Morgunblaðið - 18.07.1965, Síða 30

Morgunblaðið - 18.07.1965, Síða 30
30 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 18. Júll 1585 — Bullaugna Framhald af bls. 3i Kostnaður við borun holunn- ar og virkjun, auk lagningar veg er frá Suðurlandsvegi að holunni, «r áætlaður um 3,5 millj. kr. Þórður Xh. Sigurðsson, vatns- veitustjóri, hefur látið Mbl. í té eftirfarandi upplýsingar ' um virkjun Bullaugna: Virkjun Bullaugna, almennar hugleiðingar. Breytingar á vatnsþörf vatns- veitusvæðisins eru all miklar og fer þar saman árstiðabundnar breytingar og breytingar bundn- ar einstökum dögum vikunnar. Mest vatnsþörf er að jafnaði fyrri hluta ársins í mánuðunum jan. til marz þegar saman fara mikil frost og mikil fiskvinnsla í fisk iðjuverum auk þvottavatns til fiskibáta m.a. Fram til þessa mun eigi hafa borið á vatnsskorti í Gvendarbrunnum á þessum árs- tíma og h’efur því verið mögu- legt að nýta flutningsgetu að- færzluæðanna að fullu þann tíma. Á þessu timabili má gera ráð fyrir að mögulegt sé að dæla vatni frá Gvendarbrunnum allan sólarhringinn og er flutningsget &n þá um það bil sem hér segir: Látlu-Hlíðar geyminn fyrri hluta vikunnar, en á mánudögum var hann ætíð fuilur. Vegna iægri hæðarlegu geymanna á Rauðar- árholti er nokkurt yfirrennsli ú,r þeim á nóttunni og verkar það á fyliingartímia Litlu-Hlíðar geyha isins. Sjáifvirkir lokar til stjórti unnar vatnsrennslis Rauðarár- holtsgeymanna eru fyrir hendi og verða settir upp í sumar. Ef miðað er við vatnsþörfina sl. vetur má segja að Litlu-Hlíð- ar geymirinn hafi nægt til miðl- unar á vatnsrennslinu á mestu álagsdögum (má., þr.), eftir fyll ingu á laugardögum og sunnu- dögum. Geymarými vatnsveitunnar nægir því eins og er á mesta á- lagsdegi, ef engar rekstrartrufl andir verða, sem skerða aðfærslu vatns til bæjarins. Árlega verða nokkrar rafmagnstruflanir og hafa sumar þeirra staðið í nokkra tíma í senn (á Lögbergs- línunni) og fellur þá afkastgeta aðfærslunnar um ca. 250 1/sek. eða um 900 rúmmetra/klst. Með tilliti til rekstraröryggis er því geymarýmið of lítið fyrri hluta hverrar viku og verður það eitt af verkefnum næstu ára að auka það að mun. Síðastliðin þrjú sumur hefur borið á vatns- skorti í Gvendarbrunnum mán- Gamla vatnsbólið: 190 1/sek. = 190x3,6 = 684 rúmm./klst. = 16.400 rúmm./24 klst Nýja vatnsbólið (1947),, full dæling: 680 1/sek. = 580x3,6 = 2.085 rúmm./klst. = 50.000 rúmm./24 klst Skilyrði fyrir því að þessi flutningsgeta nýtist að fullu er að nægjanlegt geymslurými sé fyrir hendi til þess að miðla vatni frá nóttu til dags eftir þörf um. Núverandi geymslurými vatns veitunnar er sem hér segir: Geymir Litla-Hlíð ca. 10.800 m3 Geymir Rauðárh. ca. 2.00 m3 Geymir Selási ca. 400 m3 Samtals ca. 13.200 m3 og svarar það til ca. 20% af mestu flutningsgetu aðfærsluæð anna. Síðastliðinn vetur var tæpt á því ao vatnsmagn þetta nægði á mánudögum og eigi tókst að fylla Samtals 66.400 rúmm./24 klst uðina ágúst — september og fram í október. Haustið 1963 var svo komið að dælingartíminn komst niður í 10 til 12 klst. á dag og samsvarar það afkastaminnk un um 10.800 til 12.600 rúmm./ dag, þannig að sólarhrings af- kastagetan varð aðeins 53.800 til 55.600 rúmm./dag. Haustið 1964 voru óvenjulega miklir þurrkar síðari hluta sum arst og takmarka varð dælingu við tímann kl. 9 til 19 daglega þar til lokið var við stíflugerð í Heiðmörk og hjá Jaðri. Stíflugerð þessi jók fram- rennsli vatns í Gvendarbrunnum verulega og mögulegt varð að dæla mest allan sólarhringinn, an Grafarholtsins og renna í Úlí enda var vatnsflutningur veru- lega minni en nú er, frá því að Litlu-Hliðar geymirinn var tek- inn í notkun. í ár hefur úrkoman verið með lægsta móti mánuðina maí og júní og reyndist nauðsyn- legt að grípa til fyrirhleðslanna, til þess að geta fyllt geyminn á Litlu-Hlíð. Þrátt fyrir þessar aðgerðir hefur verið talið' örugg ara að safna vatni með því að stöðva dælingu frá Gvendar- brunnum sl. tvo laugardaga og til hádegis á sunnudag. Byggðin á ^iðri og sumarbústaður Svav- ars Hjaltested koma í veg fyrir að fært sé að nýta Jaðarslindirn- ar eins og efni standa til ef eng in .mengun væri á svæðinu. Af ofan sögðu er ljóst að Gvenda<rbrunnar í sinni núver- andi mynd eru fullnýttir þann tíma sem framrennsli þeirra er minnst, en sem betur fer er eigi að vænta mesta dags álags