Morgunblaðið - 11.06.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 11.06.1965, Síða 14
14 MORGUNBLADID Föstudagur 11. maí 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. JJRBÆTUR í ATVINNU- MÁLUM NORÐ- LENDINGA Cíðustu árin hafa skapazt ^ nokkrir erfiðleikar í at- vinnumálum á Norðurlandi vegna langvarandi aflabrests. Vandamál þau, sem skapazt hafa af þessum sökum voru rædd fyrir nokkru á ráðstefnu um atvinnumál Norðlendinga, sem fulltrúar frá kaupstöðum og kauptúnum Norðanlands sóttu. í sambandi við samkomulag það, sem tekizt hefur með vinnuveitendum og verka- lýðsfélögum á Norðurlandi um kaup og kjör, hef- ur ríkisstjórnin nú gefið út yfirlýsingu með fyrirheitum um sérstakar aðgerðir til úr- bóta á þessum vandamálum Norðlendinga. í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er m.a. gert ráð fyrir, að gerðar verði tilraunir með flutning söltunarsíldar til þeirra staða á Norðurlandi, þar sem skortur er atvinnu og aðstaða góð til söltunar. Er hér um að ræða verulegt hagsmunamál fyrir staði eins og t.d. Siglufjörð, þar sem at- vinnuhættir eru mjög ein- hæfir og hafa um árabil byggzt fyrst og fremst á vinnslu síldarafla. Þá mun einnig leitast við að tryggja frystihúsum og öðrum fiskvinnslustöðvum á Norðurlandi og Strandasýslu hráefni til vinnslu næstu tvo vetur ef þörf krefur, annað hvort með flutningi bolfisks af fjarlægum miðum eða með stuðningi við útgerð stærri fiskiskipa frá þessum stöðum, sem flutt gætu eigin afla lang leiðis. í útgerðarbæjunum Norð- anlands eru fyrir hendi myndarleg atvinnufyrirtæki, sem byggð hafa verið með það fyrir augum að vinna úr þeim fiskafla, sem þar berst á land. Afkomumöguleikar fólksins á þessum stöðum hafa að tölu- verðu leyti byggzt á rekstri þessara fyrirtækja, en eins og annars staðar á landi okkar, þar sem afkoman er komin undir óvissum sjávarafla, hlýtur langvarandi aflaleysi að hafa alvarleg áhrif á lífs- afkomu þeirra, sem þar búa. Auðvitað er nóga atvinnu að fá annars staðar á landinu, en það er vissulega ekki æski- leg þróun, að slíkir erfiðleikar sem þeir, er Norðlendingar búa ,nú við, verði til þess, að fólkið flytjist úr þessum lands hluta til annarra staða þar sem meiri atvinnu er að fá nú sem stendur. Það ber því að fagna fyrir- huguðum aðgerðum ríkis- stjórnarinnar til þess að tryggja Norðlendingum aukið hráefni til fiskvinnslu og ekki óeðlilegt ,þótt ríkisvaldið láti til sín taka vandamál af þessu tagi. AUKINN SÍLD- ARIÐNAÐUR IT'itt atriði í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um úrbæt- ur í atvinnumálum Norðlend- inga er, að leitað verði leiða til þess að afla aukinna mark- aða fyrir niðursoðnar og nið- urlagðar fisk- og síldarafurð- ir. Það er vissulega íhugun- arefni nú, þegar fréttir ber- ast um mikinn síldarafla, hverjar leiðir séu færar til þess að auka vinnslu síldar- afurða hér innanlands. í þessum efnum höfum við átt við nokkra erfiðleika að etja, þótt t.d. frændur okkar á Norðurlöndum margfaldi verðmæti þess síldarafla, sem þar berst á land eða þeir kaupa af okkur, með niður- suðu og niðurlagningu. Hér eru fyrst og fremst þrjú atriði, sem krefjast úrlausnár, öflun öruggra markaða og nauðsynlegrar tækniþekking- ar og kostur hagkvæmra fjár- festingarlána til þess að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir atvinnufyrirtæki á þessu sviði. Það yrði gleðiefni, ef við- leitni ríkisstjórnarinnar í þess um efnum yrði til þess að síld ariðnaður innanlands ykist til mikilla muna. Þá er gert ráð fyrir því, að næsta haust verði hafizt handa um heildarathugun á atvinnumálum Norðurlands og að þeirri athugun lokinni, hafizt handa um undirbúning framkvæmdaáætlunar fyrir þennan landshluta, sem miði að eflingu atvinnurekstrar þar. Verður samhliða athugað um staðsetningu nýrra at- vinnutækja, t.d. í stálskipa- smíði, skipaviðgerðum og veið arfæragerð og hagur þeirra iðnfyrirtækja, sem þar eru nú starfandi kannaður með það fyrir augum, að hann verði kostur. Nauðsynlegt er, að þess verði gætt í þessu sambandi að þau nýju atvinnufyrirtæki, sem upp kunna að rísa í sam- ræmi við hina fyrirhuguðu framkvæmdaáætlun fyrir Norðurland verði í einkaeign Xeikning af nýju geimflauginnL Ný evrópsk geimflaug? • f JUNKER-flugvélaverk- smiðjunum í Vestur- Þýzkalandi er um þessar mundir unnið að áætlun um smiði geimflaugar, sem vonir standa til að geti, eftir um það bil áratug, orðið tillag