Morgunblaðið - 03.07.1965, Qupperneq 1
28 síður
Olíustöð sprengd í loft upp
llardiianaiidi loftárásir Banda-
ríkjanianna á Norður-Vietnam
Stjórnin í Suður Kóreu hefur n ú ákveðið að senda herlið til
Suður Vietnam. Mynd þessi er tekin í höfuðborginni Seoul þeg-
ar fyrsta herdeildin, sem send v erður, fór þar fylktu liði um
göturnar.
Tveir nýir
gerfihnettir
Óstabfestar fregnír um mannað
rússneskt geimfar
Saigon, 2. júlí (NTB-AP)
EKKERT lát er á loftárásum
Bandaríkjamanna á herstöðv-
ar í Norður-Vietnam. Gerðu
Jseir í dag m.a. ioftárás á Dien
Bien Phu, þar sem Frakkar
töpuðu lokaorustunni í Indó-
kína-styrjöldinni 1954. Einnig
réðust þeir á oh'umiðstöðina
Nam Dinh, sem er aðeins um
79 km frá höfuðborginni
Hanoi. Mikið tjón varð af loft
árásunum, og sást reyksúlan
Irá olíustöðinni í 300 kíló-
ntetra fjarlægð.
Páfa boðið
til Si*
Fáfagarði, 2. júlí <AP)
Tilkynnt var í Páfagarði i
dag að O Thant, fram-
kvæmdastjóri, hafi boðið
páfa að heimsækja Samein-
uðu þjóðirnar. Ekki hefur
verið látið uppi hvort páfi
þiggi boðið, en Johnson
Bandarikjaforseti hefur lýst
því yfir að bandariska þjóð-
in muni inmlega fagna heim-
sokninni, eí ur henni verður.
□----------------------------□
SJ4 elnnlg grein í kls. 13.
□----------------------------D
Tel Aviv, ísrael, 2. júlí (AP)
PTJÓRN Mapai-flokksins í lsra-
*1. undir forustu Levi Eshkols
forsaetisráffherra, hefur ákveðið
að senda sérstaka nefnd á fund
Davids Ben-Gurions, fyrrum for-
eaetisráðherra, til að reyna að fá
hann til að endurvekja einingu
flokksins með því að hætta við
»ð mynda nýjan flokk.
Á fundi framkvæmdaráðs Map-
ei-flokksins í gær, sagði Pinhas
Bapir, fjármálaráðherra: „Að
»nínu áliti er Mapai-flokkurinn
endaniega klofinn. En ef aðrir
telja ástæðu til að senda nefnd
« fund Ben-Gurions, mun ég ekki
standa í vegi fyrir því“.
Sendinefndinni var einnig fal-
lð að tilkynna Ben-Gurion og
fylgismönnum hans, að þeir gætu
ekki talið sig til Mapai-flokksins
©g jafnframt boðið fram eigin
fulltrúa til væntanlegra þing-
eg sveitastjórnakosninga.
Talsmaður Ben-Gurions skýrði
frá því í dag að fylgismenn hans
mundu bjóða fram við kosning-
•rnar i nafni „óháðra Mapai“.
TaJið er að efstu menn á fram-
boðsJista þeirra verði Ben-Gur-
jitwn, Slhimoii Peres, íyrrum aö-
Skæruliðar Viet Cong hafa
ekki heldur setið auðum hönd
um, og réðust þeir seint í gær-
kvöldi á þyrlubækistöð Banda
rikjamanna við bæinn Soc
Trang, 130 km sunnan Saigon.
Urðu Bandaríkjamenn að
flytja þyrlurnar á brott með-
an á árásinni stóð. Þó tókst
skæruliðum að eyðileggja
eina þyrluna og laska sex
aðrar.
En Viet Cong sveitirnar
hafa beðið enn einn ósigur-
inn í viðureign við stjórnar-
herinn í Suðúr-Vietnam,
skammt frá bænum Hue. Þar
hafa skæruliðar misst á
þriðja hundrað hermenn und-
anfarna tvo daga eftir mjög
harða bardaga.
Það voru ellefu flugvélar, sém
gerðu árásina á Dien Bien Phu,
og stóð árásin í háifa klukku-
stund. Segja talsmenn banda-
ríska hersins að ekki hafi verið
um teljandi loftvarnir að ræða í
Dien Bien Phu, og að engin ó-
vinafiugvél hafi komið á vett-
vang. Allar bandarísku vélarnar
komust heilu og höldnu heim.
Höfðu þær þá eyðilagt fjölda
bygginga og valdið miklúm
skemmdum á flugvellinum.
í oiíubænum Nam Dinh
sprengdu bandarísku flugvélarn-
ar í iot upp átta stóra ólíúgeyma.
stoðar varnarmáiaráðherra, og
Yoseph Aimogi, er áður stjórnaði
opinberum framkvæmdum
stjórnar Ben-Gurions.
Kviknaði í olíunni, og teygðu eld
tungurnar sig um 70 metra í loft
upp, en réyksúJan náði upp í
3.500 metra hæð. Frá því loftárás
ir Bandaríkjamanna á Norður-
Vietnam hófust íyrir fimm mán-
uðum, hafa flugvélar þeirra
aldrei ráðizt svo nálægt höfuð-
borginni Hanoi, sem er tæplega
70 km frá Nam Dinh. Talið er að
gífurlegt tjón hafi orðið í olíu-
bænum, því þarna er ein mesta
olíubirgðastöð landsins. Vélarn-
ar, sem árásina gerðu, komu frá
flugvélamóðurskipum. — Fleiri
árásir voru gerðar í dag, en ekk-
ert tjón varð á bandarísku flug-
vélunum.
