Morgunblaðið - 04.06.1965, Síða 3

Morgunblaðið - 04.06.1965, Síða 3
[ Föstudagur 4. júní 1965 MORGUNBLADID 3 Fegurðardrottningin krýnd í kvöld Vírarnir höggnir Þór kominn með vörpuna, sem líklegl talið að tilheyri R.ldershot ' ' VAKÐSKIPIÐ ÞÓR kom til Reykjavíkur um kl. 8 í gærmorg- iin og hafði meðferðis botnvörpu þá, sem skipsmenn slæddu upp á þeim slóðum, er Landhelgisgæzl- an taldi brezka togárann Alder- ehot frá Grimsby hafa verið að óiöglegum veiðum á. Eins og menn minnast, hélt skipstjóri tog arans, Leslie Ciunby, því fram íyrir rétti í Neskaupstað, að hann hefði misst vörpuna, er skipið var að veiðum út af Langanesi, cg var sýknun hans af ákæru um eð hafa brotið íslenzka fiskveiði- lögsögu m.a. byggð á þeirri stað- hæfingu hans. Vírarnir um borð í togaranum voru hins vegar greinilega höggnir í sundur, og gaf Cumby þá skýringu á því, að hann hefði ætlað að splæsa við vírinn og setja upp nýtt troll. Ekki var þó benzlað fyrir vír- endana, eins og gert er jafnan til að/koma í veg fyrir að þeir rakni upp. Fréttamaður og ljósmyndari Mbl. fóru um borð í varðskipið t>ór í gærmorgun og skoðuðu vörpuna. Á öðrum hlera hennar mátti greina síðari hluta nafns togarans, -shot. Þá var og greini- legt, að varpan hafði ekki slitnað irá togaranum heldur verið höggvin frá. Jón Jónsson, skip- herra á Þór, kvað vörpuna hafa verið slædda upp um eða innan við fiskveiðitakmörkin út af Digranesi, milli Bakkaflóa og Vopnafjarðar, en togarinn Alder- ehot hafði einmitt verið grunaður um að hafa verið að ólöglegum veiðum á þeim slóðum. Jón skip- herra sagði, að varðskipsmenn hefðu verið um sólarhring að ná vörpunni, en það tafði fyrir þeim, að þeir festu hvað eftir annað í alls konar drasli. Kvað hann vörpuna verða athugaða í gær af dómkvöddum mönnum, ©g að vírar hennar og möskva- etærð yrðu borin saman við þær ethuganir, sem gerðar voru fyrir austan, er rannsókn málsins fór fram. Leslie Cumby var dæmdur í undirrétti fyrir að hafa veitt varðskipinu Þór mótþróa. Áfrýj- aði hann þeim dómi, og sömu- leiðis áfrýjaði Saksóknari ríkis- ins sýknudómi yfir skipstjóran- um fyrir landhelgisbrot 'í GÆRKVÖLDI fór fram 1 Súlnasal Hótel Sögu fyrri h.luti hinnar árlegu fegurðar- samkeppni. Kjörnar voru Ungfrú íslands 1965 og Ung- frú Reykjavíkur 1965. f kvöld verða úrsljtin ger'ð heyrinkunn og mun Rósa Einarsdóttir krýna fegurðar- drottningarnar. Fimm stúlkur taka þátt I keppninni að þessu sinni. Áð- ur en stútlkurnar koma fram í gærkvöldi fór fram tízkusýn- ing, og auk þess voru skemmti atriði. Sýndu stúlkur úr Tízku skólanum h.f. nýjustu kvenn- fatatízkuna. Stúlkurnar, sem taka þótt í fegurðarsamkeppninni að þessu sinni heita: Bára Magnúsdóttir, Reykjavík, Jó- hanna Ósk Sigfúsdóttir, Rauf arhöfn, Sigrún Vignisdóttir, Akureyri, Guðný Guðjónsdótt ir, Reykjavík og Hertha Árna dóttir, Reykjavík. Stúlkurnar komu tvisvar fram í gærkvöldi, fyrra skipt- ið kjólklæddar og síðar um kvöldið í báðfötum. Stjómandi keppninnar var Sigursteinn Hákonarson. í dómnefnd sátu Jolhn Barry sendifulltrúi, Brian Holt sendi fulltrúi, Guðmundur Karlsson blaðamaður, Jón Eiríksson, læknir og frú Sigríður Gunn- arsdóttir forstjóri Tízkuskól- ans h.f., en hún hafði allan veg og vanda af fegurðarsam keppninni. í