Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID Þriðjudagur 20. júlí 1965 Nýtt hefti Frjálsrar verzlunar komib út FRJÁLS VERZLUN, 1,—3 hefti þessa árs er nýkomið út fjöl- breytt og vandað að efni. Rit- stjórnargreinin nefnist Kaup og kjör. Birt er erindi, er Björn Tryggvason, e kirif stofustj óri, - flutti 16. febrúar 1964, þegar fé- lag laganema heimsótti Seðla- bankann. Nefnist það Stutt yfir lit um sögu, löggjöf og starfsemi Seðlabankans. Þá er erindi eftir Magnús Z. Sigurðsson, Þeettir úr utanríkisviðskiptum íslands og ræða Magnúsar Víglundssonar við afhjúpun minnisvarða Einars Benediktssonar 31. október sl., Bragarlaunin frá 1897 eru gold- in. Samtal er við Eyjólf Konráð Jónsson, ritstjóra er nefnist Tví mælalaust þjóðhagslégt gildi að olíuhreinsunarstöð og samtal við Þórodd E. Jónsson, stórkaup- mann. Nefnist það utanríkisverzl unin verður að vera frjáls. Þá er almennt rabb um sameignar- sjóði — Mutual Funds — og hvernig slíkir sjóðir bæta hag almennings og grein af erlend um vettvangi um hvernig einka framtakið, „óvinur fólksins", leysir nú margan vanda komm- únistaríkjanna. — Fleira er og í heftinu. Hátíöleg Skálholts- hátíð á sunnudag SKÁLHOLTSHÁTlÐIN var hald in sl. sunnudag, næsta sunnudag við Þorláksmessu sumars að venju. Var full kirkja við messu, guðsþjónvstu, kirkjuhljómleika og kvöldbæn, sem tóku við hvað af öðru allan daginn. Var mjög hátíðlegt við þessar athafnir all- ar. Véður var ekki sem bezt fram undir hádegi, en rættist úr eftir það. Skáiholtshátíðin hófst með biskupsmessu kl. 11. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, predikaði og þjónaði fyrir altari, en sr. Guðmundur Óli Ólafsson, Skálholtsprestur a&stoðaði. Skálholtskórinn söng undir stjórn Guðjóns Guðjóns- sonar, og þrír trompetleikarar léku, þeii- Sæbjörn Jónsson, Stef- án Stephensen og Eyjólfur Mel- sted. Eftir hádegi voru orgeltón- leikar, dr. Páll ísólfsson lék. Þá flutti Jóhann S. Hannesson, Skólameistari ræður og ávarp flutti Magnús Viglundsson, ræðis maður. Kl. 5 var guðsþjónusta (ekki messa með altarisgöngu, svo sem um morguninn). Sr. Sigurður Pálsson prófastur á Selfossi predikaði og þjónaði fyrir altari. Hátíðinni lauk með kvöldbæn kl. 9. Sr. Guðmundur óli Ólafsson flutti kvöldbænina. Enn ósamið við nokkur félög ENN ER ósamið við nokkur verkalýðsfélög og eru þau þessi: Samningar hafa enn ekki ver ið gerðir við iðnaðarmenn, en í þeirra hópi eru bifvélavirkjar, járnsmiðir, blikksmiðir, skipa- smiðir, múrarar, rafvirkjar og trésmiðir, ennfremur húsgagna- smiði og bólstrarar. Þá er ósam ið við farmenn, en þar er um að ræða 11 starfshópa, skipstjóra, stýrimenn, loftskeytamenn, vél- sjtóra, bryta, háseta, kyndara, kokka, þernur þjóna og vika- pilta. | Samnngar hafa enn ekki tek- izt við verkalýðsfélögin í Vest- mannaeyjum, Keflavík, Sand- gerði og Görðum og einnig er ósamið við félögin á Félagssvæði Vinnuveitendasambands Breiða- fjarðar. Thorolf Smith skrifar bók um THOROLF Smith fréttamáður er um þessar mundir að skrifa bók um Winston Churohill, sem kem ur út hjá Setberg í haust. Thor- olf hefur áður skrifað tvær bæk ur um merka' stjórnmálamenn, Bandarikjaforsetana Abraham Lincoln og John F. Kennedy, og komu þær út hjá sama bókafor- lagi Arnbjörn Kristinsson, for- stjóri Setbergs fór þess svo á leit við hann að hann ritaði bók um brezku kempuna, Winston .0. Churchill. Er Thorolf nú kominn vel á veg með að skrifa þessa bók, sem verður svipuð að stærð fyrri bókum hans éða um 300 lesmálssíður og prýdd mynd um. Mbl. hafði samband við Thor- olf Smith í gær. Hann sagðist hafa tekizt þetta verk á hendur, þegar hann var beðinn um það, þó hann vissi að það mundi verða erfitt og kannski sér of- viða. Nokkrir mánuðir hefðu far- ið í að lesa sér til um efnið. Af Churchill óhemju miklu væri að taka, þar sem eru fyrst og fremst öll verk Ohurchills sjálfs og svo það sem aðrir hafa um hann ritað. Auð- vitað hefði hann veri'ð sæmilega vel að sér um efnið fyrir, þar sem hann hefði alltaf haft gaman af sögu, en þó hefði hann orðið að einskorða sig við þetta lestrar efni í marga mánuði. Og hann kváðst hafa fengið meiri mætur á verkefninu, eftir því sem hann vann meira að því. Churohill var ákaflega for- vitnilegur maður, sem átti ó- venjulega ríkt líf. Ekki aðeins langt, heldur líka ákaflega stór- brotið, sagði Thorolf. Somhomar Fíladelfía Almennur Biblíulestur í kvöld kl. 8.30. Verið að dæla úr framhluta skipsins er hann var tekinn til björgun ar í vor. - SUSANNE Framhald af bls. 24. skipsins, sem nú er í eigu fyr- irtækisins í upphafi röktum við í stórum