Morgunblaðið - 20.07.1965, Page 12

Morgunblaðið - 20.07.1965, Page 12
12 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 20. júlí 1965 Ötgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 5.00 eintakið. GRÆÐUM LANDIÐ 17yrir nokkru var frá því * skýrt hér í blaðinu, að með limir Lionsklúbbsins Baldurs, hefðu efnt til ferðar í Hvítár- nes, og sáð þar grasfræi í landsspildu og borið á hana. Hafa þeir í hyggju að halda þessu starfi áfram á næstu árum og græða landið á þess- um stað. Á síðustu árum hefur rækt- un í landinu aukizt til mikilla Hiuna. Bændum hefur verið gert auðveldara en áður að rækta upp tún, og nú er svo komið, að þegar ekið er t.d. um Suðurlandsundirlendið, eru þar tún við tún, stórar spildur lands sem hafa verið brotnar og ræktaðar upp. — Þetta er lofsvert vitni þrótt- mikilli bændastétt, og ánægju legt að sjá land, þar sem áður voru mýrar og móar, sléttað og ræktað. En þrátt fyrir mikla ræktun landsins á und anförnum árum, eru stórir hlutar afréttarlands enn að blása upp. Af fornum sögum drögum við þá ályktun, að við land- nám íslands hafi landið verið grasi vaxið og skógar teygt sig milli fjalls og fjöru. Það er okkur ekki vanzalaust, nú á tímum, með þeirri tækni, sem við höfum yfir að ráða, að land okkar blási upp, í stað þess að sáð sé í og ræktuð þau víðfeðmu landssvæði, þar sem ekki sézt stingandi strá. Framtak meðlima Lions- klúbbsins Baldurs er því hið markverðasta og lofsvert í alla staði, og er hér um verð- ugt verkefni að ræða fyrir samtök áhugamanna. Þetta starf verður auðvitað að vinna, undir handleiðslu sér- fræðinga, sem sagt geta til um, hvaða frætegundum rétt .sr að sá á hverjum stað, og hvaða áburð nota skal. En það væri ánægjulegt, ef þetta framtak þeirra Baldursfélaga jrrði til þess, að fólk í borg og bæjum tæki nú ásamt bændunum þátt í því að auka ræktun landsins og græða upp gróðurlausa mela og holt. Við skulum taka höndum saman um að reka af okkur slyðruorðið og græða landið okkar á ný. V1NNA BARNA OG UNGLINGA að hefur lengi tíðkazt hér á landi, að börn og ung- lingar hafa notað frítíma sinn á sumrin til vinnu, og hefur það yfirleitt verið talið þeim til góðs. Algengast mun vera, að börnum 3é komið i sveit til vinnu við landbúnað, en þegar þau verða eldri, vinna þau gjarnan við önnur störf, sem gefa þeim meiri tekjur en sveitavinnan. Öllum er hollt að kynnast atvinnuháttum okkar, og kom ast í nána snertingu við þjóð- lífið, ekki sízt þeim, sem stunda langt skólanám. Og sjálfsagt eru allir sammála um, að stuðla beri að þessu á þann hátt, að börn og ung- lingar vinni þau störf, sem hæfir aldri þeirra og þroska. En auðvitað eru því takmörk sett, hvaða störf hæfa þeim, og gæta verður þess, að þau taki ekki að sér vinnu, sem er þeim ýmist of erfið eða hættuleg. Frá því var skýrt í Morgun blaðinu á laugardaginn, að unglingspiltar og stúlkur vinna nú við uppskipun í Reykjavík. Almennt munu menn sammála um, að upp- skipunarvinna við höfnina sé töluvert hættuleg, og þar verða oft slys á mönnum, þótt reynt sé að gæta ítrustu var- kárni og strangt eftirlit sé haft með uppskipuninni. Af þessum sökum verður að líta svo á að barnavinna við höfn ina eigi ekki að eiga sér stað. Þótt vinnuaflsskortur sé mik ill í landinu, verða þeir, sem forráð hafa á vinnu, eins og uppskipunarvinnunni, sem hefur í sér fólgnar vissar hætt ur fyrir þá, sem að þeim starfa, að gæta þess að ráða ekki til starfa fólk, sem ald- urs og þroska vegna er ekki fært um að sýna þá varkárni, sem nauðsynleg er. Og þar sem unglingarnir