Morgunblaðið - 04.06.1965, Side 14

Morgunblaðið - 04.06.1965, Side 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 4. júní 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. GOTT AFREK Fúns og kunnugt er hafa stór- veldin, Bandaríkin og Sovétríkin, staðið í ströngu í himingeimnum undanfarin ár. Hefur það verið mörgum léttir nú á tímum kaldra stríða, að himinhvolfið skuli hafa svo mikið aðdráttarafl sem raun ber vitni. Þar hafa þessi tvö voldugustu stór- veldi okkar tíma gengið á hólm og auglýst mátt sinn og megin fyrir öllum þjóðum — og með því fundið kröftum sínum viðnám. Markmiðið er að sigra tunglið. Hafa Sovétmenn sigrað í mörgum orustum í þessu stríði stórveldanna, en enginn veit hver styrjöldina muni vinna. Stórveldadraumar hafa fengið útrás í þessu kapp hlaupi og eru því ýmsir á þeirri skoðun, að það hafi ver ið mannkyninu til góðs, að öðrum kosti hefðu vaxtar- •r verkir stórveldanna lýst sér í enn harðvítugri átökum og alvarlegri fyrir mannkynið. Er vonandi að skæruhernað- urinn í himinhvolfinu endist stórveldunum, meðan spenna kalda stríðsins ríkir. Þó að Sovétmenn hafi unnið marga og góða sigra í fyrr- nefndu kapphlaupi og oftast verið á undan Bandaríkja- mönnum, er ekki annað að sjá en hinir síðarnefndu hafi nú dregið þá uppi. Sovétmenn hafa stundum haldið þvífram, að yfirburðir þeirra í himin- geimnum sýni svart á hvítu, að hagkerfi þeirra sé betra en það sem vestrænar þjóðir búa við. Eftir síðasta geimskot Bandaríkjanna hljóta þeir þá að viðurkenna, að hagkerfin séu a.m.k. nokkurn veginn jafngóð. Að slíkum bollaleggingum hljóta vestrænir menn þó að brosa, og ekki síður að hin- um miklu sigurgöngum sem tíðkast í Moskvu austur, þeg- ar geimfarar koma úr himin- hvolfsferðum. Geimferðir Rússa hafa komið í staðinn fyrir leiki og brauð Róm- verja. En meðan rússneskir kommúnistar halda fjölda manna í járngreipum rauða hersins og íbúar Sovétríkj- anna mega vart um frjálst höfuð strjúka vegna ótta stjórnarvaldanna við óþving- aða hugsun og lýðræðislegar þarfir hvers manns, dettur engum í hug að vel heppnuð geimskot sýni yfirburði og góðan árangur í hagsmuna- glímu fólksiris. Þau sýna ein- ungis að miklu f jármagni hef- ur verið varið til þessara til- rauna og ágætir vísindamenn fengið verðug.. verkefni að glíma við. En haria er ólík- legt að kapphlaupið um geiminn eigi eftir að bæta lífskjör fólks undir ráðstjórn eða veita því það lýðfrelsi, sem við teljum hverjum manni sæmandi. Vafalaust eiga þó geimafrek Rússa eft- ir að auka við þekkingu okk- ar á lífi og tilveru og þannig gæti skæruhernaður stórveld- anna í himinhvolfinu orðið lýsandi kafli í menningarsög- unni. En engum dettur í hug, nú þegar Bandaríkjamenn hafa unnið sitt mikla afrek með geimskoti Geminis IV., að það sýni nokkrum manni styrk lýðræðisins í Bandaríkjun- um, eða að þar búi fólk við betri kjör en annars staðar. Aftur á móti er þetta afrek Bandaríkjamanna eftirminni legt framlag til vísinda og efl- ir trúna á, að maðurinn eigi eftir að sigra tunglið. En það, að sigra tunglið, er ekki