Morgunblaðið - 18.07.1965, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.07.1965, Qupperneq 16
10 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 18. júlí 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. HAGUR Bu ¥ Tm það munu allir sann- ^ gjarnir menn sammála, að í tíð núverandi ríkisstjórnar og undir forustu Ingólfs Jóns- sonar, landbúnaðarráðherra, hefur ötullega verið unnið að ræktun í landinu og búskap- arhættir á íslandi færðir í nú- tímahorf. Árangur þessa starfs er nú greinilega að koma í ljós. í Árbók landbúnaðarins i965, ritar Arnór Sigurjóns- son grein, um landbúnaðinn 1964, og í lok hennar ræðir hann um fjárhagsafkomu bænda á sl. ári og segir svo: „Ekki er unnt að gera full- nægjandi grein fyrir reikn- ingslegri afkomu bænda á sl. ári, fyrr en búnaðarskýrslur berast Hagstofu íslands. En yfirleitt láta bændur betur af hag sínum, en við reiknings- lok næstliðinna ára. Þrátt fyr- ir litla slátrun á sl. hausti, telja þeir bændur er sauðfjár- rækt stunda, hag sinn hafa heldur en hitt vænkazt á ár- inu. Svo virðist þó, að bættur hagur þeirra hafi einkum kom ið fram í því, að þeir hafi auk ið bústofn sinn á haustnótt- um og kostað meiru til um- þóta á jörðum sínum, en næstu ár á undan. Vegna væn leika sauðfjárins á sl. hausti og hagstæðara verðs á afurð- unum, jókst mörgum sauðf jár bændum hugur og yfirleitt virðist bændastéttin bjart- sýnni um sinn hag, en verið hefur um hríð“. Þessi orð Arnórs Sigurjóns- sonar eru hin athyglisverð- ustu, og sýna svo ekki verður um villzt, að áróðursskrif Framsóknarmanna, um léleg- an hag bændastéttarinnar, hafa við engin rök að styðj- ast. Enda er það svo, að Fram- sóknarmenn gera sér nú grein fyrir þeirrf staðreynd, að hag- ur bænda hefur eflzt mjög undir forustu núverandi land búnaðarráðherra, og að þeim þýðir ekki að halda öðru fram. Bændurnir sjálfir vita að þetta er rétt og þeir sinna því ekki áróðursskrifum, sem reyna að koma því inn hjá mönnum, að þessu sé öðruyísi farið en í raun er. Það er vissulega mikið á- nægjuefni, að þessi vitnis- burður kemur fram í Árbók landbúnaðarins. Landbúnað- urinn er okkur Íslendingum mikilvægur og þótt mjög hafi fækkað þeim, sem hann stunda, hefur landbúnaðar- framleiðslan samt sem áður aukizt mikið. Hér er um að ræða þróun, sem orðið hefur í öllum hinum þróuðu lönd- um. Með aukinni tækni og vaxandi ræktun geta færri menn fráíhleitt til muna meira, en fleiri gátu áður. Okkur íslendingum er nauð synlegt að fylgjast vel með tæknivæðingu landbúnaðar- ins, og skynsamlegt er að kanna allar nýjungar, sem fram koma á þessu sviði er- lendis, með það fyrir augum að nýta það, sem hæfir okkar aðstæðum. Vafalaust mundi það einnig verða til bóta, ef bændur ættu kost á því í ríkari mæli en nú er, að ferðast um land- búnaðarhéruð erlendis, hjá þeim þjóðum, sem náð hafa mestri fullkomnun í þeim efnum, og kynnast vinnu- brögðum og atvinnuháttum í landbúnaðinum þar. í land- búnaðinum, eins og öðrum at- vinnugreinum, er nauðsyn- legt að fylgjast vel með öllum framförum og nýjungum. — Með því er hægt að auka framleiðnina, bæta hag bænd- anna og framleiða ódýrari vöru. VILJA EYÐILEGGJA ÁRANGUR SAMNINGANNA IV ommúnistar