Morgunblaðið - 11.06.1965, Side 26
26
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagur 11. maí 1965
Valur vann fslandsmeistara Keílavíkur 2-0
— og tók forystu ■
1. dei'dar keppninni
VALSMENN tóku forystuna í 1.
deild í gær. Til þess þurftu
þeir að sigra Islandsmeistarana
frá Keflavík, en það reyndist
þeim heldur létt, því Keflvík-
ingar áttu bæði lélegan leik og
svp var langt frá því að lánið
léki við meistarana. Gæfan var
hins vegar hliðholl Val,. því úr-
slitatalan 2—0 gefur ekki rétta
mynd af gangi leiksins.
En sigur áttu Valsmenn skilið
— einkum fyrir ákveðnari leik
í fyrri hálfleik. Forysta Vals í
hléi var fyllilega réttlát, en það
var hins vegar heppni að Valur
fékk skorað annað mark og
ennþá meira lán fyrir Val að
Keflavík ekki fékk skorað, þrátt
fyrir mörg opin tækifæri.
if Góð byrjun Vals
Valsmenn voru mun ákveðn
ari í byrjun og náðu góðum
tökum á leiknum. Þegar á 7.
mín. fengu þeir laun fyrir nokk
ur góð upphlaup með fallegu
marki með ennþá fallegri að-
draganda.
Upphlaupið sem forystuna
gaf hófst á miðju og lék Ingvar
upp hægri kant allt að enda-
mörkum. Þaðan sendi hann háa
sendingu fyrir markið, sem
Kjartan markvörður ÍBK hugð-
ist reyna að slá frá, en þetta
upphlaup hans reyndist afdrifa-
ríkt, því Bergsveinn v. innherji
Vals varð fyrri til og skallaði
í mannlaust markið. Bergsveinn
sýndi þarna ákveðni og festu
með háu upphlaupi sem gerði
gæfumuninn.
ic Misnotuð tækifæri
Mörk hálfleiksins urðu ekki
fleiri. En framan af var leikurinn
skemmtilegur og allvel leikinn.
Valsmenn náðu mörgum falleg-
um upphlaupum sem byggðust
á nýtingu kantanna og var
Ingvar mjög hreyfanlegur og
nýttist þannig hans beztu hæfi-
leikar, þ. e. hraði fram og góðar
fyrirsendingar. Högni kaus að
halda stöðu sinni og við það
varð Ingvar frjáls og óvaldaður.
Keflvíkingar áttu ekki færri
upphlaup og léku oft dável upp
að eða inn í vítateig Vals, en er
þangað kom urðu leikmenn ráð-
lausir þvældust hver fyrir öðr-
um og misnotuðu tækifærin
herfilega. Var sannarlega líill
meistarabragur yfir leik liðsins
fyrir framan mark mótherjanna
— og fór versnandi er á leið með
fáum undantekningum.
Lélegur siðari hálfleikur
Síðari hálfleikur var mun lak-
ari og á köflum lélegur. Er sárt
að þurfa að taka svo til orða um
tvö af efstu liðum í 1. deild.
Keflvíkingar áttu mjög góð
tækifæri. Rúnar Júlíusson átti
skot í stöng og lék þar lánið við
Val. Síðar stóð Karl Hermanns-
son fyrir opnu marki og skaut
yfir . Ótal önnur tækifæri áttu
Keflvíkingar en allt kom fyrir
ekki. Dáðleysið var óhugnanlegt
fyrir framan Valsmarkið.
Og mitt í öllum sóknaraðgerð-
um ÍBK náðu Valsmenn upp-
hlaupi á 27. mín. Var leikið upp
vinstri kant og gefið fyrir.
Óvaldaður fyrir framan mark
stóð Bergsteinn Magnússon og
skallaði laust að marki og skopp-
aði boltinn í mark út við stöng.
Liðin
Bezti maður Vals var Reynir
h. útherji með skemmtilegan
leik og góða tækni. Hann átti og
skot góð, svo hurð skall nærri
hælum hjá Keflvíkingum. Fram-
línan var nú bezti hluti Valsliðs-
ins með hröð og oftast hættuleg
upphlaup^hreyfanlegan leik og
oft skemmtilegan. Sigurður Dags
son í markinu er og liðinu mikil
stoð, þó hann ætti nú nokkur
Hin vistlega setustofa í nýja félagsheimili Golfklúbbs Ness, sem vígt var síðastliðinn föstudag.
fáránleg úthlaup, enda lítt reynd-
ur.
Keflavíkurliðið átti slakan dag
og verst frá leiknum kom fram-
herjamir með öll sín misnotuðu
tækifæri. Þar þarf sannarlega
meiri „,inspiration“ og ákveðni
ef halda á í titilinn, því án marka
vinnst eniginn leikur. — A. St.
Jazy er 26 ára gamall. Hann
varð 2. í 1500 m. hlaupi í Róm
1960 og ákvað þá að beita sér
í 5 km. hlaupi. Keppti hann á
þeirri vegalengd 1 Tokíó s.l.
haust en varð „aðeins“ fimmti.
Hrafnhildur
2 ísl. met í
setti
Hörð keppni / golfi
HTN'N 29. maí s.l. var háð flokka-
keppni hjá Golfklúbb Reykja-
víkur (höggleikur án forgjafar).
