Morgunblaðið - 04.06.1965, Page 27

Morgunblaðið - 04.06.1965, Page 27
Föstudagur 4. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 27 — Frábær árangur Framhald af bls. 1 10 sekúndum síðar var Gemini IV komið á braut á sporbaugi sem er lengst 280 kílómetra og skemmst 160 kílómetra frá jörðu, sem er nákvæmlega sú braut, sem geimfarið átti að fara. Er geimfarið var komið á braut sneri McDivitt- því við til þess að huga að síðasta eldflaugarþrep- inu, sem skaut þeim á braut. Þrepið fylgdi í kjölfarið skammt á eftir þeim. McDivitt sagði þá sjón fagra, en gat þess að þrepið ylti um sjálft sig á braut sinni. Hætt við að snerta þrepið Er þieir McDivitt og White höfðu farið mestan hlúta fyrsta hringsins umhverfis jörðu,- vnr ákveðið að hætta. við þá fyrir- Ktlun að White skyldi snerta ?íð- asta þrep eldflaugarinriar eftir áð hann færi út úr Gemini-geim- íarinu. Á-kv.örðun um þetta var tekin eftir að McDivitt hafði tilkynnt að. hann hefði eytt of mik'.u oids- neyti í tilraunum sínum til að slýra Gemini IV að eldflaugar- þrepinu. Upphaflega hafði ráð verið fyrir því gert að. Gemini IV kæmi svo nærri þrepinu, að að- eins um 7 metrar skildu á milli og átti White þá að fara út úr geimfarinu, og snerta sjálft. þrep ið, þ.e.a.s. ef það ylti ekki svo mikið á bráut sinni, að honum stafaði hætta að því. Hinsvegar kom. fljótlega á daginn, að eld- flaugarþrepið valt mikjð á braut sirmi, og það kynni því að reyn- ast White h.ættulegt að koma nærri því. Skömmu síðar tjlkynntu lækn- ar á jörðu niðri, að White væri við beztu heilsu, og honum óhætt - að framkvæma þá áætlun, aS fara út úr Gemini-geimfarinu, þótt ekki yrði af því að hann kæmi nærri eldflaugarþrepinu. McDivitt notaði um 50% af eldsneyti Gemini IV til þess að reyna að komast sem næst þrep- inu, en hann var samt sem áður 3-—4 mílur frá því. „Við getum ekki komizt að því“, tilkynnti hann til jarðar. Er McDivitt spurði hvort hann setti að hætta tilraunum sínum, eða eyða meira eldsneyti, var honum sagt að ferðin í heild skipti meira máli en þetta ein- staka atriði hennar, og skyldi hann því láta af tilraunum til áð konjast að eldflaugarþrepinu. Er Geminigeimfarið fór yfir Carnavon-stöðina i Ástraliu fengu geimfararnir heimild frá Kennedy-höfða til þess að fara þrjá hringi. Þeir munu fá slíkar heimildir níu sinnum enn í ferð- inni, ef allt gengur að óskum, en hún á að standa 97 klst. og 50 mín. Á þessum tíma á Gemini IV að fara 62 hringi umhverfis jörðu áður en það lendir á Atlantshafi á mánudagskvöld eftir 2,700,000 km. ferðalag. Heimildir til geim- faranna verða gefnaí út fyrir nokkrar umferðir í senn. Hér er um að ræða lengstu geimferð Bandaríkjamanna, og jafnframt þá lengstu sem tveir menn hafa farið saman, en lengdarmetið á þó sovézki geim farinn Valerian Bykowski frá 14. júní 1963. „Geimgöngunni“ frestað Káðgert hafði verið, að White færi út úr Gemini IV er geim- farið væri í annarri umferð um- hverfis jörðu, en þessu varð að fresta Það sem olli einkum frestuninni, var að geimfararnir hö'fðu ekki haft nægan tíma til undirbúnings, og þó einkum að tæki, sem mæla átti blóðþrýsting White’s áður en harin færi út, og á meðan á geimgöngunni stæði, reyndust ekki í lagi. Að lokum var hætt við að mæla blóðþrýsting White’s. McDivitt ákvað á meðan á þessu gekk að fresta geim-göngu White’s þar til geimfarið væri í þriðju umferð umhverfis jörðu. Er McDivitt hafði ákveðið frestunina kallaði hann til jarð- ar: „Jæja, þá gefst tími til að lita í kringum sig.