Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ] Miðvikudagur 5. maí 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ Hún var í slitnum karlmanna- skóm á fótunum. Þeir voru allir sprungnir og rifnir. Og svo voru þeir full-litlir, Svo að hún haltr- aði dálítið. Fatnaðurinn var þunn ur og slitinn. Það kom að því hjá henni, að hún þekkti nóttina betur en daginn, af því að hún þorði helzt ekki út að degi til. Og hún óskaði þess oft, að hún hefði aldrei farið úr litla bæn- um í Georgíu, þar sem hún var fædd. En hún var svo risavaxin, að fólkið þar gat heldur aldrei vanizt henni. Hún hafði vonað, að í stórborg bæri ekkert á henni og hún vonaði að rekast þar á einhvern mann, sem yrði ást- fanginn af henni. Það var köld og hráslagaleg nótt þegar hún hitti fyrst Junto. Kuldinn hafði tæmt göturnar. Hún hallaði sér yfir ruslatunn- urnar, sem stóðu fram með veggj unum á brúnum múrsteinshús- unum. Hún hafði fundið kjúkl- ingsbein og var að naga það. Hún hámaði það í sig og tuggði jafn vel beinið sjálft, en þá leit hún upp og sá lítinn og hnubbaraleg- an mann, sem starði á hana. Hvítan mann. — Á hvað ertu að horfa, hvíti maður, sagði hún. — Á þig, svaraði hann rólega. Hún varð hissa á því, hve ró- lega hann horfði á hana og sýnd- ist alls ekkert hræddur. — Þú ert á mínu svæði, sagði hann. — Þú hefur orðið á undan mér. . Hann benti á handvagn við gangstéttina. Hann var fullur af brotnum flöskum, gömlum fata- druslum og dagblöðum, sem voru bundin saman í snyrtilega böggla. — Ég á eins mikinn rétt á þessu og þú, sagði hún og lét ófriðlega. — Það var ég aldrei að segja. Hann hélt áfram að athuga hana, þar sem hún stóð með kjúklings- beinið í hendinni og rifnu káp- una bundha að sér qg karlmanns skóna á fótunum. — Úr því að þú varðst á undan mér í þetta, er eins gott, að þú hafir einhvern aur upp úr því. — Aur? sagði hún, tortryggin. — Víst svo. Tíndu úr flösk- urnar og málmstykkin. Ég borga þér fyrir þau. Ekki mikið. En ég kemst yfir'stærra svæði, ef ég hef einhverja aðstoð. Þannig hófu frú Hedges og Junto atvinnurekstur saman. Það var hún sem stakk upp á að lceland Review ICELAND REVIEW kynnir Is- lond og íslenzk mólefni er- lendis og nýjosta heftið er eitt hi3 fjölbreyttasta og glaesilcgasto, er út hefur komið. Iceland Review Sendið ICELAND REVIEW til vina og viðskiptamanna yðar erlendis. © mmmmmmammmmmmmm færa út kvíarnar og ná í fleiri menn og fleiri handvagna. Þegar hann keypti fyrstu fasteignina sína, gaf hann henni atvinnu sem dyraverði og innheimtumanni Þetta var grindahús, fimm hæða, fullt af leigjendum. Fáir vissu, að Junto ætti það. Fólkið hélt að hann kæmi þarna bara til að kaupa rusl — gamalt járn, blöð og tuskur. Þegar hann eign- aðist annað hús, hvatti hann hana til að flytja, en hún neitaði. í staðinn stakk hún upp á því, að hann helmingaði öll herbergi í húsinu og hefði þannig meira upp úr þeim. Og auðvitað var þetta henni sjálfri í hag, þar eð hún hafði vissan hundraðshluta af húsaleigunni, sem hún inn- heimti. Hún gætti þess vel að SnMHBMO 30 eyða sem minnstu, þvi að hún þóttist þess viss að ef hún ætti eitthvað til, gæti hún náð sér í mann, sem yrði feginn að fá hana. Eldurinn hafði komið úpp síðla nætur. Hún hafði verið sofandi í kjallaranum og vaknaði við brakið í ofsalegum eldi — viðloð andi hvin, sem færðist í aukana éftir því sem hún hlustaði leng- ur. Og þessu hljóði fylgdi svo hiti og reykur. Þegar hún komst ú.t að dyrunum var gangurinn allur eitt hvæsandi eldhaf. Hún fann holdið á sér rifna og láta undan, meðan hún var að brjót- ast út og troða sér gegn um þetta þrönga gat, sem glugginn var, er hún reyndi að troða sér út um. Og bak við hana hamaðist eld- urinn, en glæður úr loftinu féllu fyrir fráman hana. Hún reyndi að skýla andlitinu með höndunum, bæði til þess að verjast reykn- um og til þess að sjá ekki, hvað hún var að brjótast gegn um. En jafnvel meðan á þessu stóð fór hún að hugsa um, að ekki þyrfti nú annað en að