Morgunblaðið - 18.07.1965, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.07.1965, Qupperneq 20
20 MORGUN3LAÐIÐ Sunnudagur 18. júlí 1965 Á slóðum Ferðafélagsins UM ELOGJfi eftir PáÍGTia Han<Eiesson FORMÁLI Eldgjá cr nú fjölsóttur staður, síðan Landraanna- leið eða Fjallabaksvegur nyrðri varff fær fjallabíl- um. Lýsing á Eldgjá er í Árbék F.t áriff 1934. Hún er rituff af Pálma Hannes- syni og meffal snjöllustu náttúrulýsinga, sem til eru á vora tungu. Nú meff því aff Árbókin 1934 er í fárra höndum, en aff sama skapi eftirsótt, tel ég ástæðu til að prenta lýsingu Eldgjár í vifflesnu blaði til hægðar- auka ferðamönnum, sem leggja þangaff leiff sina. Ég nota tækifæriff til að geta þess, aff ljósprentun þessarar Árbókar, 1934, er í undirbúningi, og kem- ur vonamdi út á næsta ári. Enn fremur vil ég taka það fram, að ljösprentun ár- hóka kostar mikiff fé og engin von er til þess, aff Ferðafélagið geti tekiff á sig slika fjárfestingu, þótt bún geti jafnvel skilað nokkrum arffi á mörgum árum. Tjáir því ekki aff ámæla félaginu í þessu efni, eins og ég sá nýlega gert í velmeintri blaða- grein.. Lýsing Pálma Hannes- sonar hefst í Kýlingum, þar sem þeir félagar höfffu náttstaff. J. Ey. „Viff skulum nú halda heim að kofanum, þvi að senn mun líða að lágnætt., og fjöll og hæðir renna saman við rökk- ur næturinnar, en úti á vatn- inu sofa álftir með unga sína og bæra ekki legg eða lið. Hér er svo hljótt, að þú heyrir ekkert neota ef tjl vill æpa- siög sjáífs.."Stn, ilkt óg htim- hljóS^ lang't í fjarska. Svo tökum við á ok^ur náðir. — 1 Næsta morguú erúm Við timanlega á ferli, því að nú skal halda til byggða. Veðrið er milt eins og áður, en í lofti er austanátt, sem ekki spáir neinu góðu. Hestarnir eru vís- ir, og við búum okkur til ferð- ar af skyndingu, tökum tii í kofanum og höldum asf stað. Hestarnir stauta austur dal- verpið frá kofanum og draga á eftir sér langan dög^Hóða. Þannig hefst síðasti áfanginn. Leiðin liggur nú upp úr daldraginu og yfir iágan háls austur af þvi, en siðan niður að Kirkjufellsósi, sem rennur eftir djúpri kvos milli mel- aldna. Af hálsinam sér inn yí- ir Kirkjufellsvatn. í>að ligg- ur í djúpum dal, sem gengur upp með Kirkjufeili að austan og upp undir Barm, en austan við vatnið gnæfir hár og hömróttur móbergshryggur Kirkjufellsós kemur úr vatn- inu og feiiur norður í Tungnaá. Um hann eru sýslu- mót og aírétta. Austan við ósinn förum við upp bratta brekku, en síðan um slétta mela og greiðfæra. Sunnan við þá er djúpt gil, og rennur eftir því skollitaður lækur út i Kirkjufellsós. Hann kemur úr dal, sem liggur upp með Hábarmi að austan. Við erum nú komnir á Skaftár- tunguafrétt og höfum Jökul- dali fram undan. Sveigir ieið- in niður að Jökuldalakyísl eftir hvanngrónu gildragi. Síð an liggur hún upp með kvísl- inn' um hríð yfir þykka vik- urskafla, og þar fremur ógreitt um að fara vegna vatnsgrófa. Yfir kvíslina för- um við iitlu neðra en á móti Jökuldalakofa. Hún fellur dreift og er blaut í botni, en vatnslítil. I Jökuldölum Við skulum nú æja við sæluhúsið. Það stendur á flötum víðimó skammt upp frá kvíslinni, og snúa dyr til suðurs, en á bak við það er brekka sú, er liggur norður að Jökuldölum. Húsið er rúmgott og vandað vel, enda nýlega endurbætt. Loft er í því fyrir ferðamenn, en niðri er rúm fyrir hesta og farangur. Útsýni bér er ekki óáþekkt því, sem er við Landmanna- helli, og þó er hér allt opnara og stórum harðneskjulegra en þar. í suðaustri sérðu Tinda- fjall hátt og flekkótt af fönn- um. Þaðan gengur fjahgarður sunnan við Jökuldali og vest- ur undir Hábarm. En Kirkju- fell ris yfir öldurnar í vestri. Litla feilið hérna