halda enn á- fram árásum sínum vegna hækkana þeirra, sem nýlega voru sámþykktar í borgar- stjórn, á gjaldskrám SVR og Hitaveitunnar. Á það hefur margsinnis verið bent hér í blaðinu og skal enn gert, að þessar hækkanir eiga rót sína að rekja eingöngu til hækk- ana á reksturskostnaði, sem voru komnar til fyrir ný- gerða kjarasamninga, vegna launahækkana og hækkunar á söluskatti, sem orðið hafa síðan í desember 1963, þegar núverandi gjaldskrár tóku gildi. Þessar gjaldskrárhækk- anir standa því í engu sam- bandi við þá kjarasamninga, sem nýlega hafa verið gerðir. Um þetta er enginn ágreining ur í borgarstjórn. Jafnvel, borgarfulltrúi kommúnista, Guðmundur Vigfússon, varð að viðurkenna, að full nauð- syn væri á hækkun gjaldskráa Strætisvagnanna og Hitaveit- unnar, en hann var hinsvegar þeirrar skoðunar, að fresta bæri hækkuninni í nokkra mánuði. — Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins voru einnig sammála borgarstjórn- armeirihlutanum úm nauð- syn þess að hækka gjaldskrár þessara borgarfyrirtækja og greiddu atkvæði með því í borgarráði og borgarstjórn. Guðmundur Vigfússon hélt því fram, á börgarstjórnar- fundi sl. fimmtudag, að jafn- lauk siðustu för sinni á flugvelli nærri Folkestone um síðustu helgi. Með flugvélinni voru 48 manns, en engan sakaði. Flugvélin, tveggja hreyfla, stakkst á nefið, skömmu eftir lendingu. Báðir vængir brotnuðu af, og vélin gerónýttist. Þykir með eindæmum, að ekki skyldi stórslys af hljótast. íbúar heims árið 2000 í NÝRRI skýrslu um vænt- anlega fólksf jölgun í heim- inum fram til ársins 2000 hafa sérfræðingar Samein- uðu þjóðanna auk hins venjulega líkindareiknings beinlínis reiknað með „á- framhaldi á ríkjandi til- hneigingu", þ.e.a.s. að síð- ustu tölur um fæðingar í heiminum muni verða svip aðar í framtíðinni. — Þá mundi íbúatf jöldi heimsins um næstu aldamót verða orðinn 7,4 milljarðar eða tvisar og hálfu sinni meiri en hann var árið 1960. — Fólksfjöldinn í vanþróuð- um löndum hefði þrefald- azt og væri kominn upp í Year 2000“, var samia af manntalsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Þróunina fram til srsins 2000 má áætla með þremur mismunandi reikn- ingsaðferðum. Allar eru þær innan takmarka sennileikans. Sú aðferð, sem gerir ráð fyr- ir hægastri þróun, gefur þannig útkomuna 5,2 millj- arða um næstu aldamót, en sú sem reiknar með örasrri þróun gefur útkomuna 6.8 milljarða manna í heiminum árið 2000. Milli þeirra liggur svo talan, sem álitin er senni legust, 5,9 milljarðar. Ein- stök atriði má sjá á töflunni hér að neðan. í skýrslunni segir, að veru legar breytingar muni verða á skiptingu jarðarbúa milli hinna ýmsu svæða. Vanþró- uð lönd munu fá hærri hlut- fallstölu en þau hafa nú, eða með öðrum orðum hlutfalls- tala þeirra mun vaxa úr 67 upp í 76 af hundraði allra jarðarbúa á árunum 1960— 2000. Mest verður þéttbýlið í Austur- og Suður-Asíu. Þar sem í Asíu eru víðáttumikil svæði, sem ekki er hægt að nýta til neinnar hlítar, og þar sem tæknin er á tiltölu- lega frumstæðu stigi í Asíu, mun hin mikla fólksfjölgun skapa geigvæsleg vandamál þar. Svæði Væntanleg fólksfjölgun á árunum 1960—2000 (Sennilegasta þróun) íbúafjöldi i milljónum Árleg auknlng 5,8 milljarða. 