“ Virgil Grissom, sem stjórnaði fyrsta Gemini-geimfarinu, sem Bandaríkjamenn skutu á loft fyrir nokkru, var í stöðugu tal- sambandi við geimfarana. Hann spurði hvort þeir hefðu haft nokkurn tíma til að taka mynd- ir. Staðreyndin er sú, að við höf- um haft harla lítinn tima til að gera nokkuð“, svaraði McDivitt: „En þetta er fyrirtaks geimfar.“ White sagði að 'hann hefði tekið fram allan útbúnaðinn, sem til •geimgöngunnar þyrfti, en bætti við að sér hefði orðið heitt við þá hreyfingu. „Hvernig líður þér núna,“ spurði Grissom þá. „Prýðilega" svaraði White. McDivitt skýrði frá því rétt á eftir að í því færi geimfarið yfir Kennedyhöfða, og þeir sæju skotpallinn, sem þeir fóru frá. „Hahn sést greinilega“, sagði hann. Eftir að hafa því næst skýrt frá því að þeir sæju enn síðara þrep eldfíaugarinnar, sagði Mc- Divitt: „Þetta hefði orðið stútt flug ef við hefðum elt þennan skramba.'* „Við sjáum Flórída eins óg á landabréfi,“ bætti hann við. 20 mínútur í tóminu Er geimfarið var í þriðju ferð sinni umhverfis jörðu, var allt reiðubúið. Kl. 19:44 að. ísl. tíma smeygði White sér út úr Gemini IV, en McDivitt stýrði því áfram. McDivitt kallaði til jarðar: „Þetta gengur stórkóstlega. Hann er ltominn út og er farinn að hreyfa sig“. í þessu framandi umhverfi varð White þannig raunverulega að „gervitungli", íklæddu geim ferðabúningi, og sveif hann á braut umhverfis jörðu með geim farinu. Aðeins um 8 metra löng gullin nælontaug tengdi hann við geimfarið. Hraðinn var um 28.000 kílómetrar á klukkustund. Brátt var rödd White’s, þar sem hann tveif úti í tóminu, útvarp- að um útvarpsstöðar um heim allan. Rödd hans var óskýr og brestir heyrðust í sendingunni, þannig að erfitt var að skilja hvað Harin ságði. McDivitt skýrði frá því að White væri hinn hressasti að sjá og að hann notaði hinar litlu þrýstiloftsbyssur til að hreyfa sig. Þetta var í fyrsta sinn, sem maðurinn notar slík tæki úti í geimnum. Eftir að White fór út úr Gem- ini IV fór geimfarið með ógnar- hraða yfir Mexico, yfir SV-hluta Bandaríkjanna, Arizona, New Mexico og Texas og síðan yfir Mexicóflóa, Florida og út yfir At lantshaf. Tilkynnt var á jörðu niðri að allt gengi eins og bezt yrði á kosið. Allt heilsufar White’s væri í góðu lagi, þótt hann svifi í tóm inu. Rækilega var fylgzt með þessu og hvert hjartaslag hans og andardráttur mældist á tækj um á jörðu niðri. White komst miklu auðveld- legar út úr Gemini IV en rúss- neski geimfarinn Alexei Leonov úr geimfari sínu, er hann fór hina sögulegu ferð sína fyrir nokkru. Leonov varð að klöngr- ast út um lítið kýrauga, en White opnaði hinsvegar stóra lúgu á Gemini og hafði lítið fyrir að komast út. Þær 20 mínútur, sem White sveif í tóminu, áttu geimfararn- ir fremur óformlegt