Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 19
MORCUNBLADID
19
í
Sunnudagtir 18. júlí 1965
Forlög og frjáls vilji
KONA EIN, þrjátíu og átta ára gömul, óhamingjusöm
og hrjáð af því að henni heiur ekki tekizt að laga sig
að þjóðfélaginu og af því að henni mistekst allt, sem
hún tekur sér fyrir hendur, ákveður loks að gerast
nunna og ganga í klaustur. En af heilsufarsástæðum
fær hún ekki inngöngu. í örvinglan sinni brestur hana
kjark til þess að halda áfram að lifa. Hún klífur efst
upp í einn turninn á Notre-Dame-kirkjunni í París,
klöngrast yfir varnargarðinn, sem þar er, stekkur —
og bíður bana. Engum myndi detta í hug að tala um
spádóm eða forlög í þessu sambandi. Þessi kona hafði
ærna ástæðu til að hata lífið, hún vildi deyja og varð
að ósk sinni.
Ung stúlka, með glæsilegan námsferil við banda-
rískan háskóla að baki, fer í skemmtiferð til Evrópu
með hóp annarra ferðalanga. Hún er falleg, kát og
skemmtileg og allir hrífast af henni. Henni þykir af-
skaplega gaman að vera komin til Frakklands, sem
hana hefur svo lengi langað til og þar sem hún er
kaþólskrar trúar, hlakkar hún sérlega mikið til að
koma við í Notre Dame de Paris, sem hún kannast svo
vel við úr skáldsögu Victors Hugo. Hún nemur staðar
eitt andartak til þess að taka mynd af kirkjunni eftir
að hún hefur skoðað hana og ákveður svo að fara inn
einu sinni enn — eins og til að kveðja. Félagar hennar
halda áfram leiðar sinnar, en stúlkan snýr við og er á
leið inn, þegar konan úr turninum dettur ofan á hana.
Unga stúlkan er flutt í sjúkrahús í snarhasti, en þar
deyr hún.
í þessu sambandi getum við aftur á móti réttilega
talað um tilviljun eða forlög. Victor Hugo fékk hug-
myndina að bók sinni um „Notre Dame de Paris“ er
hann sá skráð á stein einn í dómkirkjunni gríska orðið
„ananke“, sem þýðir skapadómur eða forlög. Öll er
skáldsaga Hugos byggð upp af atvikum sem tengd eru
hvort öðru örlagaþráðum, er verða til þess að Claude
Frollo, höfuðdjákni kirkjunnar, kastar sér ofan úr ein-
um turni hennar, rétt eins og konan, sem getið var.
Hvers vegna skapadómur? Vegna þess að í sannri sög-
unni um konurnar tvær, rétt eins og í sögu Hugos,
verður það orsök ógæfunnar, að tveir alls óskyldir
æviferlar, að því er virtist, skárust allt í einu. Hvorug
kvennanna þekkti hina. Allt í einu tengdist líf þeirra
beggja, sem til þessa höfðu runnið um tvo aðskilda
farvegi, á einum litlum punkti, og af- hlauzt stórslys.
En svona nokkuð er hrein tilviljun. Slys á borð við
þetta eru ekki, eins og menn héldu fram í gamla daga,
handaverk æðri máttarvalda mótsnúinna mönnunum,
örlaganorna, sem eru sízt valdaminni en guðirnir. Því
fer fjarri að hér komi til vald á lífi manna ogbrlögum.
Unga bandaríska stúlkan var ekki „af vilviljun“ stödd
á stéttinni fyrir framan Notre Dame. Frakklandsför
hennar var af ráðnum hug og koma hennar í kirkjuna
sömuleiðis. En þarna á stéttinni skárust allt í einu
æviferlar tveggja ólíkra mannvera og snöggur endir
var bundinn á hamingjuríka framtíð ungu stúlkunnar.
„Forlög, grimmi gammur, þú sem átt, vald á gjör-
völlu mannkyni“, sagði Hugo einu sinni. Hann var
sjálfur trúaður á mátt forlaganna eins og forfeður
okkar.
