Morgunblaðið - 11.06.1965, Page 12

Morgunblaðið - 11.06.1965, Page 12
12 MORGUNBLAÐID Föstudagur 11. maí 1965 Magnús Þorláksson Símamaður — IVIinning Fæddur 7. nóv. 1895 Dáinn 4. júní 1965 VIÐ, sem svo að segja höfðumdag lega umgengni við Magnús Þor- láksson, vissum, að um mörg ár hafði hann verið í varnarstöðu gegn aðsteðjandi sjúkleika, er aldrei lét af sókn sinni. Magnúsi var búið að vera það fullljóst um langt tímaskeið, að fyrir þessari heljarsókn hlyti vörn hans að bresta, kannski í nótt eða á morgun eða---------? Og nú er svo komið, að Magn- ús þraut vörnin aðfaranórtt 4. júní sl. Af sjónarsviði okkar, sem eft- ir stöndum og áttum með Magn- úsi langa samleið, er .horfinn minnisstæður og mætur félagi, er með hugró og hetjulund stóð með •n stætt var. Magnús var fæddur í Brokey á Breiðafirði 7. nóv. 1895, elztur fjögurra systkina. Foreldrar hans voru Þóranna Ólafsdóttir og Þor- lákur Magnússon, sæmdarhjón af traUstu og þrekmiklu bændakyni. Voru þau hjón gædd ' góðri greind og afburða líkams- hreysti. Hvort tveggja erfði Magnús í ríkum mæli. Þó að eftirlætis tómstundaiðja Magnúsar væri bundin ættfræði og öðrum þjóðlegum fræðum, sleppi ég mér ekki út á þá braut að~rekja ætt hans, því að ekki væri það minningu hans sgm- boðið, að halla hársrbeidd frá því sem réttast værL í bernsku fluttist Magnús með foreldrum sínum upp í Reykhóla- sveit, þar sem þau bjuggu um nokkurra ára skeið á Brandsstöð um og Hofstöðum. Síðan lá leið- in á ný út í eyjar. Fyrst í Rauðs- íbúðir til sölu / 2 fjögurra herbergja íbúðir í sama húsi í Kópavogi til sölu. 4ra herbergja íbúð til sölu, 120 ferm. í Laugarnesi í kjallara, lítið niðurgrafin. 2ja herbergja íbúð til sölu á 1. hæð við Hátún. Skip & fasteignir Austurstræti 12 — Sími 21735 Eftir lokun 36329 Sölumaður Eitt af stærri iðnaðarfyrirtækjum bæjarins óskar eftir sölumanni. Nauðsynlegt er, að viðkomandi geti unnið sjáifstætt og geti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 14. þ. m. merkt: — Sölumaður — 7864“. NÝ SENDING ENSKAR Sumarkópur og drugtii EINNIG HOLLENZKAR rússkinnskúpur Kápu- og dömubúðin Laugavegi 46. Ódýrt — Ódýrt Drengjaskyrtur hvítar frá kr. 39,— til kr. 59.— Drengjaskyrtur flunel frá kr. 75— Drengjaskyrtur, straufríar frá kr. 99.— Herraskyrtur flunel frá kr. 125.— Herrasportskyrtur, straufríar frá kr. 198.— Leðurlíkisjakkar drengja frá kr. 430.— til kr. 495.— Teipnaúipur kr. 298.— Telpnaúlpur, nælon frá kr. 450.— Stretchbuxur barna frá kr. 325_ Stretchbuxur dömu frá kr. 485— Dömu vinnubuxur frá kr. 198.— Drengja terylenebuxur nr. 4—8 kr. 285.— Drengja terylenebuxur nr. 10—16 kr. 300.— Nælonsokkar á kr. 20.— auk margra annarra ódýrra hluta og fatnaðar á börn og fullorðna. Notið tækifærið tfl góðra innkaupa meðan þessi sala stendur. VERZLUNIN, Njálsgötu 49. Heklubuxur Heklupeysur Heklusokkar í SVEITINA merkid tryggir vandada vöru á hagstædu verdi eyjar, þar sem Magnús kynntist sjóferðum á straumhörðum og hættulegum leiðum fjarðarins, undir stjórn harðduglegra og djarfra sjófarenda. Einhver gömul kynfylgja breið firzkra sjómanna átti rætur í eðli Magnúsar, því að eftir fárra ára dvöl í Rauðseyjum, er hann flutt- ist með foreldrum sínum til Flat- eyjar, þá á tvítugsaldri, gerðist hann fiskiveiðasjómaður, fyrst á opnum bátum, síðan á þilskipum. Mun hann hafa óskað þess að leita frama í þeirri atvinnugrein. En sú