handan við kvíslina heitir Réttarhnjúkur og dregur nafn af leitar- mannarétt, sem er við rætur þese. Á bak við það og litlu vestar ber Halldórsfell, og upp með því að vestan gengur Halldórsdalur. Lækur rennur eftir dainum og út í Jökul- dalakvísl, en kvislin sjálf kemur hér austan dalina. Dregst hún saman úr ýmsum lækjum, og sá mestur sem fellur ofan frá Tindafjalli eft- ir gJjúfri þvi, er Steinsgil heitir. Að lyktum rennur kvíslin út í Kirkjufellsós. — Talið hefur verið reimt hér í dölunum ekki síður en við Landmannahelli, og eru til um það ýmsar sagnir. Einnar þeirra er getið í Gráskinnu (III hefti).----- Við höldum nú af stað og yfir lítinn læk, sem rennur norðan úr hlíðinni rétt fyrir austan sæluhúsið. Síðan ligg- ur leiðin austur með kvíslinni, unz komið er inn undir botn JökuJdala, en þar gengur gil norðaustur frá dölunum, og er farið spölkorn inn eftir því. Bratt er upp úr gilinu, en eigi hátt, og er sjálfsagt að ganga upp brekkuna. Þegar upp er komið, sveigir leiðin aftur til austurs. Liggur hún um grjótöldur og graíninga og er heldur á fótinn (Hér er sleppt kafla úr leiðarlýsingu). Vegurinn iiggur nú suð- austur af hálsinum. Hallar honum hægt í fyrstu, Og er þá yfir að fara lágar ösku- öldur og mela með gilgrófum á milli. Siðan taka við langar brekkur huldar þykkum vik- urlögum, og mun mest af ösk- unni og vikrinum stafa frá Skaftáreldum, en sumt frá Kötlu. Hestarnir bruna niður brekkuna og hlaupa austur frá gétunni, upp í vi"dinn. En allt í einu standa þeir graf- kyrrir með reista makka og skima í kringum sig, óvissir um hvað gera skuli Og þegar við komum nær, sjáum við veldur. Þeir eru komnir að Eldgjá. Eldgjá Eldgjá er ein hin mtsta undrasmíði íslenzkrar nátt- úru og á engan sinn líka á allri jörðunni. Hún er talin um 30 km löng og nær frá Gjátindi suðvestur í Mýrdals- jökul, óslitið að kaila. Á þess- ari löngu leið hefur hún rif- ið sundur fjöll og hálsa eins og pappirsblað, svo að ekk- ert hefur megnað að standa á móti þeirri ógnarorku, sem hefur skapað gjána. Misdjúp er hún þó nokkuð, eins og vænta má, því að þar sem hún liggur yfir lægðir og dali, heí- r hún fy ’zt af hrauni. En vergi er hún stórkoL .legri _n inmitt hér á nyrzta kaflan- m, frá veginum norður í játind. Þar er hún allt að 270 m. á dýpt og um 600 m. breið. Geysilegt hraunflóð hefur komið upp úr gjánni og brotizt út úr henni á þrem stöðum: Hér fram undan okk- ur, eftir gljúfri Syðri-Ófæru og sunnan við Svartahnjúks- fjöll. Nyrðri hraunelfurnar tvær hafa sameinazt hér suð- ur undir Bláfjalli og runnið síðan einum straumi fram úr Skaftárglj úfri og út yfir Meðalland, og eru þ„a hraun nú hulin að mestu af Skaftár- eldahrauninu mikla. En syðsta hraunmóðan hefur hlaupið fram um farveg Hólmsór og eigi numið staoar íyrr en úti við sjó, vestur af Álftaveri. GH eru hraunin tal- in um 700 ferkílómetrci- að flatarmáli. Árið HÍ&S athugaði Þorvald- ur Thoroddsen þessa miklu eldsprungu, fyrstur fræði- manna, og gaf henni nafn. f ritum hans bæði innlendum og erlendum er henni lýst all- rækilega, og hraunum þeim, sem frá henni hafa fallið. Síðan hafa ýmsir útlendir jarðfræðingar athugað gjána, og svo má heita, að hin síð- ari ár hafi eigi veríð rituð svo eldfjallafræði hér í álfu, að hennar sé þar ekki getið sem eins hins furðulegasta forvirkis, sem jarðeldur hef- ur eftir sig látið. En þrátt fyrir þetta er margt enn á huldu um eðli hennar og upp- runa. Þorvaldur Thoroddsen tel- ur, að Eldgjá muni hafa opn- azt og gosið á öndverðri sögu- öld (930—950). Hraunin, sem frá henni hafa runnið, áætlar hann nokkru meiri en níu milljónir teningsmetra að rúmmáli, og er það meira hraun en