Morgunblaðið - 05.05.1965, Síða 25

Morgunblaðið - 05.05.1965, Síða 25
Miðvikudagur 5. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 25 Pessi mynd var tekin á Kefla víkurflugvelli í gær af annarri RR-400 vélinni, sem Loftleiffir aetla aff kaupa. Hún hefur veriff hér í rúmlega viku, hefur ekki enn veriff formlega afhent Loftleiffum, enda á eftir aff gera á hana glugga, eins og sjá má, og fleiri hreytingar. Hún hefur veriff notúð til æfingaflugs hér síffustn daga. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) — Stöndum vörð Framhald at bls. 1 konungi á hönd fyrir sjö öldum, hefði fariff að halla undan fæti fyrir hinni ungu þjóð. Verst hafði þó ástandið orðið, meðan verzl- unarófrelsið ríkti, en rofað hefði til eftir að því lauk. s Af þessum sökum væri sér það mikið ánægjuefni, að þegar ungir Sjálfstæðismenn hófu baráttu i eína, hefðu þeir sett markið hátt. | Þeir hefðu frá upphafi barizt i fyrir frelsi einstaklinganna í þjóð 1 félaginu, og þeir hefðu einnig I alltaf haft þá stefnu, að íslend- ! ingar ættu ekki að láta sitja við þann áfanga sem náðist 1918, heldur skyldi hærra stefnt: Við ekyldum taka öll mál í okkar eigin hendur og stofna hér lýð- veldi. 1 Gunnar kvað það hafa verið eér mikil ánægja að starfa í sam- tökum ungra manna, sem sett ; hefðu þessar hugsjónir öllum j öðrum ofar. Og þegar hann í ; fyrsta sinni hefði haldið ræðu ; á erlendum vettvangi fyrir rétt- i um 30 árum í Kaupmannahöfn, | þá hefði hann einmitt lýst yfir I þeirri skoðun sinni, að slíta bæri I eambandinu milli Danmerkur og ! íslands. Það væri ekki aðeins ís- j lendingum fyrir beztu, heldur líka Dönum. Á þessum tíma hefðu margir Danir verið búnir að öðlast skilning á því, að þetta væri í þágu þjóðanna beggja, og nú skildi öll danska þjóðin þetta. Saga hinna norrænu þjóða hefði líka sannað, að þá vegnaði þeim hezt, er þær sætu allar jafnrétt- háar við sama borð. j' Þegar rætt væri um íslenzka eögu og íslenzka menningu kvað Gunnar Thoroddsen tungu okkar skipta mestu máli. Þegar við hefðu farið fram á að fá hand- ritin send heim, hefðu kröfur okkar byggzt á þeirri sögulegu staðreynd, að enn væri í land- inu töluð sú, tunga, sem þau væru ritin á. í>að vær ánægjulegt, að allir Islendingar, sem annars væru manna þrætugjarnastir, hefðu staðið fast saman um óskir okkar í handritamálinu, hvar sem þeir væru undir merkjum stjórn- málaflokka eða stétta. 1 Síðan skýrði Gunnar Thorodd- sen frá för sinni og Gylfa Þ. Gíslasonar til Danmerkur til að eemja um endurheimt handrit- anna fyrir fjórum árum. Þá hefði vinum okkar í Danmörku verið í, það viðkvæmast, að við lýstum í því yfir, að ekki yrði úr neinum eamningum nema við fengjum til íslands dýrgripina tvo, Sæmund- f or-Eddu og Flateyjarbók. Góður vinur fslendinga í Danmörku hefði þá sagt við sig, að fengj- nm við aðeins annan þessara dýr gripa sendan heim, ættum við að flagga í hverju húsi á íslandi. Þá varpaði Gunnar fram þeirri ípurninigu, hvort þess væri nægi lega gætt í skólum landsins að I leggja rækt við tungu okkar. ■ ÍÞað væiri gott út af fyrir sig að kenna vel og ítarlega komrnu- •etningu og máifræðireglur, en •íuikna áherzlu þyrfti að leggja á (koda tungunnar og stíi ,orð- auðgi hennar. Einnig þyrfti að halda við hinni einstæðu frá- sagnarlist, sem ein-kennt hefði íslendinga alla tíð svo undrum sætti. Hin uppvaxandi, íslenzka kynslóð mætti ekki glata þessum þjóðlegu verðmætum, hún yrði að hafa þau í heiðri. Framsagn- arlist sagði Gunnar nauðsynlega hverjum ungum pilti og hverri ungri stúlku. Ýmsir héldu, að sú list væri eitt af því, sem aðeins sumum væri meðfætt, en slíkt væri þó alrangt. „Vinnan er móðir