von Magnúsar brást. Eftir nokkurra ára sjómennsku var hann dæmdur úr leik við Ægi og aflabrögð vegna ofnæmissjúk- dóms, er læknar töldu stafa frá sjóvinnu og seltu. Þetta urðu Magnúsi mikil von- brigði, en um leið þau þáttaskil, sem tengdu hann lífsstarfi, er entist honum til æviloka. Árið 1921 fór Magnús að heim- an til að leita sér lækninga í Reykjavík, svo og nýrrar at- vinnu. Sama ár auglýsti bæjar- síminn 1 Reykjavík eftir karl- manni til næturþjónustu á mið- stöð bæjarsímans. Magnús sótti um stöðuna og hlaut hana. Það mátti ætla, að skútukarli vestan af landi væri annað sýnna en að setjast á símabekk með hlustunartæki fyrir eyrum og sinna þörfum allavega fyrirkall- aðra símanotenda, að næturlagi. En það fór á ánnan veg. Magn- ús náði skjótt föstum tökum á starfi sínu og ávann sér vinsæld- ir fyrir lipurð og trausta þjón- ustu. Ég minnist þess, frá þeim tíma er ég hóf störf, sem snertu alla símanotendur í Reykjavík á mis- munandi þægilegan eða óþægi- legan hátt, hversu margoft síma- notendur vitnuðu í Magnús til góðrar fyrirmyndar, þegar eitt- hvað þótti skorta á fullkomna þjónustu hjá okkur eða skjótar og vafalausar upplýsingar. Ég öfundaði Magnús ekki af trausti því sem hann hafði áunn- ið sér að verðleikum og sætti mig við rýrari hlut. Minnisgáfa Magnúsar var frá- bær. Upplýsingar hafði hann því ávalt á hraðbergi. Spyrði t.d. einhver, sem ekki nennti að fletta upp í símaskrá sinni um síma- númer eða heimilisföng vissra símánotenda, stóð ekki á svari. Magnús þurfti ekki að leita í símaskránni, hann kunni hana. Þegar sjálfvirka bæjarsíma- stöðin í Reykjavík tók til starfa, fluttist Magnús til næturþjón- ustu á langlínumiðstöð landssím- ans og naut þar einnig óskoraðs trausts samstarfsfólks síns úti á landsbyggðinni. Af miklum fjölda símameyja, er Magnús átti samstarf með, hef ég enga talað við, sem ekki virti og dáði hann fyrir drengskap, lipurð og hjálpfýsi. Hann sjálfur miðlaði bróðurlegri umhyggju og hlýhug til þessa vænlega hóps starfssystra sinna. Öll störf Magnúsar voru til sóma fyrir íslenzka símaþjónustu þau 32 ár, sem hann vann, með- an aðrir sváfu. Fyrir 12 árum fór Magnús að kenna hjartasjúkdóms. Var hann þá leystur frá næturþjónustunni og settur til skrifstofustarfa á verkstæði bæjarsímans. Þar vann Magnús með sömu trúmennsku til hinzta dags æv- innar. Magnús var hraustmenni á yngri árum. Hann var rólyndur, íhugull og skapfastur, vinsæll og trygglyndur. Greindur var hanu og bókhneigður. Hagyrðingur góður, en fór dult með þá gáfu. Ættfræð i og saga þjóðarinnar voru eftirlætis viðfangsefni hana í öllum frístundum. Magnús kvæntist 1. des. 1956, eftirlifandi konu sinni, Maríu Helgadóttur frá Klettstíu í Norð- urárdal. Áttu þau hjón einkar snotra íbúð í Meðalholti 2. María var hollur og ástúðleg- ur förunautur manns. síns, þau fáu ár, sem þeim voru gefin í sam búð. Magnúsi var það lán og ó- metanlegur styrkur að njóta umönnunar og fórnarlundar konu sinnar, þegar heilsubilun hanj ágerðist. Hún bjó honum hlýtt og frið- sælt heimili, sem þó stóð ávallt opið gestum og vinum hjónanna. Á heimili þeirra ríkti einlæg gestrisni og á öllu var myndar- bragur. Við félagar og vinir Magnúsar þökkum honum samfylgdina hérna megin tjaldsins og geym- um minningu um góðan dreng. Konu hans vottum við samúð okkar. G. Jóh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.