vinna hafn- arvinnu, verða þeir auðvitað að vera undir öruggri stjórn hinna eldri og reyndari. Greinilegt er, að þeir ung- lingar, sem rætt var við hér í blaðinu s.l. laugardag telja sér það mikils virði að kom- ast í vinnu sem svo vel er borguð. í því peningaflóði sem hér er, er kannski skilj- anlegt, að foreldrar freistist til þess að setja börn sín til vinnu, sem gefur þeim miklar tekjur, en nauðsynlegt er að hafa í huga, að sumarvinna barna og unglinga er ekki fyrst og fremst mikilsverð vegna þeirra tekna, sem þau afla sér yfir sumartímann, heldúr vegna hins, að það er börnum og unglingum þrosk andi að komast í snertingu við atvinnulífið í landinu. Þess vegna er nauðsynlegt að bæði foreldrar barnanna og aðrir, leitist fyrst og fremst við að koma börnum sínum til starfa, þar sem þau geta haft nokkurn þroska og gagn af, en ekki sé miðað eingöngu við hversu mikilla tekna þau geta aflað sér. Það er hyggilegt og hoilt að unglingarnir alist upp PV UTAN ÚR HEIMI Syngman Rhee látinn níræður að aldri Síðustu ár sín var hann á Hawaii Honolulu, Hawaii, 19. júlí — NTB: SYNGMAN RHEE, fyrrum forseti Suður-Kóreu, lézt í dag í sjúkrahúsi í Honolulu eftir langvarandi veikindi. — Hann varð níræður að aldri. Er Rhee lézt voru í sjúkrahús inu hjá honum hin 65 ára gamla austurríska kona hans, Francesca og uppeldissonur, Rhee In-Too, en hann kom til Hawaii frá S-Kóreu fyrir viku. Syngman Rhee var þekktur undir nafninu „faðir S-Kór- eu“. Eftir 12 ár sem forseti landsins, var honum steypt af stóli 1960. Síðustu þrjú árin dvaldi Rhee á beilsuhæli í Hawaii, en þangað hélt hann sjálfviljugur í útlegð. Bana- mein Rhees var heilablóðfall. Rhee var fæddur 26. marz 1875. Sem unglingur kynnti hann sér lýðræðislega stjórn arháttu, og hann óx upp á því tímabili að Austurlönd hófu fyrstu samskipti við hinn vest ræna heim. Syngman Rhee stjórnaði stúdentaóeirðum til þess að mótmæla einveldisstjórninni í landi sínu 1897. Hann var tekinn höndum og pyntaður. Eftir dvöl í fangelsi fór hann til Bandaríkjanna og var þar í sex ár. Eftir að Japanir höfðu her numið Kóreu sneri Syngman Rhee aftur heim, en vegna op inskárrar gagnrýni hans á stjórn hinna nýju herra neydd ist hann til að flýja land á ný. Eftir dvöl á Hawaii hélt hann til Kína, þar sem hann varð æðsti maður í útlaga- stjórn Kóreu. Útlagastjórn þessi beitti sér fyrir svo vel heppnuðum árásum og aðgerð um við landamæri Kóreu og Mansjúríu að Japanir hétu 100 Syngman Rhee. þúsund dollara launium hverj- um þeim, sem gengi milli bols og höfuðs á Syngman Rhee. 1921 hélt hann aftur til Bandarikjanna, í þetta sinn til þess að afla stjórn sinni stuðnings. í Bandaríkjunum var hann þar til heimsstyrj- öldinni síðari lauk. 1934 kvæntist Rhee Franc- esca Donner. Eftir uppgjöf Japana hélt hann heim. Um þetta leyti voru margar til- raunir gerðar til aö ráða Rhee af dögum. Skömmu eftir heimkomuna varð Rhee formaður lýðveldis ráðs Kóreu, fyrirrennara þings landsins. í júlí 1948, er Rhee var 73 ára gamall, var hann kjörinn fyrsti forseti Suður-Kóreu. Er Syngman Rhee stóð á há tindi frægðar sinnar, brauzt Kóruestyrjöldin út 1950. Rhee var ákafur stuðningsmaður frjálsrar, sameinaðrar og ó- háðrar Kóreu, og gat ekki fellt sig við þá tilhugsun, að landinu yrði skipt. Hann lenti oft í deilum bæði við Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar vegna þessa, og hann hótaði jafhvel að halda styrjöldinni í Kóreu áfram upp á eigin spýtur og halda norður á bóginn, áður en vopnahléssamningurinn var endanlega undirritaður í júlí 