hún brenndi sig illa, þá mundi eng- inn karlmaður líta við henni framar. Sama hve miklum auði hún safnaði, mundi enginn girn- ast hana. Engin fjárupphæð myndi nægja til þess, að nokkur maður einu sinni gæfi í skyn, að hann girntist hana. Kring um hana var ekkert ann að en reykur og eldur, og hún fór að velta því fyrir sér, til hvers hún væri eiginlega að reyna til að sleppa út. Hún fann á lyktinni, að hárið á henni var að brenna og holdið með, en samt brauzt hún áfram og ein- beitti að troða sér gegn um þrönga gluggann, og skyldi jafn vel mölva steinana í múrnum, til þess að komast út. Hún var einn eldhnöttur þegar hún toksins valt út á götuna. Slökkviliðsmennirnir, sem fundu hana, störðu á hana skelfingu losnir. Hún var meðvitundarlaus, þegar þeir tóku hana upp, og hún var eina mannveran, sem slapp með lífsmarki út úr húsinu. Það liðu heilar þrjár vikur, áður en Junto var leyft að heim- sækja hana í sjúkrahúsið. — Þú ert hetja, frú Hedges, sagði hann. Hún starði á hann út úr um- búðunum, sem voru um höfuð hennar og nokkuð af andlitinu. — Það var dásamlegt að sleppa út úr gluggunum, blátt áfram dásamlegt. Hann leit með for- vitni á virkið, sem var eins og tjald yfir rúminu, til þess að halda sængurfötunum frá líkama hennar, sem var nú orðinn enn tröllslegri en áður vegna hinna fyrirferðarmiklu umbúða — og dást að þessari ódrepandi lífsþrá, þessari bókstaflega ótrúlegu löng un til að lifa, sem hafði komið henni til að troða sér gegn um þetta mjóa gat. — Þér batna þetta áreiðanlega, sagði hann. — Læknirinn sagði mér . . . og röddin varð flöt og tónlaus . . . — að ég hafi ekkert hár eftir. — Þú getur verið með parruk, án þess að nokkur taki eftir því. Hann hikaði og langaði til að segja henni, hve furðuleg mann- eskja hún væri, og, að sjálfur hefði hann gert þetta sama, en hinsvegar hefði hann fáa hitt, sem trúandi væri til að sýna af sér annan eins viljastyrk. Hann snerti blíðlega aðra höndina á henni í umbúðunum og langaði að segja henni það, en vissi ekki, hvernig hann ætti að koma orð- um að því. Frú Hedges, sagði hann dræmt, — við tvö erum samskonar manneskjur. Við skul- um standa saman framvegis. Þá getum við komizt langt. En hún hafði verið að hugsa um kollinn á sér, hvað hann hlaut að líta hræðilega út. Hárið mundi aldrei vaxa aftur.--Hún leit fast á Junto. Hann yrði lík- lega eini maðurinn, sem mundi nokkurntíma dást að henni. Hann var lágvaxinn. Herðarnar voru of miklar í hlutfalli við líkam- ann. Og hálsinn sat á honum eins og á skjaldböku. Hörundið var jafngrátt og augun. Og hann var hvítur. Hún renndi augunum, svo að hún sæi hann ekki. — Þú ert dásamleg kona,. sagði hann lágt. Og jafnvel hann mundi aldrei sækjast eftir henni sem konu. En hann bar einhverja hreinskilna virðingu fyrir henni — eins og fyrir öðrum karlmanni . . . manni sem hann teldi jafningja sinn. En svona örótt, og hárlaus mundi hún aldrei eignast ást nokkurs karlmanns. Og kannski ekki, hvort sem væri, hugsaði hún af raunsæi. Hún hefði áður getað keypt þá ást. En nú var ,ekki einu sinni það hægt. Hún stríkkaði varirnar, svo að þær úrðu að beinu striki. — Já, við getum komizt langt. Lutie Johnson hafði minnt hana á margt. Hún heyrði enn fyrir sér skrjáfið í mjúka pilsinu hennar og sá gljáandi hárið, sem var sett á höfuðið og óskemmda, brúna litinn á hörundi hennar. Henni varð hugsað til öraqna á sínum eigin líkama, og hún fyllt ist viðbjóði. Þegar Junto kom til hennar næst eftir fyrstu heimsóknina, hafði hann horft lengi á hana. — Það er hægt að laga þetta'með uppskurði, sagði hann hikandi. Hún hristi höfuðið. — Mig lang ar ekki í fleiri spítalavistir, sagði hún. — Það mundi aldrei borga sig fyrir mig. — Ég skal kosta það. — Nei, ég gæti ekki verið eins lengi í sjúkrahúsi og þarf til þess að gera það. Nei, hún mundi deyja, ef hún færi til þéss. Það var fullnóg þetta, sem komið var og að fara að framlengja það yrði óþolandL Þegar læknarnir og hjúkrunar- konurnar lutu yfir