sama og sigra fátæktina, sjúkdóm- ana og ófrelsið í heiminum. SAMNINGA- VIÐRÆÐUR egar þetta er skrifað, veit enginn, hver verður nið- urstaða þeirra samningavið- ræðna um nýja kjarasamn- inga sem átt hafa sér stað undanfarið. Verður varla hægt að átta sig á því hverp- ig málin standa, fyrr en dreg- ur að lokum. Sú er ósk og von allra góðra íslendinga, að samningar takist, svo að hægt verði að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og fram- fara, sem svo mjög hefur sett svip á allt þjóðlíf okkar. Ekki skulu, á þessu stigi málsins, rædd einstök atriði í sambandi við samningavið- ræðurnar eða væntanlegar nið urstöður þeirra. Á hitt skal þó minnt, að allir ættu að leggjast á eitt um það — og þá ekki sízt fulltrúar verka- lýðsfélaganna — að í nýju samkomulagi verði lögð meg- ináherzla á að hækka laun- in við lægstlaunaða verka- menn í landinu. Vitað er, að þeir eru ekki ofhaldnir af launum Sínum, þrátt fyrir alltof langan vinnudag og mikið erfiði. Þótt ýmsir hafi haft á þessu skilning, er varla hægt að búast við góðum árangri í þessum efnum, með- an sömu áhrifamenn innan verkalýðssamtakanna segjast gæta hagsmuna þessara verka manna og atvinnustétta í landinu, sem bera úr býtum tugþúsundir króna á mánuði. Blöð, sem hafa kennt sig við verkalýðinn, hafa barizt fyrir því af meiri hörku að ákveðn- ir starfshópár ferigju'yfir 50 Franz Jonas skálar við flokksfélaga sína fyrir unninn sigur. Myndin var tekin eftir að kunn- g-ert varð um úrslit í forsetakosningunum. Obreytt valdaskipt- ing í Austurríki SUNNUDAGINN 23. maí sl. fóru fram forsetakosningar í Austurríki. Urðu úrslit þau, að kosningu náði frambjóðandi Socíaldemókrata, Franz Jon- as, borgarstjóri í Vínarborg. Hlaut hann nauman meiri- hluta, eða aðeins 64.000 at- kvæði umfram andstæðing sinn. Úrslita kosninganna var beð ið með mikilli eftirvæntingu, því að keppinauturinn var dr. Alfons Gorbach fyrrum kanzl ari, víðkunnur maður og vin- sæll mjög. Á hinn bóginn var Jonas lítt þekktur utan Vín- arborgar og næsta nágrennis. En sú er orðin næsta rótgróin venja í Austurríki að skipta æðstu embættum ríkisins milli stærstu flokkanna, Sóei- aldemókrata og Austuríska þjó’ðarflokksins, sem er eins- konar íhaldsflokkur. Hefur svo verið frá því árið 1945, þegar Austurríki varð aftur sjálfstætt ríki, að kanzlari rík isins og forseti þingsins hafa verið úr Þjóðarflokknum en varakanzlarinn og forseti landsins úr flokki Socialdemó krata. Gæta Autsurríkismenn þess þannig, að ekki safnist of mikil vöýd á hendur eins - flokks,.þvfenda þótt hið aust- urríska þjóðfélag standi nú föstum fótum sem lýðræðis- legt velferðarríki, hafa íbú- arnir ekki gieymt árunum milli heímsstyrjaldanna — né heldur styrjaldarárunum sjálf um. — Enginn einn flokkur má, áð þeirra áliti, verða of ríkjandi ,of sannfærður og ör- uggur um eigin valdastöðu með þjóðinni. Því þrátt fyrir samkeppni og óhjákvæmilegar deilur er Austurriskismönnum í mun, að öll meiriháttar mál séu leyst með friði og sekt og sameiginlegri átoyrgð. Á kjörskrá í þessum kosn- ingum