mælskunnar", hermdi forn málsháttur, og í því væri fólginn sá sannleikur, að allir gætu lært að koma fyrir sig orði með því að þjálfa sig af ein- beitni í að beita móðurmáli sínu. Gunnar Thoroddsen sagði, að margt hefði batnað í skólamál- um íslendinga á siðustu áratug- um. Því væri þó ek'ki að neita, að í mörgum greinum hefði ok'k ur farið aftur, og nefndi hann þar sem dæmi kennsluhætti í náttúrufræði og mannkynssögu. Áður fyrr hefði verið lögð á það rík áherzla við kennslu náttúru- fræði, að nemendur kæmust í náin tengsl við náttúruna sjálfa. Þeim hefði verið kennt að þekkja jurtir, þeir hefðu verið látnir safna íslenakum jurtum og þurnka þær, farið í heimsóknir í náttúrugripasöfn, en nú væri mest áherzla lögð á bóklærdóm einan. Kennsl-uibækur f sögu líkt- ust núorðið mest registrum yfir ártöl og dánardægur, m-estu lista mönnum sögunnar væri jafnvel lýst í tveimur línum með því, að þeir hefðu verið geðveikir. Þetta væri mikil afturför, frá því að kenndar voru bækur Páls Melsteðs, þótt það hetfði raunar verið fyrir skóladaga hans sjálfs. Síðar hefði hann þó lesið bækur 'þessar, sem í sér fælu ljóslifandi lýsingar á atburðum sögunnar, svo lifandi, að unun væri að lesa þær. Þá sagði Gunnar Thoroddsen einnig, að hann hefði verið mjög ánægður að heyra ály'ktanir vís- indaráðstefnu ungra Sjálfstæðis- manna, sem efnt var til í vetur. Þar -hefði verið lagt til, að kom- ið yrði upp vísindastofnun fræðslumála á tslandi. Ekki skipti meginmáli, hvort þar yrði um sjálfstæða stofnun að ræða, hún yrði stofnun við háskólann eða aðra menntastofnun, heldur hitt, að til hennar veldust hin- ir mætustu menn, sem ynnu starf sitt vel og samvizikusam- lega. Gunnar kvað það vera mikið fagnaðarefni, hversu marga og efnilaga, unga vísindamenn ís- lenzka þjóðin ætti. Við yrðum að bjóða þeim launakjör og starfs- aðstöðu í samræmi vi'ð það, sem fært væri. Aðrar þjóðir mættu ekki taka þessa ungu menn frá okkur, oig þær gerðu það heldur ekki, því að þeim væri ættjarðar ástin í brjóst borin og hér vildu þeir starfa. f þessum efnum væri ekki nóg að spyrja, hvíð væri æskilegt. Það yrði líka að taka tillit til þess, hvað unnt væri að gera. Við mættum ekki miða allt við það, hvað aðrar þjóðir gerðu, því að það væi'i ekki víst. að 180 þúsund manna þjóð hefði ávallt bolmagn á við t.d. 180 milljón manna þjóð. Við yrðum að taka tillit ti-1 burðarlþols þjóð- íélagsinis, við jnættum ekki grafa undan atvinnuvegum okkar. Ræðumaður kvað cxft þær raddir h-eyrast, að hefðum ekki efni á að láta ýmis nauðsynleg mál bíða. Við yrðum alltaf að taka tillit til þess, hvort pening- ar væru til að framkvæma óskir okkar, annað hvort eigið fé eða lánsfé. Síðan sagði hann frá því, að eitt sinn hefði verið rætt í bæjarráði um eina bæjarstofnun, sem rekin h-efði verið með halla. Vitað hefði verið, að hægt var að koma í veg fyrir tapreksturinn með því að verja talsverðu fé til vélakaupa, en þvi miður hefði ekki verið um neitt fé að ræða Þá hefði emn bæjarráðsmaður lagt það til, að nýju vélarnar yrðu greiddar með halla komandi ára, sem vitað var, að hverfa m-undi með tilkomu hinna nýju véla. Þetta hefði því miður ekki verið raunhæft, vegna þess áð hvorki hefði hallinn verið hand bært fé né hefði heldur verið hægt að slá lán út á hann í banka. Gunnar Thoroddsen sagði síð- an frá starfi sínu í Sjálifstæðis- félögunum í Reykjavík. í Heim- dalli hefði hann fyrst starfað og hrifizt af þeim brenmandi hug- sjónum, sem þar hefðu lifnað og dafnað og haft áihrif á Sjálfstæðis floikkinn og stefnu hans. í Hvöt kvaðst Gunnar oft hafa komið á fundi og rætt þar þjóð- málin og hugðarefni Sjálfstæðis- kvenna. Marga Varðarfundi hefði