Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLADID
Sunnudagur 18. Júlí 1965
Hugleiðingar á aldarafmæli
meistara Björnssonar
Odds prent-
Odtlur og frú I: gibjö.g meS barnahópnum frá vim.tri: Þór
fyrrv. deildarstjóri hjá KEA, séra Björn, Ragnheiður kaupkona
á Akureyri og igurður i.icntsmiðjustjóri. Myndin er tekin
1904.
um verðgildið. Boðsbréf var
sent út 1896, þar sem m.a. segir:
„Hið helzta, sem þjóðinni er
boðið, auk blaða og tímarita,
eru guðsorðabækur og forn-
sögur vorar. Fræðirit og
skemmtibækur vantar með
öllu. Þegar þess er gætt, hve
áköfum framförum vísindin
taka á ári hverju í útlöndum,
þá er hörmulegt að hugsa til
þess, að íslenzk alþýða fær
naumast þef af þeim, og meira
að segja íslenzk alþýða þekkir
oftsinnis ekki ýmis grund-
vallaratriði vísindalegrar þekk-
ingar, sem fundin eru fyrir
mörgum öldum.
í útlöndum rís upp hvert
skáldið öðru meira. Bækur
þeirra eru þýddar á fjölmörg
tungumál. Að þessum meistara-
verkum eiga allir aðgang nema
íslendingar. Þeir sitja með
riddarasögurnar sínar og þylja
þær.“
„í þessu safnj verða:
1. Frumsamin islenzk kvæði
og íslenzkar skáldsögur.
2. Vandaðar þýðingar á fræg-
um útlendum skáldsögum, leik-
ritum og kvæðum.
3. Alþýðlegar fræðibækur
eftir íslenzka og útlenda höf-
unda.
4. Ýms fræg heimspekileg og
söguleg rit útlend“.
Bókasafn alþýðu kom út í 6
ár. Tvær bækur eða hefti á ári,
alls urðu það 9 rit, sem út voru
gefin í því. Voru þau þessi.
Þyrnar eftir Þorstein Erlings-
son 1897,
Sögur frá Síberíu eftir Koro-
lenko, 1897, Þýðendur: Björn
Bjarnason frá Viðfirði, Sigfús
Blöndal og Guðmundur Finn-
bogason.
Úranía eftir Flammaríon,
1898. Þýðandi: Björn Bjarna-
son.
Blástakkar Karls konungs
eftir Topelius, 1898. Þýðandi
Matthías Jochumsson.
Eiríkur Hansson eftir J.
Magnús Bjarnason, 1899—1903),
Grænland að fornu og nýju
eftir Finn Jónsson og Helga
Pétursson.
Þættir úr Islendinga sögu
eftir Boga Th. Melsted, 1900 og
1901.
Lýsing íslands eftir Þorvald
Thoroddsen, 1900.
Farmtíðartrúarbrögff eftir
Ervast, 1903. Ólafur Davíðsson
þýddi.
Hér fór saman gott efnisval
og einnig góð umgjörð. „Bóka-
safn alþýðu var að ytri gerð
jafnvel enn meiri nýlunda í
íslenzkum bókum en að efnL
Pappír var ágætur, prent bæði
fagurt að gerð og vandlega af
hendi leyst .Bandið glæsilegt,
og hér var meira að segja tek-
ið til að skreyta kápurnar með
umgjörð um letrið og sumar
þeirra prentaðar í litum“. —
„Mesta nýjungin var þó, að
margar bókanna voru myndum
prýddar, sem þá var eins og
fyrr getur harla fátítt, og hygg
ég, að engin skáldrit á íslenzku
hafi fyrr verið prýdd myndum
en Blástakkar og Úranía".
(Steind. Steind.)
KAUPIÐ RANN TIL
ÚTGÁFUNNAR.
Eftir að Oddur fluttist til
Akureyrar, hætti hann útgáfu
Bókasafns alþýðu. Fyrst og
fremst sakir fjárskorts, þar sem
til hennar var stofnað af of
mikilli rausn, — hún gat ekki
borið sig — en einnig olli ef-
laust nokkru, að í einangrun-
inni á Akureyri rofnaði sam-
band hans við þá menn, er
nauðsynlegir voru til að slík
útgáfa gæti þrifizt.'
Á Akureyri setti hann á stofn
prentverk og bókaútgáfu, sem
hvorttveggja er enn rekið af
miklum myndarskap af niðjum
hans, sem ekki færri en fimm
leggja þar hönd á plóginn. Og
enn sem fyrr er engu slakað til
um vandaða bókagerð og frá-
gang á öllu prenti.
Við lítum nú inn í prent-
verkið og hbfum tal af Sigurði
O. Björnssyni og brátt slæst
systir hans, Rangheiður kaup-
kona, einnig í hópinn. Sigurður
hefur orðið:
— Þegar foreldrar mínir
fluttust frá Kaupmannahöfn til
Framhald á bls. 23
béð yfir prentsmiðju' '!inn í POB, eins og hann lítur aú át.
tilhlutan íslenzku stjórnar-
deildarinnar að prentsmiðju
J. H. Schultz í Höfn. Þar vann
hann til 1901, er hann fluttist
til Akureyrar, þar sem hann
rak prentsmiðju og bókaút-
gáfu af einstökum myndarskap
í nærfellt fjóra áratugi. Hann
var kvæntur Ingibjörgu Benja-
mínsdóttur frá Stóru-Mörk í
Laxárdal. Árið 1922 fór hann
á vegum ríkisstjómarinnar til
Þýzkalands, þar sem hann
dvaldist í ár eða lengur, til að
athuga um stofnun ríkisprent-
smiðju og lagði hann fram
ákveðnar tillögur í því efni.
