Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 12
12 RGUNBLAÐID f.áugáfa'á-'íur 26. júní 1965 ptm$pifttMafru> Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. A UKINN STUDNINGUR VID MENNINGARMÁL "VJylega hefur verið skýrt frá •'•' styrkveitingum Vísinda- sjóðs á þessu ári og nema þær nú rúmlega fjórum milljón- um króna, sem er nokkru meira en árið áður. Vísindasjóður hefur, allt frá stofnun sinni, verið mikil- væg lyftistöng menntun og vísindarannsóknum í landinu. Hann hefur skapað vísinda- og menntamönnum okkar stórbætta aðstöðu til hvers kyns vísinda- og rannsóknar- starfsemi, en þýðing slíkrar starfsemi fyrir þjóðfélag okk- ar verður seint fullmetin. Hin mikilvæga starfsemi Vísindasjóðs leiðir hugann a.ð stöðu menningar- og mennta- mála, vísinda- og rannsóknar- starfa í landinu og þess stuðn- ings, sem þessi mál njóta frá ríkisvaldinu. Ýmsum kann að virðast sem stjórnmálamenn okkar hafi hugann um of við dægur- mál atvinn.u- og efnahagslífs, en sinni minna því, sem gefur lífinu gildi, listum ogtvisindT um, menntun og menningu. Þessi skoðun á að mörgu leyti rétt á sér. Á hinn bóginn má einnig færa nokkur rök fyrir þyí, áð afskiptasemi stjprn- .málamannanna af þessum málum sé í ýmsum efnum ó- þarf lega mikil. "t, Þannig eru t.d. stjórnir ým- issa menningar- og mennta- • stofnana kjörnar af Alþingi ög skipaðar stjórnmálamönn- um að meira eða minna leyti. Þessi skipan mála er að mörgu leyti óheppileg og væri æskilegt, ef hægt væri að finna nýjar leiðir til þess að skipa stjórnir þessará stofnana mÖnnum, sem fyrst og fremst starfa á sviði menft- ingar- og menntamála og eru . þe-im máhim kunnugastir. En þótt bæði megi ásaka stjórnmálamenn okkar um of iriikið . afskiptaleysi og jafn- framt óþarfa afskiptasemi af menningar- og menntamál- iim, mega menntamenn og á- hugamenn um þessi málefni ekki gleyma því, að þeirra hlútvérk er það þýðingar- mesta. Þess vegna eiga þeir að leggja sig fram áður en þeir ásaka aðra. Það starf og sú alúð, sem þeir leggja í að hlynna að menningar- og menntamálum •kkar ræður úrslitum. Engihn vafi er á því, að á ýmsum sviðum lista og menn- ingarstarfsemi ríkir mikil gróska., Við eigum mikinn fjölda ungra< listamanná, sem hafa af lað sér meiri eða minni menntunar og lagt sig fram um að kanna nýjar og áður óþekktar leiðir. Mörgum hættir til að hneykslast á þess um tilraunum hinna ungu listamanna, en þess skyldu menn gæta, að þeir eru vaxt- arbroddurinn í menningarlífi þjóðarinnar og að þeim vaxt- arbroddi ber að hlúa. Ýmsir hinna ágætu rithöf- unda okkar, tónskáld og list- málarar verða að starfa við aðstæður, sem hljóta að vera þeim mikill f jötur um fót. Þessum ungu listamönnum þarf að skapa betri aðstöðu til að sinna störfum sínum og því fé, sem til þess er varið er ekki kastað á-glæ. Við eigum stolta sögu og auðuga menningarlega arf- leifð. Þess vegna lifði þjóðin af hörmungar horfinna alda, þess vegna varðveitti hún tungu sína og þjóðerni. Þau velmegunarár, sem nú ríkja á íslandi hafa fært þjóð- inni mikinn auð og betra líf. Þau eru tákn þess ótrúlega árangurs, sem við höfum náð eftir aldagamla áþján og, fá- tækt. En eihungis gróskumik- ið menningarlíf með þjóðinni getur veitt þessari miklu vel- megun þá fyllingu, sem henni er nauðsynleg. Við höfum margt gott gert á sviði lista og mennta, en við höfum efni á því að gera betur. SÞ TUTTUGU ÁRA T dag eru liðin tuttugu ár frá stofnun Sanieinuðu þjóð- anna. Stofnun þeirra var stærsta skrefið í viðleitni þjóða heims til þess að úti- loka nýja heimsstyrjöld. 'A' þessu tuttugu ára tíma- bili hefur gengið á ýmsu. í heimsmálunum. Kalda stríðið hefur geysað í algleymingi sínum, fjöldi fyrri nýlendna hafa hlotið sjálfstæði og látiðtil sín taka af miklum þunga á sviði ál- þjóðastjórnmála. Þetta hafa verið tuttugu tvísýn ár. Tím- ar mikils óróa og mikillar hættu. