Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 5. maí 1965
Evrópuráðið stofnað fyrir 16 áru
— Rætt við Pétur Eggerz, ateikssador
í DAG er Evrópudagurinn hald-
inn hátíðlegur í tilefni af því að
16 ár eru liðin frá því að Evrópu-
ráðið var stofnað hinn 5. maí
1949. Morgunblaðið átti í gær
stutt símtal við Pétur Eggerz
ambassador, sem skipar sæti ís-
lands í ráðherranefnd Evrópu-
ráðsins og bað hann að skýra frá
hinu helzta varðandi stöf ráðs-
ins frá stofnun þess. Pétur Egg-
erz komst svo að orði:
„Nú eru um það bil 20 ár síðan
styrjöldinni lauk í Evrópu. Eins
og allir vita var Evrópa þá í
. rústum. Þá voru uppi margar
hugmyndir um það hvernig
reyna ætti að sameina þessi
sundruðu lönd í Evrópu, og ein
þessara hugmynda var stofnun
Evrópuráðsins. Meðal þeirra, sem
mest og bezt beittu sér fyrir
stofnun Evrópuráðsins á sínum
tíma, var Winston Churchill.
Enda þótt segja megi, að ekki
hafi Evrópuráðinu tekizt eins vel
að öllu leyti eins og til var ætl-
azt, hefur því samt orðið mikið
ágengt í því að auka almenn
samskipti landanna á milli.
Fulltrúar fslands á ráðgjafarþingi Evrópuráðsins, Þorvaldur G.
Kristjánsson og Friðjón Skarphéðinsson. Myndirnar voru teknar
á fundi í Strasbourg. Hermann Jónasson á einnig sæti á þinginu.
Á sviði menntamála hefur
Evrópuráðið látið mjög mikið til
sín taka. Hefur það m. a. beitt
sér fyrir gagnkvæmum kynnis-
ferðum háskólamanna, útgáfu-.
starfsemi o. fl. Tungumála-
kennsla og íþróttamál hafa einn-
ig verið mál, sem ráðið hefur
látið sig miklu varða.
Evrópuráðið hefur mjög beitt
sér fyrir því að auka og auð-
velda ferðalög milli aðildarríkja
sinna m. a. með því að fá felld
niður ákvæði um vegabréfaárit-
anir og fleiri kvaðir varðandi
vegabréf.
Á vegum Evrópuráðs er starf-
andi lagadeild, sem vinnur að
samræmingu löggjafar og að því
að gerðir séu Evrópusáttmálar
um ýmis lagaleg atriði, en einn
slíkur sáttmáli er Evrópusamn-
ingurinn um verndun mannrétt-
inda og mannfrelsis. Ein af merk-
ustu stofnunum ráðsins er Við-
reisnarsjóðurinn, sem hefur það
hlutverk að aðstoða Evrópulönd-
in við lausn vandamála, sem
stafa af tilflutningi fólks, með
því að veita lán til framkvæmda,
sem ætlað er að skapa nýja mögu
leika til lífsframfæris, þar sem
þess gerist .þörf af þessum. ástæð-
um. Nú fyrir skömmu hafa ís-
lendingar hlotið aðstoð úr þess-
um sjóði.
Þá má og nefna, að Evrópu-
ráðið styrkir ýmis konar menn-
ingar- og félagsmálastarfsemi svo
sem námsferðir milli landanna.
Á síðasta ári voru 5 íslenzkir
lækn’ar og starfsfólk við heil-
Aðalstöðvar Evrópuráðsins í Strasbourg.
Alþýðnkórinn heldur nímœlis-
honserf á 15 órn olmæli sínu
í DAG miðvikudag 5. maí kl. 7.15
e.h. heldur Alþýðukórinn sam-
söng í Gamla Bíó. Eru þetta 15-
ára afmælishljómleikar félagsins.
Stjórnandi er dr. Hallgrímur
Helgason, einsöngvarar Álfheið-
ur L. Guðmundsdóttír, Florence
Grindlay og píanóleikari Jórunn
Viðar ásamt söngstjóra.