dráttum sögu þessarar björgunar. — Við byrjuðum að vinna að björgun skipsins hinn 18. des. sL, sagði Kristinn, — á vegum vátryggjenda þess. En vegna ósamkomulags við skip stjóra og skipshöfn var lítið hægt að gera, sökum þess að okkur var meinaður aðgangur að skipinu og samvinna við skipverja var næsta lítil og full óvildar af þeirra hálfu. Svo stóðu málin fram til 25. jan. er skipstjóri og skipshöfn yfirgáfu skipið. Þá var það boðið til kaups og gerðu eng- ir aðrir tilboð í það en við. Samkomulag varð síðan um að við fengum það fyrir fyrr- greinda mánaðarvinnu og vélaleigu, er um var að ræða er skipverjar reyndu sjálfir að ná skipinu á flot. — Er samningar höfðu tek- izt um eignarrétt á skipinu við tryggjendur, sagði Krist- inn ennfremur, — hófum við tilraunir til björgunar skips- ins. í fyrstu vár aðeins ætlað að bjarga því sem bjargað yrði úr flakinu, en þá skaut upp þeirri hugmynd að reyna að gera þá björgunartilraun, sem nú hefir verið fram- kvæmd og ná skipinu til hafn- ar, styttu um þann hluta, sem verst hafði farið út úr högg- orrustunni við skerið Kotflúð, bæði við strand og björgunar- tilraunir. — Fyrst í vetur var aftur- hluta skipsins bjargað, en vél arrúm var með sjóþéttu skil- rúmi. Var hann dreginn upp að bryggju á Raufarhöfn og geymdur þar í vetur. Síðan var unnið að því að ná fram- hluta skipsins af flúðinni og tókst það á 2. dag hvítasunnu í vor. Hafði þá verið komið fyrir sjóþéttu skilrúmi fyrir framan afturlest og sjó náð úr framskipinu og það því svo létt að hægt var að. draga það af flúðinni. —■ Næsta verkefni, segir Kristinn, var að snyrta til báða hluta skipsins, en það hafði hlotið þverbresti um miðju nærfellt Z-laga og voru skemmdirnar á skrokk þess frá því um borðstokk stjórn- borðsmegin við afturhluta aft urlestar og fram um miðja lest bakborðsmegin. Var sú skepimd logskorin burtu og síðan hafizt handa um að tengja skipið saman á ný. Var þverskurðurinn að aftan gerð ur framan við neyzluvatns- tanka, sem eru undir tanka- dekki framan vélarrúms og við fremri skil ballesttank- anna aftast undir aftari lest. Þegar 4itið er yfir þilfar skips ins framan við brú er eins og aftari lest hafi verið minnk- uð um helming. — Hlutverk kafarans, Krist bjarnar Þórarinssonar, var geysi mikilvægt í þessu starfi öllu og hefði ekki verið unn- ið nema fyrir einstakt þrek hans. Hann var að vinna verk sitt í mjög köldum sjó, nánast við frostmark, langtímum saman, þar sem hafísinn var skammt undan og þegar hægt var að hefja bræðslu á Rauf- arhöfn varð sjórinn svo grugg ugur að ógerningur var að sjá nokkuð til verka, en þreifa þurfti að mestu fyrir sér. Kristbjörn hafði meðferðis á- gætis tæki til síns starfa, þar sem voru logsuðutæki, er vinna má með neðansjávar. Þau eru þannig búin að með loftþrýstingi er haldið rými fyrir skurðlogann og eftir að svæði það er skera á, hefir verið hreinsað er hægt að vinna verkið sem á landi væri. Hitt var þrautin þyngri að skurðurinn varð að fara fram mikið niðri í ballesttönkum skipsins ,en þar er aðeins 80 cm. bil milli dekks og botns og þar varð Kristbjörn að skera sig niður gegnum dekk- ið til að geta unnið að sundur skurðinum á skilrúmum og leiðslum, sem eru í tönkunum. — Er öllum þessum snyrt- ingum var lokið hófst sam- skeyting skipshlutanna og voru síðan soðnar saman 2 Vz m. niður hvorú megin, styrkt- arbitar settir milli burðar- banda og styrktarband sett i lest, en samskeytin að öðru leyti opin undir yfirborði sjáv ar. Þannig var sjór í aftur- lestinni alla leið að norðan og verður þar til er skipið hefir verið tekið í slipp. — Susanne Reith er byggð 1958 og er í yfirklassa að styrkleika til. Það var því eft- ir nokkru að slægjast þar sem úm björgun þessa skips var að ræða. Fyrirkugað er nú að taka skipið hér í slipp og rann saka það og munu þar til koma erlendir sérfræðingar. Síðan á að sigla skipinu *út eftir aukastyrkingu og leka- viðgerð hér en í erlendri skipasmíðastöð verður það gert upp í sinni upphaflegu mynd, sagði Kristinn. Að síðustu sagði forstjóri Björgunar h.f. um þessa sér- stæðu og skemmtilegu björg- un: — Þetta er búið að vera mikið streð fyrir * mannskap- inn, sem að þessu hefir unn- ið og nánast þrekraun. Þetta verk hefði ekki verið fram- kvÆmanlegt, ef við hefðum ekki haft jafn góðu liði á að skipa. Við vorum lengst af 11 að störfum við björgunina. Við erum ánægðir eftir að þessu lauk farsællega, sagói Kristinn að lokum. ■ pisi* : ^ A ' ' ðusanne Reith þar sem hún liggur sundurskorin í Raufarhaf narhöfn síðastliðinn vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.