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki uppfýllt vonir þeirra bjartsýnustu, þær hafa ekki megnað-að hafa veruleg áhrif á deilur stórveldanha tveggja, Bandaríkjanna og Sovetríkjanna, en þær hafa gegnt mikilvægu hlutverki til stuðnings friðsamlegri laiisn deilumála viðs vegar um heiminh. Þær hafa örðið vett- vangur umræðna milli þjóða heims um alþjóðleg vandamál ^C*$Z aki:r<2& UTAN ÚR HEIMI FRÁ HELSINGFORS Þinglcosningar í Finnlandi í haust Rússar segja finnskum sósíal- demokrötum, að þeir séu ekki færir um að sitja í stjórn FINNAR ganga til þing- kosninga í september nk. og kosningabaráttan er hafin. Rússar hafa þegar látið ótvírætt í ljós til hvers þeir ætlast af Firtn- um í þessum kosningum. —- Finnar eru • venjulega mihntir á vilja Rússa og skoðanir í greinum, sem birtast reglulega í Pravda eða Izvestia. I síðustu grein Pravda um finnsk málefni, kemur glöggt fram, að Rússum geðjast ekki að neinu, sem finnskir sósíal- demókratar segja eða gera, hvorki starfsemi þeirra innan verkalýðshreyfingar Finnlands né yfirlýsingum þeirra varðandi Víetnam og Dóminíkanska lýðveld- ið. Rússar segja sósíaldemó knitiiiii umbúðalaust, í áð- urnefndri grein, að þeir séu ekki færir um að sitja í stjórn í Finnlandi, og kommúnistar einir séu sannir fulltrúar firtínska yerkalýðsins. Allir Kinnar,- sem fylgja lýðræðisfLokkunumi að mál- úm, líta á þéssi skrif sém enn eitt dæmi íhlutunar Rússa um innanrikismál Finnlands, sem þjóðin hefur orðið að sætta sig við frá styrjaldarlokum. Og Finnar vita, að engin stjórn, sem gengur í berhögg við Rússa, getur setið í land- inu. Vegna þess hve máttyana Finnar eru gagnvart hinum öfluga nágranna sínum, • hafa þeir reynt að forðast að sýna honum fjandskap. Og auk þess hafa viðskipti við Rússa mikla þýðingu fýrir efnahag Finna. Um 20% útflutnings- afurða þeirra fara til Rúss- lands, mest af því fram- leiðsla, sem erfiðlega myndi ganga að selja öðrum. Kf Rúss ar riftu samningum um kaup á þessum vörum, hefði það í för með sér fjárhagsörðug- leika og atvinnuleysi, er skap- aði ólgu í röðum verkamanna, þar sem áhrif kommúnista eru sterk. - 1958 mynduðu Finnar stjórn, sem var alls ekki í samræmi við óskir Rússa. Var það sam- steypustjórn sósíaldemókrata og miðflokkanna. Rússar gagn rýndu sósíaldemókrata ákaft og létu ekki þar við sitja, heldur sögðu upp öllum samn- ingum um kaup á finnskum vörum. Ekki leið á löngu þar til stjórnin féll og önnur var mynduð án þátttöku sósíal- demókrata. Og þegar í stað hófu'Rússar viðskiptin á ný. ¦ Rússar hafa lengi reynt að koma kommúnistum í stjórn í Finnlandi, en hinir flokkarnir hafa komið í veg fyrir það, þrátt fyrir styrk kommúnista; á þingi (þeir hafa fjórðung: þingsæta). Hefur þeim tekizt að fá Rússa til að fallast á þá málamiðlun, að hvorki sósíal- demókratar né kommúnistar eigi sæti í stjórninni. Finnskir sósialdemókratar vinna að því að koma í veg fyrir að kommúnistar nái yfir- höndinni meðal verkalýðsins, en Rússar hafa reynt að gera starf þeirra að engu með því að segja Finnum svart á' hvítu," að flokkurinn sé dæmdur tit að* vera í stjórnarandstöðu. Með' þessu ' vilja þeir . gera verkamönnum Ijóst, að komm únistar séu eini flokkurinh, sem geti unnið að málum þeirra innanstjórnarinnar. ' Margir finnskir stjórnmála- menn urðu fyrir vonbrigðum, er þei'r sáu gréinina í Pravda. F*ramih. á bís. 15 og flest meiri háttar deilumál hafa komið til þeirra kasta. Þær hafa unnið mikilvægt starf í þágu nýfrjálsra ríkja, eins og t.d. Kongó,þarsemþær hafa vafalaust forðað því, að það land yrði þrætuepli stór- veldanna. Á tuttugu ára afmæli Sam- einuðu þjóðanna líta þjóðir heims um öxl og hljóta að viðurkenna, að þrátt fyrir margvísleg vonbrigði hefur þó mörgu góðu verið til Íeiðar komið í krafti þessara sam- taka. Að því verða menn að ýihna, að næstu tuttugu ár f.ær,iv Sam,einuðu þjóðunum í heridttr úrslitaáhrif á lausn alþjóðlegra deiiumála. * VIN'R BÆNDA Pkki fer á milli mála að það ¦^ hlakkar í Þjóðviljanum í gær, þegar hann hugleiðir í forsíðugrein, sem ber yfir- skriftina: „Baulaðu n|ú Bú- kólla mín", afleiðingar hinnar boðuðu stöðvunar á dreifingu mjólkur nk. þriðjudag. Þar segir Þjóðviljinn í illgjörnum ánægjutón og af augljósri kæti: „Hér fara mikil verðmæti í súgirin og skipta mill-jónum króna ^- vonlaust um vinnslu á • nær 300 þúsund lítrum af mjólk daginn eftir. Rekstur tyeggja fyrirtækja lamast og mjólkurdreififíg aþ<éttbýlasta byggðasyæði landsins'C Síðar í sömu grein segir í tilefni myndar, sem birt ér með þessuin þokkaíegu skfif- uh\: „A þessari mynd sjást kým- ar í Ferjunesi og hvort muhu þær baula á atvinnurekenda- samband íhaldsins næstu daga með troðfull júgrin og allar kyrnur fullar af mjólk hjá bóndanum". . Hér mega bændur landsihs sjá á svörtu og hvítu, þaftci vinarhug í þeirra garð, sem birtist í kommúnistamálgagn- inu og launþegar og neytend- ur ættu að hugleiða hyort mönnum, sem svona skrifa, er treystandi tii þess að vinna'af fullri einlægni að hagsmua*- máiumþeirra. -- ,, s g-lf!h ' «-J--:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.