Á þessum afmælissamsöng
kórsins situr íslands lag í fyrir-
rúmi, eða 14 af 23. Þar á Friðrik
Bjarnason lag, sem ekki hefur
áður verið flutt á konsert. Frum-
flutt verða einnig kórlög eftir Sig
ursvein D. Kristinsson, Sigurð
E. Hjörleifsson, Kristínu Einars
dóttur, Ingunni Bjarnadóttur,
Guðmund Skúlason bónda á Keld
-* * um og þrjú lög eftir Hallgrím
Helgason við ljóð Steins Stein-
arrs, Hin hljóðu tár, ljóð Kjart-
ans Ólafssonar, Borgin mín og
vikivakinn Stúlkan í Drangey.
Auk þess er veizlukór Björgvins
Guðmundssonar úr óratóríunni
„Friður á jörðu“ og hið fyrrum
landfleyga lag frá Jónasi Helga-
syni „í glitfögrum, laufgrænum
lundi“.
önnur verkefni eru þjóðlög frá
íslandi, Ítalíu, Rússlandi og
Þýzkalandi, madrígal eftir Moz-
art, saminn af honum níu ára
gömlum, rammþjóðlegur heiðni-
dans eítir norska ' tónskáldið
Sparre Olsen og tvær tónsmíðar
eftir ítalska tónskáldið Cheru-
bini með undirleik Jórunnar
Viðar. Minnzt er finnska stór-
meistarans, Jean Sibelius, sem á
þessu ári á 100-ára afmæli, en
Álfheiður L. Guðmundsdóttir
syngur gullfallegt lag hans,
Svarta rosor, en einn kórfélagi,
skozka söngkonan Florence
Grindlay syngur sóló í sérkenni-
legu ostínató-lagi eftir Siegfried
Borris, prófessor í músíkvísind-
um við músíkháskólann í Vestur-
Berlín. ,
(Frá Alþýðukórnum).
A T H U G I Ð
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunbtaðinu en öðrum
biöðum.
Happdrætti
Hvatar
DREGH) var í innanfélags happ-
drætti Sjálfstæðiskvennaféiags-
ins „HVATAR“ 30. apríl 1965 hjá
Borgarfógetanum í Reykjavík.
Upp komu þessi númer:
623 Hægindastóll
825 Ritsafn Jóns Trausta
1887 Hnífapör
4721 Svampdýna
3742 Þríhjól
4814 Gufu-straujárn
870 Spilaborð
493 Svefnpoki
5419 Matvörur kr. 1000,00
2845 Hárþurrka
5372 Sindrastóll
2198 Matvörur kr.'500,00
2808 Tertufat
2783 Ryksuga
2234 Ritsafn Gunnars Gunnars
sonar
176 Hreinlætisvörur kr. 500,00
1238 Matvörur kr. 500,00
2681 Strásykurspoki
762 Hárþurrka
3567 Hitakanna
1818 Matvörur kr. 500,00
5085 Molasykur, 2 kassar
3215 Matvörur kr. 500,00
Vinninganna sé vitjað í Verzl.
Egils Jacobsen, Austurstræti 9
og til Maríu Maaok, Ránargötu
30. Sími 15528.
Ferðin út á
ArSis gekk vel
GLJÁFAXI Flugfélags íslands
lenti á laugardag á ísjakanum
Arlis með kvikmyndatökumenn
frá ITV sjónvarpsfélaginu brezka.
Flugstjóri var Jóhannes Snorra-
son og lenti hann vélinni á skíð-
um, þar sem mikill snjór er á
jakanum.
Arlis er nú 70 til 80 mílur norð
ur af Horni og rekur með 7 til 8
sjómílna hraða til suðurs. Erfitt
er að finnna rannsóknarstöðina
á ísbreiðunni oig urðu flugmenn-
irnir að miða út sendistöð vís-
indamannanna. Gekk ferðin
mjög vel og tóku Bretarnir mikið
af kvikmyndum við hin ákjósan-
legustu veðurskilyrðL Til
Reykjavíkur komu þeir aftur á
laugardagskvöld og fóru þeir
heim í gærmorgun.