1960 1980 2000 1960/1980 1980/21 Margir búast hins vegar Allur heimurinn 2.990 4.269 5.965 1,80 1,68 við, að draga muni úr frjó- Þróuð lönd 976 1.195 1.441 1,02 0,93 seminni á þeim svæðum sem skemmst eru á veg komin. Vanþróuð lönd Helztu svæði 2.014 3.074 4.524 2,16 1,95 Sú tala sem sérfræðingar SÞ Austur-Asía 793 1.038 1.284 1,35 1,07 telja sennilegasta um næstu Suður-Asía 858 1.366 2.023 2,36 1.99 aldamót er 5,9 milljarðar, og Evrópa 425 479 527 0,61 0,47 mundi þá íbúátala vanþró- Sovétríkin 214 278 353 1,31 1,21 aðra landa verða 4,5 milljarð Afríka 273 449 768 2,52 2,72 ar. Norður-Ameríka 199 262 354 1,40 1,4« Hin nýja skýrsla, „World Rómanska Ameríka i 212 374 624 2,86 2,60 Population Prospects up to Ástralía 15,7 22,6 31,9 1,80 1,74 vel þótt full rök lægju til þess ara hækkana og þær stæðu í engu sambandi við nýgerða kjarasamninga, væri þó hætta á, að þær yrðu mistúlk- aðar gagnvart almenningi og taldar stafa af nýgerð- um kjarasamhingum. Það er nú komið greinilega i, ljós hvaðan sú hætta stafau. Sú hætta stafar fyrst og fremst frá' Guðfhúndi' Vigfússyní sjálfum, og málgagni hans, Þjóðviljanum. Kommúnistaklíkan, undir forustu Einars Olgeirssonar, beitti málgagni sínu mjög ein- dregið gegn þeirri samnings- gerð, sem nýlega er lokið við verkalýðsfélögin hér í Reykja vík, og nú er alveg ljóst, að þeir hyggjast gera allt sem þeir geta til þess að eyðileggja árangurinn af samningúnum. Með því að mistúlka þær hækkanir, sem gerðar hafa verið á s gjaldskrám hinna tveggja fyrrnefndu borgar- fyrirtækja, eru kommúnistar og málgagn þeirra að ýta und- ir aðra aðila með verðhækk- anir. Hér er um að ræða ó- svífna tilraun til þess að eyði- leggja þann árangur, sem verkalýðsfélögin hafa náð í þessum samningum með nýrri stefnu og nýjum baráttuað- ferðum. Það er nauðsynlegt, að verkafólk og launþegar í landinu geri sér fulla gréin fyrir tilgangi kommúnista með þessum skrifum. Þeir vílja eyðileggja árangur samn inganna. í þessum ' skrifum kemuf greinílega fram hugur kommúnista til hagsmuna verkafólks, og er þess að vænta, að almenningur allur láti þessi ábyrgðarlausu skrif engin áhrif hafa á sig. EINSTÆTT VÍSINDAAFREK /^eimfar Bandaríkjamanna, ^ „Mariner 4“, hefur nú sent til jarðar fyrstu mýndir af MarS. Er hér um að ræða mikið og einstætt yísindaaf- rek, sem verða mun mikil lyftistöng bandarískri geim- ferðarstarfsemi, og er þeira vísindamönnum, bandarísk- um, sem að því hafa unnið, mikill sæmdarauki. Geim- rannsóknum fleygir nú óð- fluga fram og hafa tekið ó- trúlegum framförum frá því fyrsta gervihnettinum var skotið á loft af sovézkum vís- fndamönnum 1957. Menn sjá nú fyrir þann möguleika, að innan nokkurra ára muni fyrsta geimfarið frá jörðunni lenda á tunglinu. Fyrir aðeins einum áratug hefðu fáir trúað því að jarðar búar lentu á tunglinu innan 20 ára, en nú bendir allt til þess að svo muni verða. Geimferð „Mariners 4“ og Ijósmyndasendingar hans til jarðar sýna svo ekki verður um villzt, að bandarískir vís- indamenn hafa nú náð góðum tökum á geimferðatækni, og verður vissulega gaman að fylgjast með þróun þessara mála á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.