Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.07.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. júlí 1965 GEORGETTE HEYER FRIDSPILLIRINN varði. Og það var einmitt það, sem ég vildi 'tala um við þig, Charles frændi. Það sé fjarri mér að skipta mér af högym þinnar fjölskyldu, en ég held nú samt, að ég ætti að gefa þér ofurlitla bendingu. Ég veit, að það er hvim leitt fyrir þig, eins og þín af staða er, en ég vona, að þú tal- færir það við hana Cecy. Hann var alveg óviðbúinn þessu bragði og glápti á hana. — Hvern fjandann sjálfan ertu að fara? — Ég kæri mig nú ekki um að vera að minnast á það, sagði Soffía og ekki sannleikanum sam kvæmt, — en þú veizt, hvað mér þykir vænt um hana Cecy. Svo hef ég auk þess víða farið og lært að gæta mín sjálf. En Cecilia er svoddan sakleysingi. Það er auð vitað ekkert illt til í honum Augustus Fawnhope og Francis Wolvey er allt of mikið prúð- menni til þess að fara yfir strik- ið. En þú ættir ekki að hvetja hana systur þína til að ganga í Garðinum með skepnunni Alfred Wraxton, Charles. Þetta gekk svo fram af hon- um, að í fyrstunni var hann al- veg orðlaus. En svo bað hann um nánari skýringu. — Hann er svoddan andstyggð ar skepna, að hann kyssir vinnu- konurnar í stigunum, sagði Soffía, hiklaust. — Systir mín er ekki vinnu- kona. — Nei, og því vona ég, að henni takist að halda honum i hæfilegri fjarlægð. — Má ég spyrja, hvort þú haf- ir minnstu ástæðu til að koma með svona ásakanir á hendur Wraxton? — Ef þú átt við, hvort ég hafi séð hann kyssa vinnukonurnar, þá hef ég það ekki. Ef þú hins- vagar vilt vita, hvort hann hafi reynt að kyssa mig, þá hefur hann það, og það einmitt hérna ir.ni. Hann varð reiður og skömm- ustulegur. — Mér þykir afskap- lega leitt ef þú hefur orðið fyrir svona aðkasti og það í þessu húsi sagði hann, og átti bágt með að koma út úr sér orðunum. — O, blessaður, kærðu þig kollóttan. Ég sagði áðan, að ég gæti gætt mín sjálf. En hinu væri mér forvitni á, hvort ein- hver gæti vanið hann af þessu kossaflensi og bent honum á, að talsmátinn hans sé óviðeigandi. Hún hafði verið að fara úr kápunni meðan hún talaði og lagði hana nú frá sér og settist niður í hægindastól við arininn. Eftir andartak sagði hann í mild ari tón: — Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að ég sé neitt hrifinn af Wraxton, þvi að það er ég ekki. Og eftir því, sem ég get, skal ég aftra ferðum hans hing- að. En eins og þú sagðir, þá er afstaða mín óheppileg. Ég vildi fyrir engan mun að þetta tal okkar bærist til eyrna ungfrú Wraxton. — Nei, vitanlega ekki, enda væri það niðingslegt, ef þú vær- ír að bera henni sögur um bróð- ur hennar. Hann hallaði sér að arinhill- unni og hafði verið að horfa nið- ur í eldinn, en nú leit hann upp og horfði fast á Soffíu. Henni fannst mikill skilningur skína út úr augnaráði hans, en hann sagði bara: — Einmitt, frænka. — Þú skalt ekki setja þetta svo mjög fyrir þig, sagði hún vingjarnlega. — Ég er ekki að halda því fram, að Cecy sé neitt skotinn í honum, því að henni finnst hann alveg jafn and- styggilegur og mér. — Ég mun sjálfur fara nærri um, að hún sé ekki skotin í hon- um, þakka þér fyrir, sagði hann. — Hún sem er Skotin í þessum hvolpi, honum Fawnhope. — Já vitanlega er hún það. — Mér er líka ljóst, að síðan þú steigst fyrst fæti hér inn í 18 húsið, hefurðu gert þitt bezta til að ýta undir þessa vitleysu með öllum tiltækum ráðum. Þið Cecilia hafið alltaf verið með honum, þú gafst í skyn ,að hann væri gamall kunningi þinn, svo að hann gæti fengið átyllu til að koma hingað í heimsókn aex daga á viku hverri........