Morgunblaðið - 03.07.1965, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.07.1965, Qupperneq 13
Laugaröagur 3. júli 1965 MORGU NBLAÐIÐ 13 Ben-Gurion og Israel ,uti í vatninu busludu lcttklæddar yngismeyjar . . . góðan fjárhag.slegan stuðning mikilli iþróttahátíð. Njóti til þess að unnt væri að ljúka hátíðin hylli veðurguðanna við gerð leiksvæðanna í tæka er.ekki að efa, að margt verð tdð. ur um manninn að Laugar- Mikið starf liggur að baki vatni yfir helgina. l.aufey, Katrin og Hafdís — Þær sógðu, að þetta væri í fyrsta sinn að þær tækju þátt i landsmóti. Hvert verður hlutverk hans í framtíðinni? — íslenzkur Framhald af bls. 28 anna lætur þess getið, að Ingólfur hafi í 3 ár eytt 9/10 etarfstímans fjarri heimili sinu við þessa störf, við að koma upp þessu öryggiskerfi vegna flugieiðarinnar, sem stjórnað sé frá Reykjavík. Err þess sérstaklega g^tið, og Ingólfi þakkað fyrir, að tek- izt hafi að bjarga tveggja hreyfia flotaflugvél af gerð- inni C 47, sem hafi týnzt eftir eð radiostjórntæki hennar hafi bilað. í sambandi við þessa frétt, meri blaðið sér til Agnars Kofoed Hansens, flugmála- etjóra. Hann sagði blaðinu, að Ingólfur væri hreinasti galdraniaður á sviði radio- tækni, og hefði hann veitt forstöðu deild þeirri, sem sæi nm uppsetningu öryggistækja vegna alþjóða- og innaniands flugs víðsvegar um landið. Flugmáiastjóri sagði, að þessi heiðursmerkjaveiting gleddi sig mjög mikið. Væri þetta mikil heiður fyrir Ing- óif og íslendinga, því að hann vissi ekki um nema 4—5 er- lenda mcnn. sem þetta heiðurs merki hefðu hlotið. Við eigum svo mörgum frá- bærum rafmagnstæknifræð- ingum á að skipa, að orðu- veiting þessi er um ieið veið- urkenning fyrir þá alla, sagði flugmálastjóri að lokum. ATHUGIÐ að boriS saman við útbreiðslu er iangtum odýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum biöðum. BEN-GURION, fyrrum for- sætisráðherra Israels, er Is- lendingum að góðu kunnur, frá því að hann kom í opin- bera heimsókn til fslands í septembermánuði 1962. Vakti heimsókn þessa þekkta stjórn málamanns hingað þá að von- um mikla athygli. Um þennan gagnmerka stjórnmálamann hefur jafn- an staðið styrr og enn virðist hann ætla að láta til sín taka í stjórnmálum Israels, þessa lands, sem með réttnefni hef- ur verið nefnt ein af púður- tunnum heimsins. Nú hefur hann ákveðið að segja skilið við flokk sinn, verkamanna- flokkinn Mapsi, sem hann stofnaði sjálfur fyrir 35 árum og leggja fram sérstakan, óháðan framboðslista við þing kosningar, sem fram eiga að fara í ísrael í nóvember n.k. David Ben-Gurion hefur verið lengst allra forsætisráðherra ísraels eða allt frá því fsra- elsríki var stofnað 14. maí 1948 til 16. júní 1963 að rúmu ári undanskildu. Hann fæddist 16. okt. 1886 í Plonsk, smá- þorpi í hinum rússneska hluta Póllands. Hið upphaflega ætt- arnafn hans var Green, en hann breytti því í Ben-Gurion skömmu eftir að hann settist að í ísrael.. Afi hans og faðir voru virt- ir menningarfrömuðir. Helg- aði faðir hans sig einkum Zionistahreyfingunni, sem þá var ný af nálinni og lét kenna börnum sínum hebresku. Hef- ur Ben-Gurion sagt, að faðir hans hafi kennt honum að unna Gyðingaþjóðinni, ísrael og hebreskri tungu. Sem kornungur maður hélt