Morgunblaðið - 03.07.1965, Qupperneq 17
Laugardagur 3. júlí 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
SIGLUFJARDARFLUG
FLUGSÝNAR h.f.
HÖFUM STAÐSETT 4 SÆTA
FLUGVÉL Á SIGLUFIRÐI
FARÞEGAFLUG
VARAHLUTAFLUG
SJ Ú KRAFLUG
Gestur Fanndal, kaupmaður
SIGLUFIRÐI
Sumarlcyfisferð til Alorbrlaná
17. júlí — 5. ágúst. Farið um fegurstu héruð ná-
grannalandanna, dvalizt á fjallahótelum, höfuð-
borgirnar heimsóttar og helztu merkisstaðir. —
Srglt út með Heklunni, — heim með Gulifossi með
viðkomu í Edinborg.
Fararstjóri: Friðfinnur Ólafsson.
FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS.
m
W/Sl
FLJÓTAPRAIWMAR
STÖÐVAÐIR
Bonn, 2. júlí (NTB)
Vestur þýzkir landamæra-
verðir stöðvuðu í dag tvo
austur þýzka flutninga-
pramma á leið eftir skipa-
skurði inn í Vestur Þýzka-
land. Höfðu stjórnendur ekki
tilskilin gögn til ferða um
skipaskurðinn, vegna þess að
yfirvöldin í Austur Berlín
hafa mælt svo fyrir að hér
eftir þurfi ekki heimild fjór-
veldanna í Berlín til siglinga,
aðeins leyfi austur þýzkra
yfirvalda. Fulltrúar Vestur-
veldanna þriggja í Berlín
hafa mótmælt þesuari ráð-
stöfun.
Sendum
gegn kröfu.
H.i. Egill Vilhjálmsson
Laugaveg 118 - Símí 2-22-40
verður farið í málið og ekki
rasað að neinu.
• ÞEIR FÁTÆKU
INNFLYTJENDUR
Ég hafði orð á því við einn
ferðaskrifstofumanninn hve
fátt fólk ég hefði séð mjög fá
tæklega til fara, en vitað er
að í Austurlöndum er víða
mikil fátækt. „Fátæklingai1
eru ekki margir hér,“ sagði
hann, „eitthvað 50-60 þúsund,
geri ég ráð fyrir, en það eru
ekki innfæddir Líbanonmenn
heldur innflytjendur frá hin-
um Arabalöndunum, mest frá
Sýrlandi og Jórdaní-u. Ef þú
sérð t.d. menn í vegavinnu,
geturðu gengið út frá því sem
vísu, að þeir eru innflytjend-
ur nema verkstjórinn, hann
er Libani.“ Annar sagði að
nær ómögulegt væri t.d. að
fá innlendar vinnukonur- á
heimili, flestar þeirra værú
frá Sýrlandi. „Langflestar
ungar stúlkur hér fara í skóla
og ganga menntaveginn."
• BRIDGESPILARINN
1 BEIRUT
Maður nokkuð við aldur
kom stormandi til mín og
sagði: „Segið mér eitt, eruð
þér skyldir bridigespilaranum
Guðmundsson?“ Mér vafðist
tunga um tönn, sagði honum
að margir „Guðmundsson“
væru á íslandi og eflaust
spilaði fjöldi þeirra bridge.
En hann lét ekki slá sig út af
laginu, átti ekki við nein-n
venjulegan Guðmundsson.
„Ma-kker hans er Þorfinnsson"
hélt hann áfram, „og ötefáns-
son var líka í sveitinni, sem
við spiluðum við í 'Evrópu-
meistarakeppninni." Nú skildi
ég að hann átti við Gunnar
Guðmundsson, Einar Þorfinns
son og Stefán Stefánsson.
„Fyrstá klassa bridgespilar-
ar,“ sagði hann, „og fínir ná-
ungar. Skilið kveðju til þeirra
frá Fady G. Bustros frá Beir-
ut.“ Og hér með er þeirri
kveðju komið á framfæri.
I ipi
i
kvæmdastjórum líbönsku ferðaskrifstofunnar.
• LAKLOUK
I LÍBANONSFJÖLLUM
Hátt upp í Líbanons-fjöllum
gengur afdalur inn í fjallgarð
inn. Þessi dalur var bænd-
unum í - hlíðunum fyrir
neðan lítils virði enda
hrjóstrugur. En bóndasonur
einn úr nágrenninu, M. Saab
að nafni, sem nú var orðinn
bankastjóri í Beirut, sá að
þótt gróðurmoldin í dalnum
væri hvorki mikil né frjó
hafði hann upp á sína náttúru
töfrá að bjóða. Ha-nn keypti
landið, sem var falt fyrir lít-
inn pening.
Loftið var þar tært og svalt
á sumrin borið saman við hita
molluna niður við ströndina
og á veturna setti þarna niður
þó nokkurn snjó.
Staðurinn heitir Laklouk og
Sáab byrjaði á því að leggja
þangað veg og reisa hótel með
tilheyrandi veitingasölum og
næturklúbbi. Síðan hefur
hann bætt við ellefu vistleg-
um og smekklegum einbýlis-
húsum, sem leigð eru út, sund
laug og nú loks reist annað
stórt hótel, þar sem það fyr-ra
var orðið of lítið. Einnig er
þarna skíðalyfta og aðstaða
til ýmiskonar íþróttaiðkana.
