Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1965, Blaðsíða 1
28 síður White iór út úr geimfarinu og var utan Jbess i 20 mínútur FRÁBÆR ÁRANGUR BANDARÍKJAMANNA Ráðgert að Gemíni IV leridi á mánudagskvöld — Gelmfararnir sáu Florida eins og landabréf, og allt lék i lyndi t í GÆRDAG nnnn Bandaríkjamenn stórkostlegt af- rek á sviði geimferða, þegar tveggja manna geimfari, Gemini IV, var skotið á loft frá Kennedyhöfða og annar geimfarinn, Edward H. White, fór út úr geimfarinu og var í 20 mínútur •vífandi fyrir utan það. | Fullyrða má, að Bandaríkjamenn hafi með afreki þessu dregið Rússa uppi í kapphlaupinu um geiminn. f Einn liðinn í þessari geimferð var ekki hægt að fram- kvæma, þ.e. að af tæknilegum ástæðum var ekki talið hyggi- legt að White hætti sér nærri síðasta þrepi eldflaugarinnar, þar sem það valt mjög á braut sinni, og hefði getað verið honum hættulegt, auk þess sem ekki þótti á það hættandi að eyða of miklu eldsneyti geimfarsins til þessa. t Hinsvegar hverfur þetta í skuggann af öðrum merk- um áföngum, sem þegar hafa náðst í geimferð þessari, sem raunar má segja að enn sé á byrjunarstigi, með tilliti til þess að henni á ekki að ljúka fyrr en að kvöldi mánudags. t Eitt af því. sem til algjörra nýjunga má telja í sam- bandi við geimferð þessa, er það að White notaði litlar þrýsti- loftsbyssur til að hreyfa sig utan geimfarsins og tókst það vel. | Hér á eftir fer frásögn fréttastofunnar Associated Press af geimskoti þessu, en annars staðar birtist samtal það, sem geimfararnir áttu saman á meðan White svei' í lausu lofti. (Sjá ennfremur grein á blaðsíðu 15). Bilun olli töf að fer'ðbúa Gemini-geimfar Kennedyhöfða, 3. júní — AP — Titaneldflaugin hefur sig á loft með þá McDivitt og White í Gemini IV geimfarinu á Kennedyhöfða í dag. Þeir James A. McDivitt og Edward H. White voru vaktir ki. 9:10 í morgun að íslenzkum tima. Lokið hafði verið við a'ð dæla eldsneyti á Titan-eldflaug- ina kl. 7:30 í morgun, klukkust- und á undan áætlun. Gekk verk ið snurðulaust og fljótt. Alls ílutti eldflaugin 52 tonn af elds ney ti. McDivitt og White fóru í stutta Sæknisskoðun, og settust síðan eð morgunverði, sem var hin íiíðasti þeirra á jörðinni þar til é mánudag, ef allt gengur áð éætlun. Kfl. 10 var hafin talning fyrir geimskotið Kl. 10:25 komu geim- íararnir út úr vistarverum sínum ©g var ekið að skotpallinum. >ar íór siðasta læknísskoðunin fram. Geimfararnir fóru síðan í lyftu upp skotturninn, og minútu síð ©r voru þeir komnir inn í dauð- flireinsað herbergi efst á turnin um, þar sem unnið var að því Sformsvalan af stað að fer'ðbúa iþeirra. Geimfararnir voru léttir í ska.pi og brostu út að eyrum er þeir kvöddu um 70 sérfræðinga og starfsmenn. I>eir íóru síðan inn í geimfarið. Kl. 12:31 að í^lenzkum tíma var lúgum geimfarsins lokað. Er 34 mínútur og 15 sekúndur voru til flugtaks, var talningin stöðvuð sökum bilunar á raf- magnskerfi því, sem flytur skot- turninn frá eldflauginni rétt fyr- ir flugtak. Vegna þessarar bii- unnar varð flugtak ekki fyrr en kl. 15:16 eftir ísl. tíma. „Stórkostlegt liér uppi“ Hin geysimikla Titan 2. eld- flaug, sem flutti Gemini IV. á braut umihverfis jörðu, hóf sig á loft með miklum gný kl. 15:16 að íslenzkum tíma (allar tíma- ákvarðanir í fregninni eru mið- aðar við isl. tíma). Eldflaugin, sem er nær 30 metrar á lengd og vegur um 105 tonn, steig í fyrstu hægt, en síðan jókst hraðinn á meðan mótorar fyrsta þreps 'hennar drukku um 640 lítra af eldsneyti á sekúndu. Þúsundir manna á Kennedy- höfða horfðu á eldflaugina hefja sig til himins, en auk þess sáu milljónir manna atburðinn í sjón varpi, þeirra á me'ðal Johnson forseti. Eins og áður getur varð nokk ur töf á að eldflauginni yrði skotið á loft, en það stafaði af #f Eg kem ekkert - sagbi White geimfari eftir 20 min. göngutúr i geimnum lögð Einkaskeyti til Mbl.: Glasgow, 2. júní — AP: SEGLSKÚTAN Stormsvalan lagði af stað í Islandssiglingu eína á miðvikudagskvöld. Vegna logns varð að nota hjálparvél skútunnar til að sigla henni út úr Clydefirði. Hörður Jóhannsson, skip- stjóri, segir að skútan muni hafa viðkomu í Færeyjum, en «ð óvissa væri um komudag til Reykjavíkur sökum þess »ð mikiar stillur væru á At- lantshafi HÉr FER á eftir samtal geim faranna Mc Divitts og Whites meðan hinn síðarnefndi var fyrir utan geimfarið úti í geimnum. Samtalið fór fram á milli geimfaranna sín á milli og Virgil Grissoms, en hann stjórnaði sambandinu við þá félaga frá jörðu. Griss- om stjórnaði sem kunnugt er síðustu Gemini geimferð Bandaríkjamanna. McDivitt: Segðu okkur, hvað þú sérð. White: Mér sýnist sem við séum að nálgast strönd Kali- forniu. McDivitt: I>að er aðeins eitt, sem er að, á meðan Ed er þarna úti á hreyfingu, að þá er anzi erfitt að stjórna geim- farinu. Grissom: Er hann að taka myndir McDivitt: þkki enn þá. Grissom: Takið nokkrar myndir. White: Allt í lagi, ég ætla að undirbúa mig undir að taka nokkrar myndir núna. McDivitt: Allt í lagi. Vertu fyrir framan, svo að ég sjái þig. Ég hef aðeins tekið þrjár myndir. White: Allt í lagi. McDivitt: Hvar ertu núna? White: Ég er fyrir framan þig, úti. Grissom: Heyrðu, þú átt eft ir að vera um fimm mínútur þarna úti. Whitc útskýrði nú fyrir Mc Divitt, að hann ætlaði sér að fara að gera eitthvað, en hér truflaðist sambandið sem snöggvast. McDivitt: Hreyfðu þig sem minnst. Ég ætla að taka mynd af þér. McDivitt: Svífðu bara um. Nú höfum við einmitt sam- band við jörð beint fyrir neð an okkur. (Hér gerði White athuga- semd um, að sambandið hefði truflaztl. i McDivitt: Láttu mig taka nærmynd af þér. (Þögn). McDivitt: I>ú atar út fyrir mér rúðuna, sóðinn þinn. Þeir hlæja báðir. McDívitt: Sérðu, hvernig hún er öll útötuð þarna uppi. White: Jú. McDivitt: Það er eins og það hafi verið komin himna utan á rúðuna og þú hafir þurrkað hana burt. Það er ein mitt það, sem þú hefur gert. McDivitt: Ed, ég veit ekki nákvæmlega, hvar við erum staddir, en mér sýnist sem við séum yfir Texas núna. Það, sem er hér fyrir neðan okkur, virðist vera Houston. Grissom: Gemini IV. Houst on kallar. McDivitt: Já, Galveston flói er einmitt þarna rétt hjá. White: Já. McDivitt: Heyrðu Ed. Get- urðu séð inn í geimfarið þín megin? White: Já. McDivitt: Geturðu séð Framh. á bls. 27 smávægilegri bilun í skotpalli hennar. Hinsvegar var ekkert að sjálfri eldflauginni, né heldur geimfarinu, og störfuðu þar ödl tæki eins og ráð hafði veri'ð fyr- ir gert. Eftir 20 sekúndur tók Titan- flaugin að sveigja í átt til lárétts og stefndi til NA. Skildi hún eft ir sig mikla rák á himninum. Er hún hafði náð 35.000 feta hæð, skutust tvær orustuþotur upp að henni, í því skyni að taka mynd ir af bákninu. Annað þrep eldflaugarinnar kom í gagnið 3 mínútum eftir flugtak, nákvæmlega eins og ráð- gert var. „Það er stórkostlegt hérna uppi“, kallaði McDivitt þá upp. Er fjórar mínútur og 50 sekúnd- ur voru liðnar frá flugtaki, var tilkynnt á Kennedyhöfða að allt gengi nákvæmlega eftir áætlun. Framh. á bls. 27 Góð síldveiöi BLAÐIÐ átti í gærkvöldi tal við síldarleitina á Dalatanga og fékk þær fréttir að um 55—60 skip væru komin á miðin fyrir Aust- urlandi og aðalveiðisvæðið væri 100—120 mílur austur af Langa- nesi. í gær höfðu 11 skip til- kynnt um veiði, en mikill fjöldi skipa var á leið til hafnár eða lá í höfnum. Allar verksniiðjur, sem tilbúnar eru til sildarmót- töku voru að fyllast nema á Vopnafirði, en þangað inn kom- ast skipin ekki fyrir hafís. Skipin, sem tilkynntu um veiðina í gær, voru: Snæfell 900 mál, Einar 300, Gunnar 300, Grótta 600, Æskan 200, Náttfari 750, Pétur Jónsson 200, Jón Þórðarson 800, Helga G-uðmunds- dóttir 900, Vonin 650 og Sunnu- tindur 700 mál. Gott veður var á miðunum en svarta þoka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.