Ben-Gurion til Varsjá til náms og árið 1903 gekk hann í félag Zionista og sósíalista. Vann hann báðum þessum hreyfingum mikið gagn. Árið 1906 hélt Ben-Gurion í fyrsta sinn til fyrirheitna landsins, Palestínu, til þess að undirbúa þar jarðveginn fyrir samveldi Gyðinga. Þar sinnti hann ýmsum störfum í þágu þjóðar sinnar, en vorið 1912 hélt hann til Konstantin- opel til þess að læra lögfræði. Vorið 1915 var hann gerður brottrækur frá Palestinu, sak- aður um að egna til uppreisn- ar. Þaðan hélt hann síðan til Bandaríkjanna, þar sem hann kvæntist eiginkonu sinni, Pauline Munweiss. Árið 1918 hélt hann aftur áleiðis til Palestínu og varð það helzta takmark háns að heimsstyrjöldinni fyrri lok- inni að sameina verkalýðs- hreyfingu þjóðar smnar. 1930 runnu tveir helztu verkalýðs- flokkarnir saman varð þannig til Mapaiflokkurinn eða verka mannaflokkur ísraels. Átti Ben-Gurion einn stærsta þátt inn í stofnun hans. Frá 1920 hefur Ben-Gurion verið leiðtogi Zionista-hreyf- ingarinnar og 1935 varð hann formaður Gyðingasamtak- anna. Þegar Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna samþykkti 29. nóv. 1946 ályktun um skipt ingu landsins, hófust þegar árásir Araba á byggðir Gyð- inga og samgöngur. Gaf Ben- Gurion sig þá allan að varnar málunum og varð leiðtogi stjórnarvalda allra Gyðinga og þannig raunverulega for- sætis- og varnarmálaráðherra hins væntanlega Gyðingarík- is. Þegar ísraelsríki var stofn- að 14. maí 1948 og Bretar voru að fara burt úr landinu, varð hann yfirmaður bráða- birgðastjórnarinnar. Ben-Gurion hefur verið sem að framan er getið lengst af forsætisráðherra ísraels- ríkis, frá því að það var stofn að. Hann hefur verið foringi stærstá stjórnmálaflokksins og er vafalaust einn þekkt- asti þjóðarleiðtogi heims. Erfitt er að segja nokkuð fyrir um það, hvaða hlut- verki Ben-Gurion á eftir að gegna í stjórnmálum lands síns. Frá því að hann sagði af sér 16. júní 1963, hefur hann dvalið mest á samyrkjubúi (kibbutz) í Negeveyðimörk- inni, þar sem hann hefur eink um fengizt við ritstörf, en einnig við að bæta menntun þeirra innflytjenda, sem koma frá vanþróuðum löndum. Enda þótt Ben Gurion virð- ist nú vera orðinn í minni hluta í flokki sínum, skyldi enginn gera of lítið úr áhrif- um hans. Enginn vafi leikur á því, að hann á geysileg ítök 1 hugum la^dsmanna sinna og enginn hefur átt meiri þátt í því að sameina ísrael á hinu erfiða og oft stormasama bernskuskeiði hins nýja ríkis. Hann er einnig virtur og dáð- ur af hinum mikla fjölda Gyð inga, sem búa víðs vegar í heiminum utan ísraelsríkis. Ólafur Thors viðhafði þau ummæli um Ben Gurion, þeg ar hinn síðarnefndi heimsótti ísland árið 1962, að hann væri í fremstu röð sem mik- ilmenni og elskulegur maður. Það er eins víst, að þessi sér- stæði persónuleiki, David Ben Gurion, sem enn um sinn hef- ur látið til sín taka í stjórn- málum lands síns, eigi eftir að koma mjög við sögu ísra- els og þá heimsmálanna um leið, áður en hann er allur. Ben-Gurion og Ólafur Thors. Mvndin er tekin í september 1962, er Ben-Gurion kom hing að í opinbera heimsókn og sýnir þá forsætisráðherrana Ben-Gurion og Ólaf Thors virða fyrir sér borholu í Ólfusdal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.