Morgunblaðið - 18.07.1965, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.07.1965, Qupperneq 31
Sunntíðagúr 18. Jölf 1585 MORGVNBLA&tO 31 — Kynna sér Drengirnir eru ekki Læstir inni og allt er gert sem unnt er til þess að líf þeirra geti orðið sem eðlilegast. Æskulýðsheimilum fjölgar nú mjög ört í Þýzkalandi. Fjölmörg sambönd æskulýðs- félaga hafa reist stór og mynd arleg hús yfir starfsemi sina, og í flestum borgunum rísa nú hei'rhili, sem ýfnist eru rekin af æskulýðsráðunum, eðahinni frjálsu hreyfingu. „Opið hús“, þar sem unga fólkið getur komið á kvöldm og unað við ýmis konar dægra styttingu, er nú mjög að ryðja sér til rúms. Sú skoðun er einnig útbreidd, að með slikri starfsemi náist einna bezt til hinnar ófélagsbundnu æsku. Á sumrin er reynt að stuðia að því að unglingarnir kómist út úr borgunum og geti notið sólar og sjávarlofts um tíma. Hafa því verið reistar fjöi- margar æskulýðsbúðir og tjald stæði með ströndum fram og geta þar öll æskúlj’ðsfélÖg sótt um dvöl fyrir meðlimi sína í ákveðinn tíma. Þessi starf- semi nýtur mjög rausnarlegra styrkja frá hinu opinbera. (Nú þegar liður að sumri kemur okkur í hug, að hér á landi skortir mjög tilfinnanlega að- stöðu til sumardvalar fyrir ungt, fólk. Heppilegur vett- vangur fyrir slíkt væru vafa- laust héraðsskólar þeir, sem staðsettir eru á hverasvæðum viðs vegar um landið, og væri óskandi að þeir yrðu sem fyrst nýttir á þann hátt Einnig skort ir hér tilfinnanlega aðstöðu til siglinga og róðra). í Travenmúnde heimsóttum við skóla fyrir sjómannsefni. Fá piltarnir þar kennslu i sjó- vinnubrögðum á þriggja mán- aða námskeiðum og var að- staða þar öll mjög góð til þeirrar kennslu. Hinn 22. apríl flugum við dvöldumst þar fjóra daga, á vegum æskulýðssambands Berlínar. í V-Berlín er mjög öflug æskuiýðsstarfsemi, sem nýtur mikils stuðnings hins opin- bera. Það, sem athygli vekur, eru glæsileg húsakynni og góður útbúnaður þeirra. Þar eru nokkrir stórir Samkomu- staðir fyrir unglinga, þar sem urn 1000 unglingar geta dans- að í einu. Við heimsóttum tvo slíka samkomustaði og nokkur önnur æskulýðsheimili, í fylgd með framkvæmdastjóra æsku- lýðssambandsins, og fengum að kynnast starfi þeirra. í Berlín og víðar í V-Þýzka- landi rekur verkalýðssamband ið allvirka æskulýðsstarisemi, á líkan hátt og hin frjálsa hreyfing. Er starfsemi þessi til fyrirmyndar, og væri æskilegt að hér á landi gæti á næst- unni myndazt vísir að siíkri starfsemi. Kirkjuleg æskulýös- starfsemi er einnig mjög virk. Hér á undan hefur verið sagt frá nokkrum æskulýðs- stofnunum er við sáum á íerð okkar og starfi þeirra Að sjálf sögðu verður ekki í frásogn sem þessari gerð nein tæm- andi grein fyrir því mikla starfi, sem þarna er unnið. En augljóst er, að unnið er þarna márkvisst að uppbyggingu æskulýðsstarfs með góðri að- stoð hins Opinbéra. Það sem sérstaka athygli okkar vakti var he.ddarskipu- lag æskulýðsmálanna, frábært samstarf æskulýðsráðanna og hinnar frjálsu hreyfingar, hið jákvæða viðhorf almennings og framlag einstaklinga og stofnana með fjárframlögum og gjöfum á húsum og jarð- eignum til starfseminnar. Séu æskulýðsmálin hér á landi borin saman við æsku- lýðsmál áðurnefndra þjóða, kemur greinilega í ljós, að hér skortir heildarskipulag þess- ara mála, og jákvæðara við- hprf almennings og opinberra aðila. Við, sem að þessum málum vinnum, bindum því mikbar vonir við störf nef ndar þeirr- ar, er Alþingi fól að gera til- lögur um skipulag æskulýðs- máianna hér á landi, og von- umst til þess, að nefndin skili sem allra fyrst álit.i sínu. Að lokum viljum við bakka Æskulýðssambandi íslands fvr ir milligöngu þess um ferð okkar, og Æskulýðsráðum Reykjavíkur og Kópavogs fyr- ir þann stuðning er þau veittu. ICAO vítir S-Afríku Montreal, Kanada, 17. júlí. __ NTB — AP — Alþjóðaflugmálastofnunin, ICAO, samþykkti á fundi í gær ályktun um harðar vítur á stefnu Suður- Afríku í kynþáttamálum. Þrjátíu og niu lönd greiddu ályktuninni atkvæði, 40 sátu hjá og fulltrúi S-Afríku greiddi einn atkvæði gegn henni. 