Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. jölí 1988 MORGUNBLAÐIÐ 3 í Örfirisey ESJAN var hálf kuldaleg á að líta í suð-austan andvaranum í fyrradag. Við áttum leið út í örfirisey um nónbil Og dok- uðum við yzt á eynni, svona rétt til þess að virða fyrir okk ur allsérkennilega sjón, síldar báta á þurru landi. Þetta var sem sé bátakirkjugarður, þar sem gamlir bátar syngja sitt síðasta og láta sig dreyma um löngu liðna tíð. Einhvern tíma stímdu þeir gegn um vaðandi síldartorfur og vaskar sjó- mannshendur héldu um stjórn völinn og stýrðu þeim örugg- lega í höfn. Sú tíð er liðin. En eru þeir þá þarna til einskis gagns? Við skulum nú athuga það nánar. Er við nálgumst bátana heyrum við mannamál. t>að er þó ekki draugagangur í þess- um gömlu bátum?, hugsum við og þykjumst góðir að þora nær. Skyndilega er eins og birti í lofti, þegar há og skír barnsraust kallar. — Hart á stjórnborða! í einum bátnum eru sem sé strákar í sjómannaleik. — Er gaman að leika í bát- unum? spyrjum við. — Ja-há, segir sá minnsti, Þorgeir Hjaltason. — Eruð þið oft hérna? segj- um við. — Já, segja þeir allir þrír í kór. — Svo erum við líka oft að dóna? spyrjum við. — Jú, jú, hann bítur nú stundum á, en við hendum honum nú oftast, segir Guð mundur og um leið sjáum við að hann er með gula, gamla málningardós. Hann er alltaf að skotra augunum niður í dósina, svo að okkur dettur í hug, að kannski sé eitthvað kvikt í henni. Þorgeir Hjaltason og Þorbjörn Finnbogason að leik. veiða, segir strákur i blárri peysu sem segist heita Guð- mundur Þorgrímsson. — Hvað veiðið þið helzt? •— Kola, segir Þorbjörn Finnbogason og brosir. — Veiðið þið aldrei marsa- krabba, segja Hvar náið þið Guðmundur Þirgrímsson stendur af sér stórsjó. — Hvað ertu með í dósinni? spyrjum við. — Pinulitia þeir. — Krabba? í þá? — Hérna í fjörunni fyrir neðan, segir Þorbjörn og bend ir niður í fjöruna. Við vorum að veiða þá áðan. — Og hvað gerið þið svo við þá? — Við bara sleppum þeim, þegar við erum búnir að leika okkur að þeim. — Já, en voruð þið ekki í skipalei'k? Ætlið þið að verða sjómenn? — Nei, við erum nú eigin- lega ekkert farnir að ákveða það, segja tveir. — En þú, Guðmundur? spyrjum við. — Hvað ætlar þú að verða? — Úrsmiður, segir hann drjúgur með sig. — Úrsmiður? Finnst þér gaman að rífa í sundur klukk ur? spyrjum við. — Já, ég reif einu sinni í sundur bilaða klukku, segir hann. — Hún gekk aldrei < Sr. Eirlkur J. Eiríksson: VELCENGNI V. sunnudagur etfir trinitatis. ] Guðspjallið. Lúk. 5, 1-11. Velgengni. „Og er þeir höfðu I gjört það, lokuðu þeir inni mikla mergð fiska, en net þeirra rifn- ( uðu. Og þeir bentu félögum sín- um á hinum bátnum, að þeir ( skyldu koma og hjálpa sér, og þeir komu og drekkhlóðu báða bátana, svo að við lá að þeir sykkju“. | Við íslendingar vitum, hvað mikill sjávarafli er. Varla mun vera atvinnuvegur í veröldinni er jafnast á við fiskveiðar hér, er vel aflast. Sannleikurinn er og sá, að oft lendum við í hálfgerð- um vandræðum með arðinn af uppgripunum og skapast mis- ræmi á kjörum manna, en mæli- kvarðinn vill verða, þar sem mest aflast og mest kemur í aðra hönd. Þegar á heildina er litið, kemur hinn mikli afli þó öllum að gagni og lyftir samifélaginu í átt til velmegunar, er jafnast á við það, sem bezt gerist með þjóðunum. Gegnum órofa bergið brýzt- fram silfurtær lind með óstöðvandi aflL Þannig streyma fram orku og lífslindir lands okkar á hafs- botni og inn til landsins, þar sem gróðursælast er, en einnig á gráum gjótum þar sem blóm- in eiga í vök að verjast og skelfast. ísland er gott land og auðugt. Velmegunarland. Það býður og fram gæði, sem ekki verða í aska látin. En eins og þarf „að hag- nýta réttilega velmegunarmögu- leikana, þannig einnig þessi gæð- in. Eitt sinn varð íslenzkur sveita drengur höfuðskáld Norðurlanda og æðsti ráðgjafi konunga og erindreki. Sögurnar kunnu á þessu þá skýringu, að hann hefði etið sil- nema tvo klukkutíma i einu. — Og hún hefur iþá gengið þrjár klukkustundir í einu eftir að þú gerðir