voru 4.8 milljónir manna. Var kjörsókn góð, 96%, enda liggja við sektir neyti menn ekki atkvæðisrétt ar síns. ★ Franz Jonas sem er 66 ára áð aldri, fæddur 4. o'któber 1899, hefur frá því fyrsta leyst öll þau verkefni, sem honum hafa. verið falin með stakri lipurð, öryggi og festu. Hefur oft verið um hann sagt, að hann sameini eiginleika hins fyrsta flokks iðnaðar- manns, samvizkusama verka- lýðsleiðtoga og dugandi stjórn málamanns. Hinsvégar er hánn, að sögn ekki beint lit- ríkur eða stórbrotinn persónu leiki og pólitís'kar ræður hans lausar yi’ó flug og lítt tid þess fallnar að hrífa ménn með sér. Segir hann jafan þgð, sem hann ætlar að koma á framr færi, rökrétt ög umbúðalaust. Franz Jona^ var alinn upp í socíalistísku og kommúnískú andrúmslofti Floridsdorf, en tilheyrir þó hægri arm-i socíál- demokrataflokksins. Hann er að miklu leyti sjálfmenntað- ur, en stundaði þó prentnám um hríð, — og aflaði sér marg víslegrar kunnáttu í fræðslu- stofnunum socialista, lærði m.a. ensku, ítölsku, hagfræ'ði og stjórnvísindi á þekn vett- vangi. Á tím,um Dollfuss og Sdhus hniggs gegndi hann ýmsum veigamiklum störfum fyrir flokk sinn, sem þá var bann- aður. Árið 1935 var hann handtekinn og sakaður um landráð, en sýknaður vegna sannanaskorts. Eftir að Hitler tók Austurríki og á styrjaldar árunum hafði hann ofan af fyrir sér með prentstörfum og síðar á skrifstofu. En að styrj- öldinni lokinni gekk hann í þjónustu borgaryfirvaldanna í Vín. Árið 1948 var hann kjörinn í borgarstjórn Vínar og kom þá í hans hlut að sjá um áðflutninga og útvegun matvæla, sem þá voru af svo skornum skammti, að mikill hluti íbúanna rambaði á barmi hungursneyðar. Gat Jonas sér mjög gott orð í því starfi, reyndist hagsýnn og út sjónar samur og ávann sér traust borgartoúa. Ekki hafði hann fyrr komizt yfir méstu erfiðleikana þar en honum var falið að leysa húsnæðisyandræði... ,v.bprgar- ionar. Sneri hann sér þag- ar að þvi verl^ef$i rne'ð oddi og egg. Árið 1951 vaVð hann efíirmaðuí: Theodors Körriers sem y firtoorgarstjóri í Vín. Hefur kómið í hajis 'hiut að færa þessa gömiu. fornfrægu borg. I. nútímahorf og' , þykir yfirleitt haf.a ve! tekizt. Einkum er til þess tek- ið hversu vel hefur tekizt til um endUr.sk.ipulagningu sam- . göngukerfís; bpfgarinnar óg menntamála. * þúsund krónur í mánaðar- laun, heldur en að lægst- launaðir verkamenn fái við- unandi laun. Er vonandi að hér verði hugarfarsbreýting hjá þeim mönnum sem á- byrgðina bera. Áður hafa verið gerðar til- raunir til ai5 jafna metin og hækka laun verkamannt, en þær tilraunir hafa oftast strandað á því, að í kjöifárið hafa komið aðrir starfshópar og krafizt ekki minni hækk- unar á sínum launum, með þeim afleiðingum að kjara- bætur hinna lægst launuðu tiafa oifðið miklu mun minni, en efrii stóðu til. Hafa þessar tilraunir því ekki borið þann árángur sem vænta hefði mátt. En vonandi er, að nú hafi skápazt skilninguí á þéssum málum, sem er íor- senda þess að verkamenn fái þær kjarabætur sem þeim .ber.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.