20 ríki voru fjarver- andi við atkvæðagreiðsluna. Ályktún þéssa lagði fram Afríkuríkið Guinea . Qg voru 31 annað Afríkuríki henni fylgj- andi. Margar sendinefndir, þar á meðal sendinefndir Breta, Banda ríkjamanna og Frakka, voru mót- fallnar ályktuninni, létu svo um- mælt, að þó apartheid væri þeim eins leið og öðrum, væri ICAO ekki réttur vettvangur til um- ræðna um kynþáttamismunun. Einar Bjarnason, ríkisendurskoð andi og frú lians heimsækja dr. I. E. Nebenzahl, rikisendurskoð anda ísraels. Sótti mót ríkisendur- skoöenda í ísrael DAGANA 14,—25. júní var hald- i ið alþjóðamót ríkisendurskoð- enda í Jerúsalem. Af íslands hálfu sótti mótið Einar Bjarna- son, ríkisendurskoðandi. Þetta er hið fimmta af slíkum mótum, sem haldin hafa verið á þriggja ára fresti, og var hið fyrsta hald- Mjólkursamsalan í Smálönd Rannsóknar- stofa að koma upp EFTIR fá ár verður orði'ð of þröngt um starfsemi Mjólkur- samsölunnar, þar sem hún er nú og hefur því verið sótt um allstóra lóð ofan við Vesturlands veg inni í Smálöndum. Þangað mun Mjólkursamsalan flytja að- alstöðvar sínar smám saman, segir m.a. í grein, sem Stefán Björnsson, forstjóri, skrifar um Mjólkursamsöluna í Reykjavík í Árbók landibúnaðarins. Og enn- fremur: Undanfarandi hefur verið unn- ið að því áð koma upp fullkom- inni rannsóknarstofu, sem dýra- læknir veiti forstöðu. Þar verða nú bráðlega hafnar rannsóknir á útbrei'ðslu júgurbólgu í kúm og hafin starfsemi til útrýmingar henni. Ýmis fleiri verkefni bíða rannsóknarstofunnar, svo sem skipulögð leit að pensillini í mjólk frá bændum. Gert er ráð fyrir, að nú verði á næstu árum komið fyrir ein- angrúðum mjólkurgeymslum hjá flestum mjólkurframleiðendum á svæðinu. Mjólkin verður þá vél- kaeld, stráx eftir mjaltir og geymd í þessum tönkum. Þangað verður hún svo sótt í tankbif- reiðum. Þetta fyrirkomulag mun lækka flutningskostnað mjólkur og tryggja að mjólkin verði betri. ið i Havaná á Kúbu. Fulltrúar voru frá 64 ríkjum, samtals um 150 manns. Mbl. hitti Einar Bjarnason að máli fyrir skömmu og bað hann að segja nokkuð frá tilhögun þessa móts. — Mótið hófst hinn 14. júní með ræðu, sem ríkisendurskoð- andi ísraéls, dr. I. E; Nebenzahl, flutti. Þá fluttu og ræður for- seti þingsins Kadisb Luz og ut- anríkisráðherra Israels, Golda Meir, sem morgum hér er kunn síðan hún vár hér í heimsókn. — Hvaða mál voru til umræðu á mótinu? — Á fundinum voru rædd ým- is mál, sem varða verkefni ríkis- endurskoðunar aímennt og born- ar vofu saman bækur um vanda- mál, Sem hver hafði við að stríða í sínu landi. Það var mjög lær- dómsríkt fyrir okkur að heyra, hver vandamálin vöru annars staðar og hvernig reynt er að leysa þau, og hvernig menn litu á mörkin á yerksviði ríkisendur- skoðunar yfirleitt. Vegna þess hve afskekktir við erum hér, raunar slitnir úr tengslum við menn. sem að svipuðum málum starfa hjá öðrum ríkjum, er vitneskja sú, er fá má á mótum þessum mjög mikils virði. Það er svo matsatriði, hve miklu skal til kosta að sækja hana svo langt sem í fjarlægar heimsálfur. Nánar tiltekið voru umræðu- efnin þessi: „Afstaða ríkisendur- skoðunar til fjárlaga og ríkis- reiknings", „Skerfur rikisendur- skoðana til að halda opinberri framkvæmdaátjórn i góðu lagi“, „Reynsla ríkisendurskoðenda í því að vinna að framförum í 150 manns. stjórn í gömlum og nýstofnuðum ríkjum" og loks: „Innbyrðis vandamál ríkisendurskoðana að því er varðar þéirra eigin fram- kvæmdastjórn og fjárveitngar til þeirra.