kvöid fer fram krýningar hiátíð, sem fyrr segir, og munu allar stúlkurnar þá koma fram. Verður ungfrú ísland krýnd á miðnætti. Allar stúlkurnar hljóta að verðlaunum utanfer'ð og snyrtivörur. siAKsmwn Stytting vinnutímans t ritstjórnargrein Vísis i fyrra- dag er rætt um yfirborganir verkamanna, styttingu vinnutím- ans og kauphækkanir. Þar segir m. a.: „Þjóðviljinn kaliar það skamm sýni og þrjózku hjá atvinnurek- endum, að fallast ekki möglunar- laust á kauphækkanir. Rök blaðs ins eru einkum þau, að „eftir- sókn eftir vinnuafli sé mjög mik- U, og menn leiti beinlinis burt frá þeim vinnustöðum þar sem kaup- ið sé lágt“, og þeir, sem ætla að halda mönnum í vinnu, verði að yfirborga þeim. Þetta má rétt vera, a.m.k. er það vist, að til- finnanlegur skortur er á vinnn- afli í flestum greinum. En held- ur ritstjóri Þjóðviljans að kaup- hækkanir mundu leysa þann vanda? Ekki fjölgar hinum vinn- andi höndum þótt greitt sé hærra kaup, þegar allir vinnufærir menn eru þegar í störfum. Gerum ráð fyrir, að falliat yrði á þá ,lausn“ Þjóðviljans, að hækka kaupið og stytta jafn- fram vinnutimann, eins og lika er krafizt. Halda ritstjórar Þjóð- viljans að yfirborganir væru þar með úr sögunni? Atvinnurekend- ur vita vel, að svo yrði ekki. Þeir mundu í fjölmörgum tilfell- um þurfa að yfirborga eftir sem áður, tU þess að fá nauðsynleg- ustu verk unnin. Það er líka harla undarleg kenning hjá Þjóð- viljanum, að stytting vinnutím- ans mundi draga úr eftirvinnu. Staðreyndin er sú, að menn verða oft að láta vinna í eftirvinnu störf, sem ekki þola bið og vegna þess, að ekki er hægt að fá nógu margt fólk í dagvinnu. Og dett- ur ritstjórum Þjóðviljans í hug, að verkamenn mundu hrinda hendinni á móti eftirvinnu, þótt þeir fengju einhverjar kauphækk anir? fslenzkir verkamenn eru yfirleitt vinnufúsir og neita ó- gjarnan vinnu, þegar þeim býðst hún. Auk þess eru margir þeirra gæddir svo mikilli ábyrgðartil- finningu, að þeir telja sér skylt að leggja hönd að verki, þegar um er að ræða störf, sem ekkl má fresta." Efling landbúnaðarins 1 ritstjórnargrein Suðurlands fyrir nokkrum dögum er getið nokkurra mála, sem Alþingi af- greiddi í vetur. Þar er bent á, hvernig rikisstjórnin vinnur markvisst að því að efla atvinnu- vegi þjóðarinnar, bæta samgöng- urnar út um landsbyggðina, auka rafvæðingu landsins o. s. frv. Um stórátökin í landbúnaðinum segir m.a.: „I»á samþykkti Alþingi ýms mérk lög, sem snerta landbún- aðinn. Má þar nefna ný jarð- ræktarlög með margvíslegum umbótum í þágu landbúnaðar- ins, ræktun er stórlega efld og stefnt að þvi að allir bændur komi sér upp súgþurrkun. Þá voru einnig samþykkt lög um landgræðslu og gróðurvemd og ekki hvað sízt ný búfjárræktar- lög auk hýrna girðingalaga. Þá voru samþykkt lög um stóraukn- ar rannsóknir í þágu landbún- aðarins og annarra atvinnuvega. Þá er og unnið að eflingu bún- aðarfræðslunnar, ný bygging á Hvanneyri fyrir framhaldsdeild ina, sem verður efld og aukin og gerð að 3ja ára námi í stað 2ja áður, bygging nýs skóla- húss fyrir Garðyrkjuskólann að Reykjum stendur yfir og ný- bygging verður reist fyrir Hús- mæðraskóla Suðurlands að Laug arvatni. En þessir skólar heyra undir landbúnaðarráðherra og bygging þeirra hafin fyrir for- göngu