samtal um myndatökur o. fl., og er það birt á öðrum stað í blaðinu í dag. Var þessu samtali þeirra útvarpað víða um heim, en það heyrðist illa. Hinsvegar náðist það sæmi- lega niður í geimferðastöðina í Houston, Texas. Eftir að White hafði svifið í geimnum og notað þrýstilofts- byssurnar, sem McDivitt kvað hafa starfað mjög vel, smeygði hann sér aítur inn um lúgu Gem ini IV heill á húfi eftir þetta mikla ævintýri. Var honum skip að af jörðu niðri að fara inn aft- ur sökum þess að skömmu síðar átti geimfarið að fara „inn í nótt ina“, þ.e. yfir hinn myrkvaða helming jarðar. Upphaflega hafði verið ráð Framhald af bls. 1 myndavélina hér? White: Já. McDivitt: Snýr hún að þér? White: Nei, ekki núna. Snúðu henni. Ég er ekki með á myndinni. McDivitt: f hvora áttina? (Truflað svar frá White) McDivitt: Heyrðu, farðu ekki aftur þangað sem þú.. „ White (grípur fram í): Nei, ég er ekki fyrir aftan þig, ég ég er beint framundan. Grissom, stöðugt ofan í truflað samtal geimfaranna: Gemini IV Houston, Gemini IV Houston, Gemini IV Houston. White: Ég er aðeins húinn að taka fjórar eða fimm myndir. McDivitt: Allt í lagi. Ég er huinn að taka n-.’.rgar, en þær eru ekki mjög góðar. Þú ert of nærri á þeim flestum. Mér tókst loks að stilla fók- usinn á 8 fet eða svo. Grissom: Gemini IV Houst- on, Gemini IV Houston. Jarðstjórn til flugstjórnar: Élugstjórn, viljið þið hiðja Gemini IV að sieppa rofan- um þegar þið reynið að tala við það. McDivitt: Veiztu það, Ed, að þetta um tilvitnunina, sem þú minntizt á, það lítur út fyrir að það sé rétt. Grissom: Gemini IV Houst- fyrir því gert að White yrði 12 mínútur fyrir utan geimfarið, en þær urðu 20 áður en lauk. White talaði án afláts við McDivitt með an hann var fyrir utan, og átti stjórn geimferðarinnar á jörðu niðri fullt í fangi með að komast að.. Um tírna vildi White helzt ekki sinna skipunum frá' jörðu um að fara aftur inn í geimfar- ið, og var það ekki fyrr en bæði Virgil Grissom, sem stóð í tal- sambandi við geimfarið, svo og McÐivitt, voru farnir að byrsta sig, að hann fór inn aftur. (Sjá samlal geimfaranna og Griss oms á öðrum stað). Eftir að White var kominn inn, lýstu læknar á jörðu niðri því yfir, að heilsa hans væri með hinum mestu ágætum eftir þessa eftirminnilegu lífsreynslu. Varðbergsféiag ÁHUGAMENN um vestræna samvinnu efna til stofnfundar Varðbergsfélags á Snæfellsnesi í samkomuhúsinu í Ólafsvík í kvöld kl. 21.00. Að undanförnu hefur staðið yfir undirbúningur að félagsstofnuninni og hafa tek- ið þátt í henni menn úr lýðræðis- flokkúnum þremur, frá Stykkis- hólmi, Grundarfirði, Hellissandi og Dlafsvík. Þeir, sem áhuga ha.a á að taka þátt í félagsstofnuninni eru velkomnir á fundinn. Að undarstörfum loknum verður fundarstörfum loknum vérður Evrópu", sem fjallar um þróuri- ina í Evrópu frá styrjaldarlok- um. — McDiyitt: ...