þú.... — Já, með öðrum orðum, ég hef alltaf verið að nudda þeim saman. Já það hef ég og ef þú hefðir haft nokkra vitglóru í kollinum hefðir þú verið búinn að því sama í margar vikur áður en ég kom. Hann skildi þetta ekki og spurði síðan tortryggnilega: — Og þú heldur, að með því hefði ég getað gert Ceciliu leiða á honum. Eða, að ég haldi, að þú hafir nokkuð slíkt í hyggju? — Ég veit svei mér ekki, svar- aði hún ogt ók að hugsa málið. — Annað tveggja hlýtur að verða, veiztu. Annað hvort verð- ur hún hundleið á Augustusi — og það tel ég líklegast, því að þó hann sé laglegur, og geti verið mjög almennilegur, þegar hann vill það við hafa, þá er hann hræðilega þreytandi, auk þess sem hann gleymir alveg tilveru Ceciliu einmitt þegar hann ætti helzt að sýna henni nærgætni eða þá, að hún heldur áfram að elska hann, þrátt fyrir alla galla hans. Og verði það, þá veiztu, að þetta er annað og meira en bara skot, og þú neyð- ist til að lofa þeim að giftast. — Aldrei, svaraði hann og með talsverðum ofsa. — Jú, víst gerirðu það. Það væri ljótt af þér áð reyna að þröngva henni í eitthvert annað hjónaband, og þú væFÍr grimmd a-rseggur, ef þú reyndir það. — Ég ætla ekki að þröngva henni í neitt hjónaband, gaus upp úr honum. — Þú gætir kannski haft gaman af að heyra, að mér þykir mjög vænt um Ceciliu, og það er þessvegna, en ekki af neinum eigin duttlung- um, að ég vil ekki, að hún gift- ist manni eins og Fawnhope. En hvað þessa hæpnu hugmynd þína snertir, að Cecilia verði þreytt á honum, ef þau eru nógu mikið saman, þá er það algjör misskiln ingur. Þvert á móti grípur hún hvert hugsanlegt tækifæri til að vera ein með honum. Og hún er svo fjarri öllu velsæmi að skríða í skuggann af Addie gömlu. Það er ekki lengra síðan en í dag,. að Eugenia kom að þeim inni á einhverjum leyni- stíg, eftir að þau höfðu hrist Addie af sér. Leynileg stefnumót. Það er svei mér dáfalleg hegðun hjá ungfrú Rivenhall frá Ombers leyhöll, finnst þér ekki? — Góði Charles minn, sagði Soffía með fullkominni rósemi, — þú veizt bezt sjálfur, að þetta ertu að skálda upp. N — Viltu gefa í skyn, að ég sé að búa til kjaftasögur um hana systur mína? . * — Ef ég á að vera hreinskilin, þá held ég, að þú getir fundið upp á hverju sem er, þegar þú verður vondur, sagði hún bros- andi. Það var ekkert laumuspil þó að hún væri á gangi með Fawnhope, en svo stafar fram- haldið bara af skapinu í þér. Farðu nú ekkí að segja, að ung- frú Wraxton hafi sagt þér þetta, því að aldrei færi hún að bera út lygasögur um Ceciliu!! Hún var aldrei eitt andartak utan sjónmáls frá Addie. Guð minn almáttuigur. Þekkirðu ekki hana Ceciliu nógu vel til þess að hlífa henni við lygasögum um eitt- hvert laumuspil af hennar hálfu? Og auk þess er það svo dónalegt. Gerðu nú ekki sjálfan þig að svona bjána. Næst ferðu að skamma hana fyrir að leyfa ung- um manni sem hún hefur þekkt síðan hún man eftir sér, að ganga með sér spölkorn í augsýn Addie. Aftur leit hann á hana rann- sakandi augum. — Veiztu þetta fyrir víst? sagði hann, og nú í breyttum tón. — Auðvitað því að Cecilia sagði mér alveg nákvæmlega, hvað gerzt hafði. Svo virðist sem ung- frú Wraxton hafi sagt eitthvað við Addie sem henni féll þungt — sjálfsagt hefur hún misskilig það. Ungfrú Wraxton hefur kannski fundizt Addie hafa átt að reka Fawnhope öfugan burt, enda þótt mér sé nú ekki ljóst, hvernig hún hafði átt