á vatnsveituna á sama árstíma. Aukning borgarinnar á næst- unni verður mest utan við það landsvæði seih vatnsveitan hefur lagt dreifikerfi um, auk þess sem hæðarlega byggðahverfanna krefst hærri þrýstings, en fært er að fá úr núverandi aðfærslu- æðum án dælustöðva. Með virkj un Bullaugna er fært að mæta aukningunni á mjög ódýran hátt auk þess sem mögulegt er að framkvæma virkjunin í áföng- um eftir því sem þörf krefur að nokkru leyti. Virkjun grunnvatns er að því leyti frábrugðin virkj- un linda og fallvatna að eigi verð ur fyrirfram fullyrt um örugga afkastagetu borholanna eða grunnvatnssvæðisins. Upplýsing ar um afkastagetuna fást fyrst svo öruggar megi teljast við lang varandi dælingu og rannsókn á breytingum á grunnvatnsborð- inu í nánd við dælingarstaðinn. Við Bullaugu er grunnvatns- rennsli þannig háttað að á nokk uð breiðu svæði sennilega lið- lega 1 km. á breidd, rennur grunnvatn til sjávar, vegna jarð sigs og jarðsprungna koma fram lindir á þessu svæði og má áætla minnsta rennsli þeirra um 200 1/sek., en að jafnaði nokkru meira. Tengdar þessu grunn- vatnsrennsli eru einnig lindir, sem koma fram norðan og aust Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri. arsá. Lindir þessar eru 1 svip- aðri hæð og Bullaugun um 50— 51 m yfir sjávarmáli. Eigi er mögulegt að svo komnu máli að fullyrða neitt um það, hvað mik ill hluti grunnvatnsrennslisins kemur fram í lindunum og hve mikið rennur til sjávar — neðan jarðar. Virkjunartillaga sú sem valin hefur verið byggist á því að virkja Bullaugnasvæðið í áföng- um og byggja fyrst háþrýsti- kerfi fyrir nýju byggðahverfin austan og sunnan við Elliðaám- ar (Árbæjar- og Breiðholts- hverfin), en hafa þó möguleika á nokkurri aukningu við núver andi vatnskerfi með samtengingu kerfanna. Gert er ráð fyrir lögn 14. þuml. (350 mm.) aðalæðar frá Bullaugum að austurenda Rofabæjar, en í Rofabæ er nú unnið að lögn á 10 þuml. aðalæð. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir allt að 100 1/sek. dælingu eða 8640 rúmm./24 klst. Árbæjar- hverfið mun vart iþurfa meira en liðlega þriðjung þess vatns og munu því vera afgangs fyrir aukningu á aðalveitunni 5000— 6000 rúmm./2'5 klst., þar til Breiðholtshverfið byggist og Norðurveitan verður byggð, en hún fer nú að -verða nauðsynleg innan skamms. Með virkjun annarrar borholu í Builaugum, mun 14 þuml. aðal- æðin geta flutt allt að 200 1/sek. eða 17.280 rúmm./24 klst., en til frambúðar er eigi hagkvæmt að flytja meira eftir henni en um 150 1/sek. vegna kostnaðar við dælingu. Að fenginni reynslu af 200 1/ sek. dælingu frá‘ Bullaugum, verða fyrir hendi upplýsingar um afkastagetu Bullaugnasvæðisins og þá er mögulegt að taka á- kvörðun um hvort ráðizt skuli I lágþrýstivrkjun, sem eingöngu væri ætluð sem aukning á núver andi kerfi. Efni í þá veitu verður til næsta ár þegar lokið er upp- tekt og viðgerð á æðunum, sem nú liggja í Blesugrófinni. Auk þess verða fyrir hendi pípur, sem nota má í aðfærsluæðar til Breið holtshverfisins og í Norðurveit- .una að nokkru leyti. Eftir að 1. áfangi Bullaugna- virkjunnarinnar er kominn 1 notkun verður þörf á stækkun núverandi geymis á Selásnum og viðari tengiæðum frá Rofabæ að geyminum. Vegna þess að Bull- augnaveitan byggist 100% á dæl ingu vatnsins er þörf á tiltölu- lega stærra geymarými, en á að alveitunni. Unnið er nú að endanlegri á- ætlun að 1. áfanga Bullaugna- virkjunarinnar og óskað hefur verið eftir tilboðum í dæluút- búnað fyrir fyrstu borholuna. Á meðfylgjandi uppdrætti er sýnd ur vegur frá Rauðavatnslöndun- um að virkjunarstað við. Bull- augu, en jafnframt er pípustæði 14 þuml. æðarinnar fyrirhugað i vegkantinum. Vegurinn er lagður á þann hátt að athafnir vatnsveitunnar komi á engan hátt í bága við starfsemi Golfklúbbs Reykjavík ur. Þóroddur Th. Sigurðsson. --------------------- ) 65 ára a morgun SESSELJA Jónasdóttir, dóttir Jónasar Halldórssonar, óðals- bónda frá Borg á Eyrarbakka, verður 65 ára á morgun, mánu- dag. Á afmælisdaginn verður Sesselja stödd að Melstað i Grindavík. M.s. Herðubreið fer vestur um land í hring- ferð 22. þ.m. Vörumóttaka á mánudag til Kópaskers, Þórs- hafnar, Bakkafjarðar, Vopna- fjarðar, Borgarfjarðar, Mjóa- fjarðar, Stöðvarfarðar, Breið- dalsvíkur, Djúpavogs og Hornafjarðar. — Farseðlar seldir á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.