaríasson var fæddur að Einfætingsgildi í Stranda- sýslu 8. júlí 1911. Var hann því tæplega 54 ára er hann fórst. Foreldrar hans voru Zakarías Einarsson bóndi og Guðrún Guð- mundsdóttir kona hans Var hann einn af 16 systkinum. Eru 11 þeirra nú á lífi. Árið 1921 fluttust foreldrar Leifs að Gili í Syðridal við Bol- ungarvík. Höfðu þau áður búið nokkur ár að Fjarðarhorni í Barðarstrandarsýslu. Leifur ólst upp í Bolungarvík og hóf ungur sjósókn eins og flestir unglingar í þessari þrótt- miklu verstöð, sem hann tengdist tryggða böndum. Hann lauk skipstjórnarprófi og var oft skip- stjóri á eigin skipum og annarra, bæði í Bolungarvík og hin siðarl árin hér syðra. Höfuðeinkenni Leifs Zakarías- ’'' sonar voru ljúfmennska hans og tryigglyndi. Hann vildi öllum mönnum vel, trúði í raun og veru j aðeins á hið góða í annarra fari. Góðvild hans, bjartsýni og hjálp- fýsi sköpuðu honum vinsældir meðal allra er kynntust honum. Tortryggni og hrekkvísi voru ekki til í skapgerð hans. Það var alltaf .þjart yfir. framkomu hans, handtak hans var hlýtt og yfir- bragðið glaðlegt. Þessi dugmikli vestfirzki sjó- maður og drengSkaparmaður hef- ur nú farið sína síðustu sjóferð. Að honum er hinn mesti mann- skaði. Sár harmur er kveðinn að stórum systkinahópi. Vinir oig samstarfsmenn syrgja einlægan og góðan dreng. Leifur Zakaríasson var ókvænt ur og .barnlaus. Hann hefði þvl getað tekið undir með skáldinu frá Heiði í Gönguskörðum, sem kvað þetta landsfleyga ljóð skömmu áður en hann drukknaði norður í Húnaflóa: Þó ég sökkvi í saltan mar sú er meina vömin, ekki grætur ekkjan par eða kveina börnin. Karlmennskan og kvíðaleysið, sem er grunntónn þessara ljóð- lína var líka eitt af einkennum Leifs Zakaríassonar, eins oig svo margra annarra íslenzkra sjó- manna. Far þú svo vel, vinur og félagi, alfaðir vaki yfir þinni votu gröf. Sigurður Bjamason frá Vigur. • Fundur Rahmans og Súkamós út um þúfur? Tokíó 26. apríl (NTB). Japans-stjóm hefur að und anförnu gert tilraunir til að koma á samningaviðræðum milli Súkarnós, Indónesíufor- seta og Tunku Abdul Rah- mans, forsætisráðherra Malay- síu. Fyrir helgina benti allt til þess að þeir myndu hitt- ast í Tokíó í byrjun næsta mánaðar, en nú hefur hlaup- ið snurðra á þráðinn og óttast er að af fundinum verði ekki í bráð. Ástæðan er sú, að Súkarnó er ekki nægilega ánægður með tillögur þær, sem Japansstjórn hefur lagt fram til lausnar deilu Indó- nesíu og Malaysíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.