(truflað) .. flugstjórnin segir hað. Grissom: (greinilega) Flug- stjórnin segir þér að fara aft- ur inn. McDivitt: Hefurðu nokkur skilaboð til okkar? Grissom, ákafur: Geminá, hafðu samhand. McDivitt: alit í iagi, við ætlum að hafa samhand núna. Grissom: Roger, við hérna niðri höfum verið að reyna að tala við ykkur í góða stund. White, er hann féklc skipun um að fara aftur inn í geim- farið: Mér líður hara ágæt- lega .... “ McDivitt: Nei, komdu inn aftur. Komdu. White, hlæjandi, en truflað: Ég kem ekkert inn. McDivitt: Við eigum þrjá og hálfan, dag fyrir höndum, vin- ur sæli. White, með tregðu: Ég er að koma inn. McDivitt: Allt í lagi. Grissom: Þið hafið um 4 mínútur þangað til þið komið að Bermuda .... (hér heyrð- ist ekki meira). McDivitt til White: Allt í lagi, allt í lagi, hafðu engar áhyggjur. Komdu hara inn. McDivitt: Ilvernig gengur þér? White: Mér gengur stórkost- lega. McDivitt: Gott. McDivitt: Jæja, látum okk- ur . . . hananú, gættu að þér þarna. — Orlof húsmæðra Framlhald af bls. 8 þeirra kvenna, sem gist hafa or- lofið, fært því gjafir. Allt þetta fé hafi ég móttekið og fyrir hönd nefndarinnar færi ég öllum hlut- aðeigandi innilegar þakkir. Or- lofsnefndin í Reykjavík hefir nú opnað skrifstofu að Aaðalstræti 4 hér í borg og verður hún opin alla virka daga kl. 3—5. Æskilegt er að umsóknir ber- ist sem fyrst vegna möguleika á lengingu timans, ef með þarf. Orlof húsmæðra á að vaxa með ári hverju og hlýtur að gera sam- kvæmt eðli sínu og vinsældum — því hvíld og gleði eykur bæði fegurð manna og gæði. Fyrir hönd Orlofsnefndar húsmæðra, Reykjavík. Steinunn Finnhogadóttir, Kennedyhöfða, 3. júní — AP — James Mc-Divitt (t.v.) o«! ■Edward White, koma sér fyr- ir í Gemini-geimfarinu í niorg un nokkru áður en hirt fræki- lega geimferð þeirra hófst. — Hún á að standa í fjóra sólar- hringa. beint fyrir ofan hana (lúg- una). McDivitt: Nærðu engri hand festu þarna, Ed? White: Jú, ég . . . (truflað). McDivitt, svaraði truflaðri spurningu frá White: Nei, komdu inn. White segir McDivitt aftur eitthvað. McDivitt, í kröfutón: Ed, komdu hingað inn. White: Allt í íagi. McDivitt: Okay, misstu ekki . . . (truflað). White Ég næ því ekki alveg. McDivitt: Aðeins hetur. White: Allt í lagi. Ég náði því. Hér var hluti samtalsins truflaður. McDivitt: Komdu inn núna. Flugstjórn: Kallaðu í hann aftur, Gus. Grissom: Gemini IV, Houst- on. Hér truflaðist sambandið enn. McDivitt: Nokkur skilaboð til okkar, Houston. Grissom, hvasst: Já, komdu honum aftur inn. Grissom: Er hann á leiðinni inn? McDivitt: Hann stendur í sætinu núna og nú eru fætur hans komnir niður fyrir mæla borðið. Grissom: Okay, komdu inn núna. Þið verðið yfir Burmuda Los eftir 20 (sekúndur). McDivitt: Hann er að koma inn. Það lítur út fyrir að hann eigi í erfiðleikum með að kom ast inn. Grissom: Er kveikt á Ijós- unum í geimfarinu ef þið skylduð lenda í myrkri? Svar McDivitt var truflað. Flugstjórnin greindi frá því, að sambandið hefði tap- azt um stund yfir Bermuda. McDivitt náði þó sambandi nokkrum sekúndum síðar og talaði við Grissom. Einhver spurði Grissom hvað McDivitt hefði sagt. Grissom svaraði: Hann sagði að hann væri upptekinn, og það væri bezt að hann talaði ekki meira við okkur að sinni. gjaldkeri. Mý sending Dragtir — Kjólar — Piis — Blússur. Skólavörðustíg 17. White: Ég er að eg: er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.