Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 18. júlí 1965 i FRIÐUN ELLIDA- ÁNNA ROFIN? Rætt við Gunnar Bjarnason, formanits S.V.F.R. um bygg- íngu hesthúsa á bökkum ánna FYRIR skemmstu var frá því skýrt, að lagt hefði ver- ið bréf fyrir borgarráð Reykjavíkur frá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur, varðandi Elliðaárnar. Mbl. sneri sér til Gunn- ars Bjarnasonar, formanns félagsins, og innti hann eft- ir því, hvað þar hefði verið fjallað um. Gunnar skýrði svo frá, að í vor hefði hafizt við Elliðaárnar, skammt fyrir ofan „efri húsin“, svo- nefndu, og neðst í Elliða- árdal, bygging margra hest húsa, á sjálfum árbakkan- um. Hefðu þessar fram- kvæmdir komið flestum á óvart, og væri það skoðun Gunnar Bjamason, formaðux S.V.FJt., við eitt húsanna. Þannig: er umhorfs við hesthúsin, sem standa fast við Elliðaárnar. Stórvirkar vinnuvélar hafa rutt grjóti fram með árbakkanum, og hefur hluti þess fallið í árnar. margra, sem ánum eru kunnugir, að hér væri mjög óvarlega að farið, og væri þessi ráðstöfun vart til þess fallin að stuðla að viðhaldi laxastofnsins í ánum, og gæti jafnvel leitt til ómet- anlegs tjóns. Hefði verið ruddur veg- ur upp með ánni vestan- verðri, neðst á efra svæð- inu, og væri hann fast við ámar. — Fast við sjálf- an veginn stæði nú yfir bygging 7 hesthúsa. Hefði verið rutt úr grunnum með stórvirkum vinnuvélum, og væri grjótruðningurinn á árbakkanum, og jafnvel í sjálfri ánni. Fréttamaður Mbl. fór með Gunnari upp að Elli’ðaám, til að líta á þessi nýju mann- virki. I>au eru öll risin af grunni, og mun hafa verið að þeim unnið frá því snemma í vor. Neðstu húsin standa á móts við svonefnt Hraun, og í þéttri röð upp með ánni. Munu sum húsin vart meira en 7—8 metra frá ánni, en vogurinn á milli. Standa mannvirkin innan gamallar girðingar, sem gerð hefur verið með árbakkanum. Gunnar kva'ð menn hafa mestar áhyggjur af svo mikl- um fjölda hesta á árbakkan- um, sem greinilegt virtist, að þarna ætti að hýsa. Maetti reikna með mikilli umferð, j'afnvel yfir ána. >á væri ekki ljóst, hvernig haga aetti frá- rennsii frá húsunum, en reynsla fiskiræktarmanna væri sú, að hvers kyns affall, ekki síður af dýrum, væri eitt það óheppilegasta, sem veita mætti í veiðivatn. Mynd aðist köfnunarefni í vatninu, og önnur efni, sem leitt gætu af sér fiskdauða, jafnvel í stórum strl. I>á væri það reynsla erlendis, að göngu- fiskar flýðu ár, sem mengúð- ust af óhreinindunum og skólpi. Gunnar tók þó fram, að sér hefði ekki tekizt að afla upplýsinga um, hvernig leysa ætti þetta mál, varð- andi húsin. >á sagði Gunnar, að það hefði löngum verið yfirlýst stefna borgaryfirvaldanna að varðveita Elliðaárnar í því formi, sem þær hafa verið undamfarin ár. Reykjavík myndi nú eina höfuðborg í heimi, sem hefði laxrveiðiá innan sinna marka. Að vísu hefðu árnar mikið sett niður frá fyrri tíð, er þær voru taldar besta laxveiðiá á Norð- urlöndum, en væru þó enn ein af gjöfulli ám landsins. Vegna þess, að svo virtist, að hér hefði veri'ð vikið frá þeirri stefnu að friða bakka ánna, þá hefði stjórn Stang- veiðifélagsins ákveðið að rita borgarráði, og benda á þá hættu, sem ánum gæti stafað af þessum framkvæmdum. Meginefni bréfs formanns félagsins, sem ritað var 15. júní sl., er á þessa leið: „Öllum Reykvíkingum hlýt ur a’ð þykja prýði að Elliða- ánum, sem renna tærar til sjávar innan marka borgar- innar, og það þykir hvarvetna til tíðinda og sóma, að hægt skuli hafa reynzt að viðhalda í þeim laxastofni, þrátt fyrir virkjun og vaxandi byggð umhverfis þær. >etta hefur reynzt kleift, vegna frábærs skilnings og áhuga