menn vita til að komið hafi upp í nokkru öðru gosi á allri jörðinni — að Skaftáreldunum undantekn- um. Hér sést þvi þetta mikla undur íslenzkrar náttúru. Og það máttu vita, að margur út- lendingur mundi gefa mikið til að vera nú í þínum spor- um, þó að austanáttin blási. Við skulum nú ganga fram á brúnina og svipast um. Barm- urinn á móti okkur er dum'b- rauður og efst í honum er stálgrátt hraunlag. Þar hefur eldleðjan ollið út af, þegar gjáin gaus. En upp frá botn- inum horfa mosagrónir gígar líkt og lokuð augu. Þannig liggur gjáin þráðbeint gegn- um fjöll og hæðir með al- gerðri fyrirlitningu fyrir þeim lögmálum, sem ráða á yfirborði jarðar. Hvorki breidd né dýpt greina hana svp mjög frá öðrum dölum, heldur einmitt þessi þráð- beina stefna, þessi mikilláti myndugleiki. Það er þetta, sem gæðir hana þeim ægilega krafti og strangleika, sem hvergi á sinn líka meðal dal- anna. Rétt fyrir sunnan okkur liggur gil upp frá gjánni. Lítill lækur rennur eftir því í ótal krókum milli hamra- hleina og hoppa niðandi af steini á stein. Gilið er gullíag- urt og alls óiíkt gjánni, eins og náttúran hafi skapað það sem andstæða hennar af undarlegri gamansemi. Vegur- inn liggur nú niður í gilið og eftir því út í gjána. Þegar þangað er komið, skulum við snúa af leið og halda norður eftir gjárbotninum. Eftir skamma för yfir rauðbreiskta gíga og grænar mosaþembur, komum við að Nyrðri-Ófæru, þar sem hún tekur að sveigja suðaustur úr gjánni. Hún kemur upp hér norður á fjöllunum og steypir sér fram af vesturbarmi gjárinnar í tveimur fallegum fossum, hvorum upp af öðrum. Og yfir þann neðri liggur steinbogi, þar sem komast má yfir þurr- um fótum. Við höldum nú upp með ánni, unz við kom- um að fossunum. Hvergi er gjáin tröllauknari en hér. Eldroðnir rísa barmarnir hátt til beggja handa með hamra- belti við brúnir, en fannhvítir fossarnir lyftast íram af björgunum og fylla gjána gný. Og í norðaustri gnæfir Gjátindur við þokuþungað loftið. Þar sveipast saman í eitt allar línur gjárinnar. Furðulega er hér fagurt, og náttúran sjálf mælir á sínu torræðu tungu gegnum vatna- gnýinn og hina örlögþungu ró eldgrafarinnar. Við höldum nú til baka sömu leið, unz við komum á veginn og síðan út úr gjánni að arustan eftir hrauntröðum, þar sem eldleðjan brauzt fram. Vatnsmikill lækur, sem heitir Strangakvísl rennur niður með veginum á hægri hönd og út í Nyrðri-Ófæru, en hún kemur út úr gjánni nokkru norðar og varpar sér í breiðum fossföllum yfir 5 hraunstallana. Fatst við án- : mótin er farið yfir Ströngu- I kvísl. Síðan beygir vegurinn I til suðurs meðfram víði vöxn- { um hraunbrekkum, sem liggja á hægri hönd og heita Axlir. Þar hefur hraunflóðið fossað út yfir barm Eldgjár. En til austurs breiðist marflatt hraun haf, eins langt og augað eygir. Litlu sunnar verður fyrir öldur nokkrar, og er farið yfir þær um stund, unz komið er að tveimur hraunhólum, sem heita Lambastaðshólar. ___ __ Við förum nú fram á milli hólanna og komum þá á bratta brún. Neðan við brekkuna tek- ur við hraunfláki úfinn og iilúðlegur, sem liggur langt til suðausturs. Skaftá rennur yf- ir hraunið skammt fram und- an og er æði gustmikil. Þú sérð fyrir þér eina kvísl hins mikJa Skaptáreldahrauns. En eins og þú eflaust veizt, rann það í SkaptáreJdum 1783. Fyrir þann tíma féll Skaptá í hrikalegum gljúfrum aHa leið ofan frá Skjælingum og niður til byggða. En hraunið féll í gljúfrið og fyllti það allt, svo að út af fióði viða og þannig hefur orðið hér. Við erum nú staddir á nesi, sem skagar út í hraunhafið. Sunnan við hólana sérðu úða upp af fossum og heyrir Framhaid á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.