hana til að skipta um umbúðir, horfði hún á þau með fjandsamlegu augna- ráði og beið eftir, að þau beruðu alla andstyggðina á brenndum líkama hennar. Og þau gátu ekki dulið svipinn á andlitum sínum. Stundum var hann bara hræðsla, en svo var hann líka stundum hreinn hryllingur, sem engum gat dulizt — augsýnilegur og óstjórnlegur. —Þakka þér fyrir samt. En ég er búin að' vera hér nógu lengi. Hún var í sjúkrahúsinu vikum saman og einsetti sér að sýna aldrei neinum hið raunverulega útlit sitt, hversu forvitnir sem áhorfendurnir væru. Þegar hún loksins slapþ út, flutti hún bú- ferlum í húsið, sem Junto átti við 116 götu. — Ég hef ætlað þér góða íbúð við 116. götu, frú Hedges, sagði Junto. — Ég hef meira að segja búið hana húsgögnum.' Áður en hún flutti hafði hún ákveðið, að hún skyldi hafa þarna einhvern hjá sér . . sér til afþreyingar og til að fara í sendi- ferðir fyrir hana. Fyrstu dagana í íbúðinni, sat hún því við glugg- ann og skyggndist um eftir lík- legri stúlku. Ein fór þarna fram hjá, hvað eftir annað, grönn og — Þetta er undarlcgt. Eftir því sem ég bæti á eldinn verður hann ánægðari. dapurleg ung stúlka, sem leit aldrei upp af gangstéttinni. — Komdu héma, væna mín, sagði hún. Þegar stúlkan sást nærrþ var hárið á henni þykkt og kröftugt og með dálítilli um- hirðu gæti það verið fallegt. — Já, frú. Stúlkan leit varla upp. — Hvar áttu heima? — Hérna niðurfrá. Og hún benti í áttina til Áttundutraðar. — Hefurðu vinnu — Nei, frú. . Það var varla, að stúlkan liti upp. — Ég hafði það, en maðurinn fór frá mér, og eftir það gat ég einhvernveginn ekki gefið mig að því, sem ég gerði, svo að frúin rak mig, fyrir um það bil hálfum mánuði. — Ég held þú ættir að koma hingað og búa hjá mér, væna mín. Ég er hér alein. — Ég get ekki borgað leig- una þar sem ég er núna. Og það er til einskis, að ég fari að koma hingað. — Ef þú vilt fara í búðir fyrir mig, þarftu ekki að hafa áhyggj ur af húsaleigunni. Mary kom því og settist að hjá henni, og deyfðarsvipurinn hvarf smámsaman af henni. Hún hló og skrafaði, hreinsaði ibúðina og eldaði matinn. Frú Hedges fór að verða hreyknn af því hvernig Mary blómstraði. Eitt kvöldið kom hávaxnn ung- ur maður fram hjá og stefndi að húsinu. — Að hverjum ert þú að gá, vinur? spurði hún. — Ég ætlaði að hitta Mary Jackson, sagði hann. Svo leit hann á frú'Hedges en síðan und- an. — Hún skrapp út í búð fyrir mig. Hún á heima hjá mér. Viltu ekki setja þig inn á meðan? Hún hafði athpgað hann vand- lega meðan hann var að taka sér sæti með mestu varúð. Barða- stóri, Ijósgrái hatturinn, 'sem var næstum hvítur, þröngu buxurnar, breiðu axlirnar á jakkanum, sem voru troðnir bómull, ljósgulu, tá- mjóu skórnir, allt þetta bar vott um mann, sem hefði ekki verið kvæntur, eða að minnsta kosti ekki tollað í hjónabandinu, ef svo hefði verið. Hún horfði á hann þangað til hann tók að hreyfa fæturna og snúa ljósa hattinum, vaggaði honum til hlið- anna og horfði á hann, rétt eins og hann væri að ráða það við sig, hvort hann ætti að kaupa hann. ) Borgarnes UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu SHELL við Brákarbraut og Bcnzínsölu Esso við Borgar- braut. Stykkishólmur Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tan'ga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. Afgreiðslur blaðsins hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins. IJngur skrifstofumaður < óskast sem fyrst. Dönsku og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð merkt: „Framtíðaratvinna — 7582“ óskast sent afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir laugardaginn 8. maí. EinbýEishús í Vesturbænum Fokhelt glæslegt einbýlishús á hornlóð í vestur- bænum er til sölu. Skipti á góðri 3ja—4ra herb. íbúð í f jölsbýlis- eða tvíbýlisijús; geta komið til greina. ■I Sími 20925. löggiltur fasteignasali lfflMU MAGNUSSON viðskiptalrœðingur _ Tjarnargötu 16 (AB-húsið). Heimasími 20025.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.