Evrópu til ferða manna um geiminn. Verður áætlun þessi lögð innan skamms fyrir ELDO — evrópsku geimvís- indastofnunina. Kostnaður við smíði geimflaugarinnar er áætlaður um það bil 60— 70 milljarðar króna. Frá því árið 1962 hafa u. þ. b. 60 vísindamenn og verkfræðingar unnið að þess- ari áætlun. Hugmyndin er sú, að geimflaugin geti komið í stað þeirra eldflauga, sem nú eru notaðar til þess að koma geimförum á loft. Eftir einn til tvo áratugi er reiknað með því, að allmörgum mönnuð- um vísindastöðvum hafi verið komið út í geiminn og muni þær jafnvel verða á stöðugri ferð umhverfis jörðu. Þá kem ur til það vandamál að sjá geimförum fyrir lífsnauðsynj um og jafnframt að skipta um menn í geimstöðvunum. Þessu hlutverki er hinni nýju geimflaug ætlað að gegna. Geimflaug þessi er einskon ar sambland af eldflaug og flugvél, sem flýgur hraðar en hljóðið. í rauninni er hún sam sett af tveimur misstórum eldflaugum og er hinni minni komið fyrir ofan á þeirri stærri. Svarar sú stærri þá til fyrsta þreps þeirra eld- flauga, sem nú eru notaðar, en hin til annars þrepsins. Geimflauginni, sem verður samtals 150—200 tonn, er áætlað að skjóta á loft frá sérstaklega útbúnum skot- palli og verður upphafshraði hennar 900 km/ klst. Þegar hún hefur náð fimmtíu kíló- metra hæð losar stærri eld- flaugin sig við þá minni, er hún hefur þá borið „á bak- inu“ og flýgur sjálf aftur til jarðar, en sú litla heldur áfram til geimvísindastöðvar innar. Á stærri flauginni er áætlað að verði tveir flug- menn og munu þeir lenda henni eins og svifflaug á jörðu. Miklar vonir eru bundnar við einmitt þetta atriði, — því að eitt af því, sem gerir nútímageimvísindi svo óskaplega kostnaðarsöm, er, að eldflaugarnar er aldrei hægt að nota nema einu sinni, það er enigöngu geim- hylki geimfaranna, sem svíf- ur aftur til jarðar. Hina nýju geimflaug Evrópumanna ætti á hinn bóginn að vera unnt að nota aftur og aftur. og félaga. Þannig munu þau verða þessum byggðarlögum mest lyftistöng og tryggður hagkvæmastur rekstur þeirra. Morgunblaðið vill láta í ljós þá von, að þessar fyrirhuguðu úrbætur í atvinnumálum Norðlendinga muni leiða til þess, að öryggi og grózka skapist í atvinumálum þessa landshluta og þar með sífellt bætt lífskjör fólksins, sem þar býr. UMRÆÐUR UM BÚNAÐARMÁL TTndanfarið hafa staðið yfir deilur hér í blaðinu milli áhugamanna og sérfræðinga um landbúnaðarmál. Er það vel því ekki eru framfaravon- ir, þar sem lognmollan er alls ráðandi. í gær birtist hér í blaðinu yfirlýsing frá stjórn Búnaðar- félags íslands, þar sem drepið er á deilur þessar og aðild Morgunblaðsins að þeim. í yfirlýsingu Búnaðarfélags ins er m.a. fjallað um gildi vísindastarfseminnar fyrir þennan annan aðalatvinnuveg þjóðarinnar og á það lögð áherzla, að landbúnaðurinn hljóti eins og aðrir fram- leiðsluatvinnuvegir að byggja starf sitt á niðurstöðum vís- inda og rannsókna. Nauðsyn þessa sjónarmiðs kom einmitt fram í forystugrein Mbl. og er ástæða til þess að fagna því, að það skuli ríkjandi í yfir- lýsingu Búnaðarfélagsins. Allir vita hvernig ástatt er í vísindum, þar sem annan leg sjónarmið eru eins og fjöt- ur um fót góðra vísindamanna en alls kyns gervimennska er látin ráða ríkjum. Þarf ekki annað en bepda á feril Lys- enkos hins rússneska til þess að sýna fram á þessar hættur. Vísindin efla alla dáð, sagði xslenzkt skáld, en það gera þau því aðeins að þau séu frjáls og óháð. Er vonandi, að umræður þær um land- búnaðarmálin, sem nú eiga sér stað hafi þetta frelsi að leiðarljósi, heiðarleika og sæmilega mannasiði að að- haldi. -Islenzku verkunum Framhald af bls. 6 an tíðar. Einstakir listamann- anna jaðra við að vera „pop- kunstnerar". Albert Johansson bræðir auglýsinga „matriksur“ inn í massa, sem borinn hefur verið svertu. Þannig koma mynd- irnar fram á mjög margbreyti- legan hátt. Einnig gerir hann til— raunir með pappagrímur, sem hann hefur keypt mikið af í leik- fangaverzlunum. Danir hafa valið að sýna verk þeirra listamanna, sem með natúralisma sínum hafa gefið þeirri stefnu í listum landsins nýjan kraft. Harald Leth hefur selt norska listasafninu eitt mál- verk, og Det Faete Galleri i Þrándheimi hefur keypt tvö mál- verk. Svartlistarmaðurinn Sig- urd Vasegaard sýnir myndskreyt- ingár, og má segja, að þær stándi í tengslum við mynd- skreytingar Gerhard Munthes og Halfdan Egedius.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.