fyrirmanna Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og ber þar fyrst og fremst að Frh. á bls. 31 • SKJÖL ÆTTI AÐ GEYMA A MIKRÓfTLMUM í samibandi við brunann á nótnasafni sinfóníuhljómsveit- arinnar, kom maður að máli við Velvakanda og benti á, að hafi þarna verið um einhver skjöl að ræða, sem ekki finn- ast annars staðar, hefði verið sjálfsagt að eiga þau á mikró- filmum í eldtraustum hólfum eða geymdum á öðrum stað en uppruna9kjölin. Erlendis þykir nú orðið sjálfsagt að eiga mikró filmur af öllum skjölum, og nú er aðstaða til þess að taka skjöl upp á mikrófilmur hér á landi, þ.e. í Landsbókasafninu. Ættu allir þeir aðiljar, sem hafa mikilsverð skjöl undir höndum, að nota sér þessa aðstöðu, þvi að enginn veit, hvenær raúði haninn galar og eyðileggur verðmæti, sem ekki verða aftur fengin. • STYTTAN AF JÓNI ER EKKI MERKT J. Lilliendahl skrifar: „Kæri VeLvakandi. Vinnustaður minn er við glugga, sem snýr út að hinum fagra Austurvelli. Um þessar mundir er allt í blóma og ferða mannastraumurinn í algleym- ingi Margir útlendingar taka myndir af styttu Jóns Sigurðs- sonar, án þess að hafa minnstu hugmynd um hvern þeir eru að mynda — því að upplýsing ar um það á sjálfri styttunni eru ekki fyrir hendi. Oft hefi ég séð ferðafólkið hringganga styttuna í von um að komast að því „hver væri maðurinn“. Er ekki tilvalið að koma upp ein- hverju spjaldi við styttuna, er gæfi til kynna, að hér væri Jón Sigurðsson, „sómi fslands, sverð þess og skjöldur". Fyndist þér þetta ekki nokkuJJ góð land- Igynning? • Með bestu kveðjum, J. Lilliendahl". • ENN DM ÞINGVALLA- VATN Guðmundur Árnason, for- stjóri, Brekkugerði 34, skrifar: „Reykjavík 14. 7. ’65 í dálkum Velvakanda var ný lega vikið að netaveiði í >ing- val'lavatni og langar mig í því sambandi að bæU þar nokkru við. Allir vita, að >ingvallavatn er stærsta og fiskisælasta vatn landsins og að þar hefur árum saman verið stunduð mikil neta veiði m.a. til útflutnings. Við þessari vefði er litið hægt að segja, þar sem hún er einn þáttur í nytjum jarðnæðis, og vart verður miklu breytt hér um, fyrr en fyrir hendi er vilji til samkomulags allra þeirra, sem hlut eiga að máli um vernd vm fiskistofnsins í vatninu. Hitt er svo annað mái, að auðvelt er að uppræta neta- veiði fyrir landi >jóðgarðsins og sjálfsagt, þar sem næsta hlá legt virðist að stunda fiskveið ar í atvinnuskyni í „friðlýstum helgistað allra íslendin,ga“, eins og segir í lögunum, enda bann- að í aliþjóðareglum um >jóð- garða, að því mér er tjó'ð. >ær tillögur, sem >jóðgarðsvörður og veiðimálastjóri hafa í undir búningi, munu vonandi ganga í j.á átt að binda enda á þann ósóma, og er það vel. Fyrir þá, sem ekki vita, skal því hér skotið inn, að fiskveiði takmörk >jóðgar'ðsins að sunn- an eru að línu, sem hugsast dregin frá hæstu brún Arnar- fedls í beina línu á KárastaðL Sennilega er það að ýmsu leyti óheppilegt, að Aþingi kjósi þingvallanefnd, sem fer með æðstu mál >ingvalla. Reynslan hefur sýnt, að störf» um hlaðnir stjórnmálaleiðtogar hafa ekki getað sinnt þessuna málum sem skyldi. Betra væri, a'ð ráðherra skip aði nefndina og þjóðgarðsvörð- ur færi með framkvæmdavald í hennar umboði. Tignarlegt og fagurt u^- hverfi >ingvalla gerir það að verkum, að staðurinn er eftir- sóttur af innlendum og eriend- um gestum fremur en nokkur annar staður á landinu. Sögu- helgi staðarins og það, að þar er >jóðg.arður íslendinga, bein- línis krefst þess að þar sé umn- ið skipulega að því að tryggja, að vaxandi gestagangur spilli ekki því, sem við með lögun- um um friðun Þingvalla vild- um varðveita. Guðmundur Ámason“ Nýtt simanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.