Úrslit:
Meistaraflokkur:
1. Pétur Björnsson (81 högg)
2. Óttar Ingvason (82 högg)
3. Ingólfur ísebarn (89 högg)
4. Ólafur Ágúst Ólafsson
(94 högg)
5—6. Arnkell Guðmundsson
(95 högg)
5—6. Viðar Þorsteinsson
(95 högg)
1. flokkur:
1. Hafsteinn Þorgeirsson
(90 högg)
2. Gunnar S. Þorleifsson
(93 högg)
3. Kári Ellasson (94 höigg)
4—5. Ólafur Hafberg (97 högg)
4—5. Sigurjón Hallbjörnsson
(97 högg)
Un.'ílingaflokkur:
1. Hans Isebarn (96 högg)
2. Eyjólfur Jóhannsson
(105 högg)
3. Jónatan Ólafsson (110 högg)
TVÖ Islandsmet i sundi voru
sett í gærkvöldi en þá fór fram
1500 m skriðsund íslandsmeistara
mótsins og auk þess keppni í
tveim aukargeinum, 800 m skrið-
sundi kvenna og 400 m bringu-
sundi karla.
Það var Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir ÍR sem setti bæði
metin. Synti hún 800 m skrið-
sund á 11:31.0 (gamla emtið 12:
09,2 sett af Ágústu Þorsteinsdótt-
ir 1961). Millitími í 500 m var
einnig met, 7.05.7 mín. (gamla
7.31.0 Ágústa). Önnur varð Matt-
hildur Guðmundsdóttir, Á, á 11:
Donir nnnu
Finno 3-1
DANIR og Finnar háðu knatt-
spyrnulandsleik í Kaupmanna-
höfn í fyrrakvöld. Danir unnu
3—1 en í hálfleik höfðu Finnar
yfir 1—0. Danir jöfnuðu úr víta
spyrnu 2 mín. eftir hlé og á
næstu 10 mín. skoraði Ole Mad-
sen tvö mörk .Danirnir voru fljót
ari og sigurinn varð verðskuldað
ur segir NTB. Var forysta Finna
í hléi óréttlát eftir gangi leiiks-
ins. Sérstaklega var Óle Madsen
miðherji Dana góður — átti
hvert gegnumbrotið af öðru en
markvörður Finna varði mjög
vel.
■ r\
50.0 eða einnig undir gamla met-
inu, og er tími hennar stúlkna-
met. 3. varð Hrafnhildur Kristj-
ánsdóttir, Á, 12:16.8 og er það
telpnamet.
íslandsmeistari í 1500 m skrið-
sundi 1965 varð Davíð Valgarðs-
son, ÍBK, á 19:16.5 mín. (hann á
metið 18:52.8). 2. Trausti Júlíus-
son, Á, 21:19.9. 3. Gunnar Kristj-
ánsson, SH, 21:41.0 og 4. Einar
Einarsson, Vestra, 21:49.2 og er
það sveinamet (14 ára). Einar
setti einnig sveinamet á 500 m,
800 m og 1000 m á 7:10.5, 11:36.1
og 14:32.4 í sömu röð.
í 400 m bringusundi vann Árnl
Kristjánsson á 5:55.5. 2. Gestur
Jónsson, SH, 5:58.0. 3. Reynir
Guðmundsson, SH, 6:14.6.
Staðan
- og næstu leikir
\ STAÐAN í 1. deild eftir leik-
l inn í gærkvöldi ernú þessi:
L U J T M s
Valur 3 2 10 8—4 4
KR 3 12 0 5—4 4
Akureyri 3 111 6—7 3
Keflavík 3 111 3—4 3
Fram 3 10 2 5—6 2
Akranes 3 0 12 5—7 1
Austurbæjarbíó sýnir um þessar mundir amerísku stórmynd-
ina „Spencer-fjölskylduna" (S pencer’s Mountain). Hér er á
ferðinni falleg kvikmynd, er fjallar um Spencer-hjónin og
níu börn þeirra. Myndin er b yggð á skáldsögu eftir Earl
Hammer Jr. og er tekin í litu m og CinemaScope. Landslags-
myndirnar eru mjög hrífandi, en þær eru allar teknar í
„Grand Teton National Park“. Myndin er með íslenzkum
texta.
Guðjón aftur ,frjals‘
í GÆRDAG kom dómstóll var þessi:
knattspyrnuráðs Reykjavikur Dómurinn telur það nægilega
saman til að fjalla um hinn refsingu fyrir Guðjón að hafa
mjög umrædda atburð er dóm- orðið að víkja af velli í um-
ari vék Guðjóni Jónssyni ræddum leik. Þar með er mál-
Fram af leikvelli fyrir ítrekuð ið afgreitt og Guðjón hefur
brot í leik Fram og KR á aftur hlotið full keppnisrétt-
dögunum. indi og getur þess vegna leik-
Það tók dóminn stuttan tíma ið með liði sínu n.k. sunnu-
að komast að niðurstöðu sem dag.
Næstu leikir í 1. deild eru á
| sunnudaginn. Þá leika á
I Njarðvíkurvlli kl. 4 Keflavík
og Akureyri og um kvöldið
I kl. 8,30 á Laugardalsvelli
I Valur og Fram.
Á laugardag fara fram þess- I
ir leikir í 2. deild: '
ísafjörður: Í.B.Í. gegn Vík-
1 ing.
Kópavogur: Haukar —
i Skarphéðinn.
Vestm.eyjar: Í.B.V. — FH.
Siglufjörður: K.S. — Þrótt-
I ur.
Allir leikirnir hefjast kl. 4
! síðdegis.