1954. Alvarlegar deilur í þingi S- Kóreu gerðu aðstöðu hans erf iðari heima fyrir á næstu ár- um. Margir þingmenn voru handteknir á þessum árum, Rhee gerði stjómina þannig úr garði að sem bezt hentaði sér og oft voru herlög ríkj- andi. Stjórn hans stóð þar til 1960. Andstöðuflokkamir héldu því fram að forseta- kosningarnar, sem fram fóru í marz sama ár með þeim ár- angri að Rhee hlaut 85% at- kvæða, hefðu verið falsaðar. Dró þá til mikilla óeirða stúd enta o. fl. og voru höfuð- stöðvar flokks Syngman Rhees frjálslynda flokksins, m.a. eyðilagðar. 21. apríl 1960 sagði stjóm hans af sér. Syngman Rhee — nú 85 ára gamall — gerði þó öllum ljóst að hann vildi engu að síður vera forseti landsins áfram. Dagana á efitr kom til mik illa götuóeirða, og þingið lagði einnig að Rhee að segja einnig af sér forsetaembætti. 28. apríl beygði Rhee sig og sagði af sér embætti. Rhee hélt síðan sjálfviljug ur til Hawaii. í marz 1963 var hann lagður inn í Maualani- sjúkrahúsið í Honolulu. Þar sat hann flesat daga í stól og virti fyrir sér friðsamt um- hverfið. Hann fylgdist lítt með stjórnmálum í S-Kóreu og fengu aðeins nánustu ættingj- ar hans að héimsækja hann. m Hættulegir ökumenn ÖKUMENN, sem sýnt hafa, að þeim er hættara við slysum en öðrum, kunna að eiga það á hættu, að tryggingafélög krefjist hárra iðgjalda af þeim, að þeir verði að leggja akstur á hilluna. Þetta kemur fram í skýrslu, sem brezka vátryggingafélagasam bandið (The British Insurance Association) birtir í þessum mánuði. Margar aðrar tillögur við annan hugsunarhátt en þann, að öllu skipti hversu mikilla tekna þeir geta aflað sér yfir sumarið, á sem auð- veldastan hátt. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að það sé íslenzkri æsku hollt ög þroskandi að taka þátt í störf um í atvinnulífi landsmanná, en auðvitað verður að gæta þess að þau störf séu við hæfL er að finna í skýrslunni. Með- limir sambandsins eru um 250 vátryggingafélög. Sambandið leitaði á sínum tíma tiil bandarísks fyrirtækis, McKinsey & Co., til þess að end urskoöa allt bifreiðaibryig,giiniga- kerfið í Bretlandi. Tillagain um há iðgjöld fyrir þá, sem oftast valda skaða, er komin frá bandaríska fyrirtækinu Verði að henni farið, munu aif- leiðin.gin verða sú, að framvegis er það sjálfur ökumaðuirinin, ekki farartækið, sem er tryggt. Undanfarin ár hafa iðgjöld þeirra, sem oft vet'ða á mistök, verið hækkuð nokkuð, og dæmi eru þess, að einsbakir ökumerwi hafa orðið að greiða aillt að 30.000 krónuir ísl: fyrir tryggingu bif- reiða sinna á ári, auik þess, sem ^eiir verða sjálfir að grei'ða allan sk-. ðan, sem af akstri þeirra hlýzt Upp að 30.000 kr. Þá fyrst kem ur til bóbasikylda félagsins. Skýrslan er að mes-tu leyni- skýrslia, en nokkur atriði hetuiar munu verða birt almenningi. Þegar hefuir verið skýrt frá fá- einum aitriðum, en fraim hefur komið, að ekki megi búasf við ailmnenniri lækkum á fðgjöldum, þau mumi frekar fara hækkamdi framvegis, þótt margt bendi til, að reynt verði að verðlauna þá, sem eng’um slysum valda, «g öfugit. Þá er giert ráð fyrir, að nokk- ur breyting verði á því fcerfi, sem leiðir af sór bóitagneiðslu til þeirra, sem eigia bif reið, sem verð ur fyrir skaða, án þess, að eig- and'inm eiigi nokkurn hluit að miáli. Eigendur missa í slíkum tilfellum af „bómius“, og hefur þessi aðfemð valdið mikitti ó- ánægjiu. Ekki er gert ráð fyrir, að neirtni af þessum titlögum, sem fnatrv koma í skýrsliu bandaríska fyrtir- tawkisims, fyrr ea í fynsba lagi 4 naasta áru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.