Enginn getur vitað það fyrir, hvenær skerist
æviferill hans og annarra. Allt slíkt er vilja manns-
ins óháð og hann getur ekki tryggt sig gegn því
á einn eða annan máta. „Forlögin verða ekki umflúin“,
segir einhvers staðar. En við megum ekki kenna for-
lögunum um það, sem við verðum fyrir og er afleiðing
gerða sjálfra okkar. Ökumaður, sem fer fram úr í
brekku og drepur farþega sinn en slasast sjálfur, get-
ur ekki sagt að það hafi verið „helvítis óheppni“ eða
borið fyrir sig æðri máttarvöldum. Honum var það í
sjálfsvald sett, hvernig hann æki eftir þjóðveginum og
slysið því sjálfskaparvíti. Við getum fundið til samúð-
ar með stúlkunni, sem dó úti fyrir dyrum Notre Dame,
af því að hún varð fórnarlamb tilviljanakennds árekst-
urs tveggja óskyldra æviferla. Öllum er okkur jafn
mikil hætta búin af völdum slíkra tilviljana. En þó við
fáum ekki við neitt ráðið þar sem „ananke“ er annars
vegar, getum við að minnsta kosti haft stjórn á sjálf-
um okkur þar sem frjáls vilji ræður úrslitum. Annað
er okkur ekki samboðið.
eins mikil reynsla á síðari að-
ferðina við að koma þessura
tækjum fyrir í brjóstholinu, að
sögn Greatbatchs, en hana
kvaðst hafa heyrt a'ð læknar á
Norðurlöndum notuðu ekki orðið
aðra aðferð, enda væri hún
hættuminni og eiginlega alveg
hættulaus.
Skip* er um rafhlöðu á tveggja
ára fresti ennþá, en framfarir eru
mjög örar, svo sá tími er að
lengjast. Eins er hæg| að komast
í rafhlöðuna, án þess að opna
sér leið að henni. f>að er einkum _
nauðsynlegt, ef tækin eru sett 1
börn innan 18 mánaða, því hjart-
slátturinn hægist með aldrinum.
í»rístrendri nál má þá stinga inn
í rafhlöðuna um þar til gerðan
tappa á henni og stilla tækið.
Á sama hátt getur læknir Stöðv-
að það með því að stinga nálinni
inn, án þess að skera sjúklinginn
upp.
Annars kvaðst Greatbatch ekki
vera læknir og því vera me.ira
heima í þessu frá verkfræðilegu
sjónarmiði. Aðspurður af hverju
hann hefði tekizt á hendur að
Wilson Greatbatch
Tæki hans fær ótal hjörtu
til að halda áfram að slá
WILSON Greatbatch heitir banda
rískur rafmagnsverkfræðingur, er
hefur fundið upp tæki, sem kom-
ið er fyrir við hjarta sjúklinga
með ákveðna tegund af hjarta-
sjúkdómum og heldur það hjart-
slættinum í gangi. Þetta tæki er
nú víða notað vestan hafs og
austan og þúsundir sjúklinga
ÞANN 14. þessa mánaðar stofn-
uðu atvinnurekendur á Yopna-
firði með sér félagsskap, sem
Iþeir kalla Atvinnurekendafélag
Vopnafjarðar, en vinnuvitendur
hér höfðu ekki haft með sór
formlegan félagsskap áður.
Stjórnarformaður var kjörinn
Halldór Halldórsson, kaupfélags-
stjóri og meðstjórnendur, Sigur-
jón Þorbergsson og Kristján
Gíslason.
Var síðan boðað til samninga-
fundar með verkamönnum og
skrifuðu samningsaðilar undir
samkomulagið, sem síðar um
kvöldið var lagt fyrir fundi í
ganga með það í sér, til að
lengja lífið.
Þessi Bandaríkjamaður var hér
á ferð á föstudag, á leið sinni til
Rússlands, í boði heilbrigðisyfir-
valdanna þar, en stanzaði til að
hitta gamlan kunningja, Harald
Árnason, ráðunaut. Á heimili
hans fékk blaðamaður Mbl. að
félögunum og samþykkt.
Samkomulagið felur í sér 44
stunda vinnuviku og 8% grunn-
kaupshækkun og gildir til 1.
júní 1967. Sá fyrirvari er í sam-
komulaginu, að verði breyting
á gengi ísl. krónunnar eða lögum
um vísitöluuppbætur breytt, skal
aðilum heimilt að segja up samn
ingum með mánaðar fyrirvara.
Verði á þessu tímabili almennt
samið um starfsaldurshækkanir
á kaupi eða hækkun á orlofi á
Norður- og Austurlandi, skuld-
binda atvinnurekendur á Vopna-
firði sig til að greiða það sama.
— Sigurjón.
sjá tvær stuttar kvikmyndir, sem
sýna hvernig þessum tækjum er
komið fyrir í líkamanum, og skýr
ingar Greatbatchs sjálfs.