hans“. Frá vinztri: Herta Áraadóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Sig- rún Vignisdóttir, Jóhanna Ósk Sigfúsdóttir og Bára Magnús- dóttir. — Ljósm.: Sveinn Þormó Átak í málefnum aldraðra í borginni íbúðir — aðstoð í heimahúsum — hjúkrunarheimili BORGARSTJÓRN samþykkti í gær í einu hljóði samhljóða tillögur borgarráðs um mál- efni aldraðs fólks i borginni. Tillöguraar eru byggðar á nið urstöðum og tillögum Vel- ferðarnefndar aldraðra og gerði formaður nefndarinnar, Þórir Kr. Þórðarson, grein fyrir þeim á síðasta borgar- stjórnarfundi. 1 samþykktinnl er m.a. gert rað fyrir byggingu 60 íbúða fyrir aldrað fólk, undirbún- ingur hjúkrunarheimilis fyrir aldraða með 48 rúmum o.fl. Samstaða um málið Borgarstjóri gerði stutta grein fyrir tillögunum, sem hann kvað byggða á starfi velferðarnefndarinnar og þakkaði hann nefndinni sér- staklega fyrir merkt starf. form. hennar Þóri Kr. Þórðar-- syni, og félagsmálastjóra borg arinnar Sveini Ragnarssyni. Kvaðst harln vænta þess að nefndin héldi áfram störfum og frá henni kæmu fleiri til- lögur og ábendingar. • Borgarstjóri sagði þessar tillögur vera um 'byrjunar- framkvæmdir og verði haldið áfram á sömu braut, eftir þeirri stefnu, sem nefndin hefði markað. Guðmundur Vigfússon (K) sagði i umræðunum, að öll atriði tillagnanna væru hin merkustu og Kristján Bene- diktsson (F) sagði flokk sinn telja málið hið gagnmerkasta og vera sammála þeirri stefnu, sem mörkuð hefði verið. Krist ján sagði borgarstjóra mega reikna með stuðningi Fram- sóknarmanna við að hrinda tillögunum í framkvæmd. Tillöguraar Tillögurnar eru á þessa leið: \ 1. Þeim tilmælum er beint til ríkisstjórnarinnar, að end- urskoðuð og samræmd verði öll félagsmálalöiggjöf, sem snertir málefni aldraðra, eink um 1. nr. 78/1936, um sjúka menn og örkumlaða, og fram- færslulög nr. 80/1947. 2. Stofnuð verði deild vel- ferðarmála aldraðra í skrif- stofu félags- og framfærslu- mála Reykjavíkurborgar. Deild þessi skal annast vistun á hælí og sjúkrahús, aðstoð við aldraða í heimahúsum, starfa og önnur velferðarmál upplýsingaþjónustu, útvegun aldraðra. Auk þess skal unn- ið að eflingu og samræmingu á starfi frjálsra félaiga. 3. Hafinn verði undirbún- ingur að byggingu íibúða, sér- staklega ætluðum öldruðu fólki. Samþykkir borgarráð að ákvarða lóð undir 60 íbúð- ir í þessu skyni við Klepps- veg, og sé í því sámbandi at- hugað samstarf við Dvalar- heimili aldraðra sjómanna. 4. Hafinn verði undirbún- ingur að byggingu hjúkrunar- heimilis fyrir aldraða, sem þurfa sérstakrar umönnunar við. Heimili þetta rúmi 48 sjúklinga. 5. Bongarstjóra er heimil- að að skipa nefnd þriggja manna til þess að semja ná- kvæma áætlun um stærð, byggingarkostnað, byggingar- framkvæmdir og rekstur stofnana, sem um getur í 3. og 4. lið. 6. Lagt er til við stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykja víkur og sjúkrahúsnefnd, að hluti húsnæðis þess, sem losn ar við opnun Borgarsjúkra- hússins, verði nýttur sem hjúkrunarheimili pg lang- legudeild fyrir aldraða sjúkl- inga. Jafnframt er þeim tilmæl- um beint til ríkisstjórnarinnar að hraða verði byggingu sjúkradeilda fyrir langlegu- sjúklinga og ellitruflað fólk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.