Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þríðjudagur 20. júlí 1965 ■ •• ’s ' $$&"'?■* f /l.7. ' A | ?■ Löndun gekk erf ið lega í Keflavík Hjalfeyrarskipið að byrja flutninga Jón Garðar i reynslusiglingu. Stærsti síidarbátur flotans á leiö til landsins Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ lagði nýr bátur af stað frá Harstad í Noregi til íslands. Það er Jón Garðar, 330—340 tonna bátur, sem verður stærsta síldarskipið í flotanum. Eigandi er Guðmund ur Jónsson á Rafnkelsstöðum. Nýjungar eru í skipinu, svo sem ísvéi, sem hægt er að framleiða í um borð 8 tonn af is á sólar- hring og síldardæla. Upphaflega ætlaði Guðmundur þetta skip aflakónginum Eggerti Gíslasyni, sem lengi var með báta hans, en nú verður skipstjóri á Jóni Garð- ari Viðar Sveinsson, sem verið hefur með Víði II að undan- förnu. Sonardóttir Guðmundar, Dóra Garðarsdóttir, skírði skipið og er sagt frá því í norska bl. Harstad Tidende með meðfylgjandi mynd um undir fyrirsögninni: „íslenzk x tvítug fegurðardís skírði bátinn Jón Garðar eftir föður sínum“, en faðir hennar fórst með skipi sínu árið 1960. Skýrt er frá því að Jón Garðar sé nú afhentur tveimur mánuð- um fyrr en samið var um, bæði vegna þess hve verkið var vel undirbúið og einnig gerðu starfs | menn skipasmíðastöðvarinnar sér ijóst mikilvægi þess að bát- urinn næði síldarvertíð á Islandi. Báturinn er búinn öllum þeim tækjum, sem notuð eru í ný- tízku báta og ætlaður til veiða allt árið, einkum þó til síld- veiða. Eftir hátíðlega skírnarathöfn fór Jón Garðar í reynslusiglingu og gekk 12 mílur. Reyndist allt í bezta lagi. Er reiknað með að skipið komi heim á föstudag. Svo sem fyrr var frá skýrt hef ur Jón Garðar útbúnað til að framleiða ís um borð. Ætti hann því að geta komið með betri síld, ef sigla þarf langt með hana. Hann fer beint á síldveiðar fyr- ir Norður- og Austurlandi. En ekki er gert ráð fyrir að hann sigli heim með síldina nema löng löndunarhlé verði. Geimfararnir farnir Bandarísku geimfararnir, sem hér voru við æfingar, fóru heim aðfaranótt sunnudags með flug- vél Loftleiða. Lagði hún upp frá Keflavíkurflugvelli kl. 2:30. Síðdégis á laugardag áttu geim fararnir að fljúga yfir Surtsey, en veður var óhagstætt. Dóra Garðarsdóttir skírði bát- inn eftir föður sínum, sem fórst á sjó. STÖÐGT FER fjölgandi síldar- flutningaskipunum. Eftir 1—2 daga fer norská leiguskipið Ask- íta frá Hjalteyrarverksmiðjun- um á miðin, er verið er að útbúa í það dælu til að dæla úr skipun- um á miðunum. Skipið tekur 5000 mál. Hjalteyrarverksmiðjan hefur alls tekið á móti 41 þús. málum síldar í sumar, en vantar hráefni. Þá eru síldarflutningaskipin tvö, sem síldarverksmiðjur á Suðvesturlandi hafa tekið á leigu, byrjuð flutninga. Það fyrra, Rubista, kom til Kefla- víkur með um 9 þús. mál. Hafði gengið mjög vel að landa í það úr skipunum á miðunum, en þeg ar átti að losa það í Keflavík gekk það seinlega, einkum að ná af botninum, þar sem miklar röraleiðslur eru þar. Tók 4 sólar hringa að ná síldinni úr skipinu. Síld þessi var til Keflavíkur og Sandgerðis og fengu Njarðvíkur hluta af því. Mbl. átti tal um þetta við Guðmund á Rafnkelsstöðum. Hann sagði að síldin hefði samt verið sæmileg. Væri verið aíl vinna hana og gengi vel. Von- andi væru þetta bara byrjunar- örðugleikar og búið væri að lagi eitthvað til, þannig að löndun úr skipinu ætti að ganga betur næst þó það sé í rauninni ekki sem heppilegast til þessara hluta. Mikil síld hafði borizt frá Vestmannaeyjum til Sandgerðia | og kvaðst Guðmundur ánægður með útkomuna núna. í gær komu hátt á 5. þús. mál af 4 bát- um og sá fimmti var á leiðinnú En ekki var hægt að taka við síld af fleirum. í fyrra var verk smiðjan verkefnislaus á þessum tíma. Nú aftur á móti er nóg af hráefni. Hitt norska síldarflutningaskip ið, sem flytur til Suðvesburland.9 i hefur verið að taka síld fyrir I austan og hélt til Akraness og | Hafnarfjarðar með þann farm, | sem það hafði þegar fengið, 4000—5000 mál. Lítil síld, - söltunarhæf UM helgina og í gær var ágætt veður á síldarmiðunum, en svarta þoka. Skipin voru einkum á veiðum í Reyðarfjarðardýpinu, norðarlega á Gerpisflaki og 120- 130 mílur SA af Gerpi. 