Á veturna snjóar venjulega
4-5 daga í einu, en síðan er
sól og blíðviðri, en nógu kalt
þarna uppi til þess að snjór
inn helzt lengi. '
Allar framkvæmdirnar í
Laklouk lýsa stórhug eigand-
ans og þeirri bjargföstu trú
hans að Líbanon verði eitt
eftirsóttasta ferðamannaland
heims. „Hér eru stórkostlegir
möguleikar,“ segir Saab og
áhuginn leyni-r sér ekki, „ef
rétt er á málum haldið.“ Hug-
mynd hans er sú að tengja
Laklouk við Byblos með svif
foraut. Það yrði að sjálfsögðu
risamannvirki, en Saafo er eng
inn meðalmaður svo ekkert-
er líklegra en að hann hrindi
þessu í framkvæmd.
í Laklouk hefur verið plant-
að út 40 þús. sedrus-viðar-
plöntum, þeim fyrstu 1951 —
og eru stærstu trén nú um
metri á hæð.
Það er furðulegt að einn
maður í jafn litlu landi og
Líbanon skuli þess megnugur
að byggja og rækta upp stað
eins og Laklouk — en hér er
sýnilega á ferð auðugur hug
sjónamaður, sem trúir :
land sitt og vill láta það njóta
góðs að verkum sínum
Sigurbur Jónsson
Hfónmng
F: 1. ágúst 1921. — D: 12. júní’65
Hvað bindur vorn hug við
heimsins glaum,
sem himnaarf skulum taka,
oss dreymir í leiðslu lífsins
draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum
straum,
þótt dauðinn oss megi ei saka.
E.B.
ÞANN 12. júní síðastliðinn •
andaðist móðurbróðir minn Sig-
urður Jónsson af slysförum, að-
eins 43 ára gamall. Ég var
nokkru áður búinn að fá hug-
boð um að við mundum ekki
hittast framar á hinu jarðneska
tilverustigi, og svo fór. Það mun
hafa verið einn sólríkan vor-
morgun í aprílmánuði 1964, að
við gengum saman frá heimili
hans suður á Öskjuhlíð, en það-
an er fagurt útsýni yfir Skerja-
fjörðinn og Grímsstaðaholtið,
þar sem ^ ðáttum báðir hug-
ljúfan dag u rnskunnar og glað-
ar stundir hin friðsælu ár, og
það verður mér nú til hugarlétt-
is að viðsKilnaður okkar varð á
þennan veg, og bundinn þeim
stað. Eins verður með bréf, sem
hann skrifaði mér, en það mun
ég geyma sem fagran vitnis-
burð um sarnan drengskap og
góðvild hans i minn garð. Hann
bjó yfir þeim dýrmæta eigin-
leika, þó hann gæti stundum
verið dálítið fljótfær, að halda
ekki í við rangan málstað, en
viðurkenna heldur það sem rétt-
ara var í hvert sinn.
Hvað ævidögum frænda míns
viðkemur að öðru leyti, get ég
það sagt, að hann gekk sína
braut sem b.ver annar alþýðu-
maður, ekki í néinum tengslum
við þann auð og þá upphefð, sem
margir dýrka svo mjög. Hann
lifði í líðandi stund, laus við
alla ágirnd og hræsni. Ásamt
góðu hugarfari bjó hann einnig
við sæmilega heilsu, en það er
tvennt af því, sem forsjónin gef-
ur ekki öllum, og eftir því sem
ég get bezt dæmt um, virtist
hann vera ánægður með lífið.
Hann var miklu oftar glaður og
hress í viðmóti en daufur eða
skapþungur. Og það var líkt
með hann eins . og flesta aðra,
að sumir dagar voru honum létt-
ir og bjartir, en aðrir kannski
íómlegri og dekkri. Þar sem líf-
ið. er allt breytingum háð og
ekkert er varanlegt verður eng-
in stund eins og ekkert kvöld
eða morgun ber hinn sama blæ.
Þai nig er vort jarðneska tímabil
frá bernskunnar morgni til síð-
asta kvelds. Um leið og ég enda
nú þessi fáu minningarófð, verð
ur mér hugsað til eftirlifandi
konu hans og barna, sem nú
hafa séð á bak sínum föður, og
einnig þeirra, sem honum voru
tengdir og áttu hann sem vin og
félaga. Ég votta þeim öllum ein-
læga samúð og hluttekningu
mína. Blessuð sé minning hans.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir,
vort líf sem svo stutt og stopult
er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað
sér,
mót öllum oss faðminn breiðir.
E.B.
Þorgeir Kr. Magnúsuon
Frá Laklouk. Fyrsta hótelið, sem þar var reist.
NÝKÖMIÐ f AMERÍSKA
BÍLA.
Stýrisendar
Spindilboltar
Slitboltar
Gormar o. fl.
Einnig stýrisendar í
evrópska bila.
Daglega
nýjar
vörur.
ALLT Á SAMA STAÐ