hann sótt, bæði þegar hann var borgarstjóri og eftir að hann varð fjármálaráðherra. Og í Óðni kvaðst Gunnar hafa haft mikla ánægju af að starfa. Það félag hefði haft ómetanleg áhrif til bættrar aðstöðu launiþega í land- inu, einkum að því er varðaði húsnæðismál. Að beiðni þess hefðu nokkrir Sjálfstæðismenn borið fram til sigurs á Alþingi tillöguna um afnám skattlagn- ingar vinnu við eigin íbúðir, og væri það e.t.v. ekki hvað sízt þessu félagi að þakka, að nú búa milli 80 og 90% allrar Reykvík- inga í eigin húsnæði, en slíkt væri óþekkt með öllu í nágranna löndum okkar. Að lokum ræddi Gunnar enn á ný sjálfstæðismál íslenzku -þjóð arinnar. Benti hann á, að ekki væri nægilegt, að við hefðum stofnað hér til sjálfstæðs lýð- veldis árið 1944; sjálfstæðismálið væri eilíft og um það yrði að standa vörð um alla framtíð. Að lokinni ræðu Gunnars Thoroddsens tók til máls Baldvin Tryggvason, formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Rvík, og sagði hann m. a.: „Sem formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík vil ég færa Gunnari Thoroddsen beztu þakkir fyrir mikið og gott samstarf við fulltrúaráðið fyrr og síðar, og við í stjórn ráðsins nú þökkum honum sérstaklega samvinnuna þau ár. sem hann hefur setið þar með okkur í stjórn. Þá er mér það sérstök ánægja að mega flytja honum hér inni- legustu þakkir frá stjórnum og félagsmönnum allra Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, Verði, Heimdalli, Hvöt og Óðni, en öll félögin hafa átt náið og ánægju- legt samstarf við Gunnar Thor- oddsen á umliðnum árum. Ótal- in eru þau störf og margháttuð aðstoð önnur, sem hann hefur veitt flokksfélögum og fulltrúa- ráðinu hér í Reykjavík, auk þess ómetanlega styrks, sem hann hef ur veitt flokksstarfinu öllu með glæsilegri og traustri forustu sem borgarstjóri og síðan sem fjár- málaráðherra. Fyrir allt þetta og miklu meira er mér bæði ljúft og skylt að þakka.... Og nú, þegar hann hverfur til annarra starfa fyrir þjóð sína á erlendum vettvangi, þökkum við reykvískt Sjálfstæðisfólk Gunn- ari Thoroddsen og konu hans, Völu Thoroddsen, sem ætíð hef- ur staðið við hlið manns síns í erilsömu og ábyrgðarmiklu starfi hans. Við þökkum þeim fyrir þann mikla skerf, sem þau hafa lagt af mörkum til þess að við Reykvíkingar búum nú við betri lífskjör og í betri borg en nokk- ur kynslóð önnur á íslandi. Um leið og við þökkum þeim, óskum við þeim og fjölskyldu þeirra allra heilla og blessunar í nýju starfi fyrir ísland". Einnig tóku til máls Jónas B. Jónsson, María Maack og Hjörtur Kristmundsson, sem öll þökkuðu Gunnari og Völu Thoroddsen fyr ir störf þeirra í þágu Reykvík- inga og Sjálfstæðisflokksins. Lítil hrogn- kelsaveiði Akranesi, 4. maf. ÞEIR eru byrjaðir hér hrogn- kelsavertíðina fyrir hálfum öðr- um mánuði og hafa lítið aflað enn sem komið er. Rauðmaginn hefir verið seldur á 15 kr. Vitaíslaust er á miðunum, en þeir hafa heldur ekki fengið mjaldur hér í hrognkelsanetin. — Oddur. — Tæknin i þágu Framh. af bls. 23 kjördæminu síldin verður, þegar Hrólfur skundar á stað í fram- boðið. Bæjarstjórarnir í Neskaup- stað og Seyðisfirði eru ákveðnir að láta valdið gilda. Þannig hlaut það líka að fara, að það vald, sem þeir þykjast hafa verið að berjast gegn, birtist nú í þeim sjálfum. Ekki hefði mér dottið hug, að sú hugarfarsbreyting gerðist með svo skjótum hætti. Aðalatriðið er, að bæjarstjórarn- ir skilji það. Enda ofur auðvelt. Þeir þurfa aðeins að lesa greinar sínar, sem nú hafa verið gerðar að umtalsefni. Og innramma þær á skrifstofum sínum, sjálfum sér til viðvörunar um, hvernig bæj- arstjórar eiga ekki að hegða sér. Einar Ö. Björnsson MýnesL — Búrfellsvirkjun Framhald af bls. 8. skort á raforku á Sogsvirkjun- arsvæðinu, áburðarverksmiðjan fengi ekki eins mikið og hún þyrfti, en toppstöðvarnar sæu til þess, að almenning skorti ekki rafmagn. Með notkun toppstöðva væri verið breiða yfir raforku- skortinn í landinu, sem yrði meiri með hverju ári. Kvaðst hann álíta, að þegar landsvirkjunin j kæmist í gagnið í árslok 1968 I yrði raforkuskorturinn orðinn i um 50 þús. kw. Þess vegna væri 70 þús. kw. virkjun nú ekki mikið í sjálfu sér; smáar virkj- anir leystu ekki þann vanda, sem' við stæðum nú frammi fyrir. Helgi kvað virkjun Sogsins hafa verið einkar hentuga lausn til að leysa úr þörfum lands- manna á liðnum áratugum, en nú væri það fullnýtt og bera þyrfti niður annars staðar. Hann kvaðst alltaf hafa verið þeirrar skoðun- ar, að næst bæri að ráðast í stór- virkjun í Þjórsá. Fram að þessu hefðu þó verið um það skiptar skoðanir, á hvern hátt virkja skyldi Þjórsá. Ýmsir svartsýnis- menn hefðu látið sér Þjórsár- virkjun vaxa um of í augum og ekki talið fært, að í hana yrði ráðizt nema með því að fá i-nn í landið orkufrekan stóriðnað. Hér væri þó ekki um meira átak að ræða en rúmlega það, sem þyrfti til þarfa íslendinga einna á allra næstu árum. Kvað Helgi raforkunotkunina 1 þágu Islendinga einna tvöfaldast á hverjum áratug og að þess vegna yrði að miða virkjunar- framkvæmdir við það. Með því að selja stóriðju raforku vaeri hins vegar unnt að taka í notkun fyrr en ella hagkvæmasta hluta virkjunar við Búrfell, en þá væri iþess einnig að gæta, að Þjórsá yrði fyrr fullvirkjuð. Síðan ræddi Helgi Bergs um hugsanlega ísmyndun í Þjórsá, sem gæti haft það í för með sér, að virkjunarframkvæmdir yrðu dýrari en ella og taldi þörf á því að þessu atriði væri góður gaumur gefinn. Gils Guffmundsson hóf mál sitt með því að ræða vinnubrögð Al- þingis í vetur. Kvað hann nokk- ur stjórnarfrumvörp hafa komið fram í þingbyrjun í haust, en síðan hefði þingið setið aðgerðar- lítið fram undir jól, er ríkis- stjórnin tók viðbragð til þess að afgreiða fjárlög og leggja á nýjan söluskatt. Þing hafði síðan hafizt að nýju í byrjun febrúar en ekki haft nema lítið eitt fyrir stafni fyrr en nú upp á síðkastið, er rokið væri upp til handa og fóta til að afgreiða þau mál, sem fyrir hefðu legið í vetur. Nú, þegar ekki væri eftir nema u.þ.b. vika til ráðgerðs þingslitatíma, væru enn stjórnarfrumvörp að berast Aliþingi, sum þeirra jafnvel stór- mál. Taldi Gils útilokað, að Al- þingi gæti kynnt sér fjölda stór- mála til hlítar á örskömmum tíma. Gils Guðmundsson tók 1 sama streng og Helgi Bergs varðandi það, að of lengi hefði dregizt að ráðast í stórvirkjanir. Taldi hann þetta stafa af því, að rikisstjórn- in hefði síðustu missiri verið á spretti út um allt til þess að leita eftir útlendingum til að koma hér upp stóriðju, sem kaupa mundi raforku af íslendingum 1 stórum stíl. Ríkisstjórnin hefði reynt að afsaka sig með því að gera hefði þurft umfangsmiklar rannsóknir áður en ákvörðun um virkjun yrði, en það, sem mes* hefði tafið fyrir væri það, að allt rannsóknarstarf hefði beinzjt að því að leysa orkuþörf útlendr- ar verksmiðju. Ýmsir mögúleikar á smávirkjunum í þágu íslend- inga hefðu verið afgreiddir að lítt könnuðu máli, vegna þesa að annað hefði ekki verið sam- rýmanlegt óskum ríkisstjórnar- innar um erlendan atvinnurekst- ur á íslandi. Gils Guðmundsson ítrekaði það síðan hvað eftir annað í ræðu sinni, að á íslandi ætti að virkja með hagsmuni íslendinga einna fyrir augum. Umræðunni lauk laust fyrir fcl. 8, og var frv. vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar samhljóða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.