1 gær- kvöldi er blaðið hafði samband við síldarleitina á Dalatanga hafði nær engin síld veiðzt. Sól- arhringana á undan barst nokk- ur síld á land af þessum stöðum, og var verið að salta á flestum síldarstöðunum um sunnanverða Austfirði í gær. Var dágóð nýt- ing á síldinni. Á sunnudagsmorg un höfðu 35 skip tilkynnt um 17.200 mála og tunna véiði frá sólarhringnum á undan og þaðan til mánudagsmorguns tilkynntu 51 skip samtals 29.880 mála og tunnu afla. Þessi skip voru með yfir 1000 mál: Halkion VE 1000, Guðrún EBE: síöasta tilraun fyrir sumarieyfi framkvæmdanefndin á fundi í gær utanríkisráðherrafundur i næstu viku Brussel, 19. júlí — AP — NTB. Framkvæmdanefnd Efnahags- bandalags Evrópu kom í dag sam an til fundar, til að ræða vanda- mál þau, sem nú ógna allri sam- , vinnu bandalagsríkjanna. Fundur nefndarinnar í dag er sá síðasti, áður en fundur utan- ríkisráðherra aðildarrikjanna ketnur saman síðasta sinni fyrir sumarleyfi. Frakkland sendi enga fulltrúa til fundarins í dag. Fulltrúar framkvæmdanefndar EBE hafa látið eftir sér hafa í blö’ðum og útvarpi síðustu daga, og þeir vildu ekki skýra frá því fyrir fundinum í dag, hvert væri meginefni nýrrar málamiðlunar- tiilögu, sem ætlunin mun að ræða. N Opinberlega hefur aðeins ver- ið frá því skýrt, að fram verði lögð áætlun, í smáatriðum, um nýja fjármálaskipan landibúnað- armála, sem gilda skuli fram til 1970. | Gert er ráð fyrir, að umræð- ur nefndarinnar muni standa í 2—3 daga. Að þeim loknum verða tillögur sendar til meðlima ríkjanna, sem væntanlega vísa þeim til fundar utanríkisráðfherr- anna, sem haldinn verður í Brúss , ei í næstu viku Flóðin í rénun í V-Þýzkalandi 11 hafa látizt og ejgnatjáfi er gífurlegt 19. júlí (NTB) HIN gífurlegu flóð, sem geng- ið hafa yfir V.-Þýzkaland að undanförnu eru nú í rénun. Alls er vitað um 11, sem lát- izt hafa af völdum flóðanna, og þúsundir eru heimilislaus- ir. Yfirvöldin í ríkjunum N.-Rín-Vestfalen, Neðra Sax- landi og Hessen, sem verst urðu úti í flóðunum, hafa nú hafizt handa um, að reyna að koma öllu í eðlilegt horf. Er t.d. búið að opna flestar járn- brautalínur. Það var geysileg rigaing, sem flóðunum olli og eru þau in mestu, sem komið hafa í áðurnefndum þremur ríkjum frá 1956. Ekki er unnt að segja um það enn hve mikið tjónið er af völdum flóðanna, en í héraðinu umhverfis Pad- erborn einu saman, er vitað um eyðíleggingu, sem neraur Framihald á blis. 23. Guðleifsdóttir 1100, Keflvíkingur 1400, Jón Kjartansson SU 1200, Ólafur Magnússon EA 1300, Svan ur IS 1000, Sólfari AK 1000, Eld- ey KE 1400, Þorbjörn II GK 1900, Gullver NS 1500, Björgvin EA 1000, Heimir SU 1400, Ingvar Guðjónsson GK 2000, Halldór Jónsson SH 1000, Oddgeir ÞH 1000, Steinunn SH 1000. ESKIFIRÐI, 19. júlí — í gær komu hingað Guðrún Guðleifs- dóttir með 1100 tunnur, Halkion 1000 tunnur, Jón Kjartansson 1200, Guðbjörn OE 200, Sigrún 350, Mímir 250, Svanur 1000, Jón Þórðarson, 100 og Helga Guð- mundsdóttir 150. í dag komu Einir með 4'50 tunnur, Húni II 650, Sigrún 700, Mímir 500, Halkion 250, Æskan 350, Þorbjörn 350, Guðbjörn OE 300. Megnið af síldinni fór í salt. — Gunnar. BREIÐDALSVÍK, 19. júlí — Löndun í bræðslu 12.-18. júlí hér: Heimir SU 2332, Garðar GK 1855, Hannes Hafstein 1670 mál, Akur- ey SF 520 mál, Sigurður Jóns- son SU 199 mál, eða alls 6576 máL Síldariðjan hefur þá landað alis frá bátum 26.859 málum. Auk þessa landaði Sigurður Jóna son tvisvar í salt, samtals 780 upp mældar tunnur. — Fréttaritari. : í GÆR voru smálægðir yfir \ íslandi, Grænlandshafi og | Grænlandi, veður atillit og I meinlaust á þessum slóðum, | en yfirleitt skýjað loft og | sums staðar rigning. Hér á I landi var yfirleitt svartaþoka | sunnan lands, en bjartara fyr ir norðan, þó að sums staðar stingju sér niður skúrix. Yfir leitt var hlýtt í veðri um allt land, þrátt fyrir sólarleysi, 12 til 14 stig á Akureyri, þar sem var sólskin kl. 15 var hiti kom inn upp í 22 stig — eins og í London. ••iiiiiiiiiiiitiimiiinimMitiiuiMiiiiiiiiiHitOHMi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.