“ Á mótinu héít og A. B. Friel- ink, prófessor í Amsterdam, ítár- framkvæmdastjórn og fjármál'a- legan fyrirlestur um notkun raf- eindaheila í þágu reikningshalds. — Fer.gu fulltrúar á mótinu ekki tækifæri til að ferðast úin Ísraelsríki? — Jú. Við fórum í ferðalög til Haifa og Genesaretsvatns og til Dauðahafsins. Skoð- w uðum við fjölda staða, sem koma við sögu gamla og nýja testa- mentisins. Við komum líka i á samyrkjubú og kynntumst rekstri þeirra. Þau eru samtals um 230 í ís.rael og allt að 1000 manns á stærstu búunum. Allar tekjur búsins renna. í sameiginlegan sjóð, sem gíðan. greiðir aþar nauðsynjar íbúanna o gvejtir ' þeim jafnframt fé til skemmtapa og styrki til ferðalaga. Fram- kvæmdir eru mjög miklar hvar- vetna og eru byggðar heilar þorg ir úti í eýðimörþinni tif að maeta auknum fólksfjölda á komandi árum. Mér er óhætt að fullyrða, að mótið var ísrael til mikils sóma og fór ég þaðan með hlýjum hug til þjóðarinnar og aðdáun á dugnaði hennar og menningu, sagði Einar Bjarnason að lokum. lli Þessa íþróttamynd tók ljósmyndari Mbl., Sveinn Þormóðsson út á Melaveili fyrir skömmu. Það er Logi Sæmundsson, ungur ÍR-ingur, sem er þar að æfa hástökk, en þeir Magnús Þórðarson, sonur Þórðar B. Sigurðssonar sleggjukstara, Jón Ólafsson hástökkvari og Jóhannes, hinn nýi þjálfari ÍR, fylgjast spenntir með. — Elliðaárnar Framhald af bls. 6 nefna frv. forstjóra hennar, Steingrím Jónsson. Það er hrollvekjandi tillhúgs un, ef borgáryfirvöldin taka nú upp aðra stefnu um vernd un þessara náttúrugæða, ef stór og mörg gripahús eru staðsett á bökkum árinnar, pg sementsiðjuver við árósana Má vissulega búast vfð, að laxagengd hverfi, og ámar fari senn að taka á svip, líkan þeim, sem sjá má víðast er-' lendis, þar sem ár renna um þéttbygg héruð, fúlar og gruggugar. Að minni hyggju þarf ekki minna en lífsnauð- syn til að afsaka slíkar ráð- stafanir. Ég vil taka skýrt fram, að mér dettur ekki í hug að ásaka borgaryfirvöldin fyrir, að þau geri vísvitandi neinar þær ráðstafanir, er geti leitt til tjóns, eða verið hættulegar þessum gimsteini Reykjavíkur borgar, Elli'ðaánum. Mér er jafnvel ekki fullkunnugt um, hvernig áðurnefndar fram- kvæmdir eru hugsaðar, éða rök fyrir þeim, eða hvort hugsað hafi verið fyrir var- úðarráðstöfunum, ánum til varnar. Hins vegar mundi ég álíta, að mjög varasamt sé að hefja nokkrar framkvæmdir í nám unda við árnar, nema haft sé samráð við þá áðila, er lík- legastir eru til að dæmt geti um, hvort þær geri tjón eða ekki. 1 Stangaveiðifélagi Reykja- víkur eru um 1000 Reykvik- ingar, og er enginn hópur boi-garanna jafnlíklegur til að kunna að meta gildi Ell- iðaánna eins og meðlimir þess. Full ástæða virðisf því vera til, að þessu félagi sé a.m.k. gefinn kostur á að láta í Ijós álit sitt um framkvæmd ir eins og hér um ræðir, áður en þær eru hafnar. Að lokum vil ég leyfa mér að leggja til, að skipuð verði nefnd til að skipuleggja svæð- ið umhverfis árósana og árn- ar, og að S.V.F.R. fái þar full- trúa. Slík skipulagning get- ur verið í stórum dráttum, oig er nauðsynleg leiðbeining fyrir alla aðila, og sjálfsögð öryggisráðstöfun gegn óvilja- óhappaverkum, sem oftast verða vegna ókunnugleika eða vanmati á gildi ánna. Ég vona, að hæstvirt borg- arráð taki efni þessa bréfs til greina, og láti S.V.F.R. vita um undirtektir."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.