við hana? spyrjum við. — Það gerði hún nú ekki, segir hann og brosir. — Það gekk af lítið hjðl, svo að hún var vist ónýt eftir viðgerðina. — Jæja, segjum við, — við erum víst að ónáða ykkur í leiknum? — Það er allt í lagi segir Þorgeir. — Eruð þið allir úr Vestur- bænum? segjum við. — Já, já, segja þeir með slíkum þunga, að það er vist, að hér er um sanna Vestur- bæinga að ræða. — Og allir í KR, auðvitað? spyrjum við. — Náttúrlega maður, segja þeir, um leið og við drögum okkur í hlé. Þegar við ökum til baka erum við að velta því fyrir okkur, hve það hljótí að vera gaman að vera ungur Reykvík ingur í dag, með öll þau tæki- færi, er þjóðfélagið veitir, enda mátti það sjá á þessum drengjum, sem við hittum úti í Örfirisey. Já, þeir voru svo sannarlega mannvænlegir, blessaðir. ung og fengið vitið úr höfðí ihans. Þetta má til sanns vegar færa: „Og þá haukskyggnu sjón ala fjöll vor og firðir“ yrkir skáldið, og á hann við vitsþjálfunar og manntakslindir íslenzkrar nátt- úru. f Á aðal sumarleyfatíma ársins má minna á möguleika náttúru- skoðunar og dvalar í skauti henn- ar. Hjón í tjaldi hlúa að þrasta- ungum í hreiðri nálægt tjaldinu. Þrestirnir voru nokkuð hávaða- samir á tjaldinu fyrst, en nú hafi þeir hljótt um sig, vináttusam- band hefur njyndast milli mann- anna og náttúrunnar. Þau tengsi ber að efla. Áhugamaður um veiðiskap sagði við mig nýlega: „Þar er heldur enginn friður. Menn halda upp til fjallavatnanna með stór- tækar veiðivélar og sópa að sér aflanum, eins og um gróðaveg I væri að ræða. Ævintýrið er gert að engu, spennan útilokuð að fá ef til vill einn eða þá engan ‘4* það skiptið“. Og sjálfsögðu er veiðiréttur j víða atvinnuvegur, en dvöl úti | í friðsælli náttúru er einnig I íþrótt, heilsulind og nokkurt upp eldismál jafnvel. Börnum kynntist ég í bernsku i minni, sem sögðu alltaf við móð- I ur sína: „Mamma, ég vil ha-fa | matinn!“ Þau báðu aldrei um hann, þau heimtuðu hann. Stundum fer svo að geri maður náunganum greiða, fjarlægist {hann mann við það. Hjálpin eykur á minnimáttarkennd og jafnvel öfund, sem svo getur birzt sem hroki og tillitsleysi. Svipað getur gerzt í viðskipt- um okkar við móður náttúru og gjafir hennar. Tæknin er orðin svo fullkomin, að aflinn er fljót- tekinn fengur, en ekki gjöf fram- réttrar handar. Það er vissulega athyglisvert um guðspjall dagsins, hvernig Pétur tekur velgengninni: „En er Símon Pétur sá þetta, féU hann að knjám Jesú og sagði: Far þú frá mér, herra, því að ég er syndugur maður. Þvi að hana var svo gagntekinn af undr- un-------— “ Tilfinning að vera andspænis hinu heilaga grípur Pétur, hann finnur til syndar sinnar, að hann ér óverðugur þeirra gjafa, er hon um falla í skaut. Og Pétur heldur að visu áfram að vera álengdar í vanmætti sín- um, en um fram aUt, þar sem til— beiðsla hans er og lotning frammi fyrir lífsins höfundi og gjafara gæða þess, þar sem fylgd hans er og þjónusta, sem svo snýst upp í forystu meðal postulanna og allt til þess dags í kristnum heimi og í dag einnig, er klukk- ur Skálholtskirkju hljóma á Skál ‘holtshátíð, en hana vígði Gissur biskup Pétri postula. í rauninni er sú mynd skírust af Pétri ,er hann gengur fram, til þess að votta Frelsara sínum hollustu sína. Hið fyrra almenna bréf Péturs er einmitt gagntekið þeim anda. Pétur er fyrst og síðast þjónn Jesú Krists, játandinn, tilbeið- andinn. Lotning fyrir lífinu og þjónusta við það gagntaki okkur. Velgengni Péturs varð_ mikil í sannleika. Ekki um ytri afla, þótt metinn skuli hann og þakk aður með því að nota hann heild- inni til fagnaðar og þeim til rétt- láte arðs er afla hans, — en um ^ iþau efni, er Hungrvaka lýsir fyrsta biskupi Islands með: „Hann var alla ævi réttlátr ok ráðvandr, gjöfull ok góðgjarn, en aldrigi auðigr." I °g Jesús sagði við Símon: „Vertu óhræddur, héðan í frá skallt þú menn veiða. Og þeir drógu báta sína á land, yfirgáfu allt og fylgdu honum“. Gefi Guð, að sú verði leið okk ur til velmegunar, varanlegrar. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.