New York, 27. apríl AP.
• f MORGUN selðust upp á
tveim klukkustundum að
göngumiðar að hljómleikum
píanóleikarans bandaríska
Vladimirs Horowitz, sem
verða í Carnegie Hall 9. maí
nk. Eru nú liðin tólf ár frá
því hann hélt síðast opinbera
hljómleika.
Pétur Eggerz ambassador, full-
trúi íslands í ráðherranefnd
Evrópuráðsins.
brigðisstofnanir á kynnisferðum
í Evrópu á vegum ráðsins. Nú
eru einnig 4 málmiðnaðarmenn
staddir á Ítalíu til að búa sig
undir að gerast kennarar í grein-
um sínum, og þar í landi eru
einnig 2 veitingamenn í sama til-
gangi. Er ákveðið að framhald
verði á því, að íslendingar fari
utan í slíkar námsferðir á vegum
Evrópuráðsins.
Eins og kunnugt er, er Evrópa
nú klofin í tvær markaðsheiluir,
Fríverzlunarbandalag E v r ó p u
(EFTA) og Efnahagsbandalag
Evrópu (EEC). Fulltrúar þeirra
beggja koma saman til skrafs og
ráðagerða í Evrópuráðinu og
ræða vandamálin á sameiginleg-
um fundum þar.
Til skamms tíma hafa verið 17
lönd í Evrópuráðinu, en í gær
bættist 18. ríkið við, eyjan Maita.
Evrópuráðinu er skipt í tvær
deildir, ráðgjafarþingið og ráð-
herranefndina. Ráðgjafaþin; 13
stendur yfir um þessar munuir,
og eru fulltrúar íslands þar þeir
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
alþingismaður og Friðjón Skarp-
héðinsson fyrrum ráðherra. —•
Þriðji fulltrúinn er Hermann
Jónásson, sem ekki gat komið því
við að sækja þingið nú.
Ég tel ekki líkur á því, að rík-
in í Austur-Evrópu gerist aðúar
að Evrópuráðinu í bráð. Hins
vegar hafa nokkur þeirra átt
samstarf við ráðið um ýmis
konar mál, einkum menningar-
mál.
□ • . LJ
□------j---------------------□
SVEITAKEPPNI þeirri, er enska
bridgesveitin tók þátt í, lauls sl
laugardagskvöld. Sveit Benediists
Jóhannssonar bar sigur úr býtum
eftir harða keppni við ensku
sveitina og sveit Steinþórs Ás-
geirssonar. Röð efstu sveitanna
varð þessi:
1. sv. Benedikts Jóhannss. 39 st.
2. sv. G. Lengyel 38 st.
3. sv. Steinþórs ÁsgeirsS. 37 st.
Auk Benedikts eru í sigur-
sveitinni: Jóhann Jónsson, Jó-
hann Jóhannsson, Jón Arason og
Sigurður Helgason,
Heimsókn ensku bridgespilar-
anna er þar með lokið. Heimsókn
þessi var mjög vel heppnuð.
Fjöldi áhorfenda fylgdist með
keppnunum og íslenzku spilar-
arnir stóðu sig mjög vel. Verður
að telja, að þeir hafi sýnt, a3
íþeir eru þess verðugir að taka
þátt í Evrópukeppninni, en því
miður hefur Bridgesamband ís-
lands ákveðið að senda ekki
keppendur á næsta Evrópumót,
sem fram fer í Belgíu.
Þótt ensku spilararnir hafi ekki
unnið marga sigra var mjög á-
nægjulegt að fylgjast með þeim
bæði hvað snertir sagnir og úr-
spil. Er vonandi að heimsóknir
eins og þessi verði framvegis ár-
legur viðburður-