að fara að því. En þú veizt, hvað hún er viðkvæm, og hún tók sér þetta afskaplega nærri. — Hann varð eitthvað leiður á svipinn, en svaraði: — Þetta er ekki Addie a@ kenna. Hún ræður ekkert ýfir Ceciliu lengur, og ef hún hefði sagt mömmu frá þessu ......en hún hefur nú aldrei lagt söguburð í vana sinn.... um neitt okkar. Soffía sagði, biðjandi: — Sýndu henni þá, að þú sért henni ekki reiður......og segðu henni, að þú ætlir ekki að reka hana. — Reka hana? át hann eftir. — Afsakið, en þér mynduð ckki vilja selja mér nokkur hluta- bréf í uppfyndingu yðar? steinhissa. — Hvaða vitleysa er nú í þér? — Nákvæmlega það, sem ég sagði við hana sjálfa. En það er bara þetta, að nú hefur hún feng- ið það í kollinn, að hún sé orð- in alltof gamaldags til að kenna börnunum, og finnst hún hefði átt að geta kennt þeim ítölsku og allskonar fínar listir. Nú varð ofurlítil þögn. Hr. Rivenhall settist hinumegin við arininn og fór að toga í eyrun á Tinu, eins og utan við sig. Hann var hugsi á svip, en loksins sagði snöggt: — Ég hef ekkert at- kvæði um uppfræðslu systra minna. Það hefur mamma á hendi og ég get ekki hugsað mér, að neinn annar fari að skipta sér af því. Soffía sá, að ekki þýddi að fara lengra út í þá sálma og jánk aði því, sem hann sagði. Hann horfði á hana með hálfluktum augum, en hún brá ekki svip. En svo sagði hann. — Ekkert af þessu er neinu af því viðkom- andi, sem ég hef verið að tala um við þig. Við höfðum það rólegt hérna þangað til þú fórst að setja húsið á annan endann. Framvegis neyðist ég til...... — Hvað er þetta? Hvað í ósköp unum hef ég gert af mér? Hann treysti sér ekki til að koma orðum að því, sem hún hafði gert fyrir sér og neyddist því til að koma að einu mis- gerðinni, sem hann gat fingur á fest. — Þú komst nú til dæmis með þennan apa hingað, sagði hann. — Vafalaust í allra beztu n.-einingu. En hann er algjörlega óviðeigandi dýr að hafa hjá börn unum, og svo gera þau auðvitað uppistand, þegar hann verður tekinn frá þeim, eins og verður að gera. Augun í Soffíu voru á fleygi- ferð: — Þú ert nú bara að reyna að vera ónotalegur, Charles. Þú getur ekki gefið Jacko eplisbita og kennt honum kúnstir og sagt börnunum að útvega honum teppi, og sagt svo næsta dag, að hann verði að fara. Hann beit á vörina en gat samt ekki allsendis leynt gremjubros- JAMES BOND Eftir IAN FLEMING inu. — Hver sagði þér, að ég hefði gert þetta? — Hann Theódór. Og líka hitt, að þú hefðir hlaupið niður með hann á öxlinni, þegar ungfrú Wraxton kom í heimsókn, til þess að sýna henni hann. Og það verð ég að segja, að var heimsku legt af þér, þar sem þú veizt, að hún getur ekki þolað svona gælu dýr, því að það hefur hún sjálf s&gt okkur. Og það er heldur eng in ástæða tól þess, að hún sé neitt hrifin af þeim oig þá er það illa gert að vera að hrella hana með þeim. Aldrei lofa ég henni Tinu að stríða henni, eins og þú veizt. — Þetta er misskilningur hjá þér. Henni er að vísu illa við apa, en það er frú Brinklow, sem getur ekki þolað hunda. Hér er útvarp París .... — Og hvað á svo allt þetta að þýða? — Það er algjörlega búið að koma upp um þig, minn kæri! — Ójá, James, þeir hljóta að hafa haft veður af þér mörgum dögum áður en þú komst. — Ég trúi því ekki Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjör&ur KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig i lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitinga.stofa, hefur blaðið í Lausasölu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.