Hann hlaut tvívegis heiðurs-
viðurkenningu fyrir iðn sína.
Oddur var aðalhvatamaður
að stofnun Iðnaðarmannafélags
Akureyrar, lengi formaður þess
og heiðursfélagi 1935. Hann
át'á mikinn þátt í stofnun Iðn-
skóla Akureyrar, Heimilisiðn-
aðarfélagi Norðurlands, Sjúkra-
samlagi Akureyrar, Dýravemd-
unarfélagi Akureyrar og var í
mörg ár í Góðtemplarareglunni.
Þá átti hann og sæti í bæjar-
stjórn um skeið og var kjörinn
heiðursborgari Akureyrar 1935.
Hann var stórriddari hinnar
islenzku fálkaorðu.
Lengst mun „Bókasafn al-
þýðu“ halda nafni hans á lofti.
En um hana hafa Steindóri
Steindórssyni frá Hlöðum
fallið svo orð, að þótt ýmis fé-
lög og útgáfur hafi risið upp á
líkum grundvelli og Bókasafn
alþýðu, hafi „ekkert þeirra far-
ið fram úr prentaranum ís-
lenzka í Kaupmannahöfn um
djarfhug og framsækni í ís-
lenzkri bókaútgáfu, né þá fórn-
arlund, sem að baki útgáfunn-
ar lá. Og enn eru þær fáar ís-
lenzku bækurnar, sem fegur
eru úr garði gerðar en bækur
Bókasafns alþýðu.“
Oddur andaðist eftir langa
og stranga vanheilsu 5. júlí
1945. Um hann mæltist séra
Friðrik J. Rafnar svo í kveðju-
orðum, að Oddur hafi sagt sér,
að sér þætti vænst um þetta
vers úr Orðskviðunum, og taldi
hann það hafa haft mikil áhrif
á sig:
„Ég vísa þér veg spekinnar,
leiði þig á braut ráðvendninnar,
gangir þú þær, skal braut þín
ekki verða þröng,
og hlaupir þú, skalt þú ekki
hrasa."
Orðskv. IV. lln.
BÓKASAFN ALÞÝÐU
Svo margt hefur verið rætt og
ritað um Bókasafn alþýðu, að
nokkur afsökun er, þótt hlaupið
sé hratt yfir sögu. Ed Oddur fór
til Kaupmannahafnar, hafði
bókagerð íslendinga litlum
framförum tekið um langt
skeið, og engu var skeytt um
ytri búnað. „Leturgerð hinna
íslenzku prentsmiðja var fá-
brotin, en stíllinn notaður, unz
letrið var svo máð, að lítt var
læsilegt. Ekkert var gert til að
skreyta bækurnar, og megin-
reglan virtist vera sú ein, að
spara pappírinn sem mest.
Kápur voru oftast úr lélegum
Dappír, ætíð skrautlausar, og
oft ekkert á þær prentað, þær
þjónuðu þeim tiigangi einum,
að hlífa bókinni við óhreinind-
um, þangað til hún væri bund-
in, eða meðan kápan entist.
Fæstir litu þá á kápuna sem
nokkuð bókina viðkomandi.
Myndir sáust varla í bókum,
nema helzt höfundamyndir
ljóðabóka, og í einstöku ævi-
minningum". (Steind. Steind.)
Fyrir þessa sök og eins þá,
hve hinn íslenzki bókakostur
var fábreyttur, réðist Oddur í
það stórvirki að hefja útgáfu
„Bókasafns alþýðu", og stillti
hann verðinu svo í hóf, að
furðu sætir. Árgangurinn, sem
áætlaður var 18 arkir, skyldi
kosta 2 kr., en áskriftin var
bindandi fyrir þi'jú ár. Þá var
mönnum gefinn kostur á að fá
bækurnar bundnar og kostaði
vandað band kr. 1,00 til 1,25
eftir stærð bókanna.
En þótt verðið væri lágt, var
ekki hægt að segja hið sama
1 DAG, 18. júlí er öld liðin frá
fæðingu Odds prentmeistara og
bókau tgefanda Bjömssonar á
Akureyri. Hann var fæddur og
uppalinn að Hofi í Vatnsdal, og
á efri árum kenndi hann sig við
Hof og kallaði sig Vatnsdæla-
Hofverja. Foreldrar hans voru
Björa Oddsson bóndi að Hofi
C Jdur prentmeistri Björnsson.
Myndin cr tekin um 1930.
_ og Rannveig Sigurðardóttir,
bæffi komin af gömlum hún-
vetnskum ættum.
Árið 1881 hóf Oddur prent-
nám í ísafoldarprentsmiðju og
lauk því 1886. Næstu ár vann
hann við prentstörf : Reykja-
vík, unz hann sigldi til Kaup-
mannahafnar 1889 og réðist að