Yfirstjórn hersins i Norður-
Vit tnam hefur sent frá sér harð-
orð mótmæli vegna árása Banda-
ríkjamanna. Segir þar, að því er
hermir í frétt frá kínVersku
fréttastofunni „Nýja-Kína“, að
bandarísku flugvélarnar hafi
gert árásir á fjölda íbúðarhverfa
og þéttbýl svæði, varpað þar nið-
ur sprengjum sínum, en síðan ráð
izt með vélbyssuskothríð á ibú-
ana. Og sl. miðvikudag hafi þeir
beint skotum sínum á sjúkrahús
nokkurt í Quang Binh héraði.
Með árásum sinum í dag í-
treka Bandaríkjamenn aðvaranir
sínar frá í gær. Þá vörpuðu
bandarískar flugvélar niður rúm-
lega þrjú hundruð þúsund flug-
ritum, þar sem sagt var að haldið
yrði áfram loftárásunum, og hert
á þeim, þar til rikisstjórnir Kína
og Norður-Vietnam hættu að
senda herlið til Suður-Vietnam.
Segir í flugritunum að loftárás-
um bandarískra flugvéla og flug-
véla frá Suður-Vietnam sé beint
gegn vegum, brúm og járnbraut-
um, vegna þess að um þessar
leiðir fari herflutningar til Suð-
ur-Vietnam. Einnig eru íbúar N-
Vietnam varaðir við að vera of
nálægt herstöðvum, flugvöllum,
radarstöðvum og hafnarsvæðum.
Þá segir að á timabilinu frá 7.
febrúar til 3. apríl í ár hafi verið
gerðar alls 89 loftárásir á stöðvar
í Norður-Vietnam. 2.788 flugvélar
tóku þátt í þessum árásum og
vörpuðu niður 1.388 lestum af
sprengjum. Ráðizt var á 30 her-
stöðvar, 127 loftvarnarstöðvar. 34
brýr, 17 járnbrautarlestir, sem
fluttu hergögn, 17 bílalestir, flug
völl, flotastöðvar, ferjur, 20 radar
stöðvar, 33 flotaflugvélar og elds-
neytisgeyma. — Á sama tíma
misstu árásaraðilar 35 flugvélar
og 20 flugmenn.
Kennedyhöfða og Moskvu,
2. júlí (AP-NTB)
BANDARÍKJAMENN og Rússar
skutu báðir á loft nýjum gervi-
hnöttum í dag. Báðum er ætlað
að senda vísindalegar upplýsing-
ar til jarðar.
Bandaríski hnötturinn, „Tiros
X“, er búinn sjónvarpsvélum, og
mun senda myndir til jarðar af
skýjamyndunum og veðurlagi. —
Er það bandariska veðurstofan,
sem ber allan kostnað af geim-
skotinu.
Rússneski hnötturinn, „Kosmos
70“ á að gera ýmsar mælingar í
geimnum og senda niðurstöðurn-
ar til jarðar.
Áður en tilkynnt var í Moskvu
u-m Kosmos 70, hafði forstöðu-
maður Boehum-rannsóknarstöðv-
arinnar í Vestur-Þýzkalandi
skýrt frá því að þar hefðu heyrzt
sendingar utan úr geimnum, sem
hann taldi vera frá mönnuðu,
rússnesku geimfari. Sagði for-
stöðumaðurinn, Heinz Kaminski,
að sendingarnar, sem þar heyrð-
ust, hafi verið frá tveimur geim-
hnöttum. Frá öðrum þeirra heyrð
ust merki og mannsrödd, en frá t
hinum aðeins merkjasendingar,
og þær á allt annari bylgjulengd.
En fyrrgreindu sendingarnar
þögnuðu seinna skyndilega.
Kaminski taldi þrjár ástæður
til að ætla að mannað, rússneskt
geimfar hafi verið á ferð úti 1
geimnum:
1) Bylgjulendin, sem notuð var,
er venjulega eingöngu notuð
þegar mönnuð rússnesk geim-
för eru á ferð.
2) Merkjasendingarnar voru eins
og í fyrri mönnuðum geim-
ferðum Rússa.
3) Raddirnar, sem heyrðust, voru
með svipuðum keim og þær,
er heyrzt hafa frá öðrum geim
förum.
FramhaJd á bls. 27
Fél! 4C0 ri
Bangkok, Thailandi, 2. júlí
(AP)
Ktnnari einn í -fallhlífa
stökki hjá flugher Thailands
liggur nú í sjúkrahúsi í
Bangkok. Hann hafði stokkið
út úr flugvéi í 450 metra
hæð, en fallhlífin opnaðist
ekki. Kennarinn, Suwan On-
gart liðþjálfi, segir að hann ^
eigi líf sitt að launa Búdda-
líkneski, sem hann jafnan ber
á sér. „Mér finnst ég vera
endurborinn,“ segir hann.
Báðir fótleggir hans eru
brotnir og hann hlaut sár á
höfði er hann féll niður j
bambusrjóður. Læknar segja
að hann muni ekki geta geng
ið næstu mánuðina, og ráð-
leggja honum að hætta fall-
hlilaslókki fyrir fullt og allL
Særður liermaður fluttur frá víg völlunuin í Suður Vietnam.
Friðmælast við
Ben-Gurion
Sendinefiid fHapai fer á hans fund