Tæki þetta nefnist „Pacemak-
er“ á ensku. Það er lítið raf-
magnstæki, sem tengt er hjart-
anu, en rafhlöðu er komið fyrir
annars staðar í líkamanum. Það
kemur að gagni við <ókveðna
tegund af hjartasjúkdómum. Þ.e.
a.s. þegar hjartað er heilt sjálft,
en eitthvað að taugum, þannig
að það fær ekki merkið um
að það eigi að slá. Þá gefur raf-
straumurinn þetta merki, sem
vantar. Greatbatch sagði, að án
þessa hjálpartækis væri sjúkling
iu-inn oftast rúmfastur, þróttlaus,
seinn að hugsa o. s. frv. og í
Bandaríkj unum deyr um helm-
ingur þeirra innan hálfs árs.
Þegar þetta tæki væri komið á
sinn stað slægi hjartað aftur á
móti reglulega í 2—4 ár, án nokk
urra afskipta læknis, en þá þyrfti
að skipta um rafhleðslu með smá
vægilegri aðgerð. Væru sjúkling-
arnir á meðan hressir og reynsl-
an hefði sýnt, að 80% þeirra
væru á lífi eftir þau 5 ár, sem
liðin væru frá því það var tekið
í notkun. Kvaðst hann hafa heyrt
að einn íslendingur væri með
slíkt tæki, því hefði verið komið
fyrir í Danmörku.
Greatbatch byrjaði að vinna
að þessari tilraun 1956 og 1961
hafði hann fundið þetta tæki
SAMIÐ TIL
2ja ÁRA Á
VOPNAFIRÐI
upp. Nú er það framleitt af stór-
fyrirtæki í Bandaríkjunum, og
einnig víðar um heim, t. d. í
Svíþjóð. Taldi hann að um 40%
af tækjunum færi til Evrópu.
1 fyrstu þurfti skurðaðgerð til
að koma þessu fyrir. Farið var á
tveimur stöðum í brjóstkassann,
þráðum komið fyrir beint í hjart-
anu gegnum annan skurðinn, síð-
an þræddir sérstakir þjálir vírar
í gegn og í rafhlöðuna, sem er
lítið tæki og er því komið fyrir
neðar í brjóstkassanum. Hafði
Greatbatch litla kvikmynd af
slíkri skurðaðgerð, þar sem hert
voru slög hjartans fyrst, en það
svo látið stanza í 15 sék., meðan
vírarnir voru við það tengdir
Nú er aftur á móti komin I
notkun önnur aðferð við að koma
þessu- fyrir og hefur líka verið
gerð stutt kvikmynd, sem sýnir
hana. Þá er rafhlöðunni komið
fyrir við viðbeinið, en vírarnir
þræddir gegnum æð í hálsinum
niður í hjartað. Strax byrjar lík-
aminn að mynda utan um þá
vegg í æðinni og aðlagar þá
þannig. Allar leiðslur eru mjög
þjálar og sveigjanlegar. Lækn-
arnir fylgjast með þræðingunni
á röntgenmyndum, meðan þeir
eru að koma þessu öllu fyrir.
í Bandaríkjunum er ekki komin
leysa þetta vandamál, svaraði
hann að hann hefði unnið á
sjúkradeild á stúdentsárunum og
því vitað að þetta þurfti að
leysa. Flestir verkfræðingarnir
spreyttu sig á geimförum og því-
líku nú, en þar sem hann sé mjög
trúaður, þá eigi betur við hann
að einbeita sér að því að hjálpa
fólki en vinna að tórtímingar-
tækjum.
Wilson Greatbatch kvaðst hafa
kynnzt Haraldi Árnasyni, er þeir
voru báðir við nám í íþöku og
því koma við á íslandi þegar
hann fái tækifæri til þess. Hann
kom hér fyrst í hernum á stríðs-
árunum og þetta er þriðja við-
dvölin síðan. Hann er nú á leið
til Rússlands í boði heilbrigðis-
yfirvaldanna og fer um Finn-
land, en setti það skilyrði að fá
að aka sjálfur þaðan til Moskvu
í útleigubíl, eins og hann er
vanur að gera þegar hann ferð-
ast og ekki hefur verið haft á
móti því. Síðan fer hann til Norð
urlanda.
Haraldur Árnason sagði okkur,
að þegar hann þekkti Greatbatch
á skólaárunum, hefði hann verið
nýkominn heim úr stríðinu, og
verið svo fátækur að konan hana
saumaði á hann fötin og þau
lifðu mest á grænmeti, sem þau
ræktuðu sjálf.
Atvinnurekendur
Reglusamur iðnaðarmaður, sem hefur bílpróf óskar
eftir atvinnu. Margt kemur til greina. —
Upplýsingar í síma 12862.